Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 5 Fréttir Bændur í Mývatnssveit í bréfi til erlends eignaraðila Kísiliðjunnar: Hundruð milljóna króna skaðabótakraf a kemur fram - fái fyrirtækið leyfi til aukinnar kísilgúrtöku úr Mývatni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta bréf okkar er skrifað vegna þess að við teljum það mjög líklegt að þessi eigandi hafi ekki verið upp- fræddur um okkar rök sem teljum Kísiliðjuna hættulega og þurfi að hætta starfsemi," segir Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, en hann er einn bænda í Mývatnssveit sem hafa skrifað bandaríska eignaraðilanum að Kísiliðjunni í Mývatnssveit bréf og gert í bréfinu grein fyrir hugsan- legum afleiðingum á útvíkkun náma- leyfis í Mývatni. „Við tökum svo til orða í bréfinu að haldi verksmiöjan áfram starf- semi sé þetta svæði glatað og búið að vera. í okkar rökum kemur m.a. fram að köfnunarefnisaíkoman er svo gríðarleg samkvæmt áliti sér- fræðinga að stórhætta er á ferð. Við munum ekki una því að það svæði, sem vinnsla fyrirtækisins fer fram á, veröi útvíkkað og segjum að slíkt verði látið ganga fyrir dómstóla. Þar yrði um að ræða háar skaða- bótakröfur af hendi okkar sem eigum SÍNE: Skrifstofunni lokaðvegna fjárskorts Skrifstofu Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur verið lokað vegna fjárskorts. Þegar nýju lögin um Lánasjóð íslenskra náms- manna voru samþykkt var sjálfkrafa aðild að SÍNE felld niður. Með breyt- ingunni fækkaði félögum í SÍNE um 60 prósent og minnkuðu tekjur í sam- ræmi við það. SÍNE hefur rekið skrif- stofu sína í átta mánuði með rúmlega helmingi minni tekjum en áður og er nú komið í þrot. Um áramót var starfshlutfall fram- kvæmdastjóra og afgreiðslutími skrifstofunnar minnkað um helming og var því skrifstofan aðeins opin hálfan daginn. Þá var ákveðið að draga úr útgáfu á Sæmundi, frétta- blaði SÍNE, um helming og hafa ein- ungis tvö tölublöð komið út í stað fjögurra áður. Þá hafa deildir SÍNE ekki getað fengið styrk frá SÍNE til starfsemi sinnar. Stjórnarmenn SÍNE fóru á fund menntamálaráðuneytisins í haust til að ræða fjárskort hreyfingarinnar en án árangurs. Þá hefur ítrekað verið reynt að ná tali af Ólafi G. Einars- syni menntamálaráðherra. Stjórn SÍNE telur að sambandið verði að fá styrk frá hinu opinbera til að geta haddið starfsemi sinni gangandi. -GHS KONI HÖGGDEYFAR Ef þú vilt hafa besta hugsan- lega veggrip á malbiki sem og utan vegar ...þá velur þú KONI! mmmsp Bíldshöfða 14-sími 672900 hagsmuna að gæta og búum við Mývatn og Laxá, eyðileggingin er þegar svo mikil að veiöin nú, 7. árið í röð, er ekki nema um 29% af meðal- veiðinni frá aldamótum til ársins 1972. Við skýrum í bréfinu að það verði tekið mjög hart á móti ef eigi að leyfa ný námasvæði. Við myndum í fyrsta lagi fara fram á lögbann á framkvæmdina og það mál er að okkar mati borðleggjandi. Og svo yrði um að ræða skaðabóta- kröfur sem gætu numið hundruðum miUjóna króna, það gerum við þeim ljóst í þessu bréfi okkar,“ segir Þor- grímur Starri, Nýr Favorit Ekki bara betri, heldur 548 sinnum betri! Verð á Favorit LXi er aðeins kr. 598.000.- á götuna. Nú er hann kominn til landsins, hinn nýi Favorit. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glaesilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. I hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit. Við höfum opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 12-16. Aukabúnaður á mynd: 15" álfelgur. Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.