Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Hrafn Gunnlaugsson, Þórarinn Eldjárn og Davíð Oddsson í Út- varpi Matthildi. Rekinn vegna hrifn- ingar „Ég hef aldrei orðið var við neina óánægju hjá útvarps- Ummæli dagsins stjóra,“ segir hinn brottrekni Hrafn Gunnlaugsson. Pungspörk séra Heimis? „Ég sagði útvarpsstjóra að mér fyndist eðhlegt að menn hefðu ólíkar skoðanir og tækjust á með- an þau átök væru heiðarleg og menn spörkuðu ekki í punginn hvor á öðrum,“ segir Hrafn Gunnlaugsson jafnframt. Undarleg kjarabarátta „Við munum gá til veðurs og athuga'sjólag," segir Jakinn um hugsanlegar aðgerðir Dagsbrún- ar. Óvenju mannlegir „Þingmenn eru mannlegir og þvi geta mannleg mistök átt sér stað,“ segir Össur Skarphéðins- son um síendurtekin mistök við samþykkt laga á Alþingi. íNepal Ferðafélagið verður með myndakvöld í Skipholti 50a kl. Ftmdir í kvöld 20.30. Helgi Benediktsson segir frá veru sinni i Nepal í máli og myndum. Táknmát kirkjunnar Fræðslufundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum, Kastalagerði 7, kl. 20.30. Einar Sigurbjörnsson segir frá táknum kirkjunnar og merkingum þeirra. Smáauglýsingar Kólnar lítillega Á höfuðborgarsvæðinu veröur frem- ur hæg breytileg eða suðvestlæg átt Veðrið í dag og skúrir. Hiti 2-5 stig. Vindur verður fremur hægur víð- ast hvar á landinu, þó verður norð- austan strekkingur á Vestfjörðum fram eftir degi. Skúrir verða um sunnan- og vestanvert landið. Á Norður- og Austurlandi má sums staðar búast við slyddu fram undir hádegi en siðan fer smám saman að létta til, fyrst austanlands. Lítið eitt kólnar í veöri. Gert er ráð fyrir stormi á Vest- fjarðamiðum og norðurdjúpi. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 2 Egilsstaðir snjókoma 0 Galtarviti snjókoma 1 Kefla víkurflugvöliur skýjað 3 Kirkjubæjarklaustur skúr 3 Raufarhöfn snjókoma 0 Reykjavík skýjað 4 Vestmannaeyjar þokumóða 4 Bergen alskýjað 3 Helsinki alskýjað 2 Kaupmannahöfn léttskýjað 0 Ósló skýjað -4 Stokkhólmur þokumóða 1 Þórshöfn skýjað 5 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona þokumóða 7 Berlín léttskýjað -2 Chicago mistur 12 Feneyjar þokumóða 2 Frankfurt hálfskýjað 4 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg rigning 1 London þoka 5 Madrid heiðskírt 3 Malaga þokumóða 9 Mallorca þokumóða 3 Montreal heiðskirt 4 New York léttskýjað 9 Nuuk alskýjað -8 Orlando skýjað 19 París léttskýjað 5 Róm heiðskírt 2 Valencia þokumóða 7 Vín alskýjað -1 Winnipeg snjókoma 0 Einar Gunnar Sigurðsson á leið til Sviss? „Það hefur alltaf verið draumur- inn að komast út og geta sameinað áhugamál og vinnu," segir hand- boltakappínn Einar Gunnar Sig- urðsson frá Selfossi en svissnesku meistararnir Winterthur vilja ólm- ir fá hann í sínar raðir. „Ég er að hugsa máhð og ráðfæra mig við aðra sem þekkja þetta bet- ur og geta sagt raér hvað beri varast. Ég ákvað strax að taka mér góðan tíma í þetta og hafa þetta alveg ískalt. Ég þarf að taka ákvörðun um miðjan maí en það er margt sem þarf að skoða. þeir vhja fá mig svo þetta er bara spurning hvort ég vil fara eða ekki. Mínar hugmyndir voru að þetta gerðist ekki á þessu ári en ég ætla að hugsa mig vel um og taka þá ákvörðun sem ég held að eigi eftir aö koma mér vel. Ég ætla nú að vona að ef ég fer ekki núna þá fái ég annað tækifæri seinna. Winterthur eru meistararnir eins og er og handboltinn í Sviss er í örri þróun. Það var sagt lengi að Svisslendingar spiluöu hægan göngubolta en mér finnst það vera að breytast mikiö.“ Einar Gunnar er fæddur i Gaul- verjabæjarhreppi, sonur Guðnýjar Gunnarsdóttur og Sigurðar Sigur- jónssonar bankastarfsmanns en ólst upp hjá afa sínum og ömmu á bænum Seljatungu. Einar útskrif- aðist sem trésmiður frá Fjölbrauta- skólanum í fyrra og vínnur nú hjá Trésmiðaverkstæði Steinars Árna- sonar. Hann býr með unnustu sinni, Ingu Friðu Tryggvadóttur, og eiga þau einn tveggja ára son, Andra Einarsson. Seðlabankar Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Keflavík meistarar í körfu? I kvöld geta Keflvíkingar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með því að sigra Hauka í þriðja leik þeirra í Kefla- vík. í kvöld er heil umferð í hand- Íþróttiríkvöld boltanum sem fer af stað eftir nokkurt hlé. Körfubolti: ÍBK-Haukar kl. 20.00. Handbolti karla: Stjarnan-ÍBV kl. 20.00. Víkingur-KA kl. 20.00. Fram-Haukar kl. 20.00. FH-Valur kl. 20.00. ÍR-Selfoss kl. 20.00. Þór-HK kl. 20.30. Skák Á svæöismótinu í Búdapest á dögunum kom þessi staöa upp í skák stórmeistar- anna Guyla Sax, Ungverjalandi, sem liaföi svart og átti leik, og Mihai Suba, Rúmeníu. Hvað leikur svartur? 18. - b5! 19. Dxb5 Hab8! 20. Dxc6 Eftir 20. Da4 er afbrigðið 20. - DfB 21. Rd4 Rxd4 22. exd4 Dxd4 23. Bc3 Df4+ 24. Bd2 c3! 25. Bxf4 cxb2 mát, mögulegt. 20. - Dxa3! og Suba gafst upp. Ef 21. bxa3 Hbl mát. Jón L. Árnason Bridge í undankeppni íslandsmótsins í bridge voru spiluð sömu spilin í öllum leikjum; sem gerði samanburð mikið skemmti- legri fyrir spilarana. Spil 6 í þriðju um- ferð undankeppninnar olli einna mestum sveiflum í leikjum keppninnar. Samning- minn á AV-hendumar var ýmist 6 eða 7 spaðar. í flestum tilfellum þegar farið er í alslemmu, þar sem drottningu vantar, leynast fleiri enn einn möguleiki í stöð- unni til vinnings, en í þessu tilfelli er laufsviningin nánast það eina sem treyst- andi er á til þess að vinna slemmuna. Hjartasvíning gagnar ekki, þó að hún gangi, þvi laufdrottningin verður samt sem áður að fmnast. Austur gjafari og AV á hættu: ♦ 3 V D10863 ♦ DG93 + D87 ♦ ÁKDG76 V K2 ♦ 2 + K1032 ♦ 10 ¥ 974 ♦ K108764 + 965 Sagnhafi í 7 spöðum reynir aö renna nið- ur öllum slögum sínum í öðrum htum en laufi, áður en hann tekur ákvörðun um hvemig fara skuh í laufið. Afköst vamarinnar em tiltölulega einföld og í ljós kemur að laufin em sennilega jafn- skipt milli handa NS (hugsanlega 4-2). Það var þvl nánast hrein heppni hvort menn stóðu alslemmuna eða fóm niður á henni. Reyndar var það svo að fleiri af þeim sem vom í alslemmu, fóra niður á henni. Ef annar vængurinn er í hálf- slemmu og hinn í alslemmu, þá græðast þrettán impar ef alslemman vinnst en 17 tapast ef hún fer niður. Sveiflan er því 30 impar, sem þýðir 5 vinningsstig(!) í jöfnum leik. Hætt er við að eitt spil af svona tagi, þar sem tilviljun ein ræður ferð, geti haft úrslitaáhrif. Ef spiluð er alslemma á báðum borðum, staðin öðrum megin og niður á hinu, græðast 20 impar og það er 40 impa sveifla! ísak örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.