Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Afmæli Eyþór Björgvinsson Eyþór Björgvinsson yfirlæknir, Laugalæk 20, Reykjavík, er fertugur ídag. Starfsferill Eyþór fæddist á Seyöisfirði og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum viö Tjömina 1973 og útskrifaöist frá læknadeild HÍ1979. Eyþór lauk kandídatsári á Borgar- spítala og Landakoti og var síðan við sérfræðinám 1 geisla- og ísótópa- greiningu á eftirtöldum stöðum: í tvö ár á tímabilinu 1979-82 á rönt- gendeildum Borgarspítala og Landakots, 1982-84 á röntgendeild George Washington háskólasjúkra- hússins í Washington D.C., 1984-85 á ísótópadeild Johns Hopkins há- skólasjúkrahússins í Baltimore og 1985-1986 á röntgendeild Children’s Hospital Nátional Center í Washing- ton við bamaröntgen og ísótópa- greiningu hjá bömum. Eyþór lauk bandarísku sérfræði- prófi í geisla- og ísótópagreiningu 1985, hlaut sérfræðileyfi í geisla- greiningu á íslandi sama ár og lauk undirsérgrein ísótópagreiningar 1987. Hann hefur starfað á röntgendeild St. Jósefsspítala Landakoti frá árinu 1986 og er yfirlæknir röntgendeildar í dag. Samtímis starfaði hann á Borgarspítalanum 1989-91 og hefur verið stundakennari í röntgentækni við Tækniskóla íslands frá 1988, einnig adjunkt í læknadeild HÍ frá 1993, kennslu í myndgreiningu. Eyþór er ritari læknaráðs Landa- kotsspítala og stjórnarmaður i sjáv- arútvegsfyrirtækinu Ámesi hf. á Árborgarsvæðinu. Hann var stjórn- armaður í Heyrnar- og talmeinastöð íslands 1991-92. Eyþór er einnig félagi í The Johns Hopkins Medical and Surgical Association, The European Assoc- iation of Nuclear Medicine og The Radilogical Society of North Amer- ica. Hann hefur ennfremur ritað greinar í íslensk og erlend læknarit. Fjölskylda Eyþór kvæntist 26.6.1976 Ágústu Bennýju Herbertsdóttur, f. 25.9. 1956, hjúkrunarfræðingi og verk- efnastjóra á Borgarspítala. Hún er dóttir Herberts J. Sveinbjömssonar, bifvélavirkja í Vestmannaeyjum, sem nú er látinn, og Sigríðar Þ. Helgadóttur sem búsett er í Reykja- vík. Börn Eyþórs og Ágústu em: Eyþór Ingi, f. 2.8.1979, grunnskólanemi; ogÁsta, f. 3.4.1982, grunnskólanemi. Systkini Eyþórs era: Hansína Ásta, f. 18.1.1946, kennari í Kópa- vogi, gift Ingva Þór Þorkelssyni, yf- irkennara í Garðabæ, og eiga þau þijú böm; Þorleifur, f. 16.3.1947, framkvæmdastjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Ingu Önnu Pétursdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjú böm; Jón Björgvin, f. 14.1.1949, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Halldóru Oddsdóttur fóstra og eiga þau þrjú böm; Ingibjörg, f. 24.12. 1956, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, gift Stefáni Baldurssyni, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs HÍ, og eiga þau tvö börn; og Elín Ebba, f. 12.5.1961, húsmóðir í Þorlákshöfn, gift Kristjáni Ketilssyni verktaka og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Eyþórs era Björgvin Jónsson, f. 15.10.1925 á Eyrarbakka, útgerðarmaður, fyrrv. kaupfélags- stjöri á Seyðisfirði og alþingismað- ur, og Ólína Þorleifsdóttir, f. 17.3. 1927 í Neskaupstað. Þau búa í Kópa- vogi. Ætt Björgvin er sonur Jóns B., versl- unarmanns á Eyrarbakka, Stefáns- sonar, verslunarmanns í Merki- garði á sama stað, Ögmundssonar, b. í Oddgeirshólum, Þorkelssonar og k.h. Sigríðar Bjamadóttur, Stef- ánssonar, frá Hjálmholti. Móðir Björgvins var Hansína Ásta 75 ára Ingileif Jóhannesdóttir, Víöilundi20, Akureyri. Þórarinn Helgason, Miðhúsum 2, Gnúpverjahreppi. Ingvar R. íngvarsson, V KistuholtiSa, Biskupstungna- hreppL 60 ára Ingólfur Garðar Þórarinsson, deildarstjóri, Miðvangi 92, Hafnarfirði. Ingólfur verður aðheimanáaf- mælisdaginn. Hermann M. Sigurðsson, Lindarholti 1, Ólafsvík. Bjarnhéðinn Gíslason, Bæjarsíðu 1, Akureyri. 40 ára Garðar Guðmundsson, Starhaga 8, Reykjavík. Hólmfríður K. Hilmisdóttir, Frostafold 12, Reykjavík. Ásta Finnbogadóttir, Höfðavegi 43, Vestmannaeyjum. Stefán Kristmannsson, Hléskógum 12, Egilsstöðum. Ragnar Leifur Þrúðmarsson, Hoffelli 2a, Nesjahreppi. Bjarni Guðnmndsson, Lyngmóurn 12, Garðabæ. Aðalsteinn Ólafsson, BaughóIi33,Húsavík. Ásthildur Guðmundsdóttir, Háholti3,Keflavík. Jón Einar Haraldsson, Hafnarstræti 2, Akureyri. Hrönn Jónsdóttir Hrönn Jónsdóttir hjúkrunarkenn- ari, Otrateigi 16, Reykjavík, er 60 ára ídag. Starfsferill Hrönn er fædd í Reykjavík. Hún lauk hjúkrunarfræðingsprófi frá St. Josephs Hospital Sygeplejeskole í Kaupmannahöfn 1957, prófi í geð- hjúkrunarfræði frá Nýja hjúkrun- arskólanum 1977, hjúkrunarkenn- araprófi frá KHÍ1979, prófi í stjóm- unarfræði frá Hjúkrunarskóla ís- lands 1986, prófi í heimspekilegum forspjallsvísindum við HÍ1985, námskeiði í handleiðslu í geöhjúkr- un í Noregi 1983-84, námskeiði í gæðatryggingu í heilbrigöiskerfinu við HÍ veturinn 1991. Hrönn var hjúkranarfræðingur á Sct. Josephs Hospital 1957-58, sjúkrahúsi Hvítabandsins 1958-59, deildarstjóri á Kleppsspítala 1959-62, Fredriksberg Hospital, Kaupmannahöfn, 1962-64, Sundby Hospital í Kaupmannahöfn 1964-65, hjúkranarfræðingur á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 1969-71, deildar- stjóri Kleppsspítala 1977-78, stunda- kennari í Þroskaþjálfaskóla íslands 1979-80, kennari og deildarstjóri í geðhjúkrunarkennslu í Hjúkranar- skólaíslands 1979-85. Hjúkrunar- forstjóri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 1986-93 en starfar nú á geðdeildum Landspítalans. Hrönn hefur þýtt og ritað greinar um geðhjúkrun, heilbrigðismál og heilbrigðisfræðslu í blöð og tímarit. Fjölskylda Hrönn giftist 20.111969 Grími Magnússyni, f. 1.3.1907, d. 30.12. 1991, lækni. Faðir hans var Magnús Bjamason, f. 17.8.1877 d. 18.7.1920, b. í Álfhólahjáleigu í Landeyjum. Móðir hans var Þóra Þorsteinsdótt- ir, f. 26.9.1884, d. 5.8.1966. Böm Hrannar og Gríms era: Jóna Pálína, f. 26.2.1967, háskólanemi, í sambúð með Júlíusi Kazmir; Magn- ús Sveinn, f. 28.2.1971, starfsmaður hjáísfiskihf. Systkini Hrannar era: Jóhannes Helgi, f. 5.9.1926, rithöfundur, bú- settur í Lúxemborg, kvæntur Margréti Guttormsdóttur og eiga þau tvo syni; Björg Sigríður, f. 13.3. 1929, húsmóðir, búsett á Hvítár- bakka í Borgarfirði, gift Jóni Guð- mundssyni og eiga þau sex böm; Elsa Helga, f. 16.8.1931, skrifstofu- maður hjá Lögreglustjóraembætt- inu í Rvík, gift Birni Bjartmarz og þau eiga fjögur börn; Matthildur, f. 2.1.1936, hárgreiðslumeistari, búsett á Hólum í Hjaltadal, gift Bolla Gústavssyni og eiga þau sex börn; Marsibil, f. 19.3.1938, hússtjómar- kennari, búsett á Lykkju á Kjalar- nesi, gift Ferdinand Ferdinandssyni og eiga þau fjögur böm, misstu einn son; Ólafur, f. 7.5.1940, forstöðu- maður Listasafns ASÍ, kvæntur Jó- hönnu Sigríði Einarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Ólafur átti eina dóttur áður; Ingibjörg Kristín, f. 2.7. 1942, snyrtifræðingur, nú skrif- stofumaður hjá Ríkisskattanefnd, búsett í Mosfellsbæ, gift Ingólfi Hjartarsyni; Elín, f. 5.6.1944, versl- unarmaður, búsett í Grindavík, gift Elíasi Jónssyni og eiga þau tvo syni; Matthías Jón, f. 26.11.1945, starfs- Eyþór Björgvinsson. Jóhannsdóttir, formanns í Þorláks- höfn, Gíslasonar, b. í Steinskoti, Gíslasonar og Gróu Eggertsdóttur fráHagaíHoltum. Ólína er dóttir Þorleifs, frá Fá- skrúðsfirði, Guðjónssonar Péturs, Jónssonar, Péturssonar, b. á Karls- stöðum á Berufjarðarströnd, Pét- urssonar, í Bæ í Lóni, Sveinssonar, prestsáStafafelh. Móðir Ólínu var Ingibjörg frá Stuðlum í Norðfirði, Sigurðardóttir, Finnbogasonar, Erlendssonar, b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, Finnboga- sonar, Ólafssonar úr Fljótum. Hrönn Jónsdóttir. maður hjá Granda, búsettur í Rvík, kvæntur Maríu Erhngsdóttur og eigaþautvosyni. Móðir Hrannar er Jónína Jóhann- esdóttir, f. 27.8.1907, húsmóðir. Fað- ir Hrannar var Jón Matthíasson, f. 27.8. loftskeytamaður hjá Eimskip, núlátinn. Ætt Faðir Jóns var Matthias Ólafsson, kaupmaöur og aþingismaður, Jóns- sonar, b. í Haukadal, Ólafssonar, b. á sama stað. Móðir Jóns var Marsi- bil Ólafsdóttir frá Þingeyri, Pétur- sonar, skipstjóra á Þingeyri, Ólafs- sonar, b. að Kjaransstöðum og Söndum. Faðir Jónínu var Jóhannes Jóns- sön, trésmiður hjá Kveldúlfi, Jóns- sonar, b. að Narfastöðum, Jónsson- ar b. í Deildartungu. Móðir Jónínu var Helga Vigfúsdóttir, húsfreyja frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, Þórar- inssonar, óðalsbónda þar. Hrönn tekur á móti gestum í sam- komusal Hjúkranarfélags íslands, Suðurlandsbraut 22 í Rvík á afmæl- isdaginn. Þórður Kristleifsson Þórður Kristleifsson tónmennta- og timgumálakennari, Snorrabraut58, Reykjavík, er hundrað ára í dag. Starfsferill Þórður fæddist á Uppsölum í Hálsasveit, Borg., en fluttist fjög- urra ára gamaU aö Stórakroppi í Reykholtsdal. Hann nam við Alþýðuskóla séra Ólafs Ólafssonar í Hjarðarholti 1913-14 og 1915-1916. Hann var viö nám í Reykjavík 1919-20 í þýsku, dönsku og píanóleik, jarðræktar- störf á Sjálandi 1920, söngnám o.fl. í Kaupmannahöfn 1920-21 og tón- listamám í Dresden 1921-25, Mílanó 1925-27 og í Berlín 1927, aðalgrein hansvarsöngur. Þórður fór í námsferð til Dan- merkur, Svíþjóðar og Þýskalands 1930 þar sem hann kynnti sér söng- kennslu í skólum og kenndi svo söng, þýsku og ítölsku frá 1927-30 í einkaskóla í Reykjavík. Hann kenndi við gagnfræðaskóla í Reykjavík 1928-30, við kennara- skóla og í forfóllum við MR1929. Árið 1928 var Þórði falið af kennslumálaráðuneytinu að kynna sér og gera tillögur um söngkennslu í ríkisskólum í Reykjavík og ná- grenni. Frá 1930-53 kenndi hann við hsk. á Laugarvatni og var yfirkenn- ariíMLfrál953. Þórður hefur margsinnis haldið söngnámskeið í Reykjavík, á Akur- eyri og víðar og sent frá sér rit um tónlist. Hann hefur einnig gefið út hentug sönglög til notkunar í skól- um og heimahúsum, ýmist frum- samin eða íslenskuð, og sent frá sér ljóð og ljóðaflokka, einkum til söngs. Hann var einn af útgefendum Skólasöngvanna og gaf út „Héraðs- sögu Borgarfjarðar 11“ árið 1938 og þrjú bindi af „Úr byggðum Borgar- fjarðar". Á árunum 1939-42 var hann ennfremur ritstjóri Viðars, ársrits héraðsskólanna. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar 1989. Fjölskylda Þórður kvæntist 11.9.1931 Guð- rúnu Hólmfríði Eyþórsdóttur, f. 12.3.1897 á Tindum í Svínavatnshr., d. 25.5.1983, kennara. Foreldrar hennar vora Eyþór Benediktsson, bóndi á Hamri í Ásum, og Björg Jósefína Sigurðardóttir húsmóðir. Þórður og Guðrún eignuðust eina dóttur sem andaðist skömmu eftir fæðingu. Systkini Þórðar voru: Katrín, f. 28.4.1889, d. 7.12.1890; Þorsteinn, f. 4.10.1890, b. og oddviti á Gullbera- stöðum og kennari, kvæntur Krist- ínu Vigfúsdóttur húsmóður og áttu þau tvær fósturdætur; Ingibjörg, f. 28.11.1891, d. 8.9.1930, húsmóðir, gift Þorsteini Þorsteinssyni, b. á HúsafeUi, og eignuðust þau flögur böm; Katrín, f. 20.9.1894, bjó á Stórakroppi en er nú á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgamesi; Einar, f. 7.6.1896, d. 14.10.1982, b. og hreppstj. á Fróðastöðum, kvæntur Svein- björgu Brandsdóttur og eignuðust þau fimm börn; Jórunn, f. 5.10.1897, d. 27.5.1972, húsmóðir á Sturlu- reykjum, gift Jóhannesi Erlends- syni og eignuðust þau fimm börn en eitt dó í bemsku; og Andrína Guðrún, f. 4.1.1899, d. 18.12.1985, húsmóðir, gift Bimi Gíslasyni og eignuðust þau sjö börn. Foreldrar Þórðar voru Kristleifur Þorsteinsson, f. 5.4.1861, d. 1.10. 1952, bóndi og fræðimaður á Stóra- kroppi í Reykholtsdal, og f.k.h., Andrína Guðrún Einarsdóttir, f. 30.-31.8.1859, d. 25.1.1899, húsmóðir þar. Ætt Kristleifur var sonur Þorsteins, b. og smiðs á Húsafelli, Jakobsson- ar, b. og hreppstjóra á Hreðavatni, Þorsteinssonar. Kona Jakobs var Þórður Kristleifsson. Halla Jónsdóttir, í Deildartungu, Jónssonar og k.h., Helgu Jónsdótt- ur. Jón Jónsson var albróðir Ingi- bjargar á Húsafelli, móður Jakobs. Fyrri kona Þorsteins var Björg Einarsdóttir frá Munaðarnesi en s.k.h. var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Deildartungu í Reykholtsdal, Jóns- sonar ogf.k.h., Guðríðar Jónsdóttur fráStóraási. Andrína Guðrún var dóttir Ein- ars, hreppstjóra á Urriðafossi í Vill- ingaholtshreppi, Einarssonar og k.h., Katrínar Eyjólfsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.