Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sanngjörn kreppa Hver lýðræðisþjóð fær þá kreppu, sem hún á skilið, á sama hátt og hún fær þá forustu, sem hún á skilið. Kreppan á íslandi er algerlega heimatilbúin. Hún á sér engar ytri forsendur í efnahagsástandi þeirra ríkja, sem við skiptum mest við. Þjóðin ber sjálf ábyrgð á henni. Samdráttur í verðgildi sjávaraíla hefur hingað til ekki verið slíkur, að unnt sé að afsaka kreppuna með honum einum. Þriggja milljarða samdráttur sjávarút- vegs í þrjúhundruðogsjötíu milljarða þjóðarbúi er ekki næg forsenda fyrir kreppunni, sem við búum nú við. Að svo miklu leyti sem samdráttur í sjávarafla er hluti af forsendu kreppunnar, þá er hann lika þjóðinni að kenna. Hún hefur leyft forustuliði sínu að heimila ofveiði á flestum mikilvægustu fisktegundunum, þrátt fyrir ítrekaðar tillögur fiskifræðinga um minni veiði. Þjóðin er svo forstokkuð, að hún er reiðubúin að hlusta á glæframenn útskýra, að fiskveiðifræði sé svo skammt á veg komin, að ekki þurfi að taka mark á tillög- um fiskifræðinga. Þess vegna má ætla, að gæftaleysi muni magnast og verða viðameiri þáttur kreppunnar. íslendingar eru ekki reiðubúnir til að breyta efna- hagslegum og pólitískum trúarsetningum sínum og munu þess vegna verða að sætta sig við sívaxandi kreppu. Líklegast er, að kreppan byiji ekki að sjatna, fyrr en öll sund eru orðin lokuð að færeyskum hætti. Þetta kemur greinilega fram í tillögum aðila vinnu- markaðarins til ríkisstjórnarinnar um tilfærslu at- vinnuleysis frá árunum 1993 og 1994 til áranna þar á eftir. Þessar tillögur bera þess engin merki, að flytjend- ur hafi hugmynd um, hvaðan á sig stendur veðrið. Ofan á tilfærslu atvinnuleysis biðja aðilar vinnu- markaðarins um ný kraftalæti stjórnvalda, þótt dæmin sýni, að fyrri kraftalæti hafa leitt til orkuvers í Blöndu, laxeldis- og loðdýraævintýra og annnara gæluverkefna, sem hafa samtals brennt fjóra milljarða árlega. Aðilar vinnumarkaðarins minnast ekki einu orði á þá níu milljarða, sem árlega eru teknir af fé skattgreið- enda til að brenna í hefðbundnum landbúnaði, og ekki heldur á þá tólf milljarða, sem árlega eru teknir af fé neytenda til að brenna í hefðbundnum landbúnaði. Aðilar vinnumarkaðarins endurspegla þjóðarsálina eins og stjórnmálamennirnir endurspegla hana. Við stöndum einfaldlega andspænis því, að þjóðarsátt er um að halda áfram að brenna árlegum milljörðum í hefð- bundnum landbúnaði og í ríkishandafli gæluverkefna. Þetta er þjóðarsátt um kreppu. Þetta er þjóðarsátt um að breyta smávægilegum samdrætti í tekjum sjávar- útvegs í risavaxna sálarkreppu, sem dregur kjark úr forstjórum og ræstingafólki, sjóðastjórum og opinberum starfsmönnum, svo að enginn þorir neinu lengur. Kreppan er ekki enn komin á það stig, að þjóðin sé fáanleg til að kippa grundvellinum undan henni. Þjóðin vill áfram fá að þjást. Fólkið vill áfram vera á lágum launum og forstjóramir vilja áfram stunda taprekstur. Enginn getur bannað þjóðinni að pynda sjálfa sig. Þessi bjargfasta sjálfspyndingarstefna þjóðarinnar mun fljótlega leiða til þess, að ríkisstjóm og aðilar vinnumarkaðarins munu formlega skrifa undir enn eina þjóðarsáttina, þar sem hvergi verður vikið í alvöm að forsendunum, sem hafa komið núverandi kreppu af stað. Forustumenn, sem þjóðin hefur valið sér, munu und- irrita skjal, sem þjóðin á skilið. Þess vegna er ekki nema sanngjamt og eðlilegt, að kreppan blómstri enn frekar. Jónas Kristjánsson Sverfur til stáls með þingi og for- seta Rússlands Á síðasta reglulegum fundi Þjóð- fulltrúaþingsins, löggjafarsam- kundu Rússlands, í desember var gerð málamiðlun miili Borís Jelt- sín, forseta ríkisins, og Rúslans Khasbúlatovs þingforseta um skiptingu valda milli forseta og þings. Einnig var ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu 11. apríl um meginreglur stjómarfarsins til leiðbeiningar við gerð nýrrar stjórnarskrár. Skoðanakannanir undanfarið hafa sýnt að í þjóðaratkvæða- greiöslu myndu tveir þriðju kjós- enda lýsa fylgi við stefnu Jeltsíns forseta í stjórnskipunarmálum. Við þessar aðstæður var Þjóðfull- trúaþingið kallað saman til auka- fundar nú í vikunni. ítrekaðar til- raunir til nýrrar málamiðlunar báru engan árangur. Khasbúlatov og bandamenn hans á þingi úr röð- um gamla, sovéska valdakerfisins afturkölluðu þvert á móti sam- komulagið frá í desember og af- lýstu þjóðaratkvæðagreiðslunni. Með þessu er gert tilkall til að úrslitavald í stjórn Rússlands fær- ist frá Jeltsín, þjóðkjömum forseta, til þingsins, sem þýðir í rauninni til Khasbúlatovs og nánustu sam- starfsmanna hans. Verið er að reyna valdarán undir yfirskini þingræðis. Eðli aðgerðanna má marka af því að þegar síðast frétt- ist af fundi þingsins áður en þessi orð vom fest á blað höfðu menn Khasbúlatovs borið fram tillögu um að þingið tæki sér yfirstjóm yfir sjónvarpi og fréttastofunni It- ar-Tass. Eftir að þingið felldi með 495 at- kvæðum gegn 326 lokatillögu Jelt- síns um lausn deilumála lýsti for- setinn yfir að hann hlyti nú að taka til yfirvegunar sérstakar ráðstaf- anir til að varðveita valdajafnvægi og tryggja skilyrði til að fást við efnahagsvandann sem að þjóðum Rússlands steöjar. Gekk hann síð- an af fundi ásamt ráðherrum í rík- isstjóminni. Það eitt var á þeirri stundu ljóst um áform Jeltsíns að hann hyggst efna til þjóðaratkvæðis þótt það hljóti úr þessu að dragast fram yfir 11. apríl. Úr því sem komið er hefur piðurstaðan ekki bindandi gildi eins og ef þing og forseti hefðu stað- ið að þjóðaratkvæðinu í samein- ingu en þetta er eina leiðin sem forsetinn hefur í svipinn til að skjóta málum til þjóðarinnar. Getgátur eru uppi um að Jeltsín kunni að ráðgera að leysa þingið upp og áskilja sér rétt til aö stjórna með tilskipunum fram yfir nýjar þingkosningar. Slíkar aðgerðir hlytu einvörðungu að skírskota til neyðarréttar en engra lagaákvæöa en þingið varð fyrra til að seilast langt út fyrir valdsvið sitt í því skyni að svipta forsetann öllum Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson raunverulegum völdum. Slík örþrifaráð af hálfu forsetans yrðu að byggjast á fulltingi hersins og annarra helstu ríkisstofnana. Skiptust þær í fylkingar milli for- seta og þings væri verr farið en heima setið. Því er líklegra að fyrst um sinn að minnsta kosti fari valdabaráttan fram með þeim hætti að ríkisstjórn annars vegar og embætti þingfor- seta hins vegar takist á um ítök í og yfirráð yfir einstökum stofnun- um. Viö það hlýtur öngþveitið í rússnesku atvinnulífi og stjórn- kerfi enn að magnast og var þó nógu slæmt fyrir. Margoft hefur verið bent á að engin fordæmi eru fyrir að rúss- neski herinn seilist til úrslitaáhrifa á stjórn ríkisins. En einhvern tíma verður allt fyrst og erfitt yrði fyrir herforustuna að horfa aðgerðalaus á upplausn Rússneska sambands- lýðveldisins sem hvort eð er gæti ekki gerst í friði eins og stjómar- umdæmum og dreifmgu þjóðerna er háttað. Upplausn Rússlands eða aftur- hvarf til harðstjómar og útþenslu er hvort tveggja ógnvænlegt fyrir heimsbyggðina alla. En eins og fyrri daginn hafa ríkin, sem bol- magn hafa til að hafa áhrif á gang mála, setið með hendur í skauti. Sumariö 1991 kom Gorbatsjov tóm- hentur af fundi iðnveldahópsins G-7. Mánuði síðar skall á valda- ránstilraun í Kreml. í fyrra beitti Bush Bandaríkjafor- seti sér fyrir að G-7 og alþjóðastofn- anir hétu 24 milljarða dollara lið- sinni við kerfisbreytinguna frá miðstýringu til markaðsbúskapar í Rússlandi. Fram til þessa hefur fimmtándi hluti upphæðarinnar skilað sér. Nú loks, þegar í óefni stefnir, er boðað til G-7 fundar um málið í Hong Kong. Á hádegi 12. mars, Magnús T. Ólafsson Boris Jeltsín Rússlandsforseti genguraf fundi Þjóðfulltrúaþingsins i gær. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Misráðió að styðja Rússa Borís Jeltsín heldur því fram að pólitísk framtíð hans sé einnig framtíð umbótastefnunnar. Andstæð- ingar hans á þingi telja sig fulltrúa fólksins. Það væri mjög misráðið af Bandaríkjastjórn að blanda sér um of í deilumar í Moskvu þótt rétt sé aö styðja þar vinveitta stjóm. En deilan snýst fyrst og fremst um sijórnskipunina og uppgjörið við stjómkerfi Sovétríkjanna sálugu. Úr leiðara IHT, 11. mars Góð fjárfesting að styðja Rússa Gamall kaldastríðsjálkur gaf fyrsta forseta eftir- kaldastríðsáranna viturlegt ráð á mánudaginn. Á fundi í Hvíta húsinu sagði Richard Nixon viö Bill Clinton forseta: „Leggðu höfuðáherslu á Rúss- land í utanríkisstefnu þinni.“ Þetta er skynsamleg hugsun. Endalok kalda stríðsins þýða að Bandaríkjamenn geta sparað 100 milljarða dala til vamarmála fram til ársins 1997. Clinton þarf á þeim peningum að halda til verkefna innanlands. En þetta gerist ekki nema Rússar haldi áfram á umbótabraut. Harðlínumennirnir vilja losna við Jeltsín, umbætumar og vestræn áhrif í einum græn- um. Stuðningur Vesturlanda gæti þama gert gæfu- muninn. Úr leiðara USA Today, 10. mars Þjóðin greiðir reikninga krata Það hefur alltaf verið höfuðlöstur krata að senda þjóðinni reikninginn fyrir öllum óvæntum útgjöld- um. Nú er komið á daginn að Eyrarsundsbrúin verö- ur dýrari en áætlað var. Þjóðráð kratastjómarinnar er: -Látum fólkið borga.“ úr leiðara BT) 9 mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.