Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Utlönd afmömmuí Vínarbúi á þrítugsaldri myrti móður sina eftir harkalegar deil- ur, skar af hemú höfuðið og stillti því ut í glugga á verslun móður- innar. Nágrannarair létu lögregluna vita þegar sást til ferða mannsins með höfuð móður sinnar í plast- poka. Þá stóð hnifurinn enn í hálsinum. Maöuriim var handtekinn í versluninni. Þá haföi hann eyði- lagt flest þar innanstokks en höf- uðið blasti við vegfarendum í glugganum. Lik móðurinnar fannst síðar í eldhúsinu í íbúð þeirra mæðgina. ChelseaOlinton viðsjúkrabeð afasíns Chelsea ^ Clinton, dóttir bandarísku forsetahjón- anna, hefur síðustu daga verið viö sjúkrabeð Hughs, afa síns i Little Rocks í Arkansas. Hugh er alvarlega sjúkur eftir hjartaá- fall og eru læknar orðnir von- daufir um að hann nái heilsu á ný. Hann er á áttugasta og öðru aldursári. Dóttirin Hillary er einnig í Little Rocks. 330milljónirí umsátriðíWaco Kostnaður lögreglunnar vegna umsátursins um sértrúarsöfnuð Davids Koresh i Waco í Texas er nú kominn í um 330 miiljónir ís- lenskra króna. Þá er ekki talið með kaup til lögreglumanna sem eru á fóstum launum hvort eö er. Engin lausn er í sjónmáli. FáMadonnuí stað Mulroneys LögfrtBðing- urinn Kim Campell rær nú að því öllum árum að taka við stjórn Iandsins þegar Brian Mulron- ey víkur úr sæti. Slagurinn stendur um formennsku í íhalds- flokknum en Mulroney hefur sagt af sér og ætlar ekki að leiða flokkinn i kosningum í haust. Gáfur og glæsileiki mæla meö Campell en ekki viðurnefnið Ma- donna. Það fékk hún eftir að tek- invar af henni sakleysisleg,nekt- armynd" þar sem hún stóð nakin að þvi er virtist á bak við klæði á herðatré. ibóksöluferð Annie Murp- hy, konan sem varö einum virtasta bisk- upi írlands aö falli, er nú komin til ír- lands og ætlar að kynna þar bókina um bólfarir sínar og guðs- mannsins. Irar hafa lítið álit á konunni og vilja helst að hún haldi sig Qarri Irlandsströndum. Murphy og biskupinn eiga 18 ára son og hann aö sögn annan afkomanda litlu eldri. Biskup boöar nú trú í Mið-Ameríku. Ibúar í Kaupmannahöfn slegnir yfír dularfullum moröum: Kynlíf og guðstrú einkennir morðin - kona úr sérstrúarsöfnuði fannst síöast myrt 1 borginni Inga Nörgaard Jensen fannst um helgina myrt og illa útleikin eftir kynferðislegt ofbeldi við Standes- planden í Kaupmannahöfn. Lögregl- an veit ekkert hvað hún á að halda um morðið annað en aö það tengist túmálum í bland við kynlíf á ein- hvern hátt. Lögreglan vill fá að hafa tal af vitni - reiðhjólamanni með gráa húfu - sem gæti upplýst hvað gerðist. Að öðru leyti eru laganna verðir ráð- þrota. Konan var í söfnuði sem kenn- ir sig viö vísindahyggju og hefur lát- ið til sín taka í Danmörku sem og fleiri Evrópulöndum á síðari árum. Talið er að þar sé að leita orsakarinn- ar fyrir morðinu. Síðustu vikur hafa óvenju mörg morð verið framin í Kaupmannahöfn og gengur illa að upplýsa þau. Lög- Lögreglan i Kaupmannahöfn telur að morðið á Ingu Nörgaard tengist tíðum morðum í borginni síðustu vikur. regluna grunar aö þau tengist á ein- hvern hátt en sannanir skortir fyrir því. í flestum tilvikum hefur kyn- ferðislegt ofbeldi komið við sögu. Per Larsen rannsóknarlögreglu- maður segir að morðið á Ingu Nör- gaard sé eitt hið ógeðslegasta sem hann hafi orðið vitni að í starfi sínu. Inga Nörgaard sást síðast í lest seint að kvöldi föstudags og ætlaöi þá til trúbróður í sértrúarsöfnuöinum. Þangað kom hún aldrei. Morguninn eftir fann kona, sem var að viðra hund sinn, lík hinnar myrtu. Fáir voru á ferli á brautar- stöðinni þar sem Inga fór um og því er ekki vitað um fólk sem sá til feröa hennar þar. Aðeins er vitað um hjólreiöamann- inn sem sást nærri morðstaðnum nóttina eftir að morðið var framið. Diana prinsessa er þessa dagana með prinsana Vilhjálm ríkisarfa og Hinrik á skíðum í Lech i Austurríki. Barna- börn Elísabetar Englandsdrottningar eru því öll saman komin í ölpunum því Fergie er skammt undan með dætur SÍnar. Símamynd Reuter Valdahlutföllin á rússneska fulltrúaþinginu Tölurnar sýna þingstyrk hvers flokks eða flokksbrots. Alls eiga 1033 sæti á þinginu. Samtök framfarasinna Ný stefna 53 Samtök iðnaðarins 52 Alþýðusambandið 53 Jedinstvo (Rússnesk eining) Kommúnistar 67 Rússland 53 Samtökbænda130 Föðurlandið 51 Miðdemókratar Vinstri miðjumenn 62 Frjálst Rússland 55 Frelsi og jöfnuður 50 Aðrir 198 Heimabyggðin 57 Samstaða í nafni umbóta 54 Róttækir lýðræðissinnar 50 Móti Jeltsín Með Jeltsín Bæði þing og forseti í Rússlandi vilja þjóðaratkvæði: Kapphlaup um kosningar Allt stefnir nú í að Rússar fái að kjósa tvívegis í næsta mánuði. Borís Jeltsín forseti hefur ákveðið að halda þjóðaratkvæði um skipti á völdum milli sín og þingsins. Þetta sama hafa harðlínumenn á þingi ákveðið aö gera og því er komið upp kapphlaup miUi þessara aðila um hvor veröur á undan að spyija þjóðina álits. Stjórnlagadeilum síðustu vikna lauk með jafntefli og því liggur bein- ast við að vísa málinu til þjóðarinn- ar. Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum for- seti, hefur hvatt Jeltsín til að bíða ekki meö sitt þjóðaratkvæði eftir að andstæöingar hans hafa látiö kjósa. Jeltsín ætlaöi að láta kjósa 25. apríl en það kann að breytast. Munurinn á þessum tveimur at- kvæðagrteiðslum felst í ólíkum spurningum og ólíkum reglum. Þing- menn vilja að forsetinn fái meiri- hluta atkvæðisbærra manna til að hannhaldivelli. Reuter leiiarað nýrri Oscar Luigi Scalfaro, forseti ít- alíu, heldur í dag áfrara leit sinni að nýrri bráðabirgðastjórn til aö stýra landinu út úr þeim vand- ræöum sem það hefur ratað í vegna pólitískra hneykslismála að undanförnu. Verk Scalfaros er enn meira aðkallandi nú en áður eftir að Franco Reviglio fiárraálaráð- herra sagði af sér í gærkvöldi, fimmti ráðherrann á sex vikum. Scalfaro héit :fiiúdl?u;i;;i.:jméð; Amato íbrsæt- isráðherra, leiðtogum stjórnarand- stöðunnar og þingforsetum til að leita____________ bestu lausnarinnar. Amato sagði forsetanum að liann væri fús til aö segja af sér hvenær sem væri og víkja fyrir nýrri stjórn. Bandaríkjamenn segja læknaof hátt launaða Bandaríkj amenn telja að sumir læknar og ýfirmenn innan heil- brigðisgeirans fái hærri laun en þeir eigi skilið. Þeir vita þó ekki hvaða tekjur þessir menn raun- verulega hafa. Nýleg skoðun bendir til þess aö fiestir vanmeti stórlega laun sem yfirmenn lyfiaframleiðenda, tryggingafyrirtækja og sjúkra- húsa og læknasérfræðingar fá. Flestir telja að sérfræðingai’ á borð við röntgenlækna og svæf- ingarlækna hafi um sex mllljónir króna. Raunverulegar tekjur þeirra eru nær tólf miUjónum króna en flestir segja að þeir eigi að fá um fimm milljónir. Almenningur gerir sér enn minni grein fyrir launum yfir- manna lyfjaiýrirtækja. Yfirmað- ur eins fýrirtækisnis fékk rúmar sjö hundruð milliónir króna í heildarlaun 1991 en menn töldu aö tólf milljómr væru hæfileg laun. Majorfékkhest fráTúrkmenist- aniafmælisgjöf John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, fékk ara í af- mælisgjöf frá stjórnvöldum í fyrrum Sovét- ._. ... _... lýðveldinu Túrkmenistan þegttr hann varð fimmtugur i vikunni. Itar-Tass fréttastofan skýrði frá því í gær að Saparmurat Nijazov, forseti Túrkmenistans, hefði lof- að Major hrossinu þegar hann var í heimsókn í Bretlandi. Gæðingur Majors er afkomandi hests sem Nikíta Khrústsjov, fyrrum Sovétleiðtogi, gaf Elísa- betu Englandsdrottningu. Hest- urinn er enn á heimaslóðura og ekki ljóst hvemig hann veröur fluttur til Englands. Bandarískir Daniel Ortega, fyrrum forseti Nikaragua, sagði að hægrisinnar í Bandaríkjunum væru að blása til nýs stríðs í Nikaragua með þvi að veita vopnuðum hópum í land- inu aðstoð. Ortega sagöi að hægrisinnamir lytu fomstu öldungadeildarþing- mannsins Jessc Helms. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.