Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR13. MARS1993 Sérstæð sakamál_ d1 Þríhymingurinn Barþjónninn Augusto Pineda var þrjátíu og fjögurra ára. Hann var kvæntur og átti tvö þöm. En hann átti sér líka ástkonu. Meðan konan hans, Bella, sat heima og sá um heimih og böm í einni útborg Lon- don heimsótti hann Lydiu Gallad- an, tuttugu og fimm ára stúlku frá Fihppseyjum. Ástarsamband þeirra var heitt. Það er í raun það eina sem vitað er um thfinningar þeirra. Og það hafði sínar afleiðing- ar. Þegar samband þeirra Augustos og Lydiu hafði staðið alhengi fór það að hafa þau áhrif á Augusto að honum fannst að sér þrengt. Heimihslífið varð erfitt og að hon- um sótti stöðugt sektarkennd því þegar hann var heima hjá Ronu sinni ræddi hann við hana um framtíðina og nýju íbúðina sem þau ætluðu að flytjast í. Og dag einn ákvað hann að binda enda á ástar- sambandið við Lydiu svo að ekki kæmi til þess óumflýjanlega, skiln- aðar og upplausnar fjölskyldunn- ar. „Við eigum okkur enga framtíð saman,“ sagði Augusto við Lydiu. Ég skammast mín fyrir að hafa verið konu minni ótrúr og nú fer ég heim til hennar. Við flytjum brátt í nýja íbúð. Ég mun ekki hitta þig framar." Skelfingu lostin Þessi orð fengu mikið á Lydiu. Varir hennar skulfu þegar hún tók loks th máls. „Farðu frá konu þinni og börnurn," sagði hún. „Komdu með mér heim í sólina.“ Svo fór hún að gráta. En orð hennar höfðu engin áhrif. Augusto hafði tekið sína ákvörðun og yfirgaf Lydiu. Á leiðinni heim th konu sinnar leið honum betur en um langan tíma. Hann var því ekki í neinum vafa um að hann hefði tekið rétta ákvöröun. En honum var ekki ljóst að þaö er ekki hægt að enda ástarsamband af þessu tagi á þennan hátt án þess að búast við að það hafi einhverjar afleiðingar. Lydia var frá Manha á Fiiippseyj- um. Hefði hún ekki farið þaöan hefði hún verið gift fyrir löngu. Hún skammaðist sín því fyrir að þurfa að snúa aftur th heimalands- ins án manns og barna. Þá yrði hún líka fyrir gagnrýni nánustu ætt- ingja og nágranna. Þá fannst henni nú hún hafa var- ið of miklum tíma á sjúkrahúsinu þar sem hún var hjúkrunarkona og hugsað of lítið um framtíð sína. Það jók enn á biturleika hennar. Vel metin í starfl Á sjúkrahúsinu gekk hún undir nafninu „Ufli engillinn", en það viðumefni fékk hún af því hún sat oft hjá sjúklingunum, sagði þeim frá heimalandi sínu og gaf þeim suðræna ávexti á meðan. Stærsti kostur hennar var þó sá að hún gaf sjúkUngunum nýja lífsvon. Lydia íhugaði nú þá stöðu sem komin var upp og loks ákvaö hún að hringja í Áugusto og biðja hann um að hitta sig í síðasta sinn. „Komdu á Trafalgar-torg,“ sagöi hún en þar höfðu þau kynnst. „Gerðu það mín vegna. Þaö verður síöasti fundur okkar. Eftir það skal ég láta þig í friði." Lydia beið ekki efitir svari heldur lagði strax á og hélt af stað. Augusto kom ekki á Trafalgar- torg. Lydiu fannst hann hafa forsmáð hana og köld og sár sneri hún heim eftir langa bið. Á leiðinni sá hún böm að leik, ástfangið ungt fólk sem hélst í hendur og í neðan- jarðarbrautinni sat kona með fang- ið fuUt af rósum og viö hUð hennar var maður sem horfði á hana að- dáunaraugum og hélt í hönd henn- ar. Skelfileg hugmynd Örvænting og reiði náði sísterk- ari tökum á Lydiu og þar kom að í huga hennar varð til áætlun um hvemig hún gæti komið fram hefnd fyrir framkomu Augustos viö hana. Þremur dögum eftir biðina á Trafalgar-torgi tók Lydia hníf og setti í tösku sína. Hún fór í götu þá sem Augusto bjó viö og tók sér stöðu á gangstéttinni handan húss- ins. Þetta var snemma morguns og hún beið þar svo Utiö bar á þar til hún sá hann fara til vinnu. Lydia herti nú takið á töskunni og þegar Augusto var horfinn sjón- um hennar gekk hún yfir götuna og hringdi dyrabjöUunni. Hún hafði þó varla hrúigt þegar hún varð að snúa sér undan svo ekki sæist fram- an í hana. Bíl bar að og í honum vom iðnaðarmenn sem vom greini- lega að vinna við húsið við hUöina á húsi Pineda-fj ölskyldunnar. Iðnaðarmennimir vom það nærri að opnaði Bella Pineda dym- ar sæju þeir hana stungna til bana. Lydia herti takið um hnífinn og skjálfti fór um hana. En BeUa Pineda heyrði ekki í dyrabjöUunni. Hún var enn í fasta svefni. I svefnherberginu Lydia beið um stund á tröppun- um en ákvað síðan aö fara að húsa- baki. Hún þóttist viss um að enginn sæi til hennar þar og á bakhUÖ hússins sá hún opinn glugga. Inn um hann fór hún. Og skömmu síð- ar stóð hún í dyrum svefnherberg- isins þar sem eiginkona Augustos lá sofandi. Það brakaði UtiUega í gólfinu þeg- ar Lydia gekk að rúminu. BeUa opnaði augum. í fyrstu vissi hún ekki hvað var að gerast en skyndi- lega varð hún rryög hrædd. Hún þekkti konuna sem stóð fyrir fram- an hana með hníf í hencU. Þaö var ástkona mannsins hennar. En Aug- usto hafði þá gert játningu sína fyrir konu sinni. Lydia lyfti hnífnum. BeUa reyndi í örvæntingu sinni að bera sængur- fotin fyrir sig en tókst það ekki. Lydia var eldsnögg. Tuttugu sinn- um stakk hún BeUu. Síðan þurrkaði hún blóðið af hnífhum með lakinu. Örlögbamanna Fyrir tilvUjun sá Lydia að börn hjónanna, drengur og stúlka, lágu sofandi í íbúðinni. Drengurinn hét Michael og var tíu ára en stúlkan KeUy og var tveggja ára. Þau vökn- uðu og þá sagði hjúkrunarkonueðh Lydiu til sín. Hún gaf KeUy pela en síðan þvoði hún blóð af höndum sín- um og hnífinn. Hún vissi að bömin kæmu að móðurinni skelfilega út- leikinni og fannst ekki koma tíl greina að þau sæju hana þannig. En hún gat ekki tekið þau með sér. Þá kæmist upp um hana. Hvað gæti hún gert? Hún leit út um gluggann og sá iðnaðarmennina að störfum við næsta hús. Þá fékk hún hugmynd. Hún opnaði töskuna og tók fram eldspýtur. Síðan kveikti hún í rúm- fótunum og opnaði glugga. Nokkr- um augnablikum síðar heyrði hún einn iðnaðarmannanna hrópa: „KaUið á slökkvihðiö! Það er kviknað í húsinu hér við hUðina.“ Áætlunin hafði reynst duga. Brátt kæmi einhver sem gæti séð um bömin. Hún slökkti eldinn og fór út úr húsinu sömu leið og hún hafði komið. Ægileg aðkoma Nokkm síðar náðist í Augusto og hann fór heim. Þá mætti honum skelfileg sjón og hann var aðeins augnablik að geta sér tU um hver bæri ábyrgð á því sem gerst hafði. Hann ákvaö að segja lögreglunni þegar í stað frá því tvöfalda lífi sem hann hafði lifað og að lokinni frá- sögn hans hófst áköf leit að Lydiu GaUadan. Hún var handtekin skömmu síð- ar og staðfesti að hafa staðið í ástar- sambandi við Augusto. En hún féll alveg saman þegar lögreglan sagði henni að BeUa Pineda hefði ekki verið sú eina sem hún hefði drepið. Þegar hún fór úr húsinu stóð glugginn enn opinn. Golan sem barst inn um hann blés lífi í glæð- umar í rúmfötunum svo eldurinn gaus upp að nýju þegar hún var farin. Þegar slökkvUiðið kom á vettvang vom bömin tvö dáin úr reykeitrun. „Það var ekki ætlun mín að deyða bömin. Ég ætiaði að myrða konu Augustos en ekki þau. Ég hélt að eldurinn væri slokknaður," sagði Lydia þegar hún stóð í sakborn- ingastúkunni í Old BaUey-saka- málaréttinum í London nokkmm mánuðum síðar. Dómurinn Kviðdómendur hlustuðu með at- hygli á lýsingar á því sem gerst hafði og það sem saksóknari og veijandi höfðu að segja. Þeir drógu sig síðan í hlé en þegar þeir sneru aftur vora þeir sammála um að Lydia væri sek um að hafa myrt Bellu Pineda og hafa valdið dauða bamanna tveggja. Dómarinn kvað upp lífstíðar- fangelsisdóm fyrir morðið á BeUu. Þá var Lydia fundin sek um að hafa í gáleysi valdið dauða bam- anna og fékk hún fyrir það sér- stakan fimm ára fangelsisdóm. Dómarinn, Tudor Price, lét nokk- ur orð falla þegar hann kvað upp dóminn og sagði þá meöal annars: „Morðið á BeUu Pineda var fram- ið vegna afbrýðissemi. En dauöi saklausu bamanna tveggja hlýtur að valda þér miklu samviskubiti það sem eftir er ævinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.