Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Síða 49
LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 61 Dauðinn og stúlkan. Dauðinn og stúlkan Borgarleikhúsið frumsýndi á fimmtudaginn leikritið Dauðann og stúlkuna eftir Chilebúann Ari- el Dorfman. Verkið hefur hlotið mikla athygh og fjölda viður- kenninga. Leikarar eru Guðrún Gísladóttir, Valdimar Örn Flyg- enring og Þorsteinn Gunnarsson en leikstjóri er Páll Baldvin Bald- vinsson. Leikritið íjallar um viðbrögð konu sem hefur fimmtán árum áður mátt sæta pyntingum í Leikhús gagnbyltingu hægrisinna og hvemig hún nær á sitt vald manni sem hún telur vera kval- ara sinn. Atvikiö gerist sama kvöld og eiginmaður hennar hef- ur tekið sæti í stjórnskipaðri nefnd sem fahö er að rannsaka meinta ofbeldisglæpi fyrri stjóm- valda. Verkið fjallar því ekki að- eins um hlutverk böðuls, dómara og fórnalambs, sekt og sýknu, heldur ekki síður þá atburði er fymtir glæpir eru dregnir fram í dagsljósið og kenndir borgurum sem almenningur telur flekk- lausa. Sýningar í kvöld Hafið. Þjóðleikhúsið. Stræti. Þjóðleikhúsið. Dýrin í Hálsaskógi. Þjóðleikhús- iö. Ronja ræningjadóttir. Borgar- leikhúsið. Blóðbræður. Borgarleikhúsiö. Dauðinn og stúUcan. Borgarleik- húsið. , • Sardasfurstynjan. Islenska óp- eran. Nero. Asnalegt hreinlæti Nero, keisari Rómaveldis, átti eiginkonu og sú kona hafði 500 asna í sinni þjónustu til þess að • baðkar hennar gæti stöðugt verið fuUt af nýrri mjólk! Blessuð veröldin Eyrnahlífar á konur Sumir siðferðispostular á mið- öldum kröíðust þess aö konur hyldu eym sín þar sem María ‘ hafði orðið þunguð í gegnum eyr- un! Úranus ReUdstjanan Úranus hefur að- eins verið þekkt í tvær aldir eða nákvæmlega 212 ár. Sir WiUiam Herschel uppgötvaði hana 13. mars 1781. OO Helgarveðrið Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- vestlæg átt, gola eða kaldi og skúrir eða slydduél á morgun. Veður fer Veðrið í dag kólnandi og hiti verður 2-4 stig. Suðvestantil verður vestlæg átt, gola eða kaldi með slydduéljum. Norðvestanlands verður aUhvöss eða hvöss norðaustanátt meö snjókomu á Vestfjörðum sem breiðist austur yfir landið í dag. Austanlands fer að rigna upp úr hádegi og suðaustan- lands snýst í vestankalda með slydduéljum. Á sunnudag verður líklega norð- austanátt og snjókoma út af Vest- fjörðum.en suðaustanátt annars staðar. Vætusamt verður sunnan- og vestanlands en úrkomulítið norð- austanlands. Hiti verður 1-4 stig. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjað 8 Egilsstaðir skýjað 8 Galtarviti alskýjað 6 Hjarðames , súld 7 Keflavíkurflugvönur rigning 7 Kirkjubæjarklaustur rigning 6 Raufarhöfn skýjað 6 Reykjavík rign/súld 7 Vestmarmaeyjar rigning 6 Bergen þokumóða 4 Helsinki alskýjaö -7 Kaupmannahöfn þokumóða 5 Ósló léttskýjað 2 Stokkhólmur skýjað 3 Þórshöfh rigning 8 Amsterdam mistur 15 Barcelona mistur 13 Berlín mistur 7 Chicago léttskýjað -11 Feneyjar þokumóða 9 Frankfurt heiðskírt 12 Glasgow mistur 11 Hamborg mistur 8 London léttskýjað 15 Lúxemborg heiðskírt 11 Madrid skýjað 11 Malaga skýjað 15 MaUorca skýjað 16 Montreal heiðskirt -21 Nuuk léttskýjað -13 Orlando hálfskýjað 16 París heiðskírt 14 Róm þokumóða 13 Valencia rykmistur 14 Vín þoka 1 Winnipeg heiðskírt -21 Blúsbarinn í kvöld: Hljómsveitin Kandís munikvöld skemmta í kvöld á Blúsbarnum við Laugaveg. Hljómsveitin var stofnuö í sept- emlier á síðasta ári og hefur víða komið við frá þeim tíma og átti tvö lög á Lagasafni 2 sem kom út fyrir jólin. George Grosman er laga- og textahöfundur s veitarinnar en hún reynir að spila sem mest af frum- sömdu efni. Erfitt er að skilgreina tónlist hennar en hún er einhvers konar blanda af soul, rokki raeggí ogpoppi! Meðlimir lújómsveitarinnar eru George Grosman, sem syngur og leikur á gitar, Pétur Kolbeinsson, sem leikur á bassa, Karl Öm Karls- son trommuleikari, Dan Cassidy fiðluleikari og Anna Karen Krist- insdóttir og Ásdis Guðmundsdóttir þepja raddböndin. Kandís. Gary Oldman sem Drakúla. Drakúla Myndin Drakúla í leikstjóm Francis Ford Coppola hefur vakið gífurlega athygh og aðsókn. Hún er gerð eftir hinm frægu sögu Brams Stokes en Coppola þykir Bíóíkvöld hafa lagt megináherslu á ofsa- fengið og afbrigðilegt ástahf vampírunnar. Það er breski leikarinn Gary Oldman sem leikur Drakúla en hina endurholdguðu ástkonu hans leikur Winona Ryder. Stór- leikarinn Anthony Hopkins leik- ur blóðsugubanann. Coppola hefur þótt æði mistæk- ur en þekktastur verður hann væntanlega fyrir Godfather- myndirnar og Apocalypse Now. Síðustu árin hefur hann gert fiölda mynda sem fæstar hafa tal- ist til stórvirkja og ekki skilað miklum hagnaði. í Drakúla sýnir hann hvers hann er megnugur, faglega og fiárhagslega, því myndin þykir með því besta sem hann hefur gert og rakar auk þess inn peningum. Nýjar myndir Háskólabíó: Á bannsvæði Laugarásbíó: Svala veröld Sfiörnubíó: Drakúla Regnboginn: Chaplin Bíóborgin: Konuilmur Bíóhölhn: Ljótur leikur Saga-bíó: Oha Lorenzos Gengið Gengisskráning nr. 49. - 12. mars 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 65,590 65,730 65,300 Pund 93,682 93,882 / 93,826 Kan. dollar 52,799 52,912 / 52,022 Dönsk kr. 10.2605 10,2820 10,3098 Norsk kr. 9,2563 9,2760 9,2874 Sænskkr. 8,4779 8,4960 8,3701 Fi. mark 10,8056 10,8287 10,9066 Fra. franki 11,5923 11,6177 11,6529 Belg. franki 1,9142 1,9183 1,9214 Sviss. franki 43,0155 43,1073 42,7608 Holl. gyllini 35,0571 35,1319 35,1803 Þýskt mark 39,3969 39.4810 39,5458 It. líra 0,04078 0,04086 0,04129 Aust. sch. 5,5990 5,6110 5,6218 Port. escudo 0,4228 0,4237 0,4317 Spá. peseti 0,5517 0,5529 0,5528 Jap. yen 0,55667 0,55786 0,55122 irsktpund 95,807 96,012 96,174 SDR 89,9482 90,1402 89,7353 ECU 76,4156 76,5787 76,7308 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Heims- meistara- keppnin í Svíþjóð í dag lýkur riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Svíþjóð. Ahs eru átta leikir á dagskrá en hæst ber vita- skuld leik okkar manna við slakt íþróttir í dag hð Bandaríkjamanna klukkan 13 í dag. Heimsmeistarakeppnin: Austurríki-Egyptaland kl. 13.00 Spánn-Tékkland kl. 15.00 Noregur-Sviss kl. 13.00 Rúmenía-Frakkland kl. 15.00 Ísland-Bandaríkin kl. 13.00 Svíþjóð-Ungverjaland kl. 15.00 S-Kórea-Danmörk kl. 13.00 Rússland-Þýskaland kl. 15.00 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.