Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 3 Fréttir Kröfur ASÍ og VSÍ á hendur ríkisvaldinu: Kostnaðurinn talinn nema um 8 milljörðum - aðgerðir til aðstoðar sjávarútveginum eru ekki þar í Samkvæmt heimildum DV er það mat sérfræðinga ríkisstjómarinn- ar að verði orðið við kröfum ASÍ og VSÍ, sem lagðar hafa veriö fyrir ríkisstjómina, kosti þær ríkissjóð 8 milljarða króna. Þar í eru ekki aðgerðir til aðstoðar sjávarútveg- inum. Kröfurnar, sem uni er að ræða, eru lækkun matarskatts úr 24 í 14 prósent, lækkun á kostnaði vegna lyfjakaupa og læknisþjón- ustu og aðgerðir í atvinnumálum til aö slá á atvinnuleysið. Eftir standa þá þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru taldar til að að- stoða sjávarútveginn í þeim þreng- ingum sem hann er í vegna verð- falls á útfluttum sjávarafurðum. Samkvæmt heimildum DV telur ríkisstjórnin sértækar aðgerðir i þeim efnum ekki koma til greina. Þær myndu kosta nokkra millj- arða, koma óréttlátt niður og bjóða upp á spillingu. Þá er aðeins eftir gengisfelling, eins og aðilar í sjáv- arútvegi hafa farið fram á. Hversu mikil hún þarf að vera ræðst nokk- uö af því hve mikið bankamir lækka vexti á morgun. „Mér þykir ríkisstjórnin ætla að vera rausnarleg í atvinnumálun- um ef hún ætlar aö meta kröfur okkar og VSÍ á 8 milljarða króna. Og það er alveg ljóst að við emm ekki að vinna okkar kröfur út frá því að gengiö verði fellt," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Hann sagði að á fundi með stóm samninganefnd ASÍ í gær hefði ver- ið farið yflr málið allt. Menn sem búa úti á landi em beðnir að vera kyrrir í Reykjavík allavega fram á fimmtudag ef eitthvað gerðist á fundi með ríkisstjóminni á morg- un. Benedikt sagði að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar, ASÍ og VSÍ hefðu setið undanfariö við að reikna það dæmi sem rætt yrði á fundi með ríkisstjóminni á morg- un. DV hefur heimildir fyrir þvi að gengisfeliing, ef henni fylgdu ákveðnar ráðstafanir af hálfu stjómvalda, þyrfti ekki að verða til þess að fulltrúar ASÍ slitu samn- ingaviðræðum. Þar á bæ leggja menn ofurkapp á og meta númer eitt að hjól atvinnulífsins snúist. -S.dór íjSJÚíIzjÍ Noröurtangi hf., | fsatirði 01 Skagstrondingur hf., • Skagaströndf Fiskiðja Sauðárkróks Har. Böðvarsson og Co, f% Akranesi Fiskiðjusamlag Húsavíkuy^t \ I u Útgerðarf. Akureyringa 0 Samherji j Síldarvinnslan, Neskaupstað Hraðfrystihús Eskifjarðar . _..mhi Hraðfryi Fáskrúðsfjarðar Qrandi hf., Mlðnes hf.,^^ ^ Reykjavík Sandgerði V* © Þorbjörn hf., Grlndavík C Vinnslustöðin, Vestmannaeyjum n DV Þetta eru stöndugustu sjávarútvegsfyrirtækin á Islandi um þessar mundir. Enn hallar undan fæti í sjávarútvegi: Tapið um 5 milljarðar miðað við heilt ár - ekki verður komist hjá aðgerðum, segir Amar Sigurmundsson „Veiðar og vinnsla em rekin með rúmlega 9 prósenta halla um þessar mundir. Það þýðir að sjávarútvegur- inn tapar á bilinu 4,5 til 5,5 milljörð- um króna miðað við heilt ár. Þessi staða er verri en hún var fyrir efna- hagsaðgerðimar í nóvember. Þá voru menn að tala um 4,7 milljarða króna tap miðað við heilt ár. Gengis- feliingin í nóvember, þótt hún væri 6 prósent, vigtaði ekki nema um 3 prósent vegna þess að aðrar myntir fóm niður á við eftir hana. Þá hefur aðstöðugjaldið verið afnumiö en samt erum við í heldur verri stöðu nú en þá. Þar vegur auðvitað þyngst lækkaö afurðaverð að undanfórnu," sagði Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, í samtalijvið DV. Arnaij var spurður hvort hægt væri að leysa vanda sjávarútvegsins án þess að fella gengið. „Við höfum sagt að annað tveggja þurfi að koma til: Lækkun kostnaðar til að brúa bilið. Ef það tekst ekki þá eiga menn ekki annað til en að auka tekjurnar. Það má ef til vill segja að þriðji möguleikinn sé fyrir hendi; sambland af þessu tvennu. Þess vegna er varla hægt að svara spurn- ingu þinni játandi né neitandi. Alla vega þarf aðgerðir til. Reksturinn gengur ekki í margar vikur enn, hjá mörgum fyrirtækjum, með ástandið eins og það er. Þær bankaaðgerðir sem menn eru nú að tala um miðast auðvitað við að bankarnir séu ekki að lána í botnlausan taprekstur. Á meðan sjávarútvegurinn tapar 450 til 500 milljónum króna á mánuði geng- ur dæmið ekki upp. Ég vil taka fram að það skiptir auðvitað miklu máh í þessu sambandi hvað bankarnir gera 1. apríl í sambandi við vextina. Um- talsverð vaxtalækkun þá væri mjög gott innlegg í þær kjaraviðræður og afkomuumræöur sem eru í gangi,“ sagði Amar Sigurmundsson. -S.dór Framkvæmdastjóri sjúkrahússins á ísafirði fer í námsleyfi Guðmundur Marinósson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins á ísafirði, hyggst þiggja boð stjómar sjúkrahússins um að fara í eins árs námsleyfi á launum. Fylkir Ágústs- son stjómarformaður og Guömund- ur Marinósson hittu að máh í gær Sighvat Björgvinsson heilbrigðisáð- herra. Leysti þríeykið máhð í sam- einingu. Búist er við að fundur verði haldinn í stjórn sjúkrahússins á morgun þar sem niðurstaða málsins verður kynnt. «0% \im8m . 53113 Gengíítö/sku/írunnarerokkuríhag og viÖgerum betur 20/AFSLÁJTUR TIL PÁSKA Kringlan, Sími68 9955 20% Faxafeni v/Suöuriandsbraut Sími 68 W 20 Líttu inn íspeg/asa/ okkar viðFaxafen. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.