Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS1993 15 Gróskaþrátt fyrír tómlæti Ferðaþjónusta er furðu lítið til umræðu á hinum ýmsu ráðstefn- um, sem haldnar eru um vanda atvinnulífsins, og virðist ekki fá mikinn hljómgrunn í þeim nefnd- um, sem komið hefur verið á lagg- irnar til að leita leiða út úr vaxandi atvinnuleysi. Ferðamálaráð hefur mikið reynt að vekja athygli á van- nýttum möguleikum í ferðaþjón- ustu og kalla eftir stuöningi við aðgerðir til að nýta þessa mögu- leika, en valdhafar eru tómlát- ir. Þetta sinnuleysi er með ólíkind- um vegna þess að þrátt fyrir öra þróun og mikinn vöxt í ferðaþjón- ustu hér á landi á undanfómum árum bíða vannýttir möguleikar í hrönnum. En áður en ég færi rök fyrir þeirri fullyrðingu, vil ég nefna nokkrar staðreyndir um þróunina í ferðaþjónustu á síðustu árum. Ótrúlegur vöxtur Fjöldi erlendra ferðamanna hing- að til lands rúmlega tvöfaldaðist á einum áratug. Þeir voru nær 66 þúsund árið 1980, en tíu árum síðar var talan 141.717. Og ef við íorum allt aftur til ársins 1960, þá voru erlendir ferðamenn aðeins tæp 13 þúsund og ferðaþjónusta tæpast inni í myndinni sem atvinnugrein. Árið 1991 fjölgaði erlendum ferðamönnum enn, og uröu þeir þá 143.458 talsins, en á síðasta ári varð talan rétt innan við 143 þús. íslend- ingar hafa einnig á þessu tímabili stóraukið ferðalög um eigið land. Samkvæmt nýbirtri könnun ferð- uðust um 80% landsmanna að með- altali um ísland í 15 daga á árinu 1992, og hver þeirra eyddi að meðal- tali 2.400 kr. á dag. Mikil tekjuaukning Tekjur af ferðaþjónustu hafa aukist mikið á síðari árum, og hlut- ur greinarinnar í landsframleiðslu er frekar mikill í samanburði við ýmis lönd, sem okkur er gjarnt að miða við. Á sama tíma og heildartekjur af Kjallaririn Kristín Halldórsdóttir formaður Ferðamálaráðs útfluttri vöru og þjónustu jukust um 18%, þ.e. á árunum 1981-1991, nær þrefólduðust gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu. Á síðasta ári námu gjald- eyristekjur af ferðaþjónustu rúm- lega 11,6 milljörðum króna, sem eru 9,4% af útflutningi vöru og þjónustu. Hefur þetta hlutfall ríf- lega tvöfaldast frá árinu 1980. Gjaldeyristekjur af áli og kísiljárni námu þá rúmlega 10 milljörðum, sem eru 8,2% af útfluttri vöru og þjónustu. Allur útflutningur iðnað- arvara að stóriðju meðtalinni skil- aði hins vegar rúmlega 15 milljörð- um á síðasta ári. Beinar tekjur ríkissjóðs af er- lendum ferðamönnum, þ.e.a.s. inn- heimtur virðisaukaskattur af seld- um vörum og þjónustu til erlendra ferðamanna að frádreginni endur- greiðslu til þeirra, flugvallargjald og innritunargjald, þungaskattur og bensíngjald, eru taldar hafa numið nær 1,2 milljörðum kr. á síð- asta ári. Kristín Halldórsdóttir „Ferðamálaráð hefur mikið reynt að vekja athygli á vannýttum möguleik- um 1 ferðaþjónustu og kalla eftir stuðn- ingi við aðgerðir til að nýta þessa möguleika, en valdhafar eru tómlátir.“ Heiðarleg lánaviðskipti? Hvað ákvarðar vexti á íslandi? Er það framboö og eftirspum eða er það rétturinn til að hafa rangt fyrir sér? Svo mikið er víst að lán- takendur ráða þar engu um því að þeir hafa enga tryggingu fyrir því að vextir af lánum hækki ekki á lánstímanum. Svo virðist sem allar vísbending- ar um aukna verðbólgu séu notað- ar sem átylla til að hækka raun- vexti. Vísbendingar um hjaðnandi verðbólgu era fáar. Og ef verðbólga minnkar þarf að bíða og sjá til. Með öðrum orðum: Öll tilefni era notuð til að hækka vexti en lækkun vaxta er reynt að draga í lengstu lög. Ákvörðun um lántöku byggist því á spádómum en ekki vissu. Ekki ásættanlegt Það er mjög óþægilegt aö geta ekki vitað hvaða vexti menn þurfa að greiða. En það sem verst er: Bankar auglýsa ákveðna vaxtapró- sentu á lánum og innheimta síðan aðra og hærri tölu. Sénnilega er jafn lítið að marka þau innlánskjör sem boöin eru. Sem dæmi um þetta má nefna að á upplýsingatöflum í Búnaðar- bánkanum era vextir á verðtryggð- KjaUarinn Steinar Frímannsson vélaverkfræðingur um lánum sagðir vera 7,5%. Síðan eru innheimtir vextir af lánum allt upp í 10,5%. Sennilega er svipaða sögu að segja um aðra banka. Væri um annars konar viöskipti að ræða væru sennilega notuð orð um þessa viðskiptahætti sem meinyrðalög- gjöfm bannar að notuð séu á opin- berum vettvangi. Það er ekki ásættanlegt að banka- stofnun sem sér fram á minni hagnað en óskað var eftir, hækki gjald fyrir þjónustu sem búið var að semja um og sem oft á tíðum er ekki hægt að hætta að kaupa. En almenningur er ofurseldur þessum viðskiptaháttum og getur að því er virðist ekkert gert til að verjast. Ofviða bankakerfinu Sá afgangur sem fólk á til að leggja fyrir eykst ekki þótt vextir hækki. Hvatinn til að leggja fyrir er öryggissjónarmið en ekki vextir. En þegar alhr keppast við að bjóða best þurfa þeir að greiða herkostn- aðinn af þessari vitfirringu sem hafa tekið lán, hugsanlega fyrir mörgum árum, oft á grundvelli falskra upplýsinga. Það er auðvelt að vera höfðinglegur þegar öðrum er sendur reikningurinn. Það er enn verra að bankakerfið virðist ekki ráða við svona flókið kerfi. Þurfi maður upplýsingar um vexti á ársgrandvelli tekur það oft 15 til 20 mínútur að reikna þá út. Maður fær það á tilfinninguna að hægt væri að spara verulega í bönkunum með því að einfalda vaxtamálin. Bein afskipti löggjafans af vaxta- ákvörðunum era ekki heppileg. Það er ekki nein lausn að ákvarða hámarksvexti með lagaboði. En það er eðlileg neytendavemd að banna eða a.m.k. takmarka svigr- úm banka til að breyta vöxtum á miðjum lánstíma. Lántakendur hljóta að eiga einhvern rétt líka. Steinar Frímannsson „Bein afskipti löggjafans af vaxta- ákvöröunum eru ekki heppileg. Það er ekki nein lausn að ákvarða hámarks- vexti með lagaboði.“ urekkiáhrifá Irfrikió „Það hef- ur alls ekki neitt komíð í ljós sem sýnir að starfseraí Kísiliðjunnar hafi nokkur áhrif á lífríki Mývatns, hvorki á minnkandi veiði í vatn- inu eða fækkun fuglategunda. Þar era aðrar ástæður að baki. Ég tel því einsýnt að fyrirtækið haldi áfram starfsemi sinni. Mikilvægi þess aö rýmka vinnsluleyfi fyrirtækisins er flestum augljóst. Eins og sveitar- stjóm Skútustaðahrepps hefur bent á byggja yfir 40% íbúa þar afkomu sína á starfsemi fyrir- tækisins og það eitt sýnir mikil- vægi fyrirtækisins ótvírætt. Þaðer stórskemmtilegt að bera saman niöurstöður sérfræðinga- neftidarinnar, sem nú hefur skil- að af sér, annars vegar og rök bændaima, sem luest hafa, hins vegar. Þar stangast allt á og heimatilbúnar fullyrðingar bændanna um Kísiliðjuna sem sökudólg fyrir öllu sem miður hefur fariðstandastalls ekki. Það er eíns og þeírra áht sé stimplað á gleraugun þeirra og þeir sjá auðvitað ekkert annað á meðan. Enþeir verða að finna sér annan sökudólg fyrir versnanth ástandi hfríkis Mývatns en Kísihðjuna. Starfsemi hennar er svo mikh- væg byggöinni við Mývatn aö rýmkmt námaleyfis er sjálfsagt mál." Hnignunin í vatninu (ormaður sljómar Kislllðjunnar jafngömul Kís- „Það er mér grundvallar- atriði eins og nú er komið að Mývatn er nú búið að vera okkur arðlaust í 7 ár og hnignunin s,arri Cr Björgvinsson, bóndi jafngomul j Garði Kíshiðjunni. Þaö er þvl með engu mófi liægt að tengja hnignunina öðru en fyr- irtækinu enda hafa engar rann- sóknir geta bent á aðra orsaka- valda og verksmiðjan aldrei getað frýjað sig aö vera sá skaðvaldur sem hún er. Þar af leiðandi snýst ég önd- verður gegn því aö lífdagar verk- smiðjunnar verði lengri og alls ekki að farið verði í ný náma- sunnan Teigasunds. Set- lagaflutningar í Syöriflóa myndu þýða miklu rneiri spjöh en orðið hafa í Ytriflóa og er hann þó ekki frýnilegur eftir allt það skurk sem átt hefur séö staö. Þar er komin upp eyðimörk sem áður var lífríki. Það að grafa gryfjur í Syðriflóa myndi gera svæðið þar að eyðimörk og slíkt kemur bara alis ekki til máia. Það mælir allt á móti því að taka áfram þessa áhættu. Viöbrögö okkar ef niðurstaða ráðherra verður aö rýmka á einhvern hátt námaleyfi Kisihðjunnar verða eins hörð og olckur frekast er unnt“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.