Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 Afmæli Áskell Sigurjónsson Áskell Siguijónsson, Laugafelli í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Áskell fæddist á Sandi og ólst þar upp og á Einarsstöðum í Reykjadal og á Litlu-Laugum. Hann varð bú- fræðingur frá Hvanneyri 1919, vann á búi foreldra sinna til 1929 og tók samvinnuskólapróf 1930. Áskell var ráðsmr.ður, bryti og kennari við Laugaskóla 1930-32, bóndi að Litlu-Laugum í Reykjadal 1932-43, reisti nýbýlið Laugafell í landi Litlu-Lauga 1943-44 og var bóndi þar frá 1944 og þar til sonur hanstókviðbúinu. Áskell var bóksali í umboði Bók- salafélags íslands 1932-55, var gjald- keri fyrir Húsmæöraskólann að Laugum um árabil frá 1946, bóka- vörður við Bókasafn Reykdæla- hrepps 1966-80, sat í stjórn Búnaðar- félags Reykdæla og formaður þess um skeið, sat í stjórn Ræktunarsam- bandsins Smára frá stofnun 1948 um árabil, í hreppsnefnd Reykdæla- hrepps frá 1942 og oddviti 1946-1964. Áskell hefur alla tíð varið tals- verðum tíma til skrifta og á í fórum sínum mikið safn handrita um ætt- fræði og sögulegt efni. Fjölskylda Áskell kvæntist 22.8.1931 Dag- björtu Gísladóttur, f. 18.4.1903, kennara og húsfreyju. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, b. á Hofi í Svarfaðardal, og kona hans, Ingibjörg Þórðardóttir húsfreyja. Böm Áskels og Dagbjartar eru: Eyvindur, f. 22.7.1932, b. á Lauga- felh; Halldóra, f. 2.12.1933, starfs- mannastjóri Búnaðarbankans, ekkja eftir Bjarna Jensson flug- mann; Ingibjörg, f. 2.6.1933, deildar- stjóri í Búnaðarbankanum, gift Kára Arnórssyni skólastjóra; Þor- steinn, f. 18.4.1937, smiður á Ákur- eyri, kvæntur Bimu Jónsdóttur starfsstúlku; Kristín, f. 30.8.1939, d. 1978, húsmóðir á Egilsstöðum, var gift Sigurði Magnússyni vélvirkja sem einnig er látinn; Ingunn, f. 7.7. 1944, húsfreýja í Selási í Reykjadal, gift Jóni Sigurjónssyni múrara- meistara. Systkini Áskels eru, Amór, f. 1.5. 1893, skólastjóri á Laugum, nú lát- inn, kvæntur Helgu Kristjánsdótt- ur; Unnur, f. 13.7.1896, húsfreyjaá Laugabóli, giftTryggva Sigtryggs- syni, b. þar; Dagur, f. 22.4.1900, skólastjóri á Litlu-Laugum, nú lát- inn; Fríður, f. 13.1.1902, ljósmóðir í Reykjavík; Sigurbjörg, f. 19.2.1904, bústýra á Litlu-Laugum; Halldóra, f. 26.6.1905, fyrrv. skólastjóri Hús- mæðraskólans á Laugum; Ásrún, f. 16.7.1908, hjúkrunarkona í Reykja- vík, nú látin; Bragi, f. 9.11.1910, fyrrv. alþingismaður og rithöfundur á Akureyri, kvæntur Helgu Jóns- dóttur. Fóstbróðir Áskels var Gísli T. Guðmundsson, póstmaður í Reykjavík, nú látinn, var kvæntur Kristínu Björnsdóttur kennara. Foreldrar Áskels voru, Siguijón Friöjónsson, f. skáld og b. á Litlu- Laugum, og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Ætt Föðurbróðir Áskels var Guð- mundur skáld á Sandi, faðir Bjart- mars alþingismanns. Sigurjón var sonur Friðjóns, b. á Sílalæk, Jóns- sonar, b. á Hafralæk, Jónssonar, b. á Hólmavaði, Magnússonar, b. á Hólmavaði, Jónssonar, ættföður Hólmavaðsættarinnar. Móðir Sig- Askell Sigurjónsson. urjóns var Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk, Indriðasonar, b. á Síla- læk, Ámasonar, ættföður Sílalækj- arættarinnar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, Ólafssonar og konu hans, Halldóru Ásmundsdóttur, b. á Þverá í Dals- mynni, Gíslasonar, systur Einars, b. og alþingismanns í Nesi. Móðir Halldóru var Guðrún Bjömsdóttir, b. á Lundi, Jónsonar, bróður Krist- jáns á Illugastöðum, foður Sigurðar á Hálsi, langafa Bjama Benedikts- sonar forsætisráðherra. Bolli Bollason Thoroddsen Bolh Bollason Thoroddsen hag- ræðingarráðunautur, Sæbraut 6, Seltjamarnesi, er sextugur í dag. Starfsferill Bolh fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en dvaldi um tíma í Vík í Mýrdal hjá fóðursystur sinni, Maríu Skúladóttur, og eiginmanni hennar, Haraldi Jónssyni héraðslækni. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og sat að því loknu um tíma í læknadeildHI. Bolli starfaði sem landmælingar- maður hjá Raforkumálaskrifstof- unni og síðar hjá Rafmagnsveitum ríkisins til ársins 1964. Hann stundaöi nám í vinnuhag- ræðingu á Norðurlöndunum og í Bretlandi og starfaði sem hagræð- ingarráðunautur Verkamannasam- bands íslands frá 1964-71. Frá árinu 1972 hefur Bolh gegnt stöðu hagræðingarráðunauts Al- þýðusambands Islands og sinnir þar fræðslu- og upplýsingastörfum sem varða réttindi og skyldur verka- fólks. Fjölskylda Bolli kvæntist 27.3.1960 Ragnhhdi Helgadóttur, f. 11.12.1937, æfinga- kennara við Æfingaskóla KHÍ. Kjör- foreldrar hennar eru Helgi Kon- ráðsson prófastur og Jóhanna Þor- steinsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki en era nú bæðilátin. Sonur Boha og Oddrúnar Sigurð- ardóttur, f. 3.1.1928, húsmóður, er Emil, f. 26.12.1956, þjóðfélagsfræð- ingur, í sambúð með Kötlu Gunn- arsdóttur tækniteiknara og eiga þau Gunnar Atla. Sonur Boha og Ragnhhdar er Helgi Konráð, f. 10.2M961, arkitekt, í sambúð með Sigrúnu Bergmunds- dóttur sjúkraþjálfara. Alsystkini Bolla era: Gríma, f. 9.7. 1930, húsmóðir, búsett í Keflavík; ogÞorvaldur, f. 29.8.1937, tækni- fræðingur, búsettur 1 Reykjavík. Hálfbróðir Bolla, samfeðra, er Skúh, f. 6.8.1949, lögfræðingur, bú- settur í Svíþjóð. Foreldrar Boha vora Bohi Thor- oddsen, f. 26.4.1901, d. 31.5.1974, borgarverkfræöingur, og Ingibjörg Tómasdóttir, f. 31.10.1905, d. 20.6. 1962, húsmóðir. Þau skhdu. Ætt Foreldrar Boha voru Skúh, rit- stjóri og alþingismaður, Jónsson, sýslum. og skálds, Thoroddsen og Theodóra Guðmundsdóttir, prófasts og alþingism. frá Kvennabrekku í Dölum. Faðir Ingibjargar var Tómas, tré- smiður í Reykjavík, Tómasson, b. í Svaðbæli undir Eyjaljöhum, Tóm- assonar og k.h., Ingibjargar Einars- dóttur, b. í Svaðbæh, Bjamasonar. Móðir Ingibjargar var Sigurlaug Grímsdóttir, b. Hólmi í Mosfellsbæ, Ólafssonar. Móðir Sigurlaugar, Bolli Bollason Thoroddsen. kona Gríms, var Ragnhhdur Sigurð- ardóttir, Einarssonar, stúdents, Högnasonar. Kona Einars stúdents var Ragnhhdur, dóttir Sigurðar og Sigríðar Jónsdóttur, eldklerks, Steingrímssonar. Helgi Máni Sigurðsson Helgi Máni Sigurðsson safnvörður, Fagrahjalla 4, Kópavogi, er fertugur ídag. Starfsferill Helgi fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann bjó þar th ársins 1969 er hann fluttist th Reykjavíkur. Helgi var AFS-skiptinemi 1970-71, lauk stúdentsprófi frá MR1974, BA-prófi í sagnfræði og íslensku frá HÍ1978 og Cand. mag. prófi í íslensk- um bókmenntum frá HÍ1984. Helgi var kennari á áranum 1977-87 en hefur verið safnvörður í Árbæjarsafni frá árinu 1989. Þar sér hann um munasöfnun, útgáfu og minjastaði. Helgi ritstýrði útgáfu á áður óbirt- um æskuverkum Þórbergs Þórðar- sonar á árunum 1986-87. Prófritgerð hans fjallaði um Þórberg Þórðarson og var gefin út endurbætt árið 1992 undir nafninu Frumleg heinskilni. Sama ár ritstýrði hann afmælisriti Árbæjarsafns, „Söguspegh“. Helgi samdi einnig, ásamt Þór Loftssyni, bókina Öskjuhlíð, nátt- úra og saga, sem nú er í prent- vinnslu. Hann samdi 1993 handrit og hafði umsjón með sjónvarpsþætt- inum Sértu hpur, læs og skrifandi fyrirRÚV. Fjölskylda Helgi kvæntist 5.8.1977 Kristínu Soffiu Baldursdóttur, f. 9.8.1955, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Baldurs Jónssonar rafvélavirkja og Þórunnar Theodórsdóttur bóka- varðar. Þau búa í Kópavogi. Synir Helga og Kristínar eru: Baldur, f. 10.1.1976, nemi í FB; Teit- ur, f. 14.10.1982, nemi í Hjallaskóla; og Sigurður Sindri, f. 1.5.1987. Systkini Helga eru: Guðný, f. 1941, bókasafnsfræðingur og kennari, gift Héðni Jónssyni kennara og eiga þau tvö börn; Guörún, f. 1943, d. 1983, kennari og leirhstarmaður, var gift Þorsteini Geirssyni ráðuneytis- stjóra og eignuðust þau þrjú böm; og Gísh H., f. 1949, svæfingalæknir í Sviss, áður í Kúveit og Svíþjóð, kvæntur Birnu Hjaltadóttur skrif- stofumanni og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Helga era Sigurður M. Helgason, f. 22.5.1910, fyrrv. borgar- fógeti, og Þorbjörg Gísladóttir, f. 16.8.1917, húsmóðir. Þau búa í Helgi Máni Sigurðsson. Reykjavík. Helgi tekur á móti gestum í Dhl- onshúsi í Árbæjarsafni á mhh kl. 16 og 19 á afmæhsdaginn. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 18. mars 1993 kl. 15.00 á eftirtalinni eign. Jörðin Svinhagi, Rangárvallahreppi, þinglýst eign Ríkissjóðs Islands. Ábú- andi Rúnar Gunnarsson. Gerðarbeiðandi er Stofnlánadeild landbúnaðarins. , Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem heimsóttu mig á 80 ára afmælinu 6. mars á Hótel Sögu. Það var ógleymanleg stund. Það komu kvennakór, blandaður kór og karlakór úr Dala- sýslunni sem sungu og svo var tvísöngur og síðan mörg fal- leg orð töluð til mín. Ég þakka mikið vel fyrir þetta allt og svo fyrir allar gjaftr, skeyti og símtöl. Ég bið guð að blessa ykkur öll Sigurður Ólafsson frá KjarlaksvöUum 60 ára Bj arney Helgadóttir, Ásgarðsv egi 3, Húsavík. Tómas ÓiafsBon, Holtagötu 11, Akureyri. TryggviJónason, Einbúa, Bárödælahreppi. Jóhann Sigurbergsson, Háaleitísbrautll5, Reykjavík. 80 ára Móbergi, Engihhðarhreppi. Runólfur Jónsson, 70 ára Erlendur Magnússon, Miklubraut 62, Reykjavík. Jón H. Baldvinsson, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Ragnheiður Hulda Karlsdóttir, Þykkvabæ 4, Reykjavík. Steindór Sigurðsson, Grænási 3a, Njarðvík. AriTeitsson, Hrísum, Reykdælahreppi. Kjartan Guðilnnsson, Heiöarholti lfa, Keflavík. Anna Gréta Baldursdóttir, Langholti 17, Akureyri. Guðmundur Þorsteinsson, Finnbogastöðum, Áraeshreppi. Bogi Brynjar Jónsson, 9, Reykjavík. Ragnhildur Gísladóttir, Lækjarbakka 2, Vík í Mýrdal, 40ára Hallur Steinar Jónsson, Birtingakvísl 13, Reykjavík. Jukka Tapio Huttunen, Hólmgaröi 8, Reykjavík. Daniel Magnússon, Akbraut, Holtahreppi. HaUdóra Birna Eggertsdóttir, Rut Andersen, Heiðargerði 63, Reykjavík. Andrea Steinarsdóttir, Spóahólum 8, Reykjavík. Sigurður J. Hahdórsson, Austurgötu 10, Keflavík. Gréta R. Snæfells, Akurgeröi l, Akranesi. Guðrún Helga Hauksdóttir, Vaharbarði 6, Hafnaríirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.