Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993
Spumingin
Hvað þarftu mikinn svefn?
Trausti Hafliðason: Sjö tíma.
Guðmundur Sverrisson: Venjulega
um sjö tíma en hálfan sólarhring um
helgar.
Heiðdís Gunnarsdóttir: Frá sex og
upp í fjórtán tíma. Ég sef lengur um
helgar.
Þórhallur Hákonarson: Ég vinn svo
mikið að ég þarf upp undir tíu tíma
á dag.
Pétur Jóhann Pétursson: Átta tíma
en tíu um helgar.
Páll Þórir Pálsson: Svona nálægt átta
tímum.
Lesendur
S.H.H. skrifar:
Á útmánuðum hefur mátt greina
furðulegan undirlægjuhátt við Am-
eríkana í flestum fjölmiðlum. Þar
hafa menn verið að vorkenna tveim-
ur Bandaríkjamönnum sem hingað
komu með lævísi og vél til að nema
brott tvær telpur. Tveir þeirra voru
gripnir og hafa maklega fengið að
svara til saka fyrir það athæfi.
Ýmiss konar fjölmiðlafólk og fleiri
hafa verið að agnúast út í það að
kauðar skuli þurfa að súpa seyðið
af gerðum sínum á íslandi. Þetta
hefur ekki síst komið fram í lesenda-
dálki DV. Þar sem annars staðar
hefur verið ruglað saman einhverj-
um forræöisúrskurði í Ameríku og
því hvort einhverjum rambóum sé
heimilt að koma hingað til að flytja
með sér fólk af landinu, hvort sem
því líkar betur eða verr.
Þetta mál snerist alls ekki um for-
ræði yfir telpunum tveimur, sem hér
voru gerðar að bitbeini, heldur hitt,
hvort aðfarir föður annarrar þeirra
og málaliða hans samrýmast lögum
þessa lands.
Þótt einhver amerískur dómstóll
hafi í þessu tilviki dæmt feðrum
telpnanna forræðisréttinn gildir það
ekki hér á landi. í því máh er enn
ódæmt. Engin fjöður hefur verið
dregin yfir að móðir telpnanna hefur
um margt gert sig seka um glap-
ræði. Hins vegar befur ekkert komið
fram sem bendir til annars en að hún
hafi hugsað eins vel um telpurnar
og hún á framast kost á, og njóti
góðra í því efni. Ásakanir um vonda
meðferð á þeim hafa aöeins komið
Bréfritari vænir fjölmiðla um undirlægjuhátt í forræðismálinu svonefnda.
frá fóður þeirrar yngri, ósannaður
með öllu. og er hann ekki óvilhallur
í máhnu né er hann efnilegur forsjár-
maður, svo illa sem hann hefur séö
fótum sínum forráð í þessu máh
hingað th.
Og þótt móðirin hafi kannski verið
brokkgeng í óþroska sínum er eng-
inn sem segir að hún geti ekki þrosk-
ast og eflst eins og annað fólk. Eða
var ekki fyrrverandi gleðikonu sleg-
ið upp í DV á dögunum sem mætri
konu eftir að hún sneri við blaöinu?
Ef það heföu ekki verið Ameríkanar
sem hér fóru þessu offari hefðum við
staðið með íslendingunum í máhnu.
Hvers vegna þessi undirlægjuháttur
við ameríska undirmálsmenn?
Undirlægjuhátt-
ur í f orræðismáli
Fasteignaskattur er þungur baggi
S.G. skrifar:
Ég sá greinargott svar frá borgar-
stjóra okkar við spurningu Leifs
nokkurs í lesendabréfi í DV nýlega
varöandi lækkun fasteignaskatts ör-
yrkja og annarra sem munu teljast
til láglaunahópanna. Ég leyfi mér að
senda þessar línur til DV þar sem ég
veit að það kemur fyrir augu svo
margra. Þær eru fyrst og fremst
sendar til að knýja á um breytingu
varðandi fasteignaskatta og afslátt
af þeim eins og kemur fram hér á
eftir.
Ég sá í fréttum aö á Akureyri væri
nú 18 þús. kr. afsláttur fyrir þá sem
eru með tekjur innan við 900 þúsund
krónur á ári. Og í öðru sveitarfélagi
eru síðan enn fleiri þrep en hér í
Reykjavík, t.d. 50%, svo 30%. Það
sem mig langar til að koma á fram-
færi við borgarstjóra eða hans fólk
er beiðni um að lina nú aðeins skatta-
tökin á t.d. þeim hópi þótt ekki væri
nema 30% lækkun frá núverandi
hámarki með 50% lækkun gjalda, að
t.d. 900 þúsund krónum.
Borgin, sem virðist ekki þurfa að
spara í öðrum kostnaðarsömum
greinum, hefur áreiðanlega efni á
ööru eins og þessu. En látum þaö
kyrrt liggja að sinni. Ég veit hins
vegar að þetta er þungur baggi á
þeim sem hafa fáeinar krónur fram-
yfir þetta lágmark og þurfa að borga
fullt gjald - en aðrir með fáeinum
krónum minna í árstekjur fá svo 50%
afslátt. Þetta er mál, sem er í raun
réttlætismál, þarfnast leiðréttingar
og einmitt á þessum viðsjárverðu
tímum þegar reynt er aö komast að
viðunandi niðurstöðu á kaupi og
kjörum íslenskra launþega.
Einstaklingar með metnað
Bjarni Ingibergsson, Junior Cham-
ber, Reykjavík, skrifar:
Junior Chamber er alþjóðlegur fé-
lagsskapur ungs fólks á aldrinum
18-40 ára. Undirstaða starfsins er að
byggja upp einstakhnginn til að auö-
velda honum að vaxa í starfi og leik.
Junior Chamber byggir ekki á líkn-
arstarfi. Það er eini félagsskapur
ungs fólks sem byggir á stjómþjálf-
un. Þjálfun einstakhngsins til að tak-
ast á við ný og krefjandi verkefni.
Þetta gerum við m.a. með öflugu
námskeiðahaldi sem spannar aht frá
þjálfun í mannlegum samskiptum
Hringið í síma
632700
miili kl. 14 og 16
-eða skrifið
ATH.: Nafn og síinanr. veróur
að fylgja bréfum
Junior Chamber er alþjóðlegur <é-
lagsskapur ungs fólks.
upp í þróuð stjómþjálfunamámskeið
sem seld eru úti í þjóðfélaginu en em
félögum að kostnaðarlausu. Aht
þetta er gert samhliða mjög öflugu
og skemmtilegu félagsstarfi.
Á alþjóðavettvangi hefur Junior
Chamber unnið mikið og frábært
starf. Náið samstarf er á mihi Junior
Chamber og Sameinuðu þjóðanna.
Má þar nefna verkefni fyrir Barna-
hjálp SÞ og verkefni á sviöi umhverf-
ismála. í sumum þróunarlöndum
hefur Junior Chamber tekið að sér
kennslu og rekstur skóla.
Hér á íslandi hefur Junior Cham-
ber unnið að mörgum verðugum
verkefnum. Má þar nefna söfnun fyr-
ir Heilavemd, verkefni í þágu bama
og bættrar umferðarmenningar, svo
nokkur séu nefnd.
Við í Junior Chamber erum að leita
að fólki með metnað, fólki sem vhl
vaxa í starfi og leik og takast á við
krefjandi verkefni. Hafir þú metnað
og sért tilbúinn til aö gefa þér smá-
tíma til að afla þér nýrra vina og
þroskast þá eigum við samleið.
'Það er okkur sérstök ánægja að
bjóða þér að eyða með okkur kvöld-
stund í kvöld, 31. mars, kl. 20.30 í
félagsheimili Junior Chamber
Reykjavíkur að Ármúla 36, 3. hæö
(gengið inn Selmúlamegin). Við
hvetjum þig th að taka maka og/eöa
vini með í þetta kvöldkaffi th okkar,
en við hlökkum th að hitta þig.
Kerfisvandiog
rikisútgjöld
Arinbjörn hringdi:
Það er komin ahtof mikh sjálf-
virkni í útgjaldaþætti ríkisins.
Og vafalaust á mesta aukningin
sér stað í velferðarkerfinu. Sífellt
stækkar hópurinn sem á rétt á
bótum og fyrirgreiðslu frá hinu
opinbera. Það er sök alþingis-
manna að þessi útgjöld hafa auk-
ist. Þeir afgreiða á færibandi
hverja lagagreinina á fætur ann-
arri sem felur í sér útgjaldaaukn-
ingu ríkissjóðs og oftar en ekki
áður en nokkur greinargerð hef-
ur verið lögö fram um tekjuöflun
á móti eða hvort vitað sé aö al-
menningur geti staðið undir þeim
viðbótarútgjöldum sem fylgja. -
Þessi þróun er að breyta velferð-
arkerfinu í óbærilega byrði.
merkingará
matvælum
Margrét Ólafsdóttir hringdi:
Mér firrnst neytendur og þeir
sem standa í innkaupum á mat-
vörum dag eftir dag vera alltof
hnir i því að kvarta yfir matvæl-
um sem ekki eru merkt eins og
reglur mæla fyrir um. Það er t.d.
afls ekki nægilegt að merkja vör-
una með orðunum „Best fyr-
ir...“ eins og ég sé dæmi um frá
t.d. Osta- og smjörsölunni. Það
verður að tilgreina hvenær varan
er framleidd eða þá hvenær henni
er pakkað. Best væri auðvitað að
hvort tveggja tilgreint. Þetta eru
atriði sem framleiðendur verða
að taka sig á um að lagfæra.
Hrafn hefurlög
aðmæBa
Ingi skrifar:
Maður furðar sig ekki á reiði
starfsmanna Sjónvarpsins við
ummælum Hrafns Gunnlaugs-
sonar i nýlegum sjónvarpsþætti.
En er einhver ástæða til að Út-
varpsráð blandi sér i þetta mál?
Ég veit ekki betur en starfsmenn
Ríkisútvarpsins taki alltaf ó-
stinnt upp aha gagnrýni og krelj-
ist þess að a.m.k. útvarpsstjóri
haldi uppi vörn fyrir starfsmenn
sína.
Flestir munu vera þeirrar skoö-
unar aö Sjónvarpið hafi ekki sýnt
þann metnað sem það ætti að
hafa og Hrafn hafi lög að mæla í
gagnrýni á dagskrármálin. Þaö
má áreiðanlega kanna grundvall-
arbreytingar á dagskrá þessa rík-
isfjölmiðhs sem litir á skylduá-
skrift landsmanna.
Niöurfærsla eina
færaleiðin
Jóhann Sigurðsson hringdi:
Hvers vegna eru aðilar vinnu-
markaðarins ásamt ríkisstjórn-
inni svona tregir til að ræöa nið-
urfæi-sluleiðina svokölluðu sem
hér var reynd á síðari hluta 6.
áratugarins undir forsæti Emhs
heitins Jónssonar þáv. forsætis-
ráðherra? Ég man að þessi leið
var ekki mjög gagnrýnd af al-
menningi á þeim tíma. Með þess-
ari leið yrðu alhr aö gefa eftir,
laun og verðlag yrði fært niður
og gengisskráning héldist óbreytt
en yrði samt til bjargar atvinnu-
vegunum. Er þetta ekki eina færa
leiðin?
Ódýrirfataskáp-
arogdýrir
Björn Sigurðsson hringdi:
Ég hef verið að leita að lausum
fötaskáp í herbergi. Margt er á
boðstólum en á rajög misjöfnu
verði. Það er sárt aö þurfa að
segja að innlend framleiðsla á
þessum skápum er mun dýrari
en sú innflutta og munar ahmiklu
á verði.