Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS1993 11 Fréttir Heimir Steinsson segir brottrekstur Hraíns standast fullkomlega: Hef ur gamla áminningu á Hraf n á borði sínu „Ég er búinn aö gefa frá mér stutt- oröa fréttatilkynningu um málið og ætla að láta hana nægja. Ég mun taka til máls út af þessu ef mér þyk- ir ástæða til þegar frá líður og þá mun ég gera það að eigin frumkvæði í blaðagrein. Þá verður ekkert undan dregið," segir Heimir Steinsson út- varpsstjóri aðspurður um brottvikn- ingu Hrafns Gunnlaugssonar frá Sjónvarpinu. Að sögn Heimis er það alfarið hans ákvörðun að segja Hrafni upp. Út- varpsráði komi málið ekki við enda heyri starfsmannamál ekki undir það heldur einungis dagskrármál. „Það er útvarpsstjóri einn sem ræður þessu. Hins vegar hafði ég fúllkomið samráð við framkvæmda- stjóm útvarpsins sem er hin eigin- lega stjóm stofnunarinnar.“ Heimir segir afráðið aö Sigmundur Öm Amgrímsson, aðstoðarmaður Sveins Einarssonar, taki við starfi Hrafns sem innlendur dagskrárstjóri næstu tvo mánuðina. Á þeim tima verði staðan auglýst og ráðið í hana. Heimir útilokar ekki að ýmsar ákvarðanir, sem Hrafn hafi tekið á undanfómum dögum, verði teknar til endurskoðunar, til dæmis upp- sagnir starfsmanna. Aðspurður kveðst Heimir hafa leitað áhts hjá lögfræðingi stofiiunarinnar um lög- mæti uppsagnarinnar. Alli ríki vann Emil Thorarensen, DV, Eskifriði Sveit Aðalsteins Jónssonar frá Eskifíröi (Alli ríki) hafði sigur í aðal- sveitakeppni Bridgefélags Reyðar- og Eskifjarðar sem lauk fyrir skömmu. Spilaðar vom 7 umferðir í undan- keppni en fjórar efstu sveitimar kepptu síðan um 1.-4. sætið. Sveitin, sem varð í fyrsta sæti und- ankeppninnar, valdi sér andstæðing en hfiiar tvær léku síðan innbyrðis. Vinningssveitimar kepptu síðan um gull og silfur en þær sem töpuðu um bronsið. Sveit Aðalsteins Jónssonar, Eskifirði, vann sveit Jóhanns Þórar- inssonar í keppninni um gullið, 18-12, en Sproti Icy vann sveit Jónas- ar Jónssonar rnn bronsið, 20-10. í sveit Aðalsteins em auk hans Gísli Stefánsson, Magnús Bjamason, Kristmann Jónsson og Búi Þór Birg- isson. í sveit Jóhanns Þórarinssonar era auk hans Atli V. Jóhannesson, Svala Vignisdóttir og Ragna Hreins- dóttir. - segir ummæli Hrafns í DV „afskaplega“ smekkleg „Uppsögnin stenst fullkomlega. Við höfum okkar lögmann og höfðum hann með 1 ráðum varöandi hvert einasta skref sem við tókum.“ Að sögn Heimis þarf menntamála- ráðherra ekki að óttast það ákvæði laga að veita þurfi starfsmanni manna Ríkisútvarpsins. Hins vegar sé það svo að Hrafii hafi fengið mjög stranga áminningu áður en hann fór í frí. „Hún liggur hér á borðinu fyrir framan mig,“ segir Heimir. í viðtali við DV í gær sagði Hrafn að sér fyndist eðlilegt að menn tækj- ust á innan Ríkisútvarpsins, svo fremi sem menn spörkuðu ekki í punginn hver á öðmm. Fram kemur að hann hafi treyst því að útvarps- stjóri væri slíkur drengskaparmaður að hann þyldi það að menn hefðu ólíkar skoðanir í kringum hann. Því komi uppsögnin á óvart. „Þetta era afskaplega smekkleg ummæli. Ástæðuna fyrir uppsögn- inni þekkja allir. Við skulum segja að umræðuþátturinn hafi rekið smiðshöggið og aðalhöggið á þetta.“ -kaa Heimir Steinsson, útvarpsstjóri. áminningu áður en til uppsagnar komi. Ákvæðið gildi einungis um þá sem era ráðherraráðnir og nái því ekki til Hrafns né annarra starfs- MA BJOÐA MK þennan ódýra, góða og heimilislega mat? Lifúr er ódýrt hráefni sem fæst allt áriö um krmg. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifúr á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu. 1 lifur, um 450 g 2 msk hveiti eba heilhveiti salt ogpipar 1- 11/2 dl mjólk 2 laukar, í sneiðum smjirrlíki éba olía Hreinsið lifrina og hakkið. Blandið saman við hana hveiti, kryddi og mjólk. Athugið að deigið er mjög þunnt. I það er líka ágætt að bæta I/2-l dl af haframjöli. Brúnið laukinn létt í smjörlíki eða olíu og geymið hann. Bætið við feiti og setjið lifrardeigið á pönnuna með skeið. Steikið buffrn fallega brún í 2-3 mín. hvorurn megin. Leggið laukinn ofan á buffin og berið þau fram heit með kartöflum og soðnu grænmeti, og ef til vill með bræddu smjöri. Lifrarbuff er þægilegt að eiga í frysti og fljótlegt að hita það upp á pönnu eða í ofni. 1 lambalifur, um 450 g 2 tsk hveiti 2 tsk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 eggjahvíta 1- 2 laukar, í sneibum 2- 3 msk olía salt ogpipar 2'dl kjötsob (af teningi) 3 hvítlauksrif söxub smátt jint maísmjöl (maisena) Blandið saman í skál hveiti, sítrónusafa, sojasósu og eggjahvítu. Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr blöndunni og látið þær liggja í henni í 20 mínútur. Brúnið laukinn og hvít- laukinn létt á pönnu og geymið síðan. Steikið lifrina í 2-3 mín. hvorum megin, kryddið hana með salti og pipar og takið hana af pönnunni. Hellið soðinu á pönnuna, bætið lauknum við og sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið hæfilega rneð fínu maísmjöli hrærðu saman við kalt vam og látið sjóða í 1-2 mín. Setjið lifrina út í sósuna og látið hana sjóða með, en alls ekki lengur en nauðsynlegt er því að lifrin á að vera mjúk og safarík. Berið réttinn fram með hrísgijónum og grænu salati. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.