Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Útlönd____________________ Flóttamenn frá Srebrenica tróó- ustiilbana Nokkrir tróðust til bana þegar óbreyttir borgarar reyndu aö troöast um borð í flutningaiest á vegum Sameinuöu þjóöanna sem var aö fara frá bænum Sre- brenica í Bosníu í morgun. Serb- ar sitja um bæinn sem er byggður íslamstrúarmönnum. Tom Eriksen, liðsforingi SÞ, sagði að sér hefði verið sagt að skelfmgin í bænum hefði verið meiri en fyrir tveimur dögum þegar tvö þúsund manns tróðust upp í tlutningabíla SÞ sem fóru frá Srebrenica. Fjórtán bílar, sem komu með neyðaraðstoð til Srebrenica í gær, héldu í morgun áleiðis til bæjarins Tuzla í austurhluta Bos- níu. Bankigerir kaupsýslumann óvart að milla Breskur banki hefur viður- kennt að hafa gert kaupsýslu- mann óvart að milljónamæringi i einn dag en rukkaði hann síðan um fimm krónur fyrir mistökin. Robert Coleman, skrifstofu- stjóri frá Rochester, fékk þó aldr- ei að njóta ríkidæroisins þvi raunverulegir eigendur fjárins voru ekkí seinir að kvarta. Coleman komst að þvi að bank- inn hefði lagt rúma eina milijón sterlingspunda inn á reikning hans en tekið peningana út strax daginn eftir. Bankinn ætlar að leiðrétta þetta með fimm krón- urnar. ísraelsmenn loka hernumdu svædunum ísraelsk stjómvöld lokuðu hernumdu svæöunum i gær og sendu þangað fleiri hermenn tii aðberjast við Palestínumenn sem hafa drepiö þrettán ísraelsmenn í þessum mánuði. Ekki hafa fleiri verið drepnir á einum mánuði í nærri fjögur ár. Yitzhak Rabin fyrirskipaði lok- unina og hann siakaði einnig á reglunum um hvenær hermenn- imir mættu hefja skothríð. Lok- unin á að vara i óákveðinn tíma. Vegna lokunar vesturbakkans og Gazasvæðisins geta um eitt hundrað þúsund Palestínumenn ekki sótt vinnu sína í ísrael. Leið- togar Palestínumanna fordæmdu lokunina og sögðu að ísraels- menn væm aðeins að gera illt verra með henni. Margir efast um að þessar aðgerðir verði til þess að binda enda á ofbeldið á her- numdu svæðunum. Reuter Hugmyndir um að selja alla fiskvinnslu í Færeyjum imdir eitt fyrirtæki: Af li dugar fyrir tvö frystihús af tuttugu - verður eins og gamla einokunarverslunin, segir forstjóri 1 Þórshöfn Jens Jalsgaard, DV, Fasreyjum; Tvö stærstu frystihúsin í Færeyj- um geta annað verkun á öllu fiski sem berst á land í eyjunum. Er þá miðað við að unnið sé í átta stundir á dag. Nú eru 22 frystihús í Færeyj- um og hagkvæmast væri að loka tutt- ugu þeirra. Nemendur fiskvinnsluskólans í Vestmanna hafa reiknað þetta út og sýnir niðurstaðan _ vel hvemig ástandiö er í eina umtalsverða at- vinnuveginum í Færeyjum. Augljóst er að loka verður mörgun húsum en Tummas Arabo vill stofna eitt fisk- vinnslufyrirtæki í Færeyjum. ekkert samkomulag er um hvernig staðið skuli að málum. Tillaga hefur komið fram um að Færeyjagrunnurinn, fjárfestinga- sjóður Færeyja, taki við rekstri á öll- um frystihúsum og með stofnun öflugs hlutafélags. Sjóðnum er stjómað af Dönum eftir síðustu björgunaraðgeröimar í efnahags- málum eyjanna. Þetta nýja félag myndi að öllum líkindum láta loka 17 frystihúsum en reyna að reka fimm áfram. Þá yrði eitt frystihús á hverri af fimm stærstu eyjunum. Margir Færeyingar óttast að þessi aðgerð myndi raska allri byggð á eyjunum og Axel Hansen, forstjóri stærsta frystihússins í Þórshöfn, seg- ir aö stofnun nýja félagsins jafngildi endurreisn gömlu konungseinokun- arinnar á 18. öld. Þingmenn Fólkaflokks, annars stjórnarflokksins, era á móti þessari hugmynd en jafnaðarmenn, með Maritu Petersen lögmann, eru fylgj- andi. Tummas Arabo, landsfjórnar- maður fyrir jafnaðarmannaflokkinn, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við stofnun fiskvinnslurisans. Moröin á gamla fólkinu í Tistedal í Noregi enn óráöin gáta: Morðvopnið er rándýr saf ngripur Þegar lík Pers Röd, 71 árs gamals eftirlaunaþega í Tistedal, var grafið upp í hans eigin garöi í fyrradag varð lögreglunni Ijóst að hún átti í höggi við sjúkan fjöldamorðingja. Hann hefur að öllum líkindum þrjú önnur morð á samviskunni. Simamynd Scanfolo Norska lögreglan segir að hagla- byssan, sem notuð var við að myrða fjögur gamalmenni í Tistedal, sé safngripur metinn á milli þrjú- og fjögur hundruð þúsund íslenskar krónur. Hún er sænsk af gerðinni Husquarna 310. Vopnið er ekki fundið en sérfræð- ingar lögreglunnar segja að ekki fari mifli mála aö við öll morðin hafi ein og sama byssan verið notuð. Mjög fáar haglabyssur af þessari gerð hafa verið seldar og því vonast lögreglan eftir að geta rakið slóð morðingjans út frá byssunni. Enn hafa engar vísbendingar kom- ið fram um hver hinn seki er. Nú er gengið út frá því sem vísu að sami maður hafi verið að verki í öll skipt- in. Hann skaut fólkið, stal öllu fé- mætu á heimilum þess og gróf líkin í görðunum við húsin. Seinast var lík Pers Röd grafið upp nú í vikunni. Hans hafði verið sakn- að í-sjö mánuði. Eftir að lík Pers fannst sannfærðist lögreglan um að fjöldamorðingi gengi laus í Tistedal, friðsælum smábæ nærri landamær- um Sviþjóðar í suðri. Lögreglan hafði áður reynt mikiö til að upplýsa morð á þremur gamal- mennum í Tistedal. Rannsóknin hef- ur kostað ofljár og nú á að herða enn á henni því talið er líklegt að morð- inginn láti ekki staðar numið við fjögurmorð. Reuter Vinnið ferð til Föstudaginn 2. opríl frnmsýnir 8 Páskamyndina í ár Fer&in til Las Vegas 1 (Honeymoon in Vegas) Ein besta grínmynd allra tíma. ShortogKasp- arovætlaað teflaíLondon Garríj Kasparov og Nigel Short hafa fallist á tilboö Times dag- blaðanna og hollensks hóps um að heyja einvígiö um heimsmeist- aratitilinn í skák í London í sept- ember. Verölaunaféð mun nema liðlega 160 milljónum íslenskra króna, meira en nokkm sinni. Með einvígi sínu ætla Kasparov og Short að reyna að ná heims- meistaraeinvíginu undan stjóm Alþjóöa skáksambandsins FIDE sem vildi að teflt yrði í Manchest- er. FEDE svipti Kasparov heims- meistaratitlinum í síðustu viku vegna þess aö hann neitaði að tefla í Manchester. Kasparov sagði í Helsinki í gær að þetta yrði stórkostlegt einvígi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.