Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 36
Prt pc: -f- ll ■ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63270Q MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993. Sighvatur Björgvinsson: Erum að rétta okkur af „Þaö er afar ánægjulegt aö fylgi ríkisstjómarinnar skuli vera á upp- leið. Það er einnig ánægjulegt fyrir okkur aö Alþýðuflokkurinn er að rétta sig af ef miðað er við skoðana- könnunina sem gerð var af Félags- visindadeild Háskólans fyrir skömmu. Þar vorum við talsvert fyr- ir neðan þetta. Við voram að fram- kvæma erfiðar aðgerðir í janúar. Nú er það að komast til skila hjá almenn- ingi að þetta er ekki eins illt og af var látið. Við erum að rétta okkur af þótt ég sé hvergi nærri ánægður með niðurstöðuna," sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu skoðanakönnunar- -S.dór mnar. Ólafur Ragnar Grímsson: Afgerandi meiri- hlutí er andvígur rikisstjórninni „Þessi niðurstaða sýnir að áfram er afgerandi meirihluti á móti ríkis- stjóminni. Ríkisstjómarflokkarnir eru langt frá því að hafa meirihluta á Alþingi. Fylgi flokkanna hefur nokkuð breyst frá síðustu könnun DV en er þó á svipuðu róli og þaö hefur veriö í mörgum könnunum blaðsins undanfarið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, um skoðanakönnun DV. -S.dór Héraðsdómur Reykjaness: Ós-húsein- 47,3 milljónir Ós-húseiningar hf.. hafa í Héraðs- dómi Reykjaness verið dæmdar til að greiða þrotabúi Byggingafélagsins Óss hf. 47,3 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum og 4,8 milljóna máls- kostnað. í nóvember 1989 keyptu Ós-húsein- ingar steypuverksmiðju Byggingafé- lagsins Óss sem þá var gjaldþrota. í dómi Héraðsdóms segir að Ós- húseiningum haii borið að gefa út skuldabréf til Byggingafélagsins Óss. Það var aldrei gert. í stjórnum beggja félaga voru flestir hinir sömu. Segir að Ós-húseiningar hafi vanefnt skyldur sínar um útgáfu veðskulda- bréfs og afborganir af eftirstöðvum kaupverðsins auk þess sem lánar- drottnum hafi verið stórlega mis- munað. -hlh LOKI Vilja kommarnir ekki frekar kljúfa í herðar niðurað fornum sið? Ráðherrar deila um þróunarsjóðinn: Tvíhöfðanefnd getur ekki lokið störf um „Það er bara su deila, sem uppi er milli ráðherra, sem kemur í veg fyrir að tvíhöfðanefndin geti lokið störfum og sent frá sér uppkast að tillögum um stjórnun fiskveiða. Við höfum þegar lokið viö annað í uppkastinu,“ sagði Vilhjálmur Eg- ilsson, annar formanna tvíhöfða- nefndarinnar, í samtali við DV i gær. Deilan sem hér um ræðir er á milli þeirra Þorsteins Páissonar sjávarútvegsráöherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra um gjaldtöku í þróunar- sjóðinn. Þingmenn Alþýðubandalagsins vilja höggva á þann hnút sem þama er og virðist óleysanlegur. Þeir hafa, undir forystu Jóhanns Ársæissonar, lagt fram tillögu til þingsályktunar um að sjávarút- vegsnefnd Alþingis verði falið að leysa málið. Nefndinni verði falið að sjá um endurskoðun laganna um stjóm fiskveiða. Eimiig að nefndin leggi fram drög að mótun heildstæðrar sjávarútvegsstefnu. Jóhann Ársælsson sagði I gærað það væri alveg Ijóst að deila þeirra Þorsteins og Jóns Baldvins væri það hatröram aö mál þróunarsjóðs- ins leystist ekki í bráð. Þar með gæti tvíhöfðanefndin ekki lokíð störfum og allt sæti fast varöandi endurskoðun og mótun stefnu um stjórn fiskveiða. Jóhann sagði einnig að ljóst væriað Alþingihefði staðið að lögbroti í 3 mánuöi. í gild- andi lögum um stjórn fiskveiða stæði að endurskoðun laganna skuli fara fram fyrir árslok 1992. „Þáð er vissulega rétt að þetta má flokka undir lögbrot. En spyrja mætti á móti hvort þaö hefði verið betra að leggja fram á síðustu stundu fyrir áramóf tillögu um að gera ekki neittí málunum. Við vor- um alltaf að vona að málin leystust þannig aö við gætum lokið störfum og sent frá okkur uppkast að tillög- um um stjóm íiskveiða," sagði Vil- hjálmur Egilsson. -S.dór Gunnar Ingi Valgeirsson bjargaði 2ja ára syni sínum, Ottó Marvini, frá drukknun á laugardaginn eins og DV greindi frá. Ottó Marvin var að leika sér í djúpum polli bak við lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði. Ottó Marvin vildi ekki samþykkja að hann hefði verið hræddur en það var voða kalt i pollinum. Hann ætlar aldrei út í stóru pollana aftur. Gunnar Ingi og Kristín, foreldrar Ottós Marvins, hafa mikið farið með hann í sund og eru þess fullviss að það hafi hjálpað til að ekki fór verr. DV-mynd Júlía Veörið á morgun: Kólnandi veður Á morgun verður fremur hæg suðvestanátt á landinu, smá- skúrir um sunnan- og suöaustan- vert landið og slydduél vestan- lands en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Heldur kóln- andi veður. Veðriö í dag er á bls. 44 Steingrímur Hermannsson: Stöðugtfylgi f „Fylgi Framsóknarflokksins virð- ist nokkuð stöðugt í þessari könnun og öðmm, eða um 25 af hundraði. Miðað við síðustu kosningar er það ánægjuefni. Ég vonast hins vegar til þess að stefnumörkun okkar verði til fylgisauka. Þá held ég að ástandiö í þjóðfélaginu fari því miður versn- andi og í kjölfarið held ég að menn hugsi sér til hreyfings frá stjórnar- flokkunum,“ segir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. Steingrímur segir fylgi ríkisstjórn- arinnar ekki koma honum á óvart miðað við aðgerðaleysi hennar í því ástandi sem nú er. Á hinn bóginn endurspegli fylgið við ríkissfjórnina fylgistap stjórnarflokkanna frá síð- ustu kosningum. -kaa Friðrik Sophusson: Stjórnin skilar árangri t t i i i i i i verðar í þessum skoðanakönnunum. Síðasta kosningaspá fyrir Sjálfstæð- isflokkinn fór nokkuð út af kortinu. Betri stöðu ríkisstjórnarinnar má ugglaust rekja til þess að aðgerðir hennar í desember hafa skilað sér og verðbólgan er komin í lágmark aftur. Fólk áttar sig nú betur á erfið- leikunum og að þeir verði ekki leyst- ir með yfirboðum og allsheijarlausn- um heldur með ráðdeild og fyrir- hyggju," segir Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. -kaa Ingibjörg Sólrún: Sjálfstæðisflokk- urinn afskiptur „Ég hef haft áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að vera full ábyrgðarlaus í þessu stjóm- arsamstarfi, stjórnarandstaðan hafl látið þá fullmikið í friði. Mál Sighvats hafa verið svo mikið í umræðunni og á meðan hefur Sjálfstæðisflokkur- inn fengið að sigla fulllygnan sjó. Ætli þaö sé ekki tímabært að stjórn- arandstaðan fari að kalla Sjálfstæðis- flokkinn meira til ábyrgðar," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. „Skoðanakannanir mæla í mínum huga frekar tilhneigingar heldur en eitthvert raunverulegt kosriingafylgi en ég get ímyndað mér að þetta sé raunhæfara en síðasta könnun. Það er spuming hvort könnunin í janúar hafi verið raunhæf, að þessi sé mun nærveruleiknumenhún.“ -PJ NITCHI KEÐJUTALIUR M*i>uls€*n SuAuriandsbraut 10. S. 686499. t t t i i i i i i i i i i alltaf a nriðvikudögiun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.