Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1993, Blaðsíða 32
íþróttir ísland þolir 14 marka tap íslenska landsliöið þarf ekki aö eyða miklu púöri í leikinn gegn Bandaríkjamönnum í dag því það má tapa honum með allt að 14 mörkum án þess að það skipti nokkru máli fyrir framhald liðs- ins i keppninni! Bandaríkjamenn þurfa 15 marka sigur til að komast upp fyrir ísland og í milliriðil og óþarfi er að fjölyrða mikið um möguleikana á að þeim takist það. Að öðru leyti skiptir engu máli hvernig leikurinn endar eða markatalan verður því hann reiknast ekki með í milliriðli. ís- land fer þangað með úrslitin úr leikjunum við Svíþjóð og Ung- veijaland og hefur því keppni í milliriðli á mánudag með tvö stig úr tveimur leikjum. -VS „Eigum lið í fremstu röð" Guðm. Hilmarsson, DV, Gautaborg: „Strákarnir léku mjög vel í fyrri hálfleik gegn Svíum en í þeim síðari hættu þeir að skjóta utan af velli og voru að klikka úr færum á línu og úr hornum," sagði Andrés Kristjánsson, fyrr- um leikmaður Hauka og lands- liðsins, en hann er búsettur í Sví- þjóð. „Það er gaman að sjá að við Is- lendingar eigum lið í allra fremstu röð. Það eitt að ná að velgja Svíum svo verulega undir uggum og það á þeirra eigin heimavelli sýnir það og sannar og við erum með gott lið. Sigurinn gegn Ungverium var afar mikil- vægur," sagði Andrés ennfrém- ur. Andrés Kristjánsson f landsleik fyrir mörgum árum. DV-mynd Bjarnleifur Knattspyma: Leikið í LA þann 17. apríl Ákveðið hefur verið aö vináttu- landsleikur Bandaríkjanna og ís- lands í knattspymu fari fram 1 Los Angeles laugardaginn 17. apríl en ekki sunnudaginn 25. apríl eins og til stóð. Enn liggur ekki fyrir hvort ís- lenska landsliðið leikur annan leik í ferðinni en að sögn Ásgeirs Elíassonar landsliðsþjálfara er verið að kanna nokkra mögu- leika. „Þaö er helst að þjóðir eins og Puerto Rico, Bermúda og Jamaica komi til greina eða jafn- vel mexíkansk 1. deildar lið,“ sagði Ásgeir. Hann sagði ennfremur að reynt yrði að fá alla atvinnumennina sem völ væri á í leikinn í Los Angeles. Þegar til stóð að leikur- inn yrði 25. apríl benti allt til þess að þeir yrðu flestir eða allir meö en nú er staðan náttúrlega breytt. Ég legg mikla áherslu á að fá alla og vona að það takist,“ sagði Ás- geir Elíasson. -VS LAUGARDAGUR 13. MARS 1993 Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur farið fyrir íslenska liðinu í Svíþjóð og staðið sig frábærlega vel. Hér skorar Geir eitt marka sinna gegn Ungverjum. Mikið mun mæða á Geir og félögum hans á næstu dögum. Símamynd Johan Daveus Vamarleikurinn hefur verið frábær - Geir Sveinsson fyrirliði hefur staðið sig frábærlega í vöm sem sókn Guðmundur Hflmarsson, DV, Gautaborg: Keppnin á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð er nú komin á fullt og á mánudaginn byriar ballið fyrir alvöru en þá hefst keppni í millir- iðlum. í vikulokin fæst svo úr því skor- ið hvetjir verða heimsmeistarar. Ef tveir fyrstu leikir íslendinga í mótinu eru krufðir má finna margt jákvætt í leik liðsins en betur má ef duga skal. Það er Ijóst að við ís'lénd- ingar eigum landslið í fremstu röð í þessari þjóðaríþrótt íslendinga. Fyrsti leikurinn var gegn heimsmeist- urum Svía og það eitt að velgja þeim verulega undir uggum í 50 mínútur og það á þeirra eigin heimavelli sýnir og sannar að ísland er stórt nafn í alþjóð- legum handknattleik. Það var óraun- hæft að ætlast til aö strákamir færu með sigur af hólmi en eins og leikurinn spilaðist var maður svekktur að hann vannst ekki. Sjaldansýnteins mikinn karakter Ég held að flestum beri saman um þaö að sjaldan eða aldrei hafi íslenskt landsliö sýnd eins mikinn karakter og það gerði í leiknum gegn Ungveij- um í fyrrakvöld. Þegar stefndi i óefni undir lok leiksins börðu strákarnir sig saman og unnu leikinn á eftir- minnilegan hátt. Þau eru ekki mörg liðin í heiminum sem hefðu þolað allt það mótlæti sem íslenska liðið þurfti að glíma við í þessum leik. Sálfræðilega var þetta stórkostlegur sigur fyrir strákana og gott vega- nesti í leikina sem framundan eru. Vamarleikurinn góður Ef litið er á hinar góðu hliðar liðsins í fyrstu tveimur leikjunum er það einkum frábær vamarleikur sem stendur upp úr. Að fá á sig 21 mark gegn þjóðum eins og Svíum og Ung- veijum, sem á liðnum árum hafa verið þekktir fyrir að skora mörg mörk, sýnir svo að ekki verður um villst að Þorbergur Aðalsteinsson hefur unnið sína heimavinnu vel varðandi þennan þátt. Geir Sveins- son, Héðinr. Gilsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Júlíus Jónasson hafa verið eins og klettar í vörninni. Markvarslan hefur einnig verið góð og Guðmundur Hrafnkelsson sýndi það og sannaði í leiknum gegn Ung- veijum að hann er í fremstu röð markvarða í heiminum. Breiddin að aukast Sóknarleikurinn er hins vegar nokk- urt. vandamál. Hann er stirður og á köflum þunglamalegur. Það ánægju- legasta við þessa leiki er að breiddin er að aukast. Þegar Héðinn og Júlíus voru úr leik gegn Ungveijunum komu aðrir menn inn og skiluðu sínu mjög vel, til að mynda Sigurður Bjarnason. Gunnar Beinteinsson hefur komist vel frá sínu og er fram- tíðarmaður í landsliðinu. Héðinn Gilsson var geysiöflugur gegn Svíun- um og Siggi Sveins fann fjölina sína góðu gegn Ungveijunum. Gunnar Gunnarsson lék ekki vel gegn Svíun- um en sýndi stórgóðan leik gegn Ungveijunum. Hægra hornið hefur valdið mörgum áhyggjum enda þótt þar séu leikmenn í fremstu röð. Bjarki og Valdimar hafa ekki fengið úr miklu að moða. Leikkerfm enda sjaldan eöa aldrei hjá þeim og þeir hafa báðir verið í strangri gæslu. Bjarki kom mjög sterkur inn á loka- kaflanum gegn Ungveijum og gerði þá sín frægu mörk meö upphoppi. Að mínu mati hefur fyrirliðinn, Geir Sveinsson, farið fyrir íslenska liðinu. Hann hefur nýtt sín færi í sókninni nánast 100 prósent og stjómað vamarleiknum með festu. Haldi Geir áfram á sömu braut tel ég að hann eigi möguleika á að verða valinn besti maður mótsins. Á meðal fimm efstu Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða lið koma til með að leika í milliriðlin- um með íslendingum. Ekki er ósennilegt að það verði Rússar, Dan- ir og Þjóðveijar. Þetta eru allt lið sem íslendingar geta á góðum degi sigrað og eftir að hafa fylgst náið með keppninni fram að þessu tel ég mögu- leika á að hreppa verðlaunasæti. Það er mjög raunhæft að setja sér það markmið aö vera meðal átta efstu, eins og Þorbergur landsliðsþjálfari hefur sagt, en eftir þennan sálfræði- lega mikilvæga sigur á Ungveijum í fyrrakvöld tippa ég á að íslendingar nái sínum besta árangri fyrr og síðar á HM, það er verði á meðal fimm efstu þjóða á mótinu. „Myndum sætta okkurvið 8.-10. sæti" Þjóðveijar tefla fram nánast nýju og frekar ungu liði í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð. Fæstir leikmannanna eru þekktir utan heimalands- ins en þó er eitt gamalkunnugt nafn í hópnum - markvörðurinn Andreas Thiel sem hefur varið mark Vestur-Þýskalands og síðan Þýskalands í 12 ár. „Ef okkur gengur allt í haginn, gætum við náö fimmta sæti. En viö höfum sjaldan náð svo langt, og það yrði alls ekki slæmt þó við yrðum í áttunda eða tíunda sætinu. Aðalmálið er aö komast í milliriðil," sagði Thiel í samtali við tímaritið §portbild, og þaö er fróðlegt að sjá svona sjónarmið hjá reyndasta leikmanni einnar mestu handknattleiksþjóöar heimsins. Thiel segir að þýska liöið stefni á góöan árangur á næstu árum. „í Andreas Thiel. Evrópukeppninni 1994 eða heimsmeistarakeppninni 1995 gæti þetta smollið saman hjá okkur og þá gæti komið að því að ég næði í verðlaunapening. En tak- ist það ekki verður bara að hafa það. Sólin hættir ekki að skína og bjórbragöið verður óbreytt eftir sem áður!“ sagði markvörðurinn snjalli. Þjálfari Þjóðveija, Emrich, er á svipuðum nótum og markmið hans er að Þýskaland nái áttunda sæt- inu og komist þar með beint í heimsmeistarakeppn- ina á íslandi árið 1995. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.