Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Fréttir__________________________ di Loðnuveiði við landsteinana Ægir Þórðaison, DV, HeDissandi: Þokkaleg loðnuveiði hefur ver- ið síðustu daga. Flotinn heldur sig í Breiðafirði og er að veiðum rétt uppi í landsteinum. í síðustu viku veiddust um 30 þúsund tonn. Heildarafli er nú 681 þús. tonn af 820 þús. tonna kvóta. Krist- bjöm Árnason er skipstjóri á Sig- urði VE og var á veiöum í fjör- unni við Hellissand í gær og fyrradag. „ Við erum komnir með 950 tonn í þessari veiðiferð og Víkurbergið var að fá gott kast héma áðan. Eina veiðisvæðið er nú við Snæ- fellsnesið en það er gisið og erfitt að eiga við þetta þar sem loðnan er mjög gnmnt við land og botn- inn héma er slæmur. Auk þess er mjög sterkur straumur. Hún veit hvar hún á að halda sig bless- unin,“ segir Kristbjöm. Sigurður leggur upp hjá íshúsfélagið Vest- mannaeyja en þangað er 15-16 tíma sigling trá Breiðafirði. Að sögn Kristbjöms næst ekki að veiða loðnukvótann á þessari vertíð en þeir veröa til í slaginn næsta haust. ■ Loönuflotinn við veióar við landsteinana á Snæfellsnesi. Hér sést aflaskipið Sigurður milli húsa á Hellissandi. DV-mynd Ægir 1 • p : • : í, ' | i: ■ <: ■:' y ■■■: íi f 1 H ; ■ !;■-■ : ; jt i'- "' íí :í;;j SigluQörður: Fimmtán trillur á grásleppuveiðar Óli Sverrisson í bát föður síns, Sverris Olasonar, en þeir stunda grásleppu- veiði frá Síglufirði í vor. DV-mynd öm Öm Þóiarinssan, DV, njótum: í vor stunda 15 trillur grásleppu- veiðar frá Siglufirði sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Grásleppu- karlar náðu flestir að leggja netin um leið og veiðar máttu hefjast, það er 20. mars og næstu þrjá daga á eftir. Það litla, sem náöst hefur að vitja um, lofar hins vegar ekki góðu um gjöfula vertíð. Grásleppan virðist ekki gengin á miðin að nokkm ráöi. Þtjár litlar trillur hafa stundað rauðmagaveiðar frá Siglufirði í vet- ur. Veiðin var mjög dræm í janúar og febrúar en ágæt í mars. Þijár trillur era gerðar út frá Haga- nesvík í vor. Þær sækja að mestu sömu mið og Siglfirðingar, það er svæðið frá Haganesvík norður að Siglunesi. Stjórnmálafandur á Eskifirði: SkatUeggja þarf fjármagnstekjur Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: Þingmennimir Jón Kristjánsson og Guðmundur Bjamason, Fram- sóknarflokki, héldu almennan stjómmálafund á Eskifiröi nýlega. Þeir lýstu yfir áhyggjum sínum af vaxíindt atvinmileysi þó þeir drægju enga dul á þann utanað- komandi vanda, sem við væri aö eija. Bentu á aö sfjómarstefhan hefði reynst röng og einkennst af fálmi og fijálshyggju þar sem at- vinnulífið væri látið adfskiptalaust með tilheyrandi fiöldagjaldþrotum og auknu atvinnuleysi. Ekki væri hægt að sætta sig við almennt at- vinnuleysi upp á 5-6%, hvað þá 15% eins og ta.m. á Akureyri. Guðmundur, fyrrverandi heil- brigöisráðherra, sagði varðandi heilbrigðismálin að enginn raun- verulegur spamaður hefði átt sér stað í þeim málaflokki umfram það semnotendur þjónustunnar verta nú aö borga fyrir. Hann kvaðst harma þá stöðu sem nú væri komin upp í þjóðfélaginu þar sem fólk hefði ekki efni á aö leysa út sín lyf. „Við emm komnir marga áratugi aftur i tímann. Nú er farið að finnast fólk sem líður hungur og hláfátækt," sagði Guðmundur. En hvað er til úrbóta? Guðmundur og Jón sögöu að setjabæri skatt á fjár- magnstekjur. ijóst væri að ein- hverjir einstaklingar hefðu fengið 5-6 milljarða króna í vaxtatekjur frá þvi að vextimir í mai 1991 haakkuðu um 3%. Þeir töldu að vegagerð væri arð- vænleg framkvæmd. Guðmundur bent á að öruggiega mætti selja rafinagnið ódýrara tíl almennra notenda. Máliö væri að við værum með heilu virkjanimar án notenda raforkunnar. Stjóm- endur kappkostuðu hins vegar að afskrifa þær á 20 árum i stað 40 til 50 ára þar sem þessi mannvirki ættu eftír aö standa í ein 100 ár. PANTAÐU HANA NÚNA ÞESSI FRÁBÆRA MYND KEMUR Á LEIGURNAR ÁMORGUN! SVO ÞÚ FÁIR HANA ÖRUGGLEGA Á MORGUN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.