Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 íþróttir Knattspyma: Atleticoskiptir enn umþjálfara Þriðji þjálfarinn hefur verið ráðinn til spænska liðsins At- Ietico Madrid á þessu tímabili. Sá sem nú tekur við liðinu heitir Ramon Cacho Heredia og tekur hann við liðinu af Omar Pastoriza sem lenti i deildum við formann félagsins í síöustu viku. Hererdia lék með Atletico í kringum 1970 og var áður þjálfari 3. deildar liðs. Þess má geta að alls hafa 11 þjálf- arar verið við störf hjá Atletico á síðustu fimm árum. -JKS Grikkir lifa í voninni Ungverjar og Grikkir mætast í undankeppni heimsmeistara- mótsins i knattspyrnuí Búdapest i kvöld en íslendingar leika með þessum þjóðum í sama riðli. Grikkir eíga í fyrsta skipti í sög- unni mikla möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Bandaríkjunum á næsta ári. Staða Grikkja í riðlinum er sterk og jaftitefli myndi jafnvel koma þeim hálfa leið í úrslitakeppnina. Þjálfari Grikkja, Alketas Panago- ulias, er hvergi banginn fyrir leikinn og segjast leggja áherslu á vamarleik. -JKS Cantona sektaður fyrirað hrækja Franski landsliðsmaðurinn Eric Cantona hjá Manchester United var í gær sektaður af enska knattspymusambandinu fyrir að hrækja til áhorfenda eftir deUdarleik í síðasta mánuöi. Can- tona þurfti að greiða samsvarar 100 þúsund krónur íslenskar í sekt. Atburöurinn átti sér stað i leik gegn gömlu félögunum i Le- eds en þaðan koro Cantona til United. Stuðningsmenn Leeds voru ekki yfir sig hrifnir þegar Cantona fór frá félaginu og vönd- uðu honum ekki kveðjumar í umræddum leik. -JKS Kínverskdæmd íðárabann Kínverska sundkonan Zhou Xin hefur veriö dæmd í tveggja ára keppnisbann. Alþjóða sund- sambandið (FINA) komst aö þess- ari niðurstöðu eftir að í ljós kom jákvæð niðurstaða úr lyijaprófl á móti í Peking í lok janúar. Upp- gangur í simdinu hefur verið mikill i Kína á síðustu ámm og unnu kínverskar stúlkur til fernra gullverðlauna á ólympíu- leikunum í Barcelona. -JKS HK og Þróttur leika fyrsta úr- slitaleik sinn í blaki karla í Digra; nesi klukkan 20 í kvöld. Á fimmtudag mætast síðan Viking- ur og ÍS.í fyrsta úrsiitaleik i kvennaflokki í Víkinni kl. 20. -GH AC Milan var í gær slegið út úr itölsku bikarkeppninni þó svo aö liðiö ynni 1-0 sigur á Roma. Roma vann hins vegar fyrri leikinn, 2-0, og er komið í úrslit. Stefano Erano skor- aði fyrir Milan í fyrri hálfleik og á lokaminútunni fékk Jean-Pierre Papin gullið tækifæri til að jafha en markvörður Roma varði vitaspymu hans. Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvík- inga hefur náð frábærum árangri með lið sitt. í kvöld fá hann og félagar hans tækifæri til að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. DV-mynd GS KR-ingar ekki í vandræðum KR sigraði Leikni, 6-0, á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu, 6-0, í gærkvöldi. Mörkin: Rúnar Kristinsson 2, Einar Daníelsson, Sigurður Ómars- son, Ómar Bentsen og Izudin Dervic. -GH Phoenix vann Chicago Stórleikurinn í bandaríska körfu- knattleiknum í nótt var viðureign Chicago og Phoenix. Eftir jafnan og spennandi leik hafði Phoenix betur og átti Kevin Johnson stórleik hjá Phoenix, skoraði 23 stig og átti 16 stoðsendingar. Charles Barkley gaf sinn hlut heldur ekkert eftir og skor- aöi 26 stig og tók sjö fráköst. Mikael Jordan skoraði 44 stig fyrir Chicago en liðiö hafði áður unnið sex leiki í röð. Chicago hafði yfirhöndina þegar ijórar mínútur vora til leiksloka en Phoenix lék frábærlega vel á loka- kaflanum. New York vann þriðja leikinn í röð þegar liðið mætti Sacramento í nótt. John Stark gerði 20 stig og Patrick Ewing 19 fyrir New York og tók 17 fráköst. Wayman Tisdale gerði 17 stig fyrir Sacramento sem tapaði þarna sínum fjórða leik í röð. Sean Elloit gerði sigurkörfu San Antonio gegn Seattle. David Robin- son var stigahæstur hjá San Antonio með 21 stig. Ricky Pierce skoraði 24 stig fyrir Seattle. Clippers sigraði nágranna sína í Lakers. Stanley Roberts gerði 25 stig fyrir Clippers en A.C. Green skoraði mest fyrir Lakers eða alls 22 stig. Michael Williams skoraði 25 stig fyrir Minnesota gegn Golden State í hnífiöfnum leik. Tyrone Hill skoraði 26 stig fyrir Golden State. Úrslit leikja í nótt: New York - Sacramento New Jersey - Philadelphia. Orlando - Detroit Charlotte-Miami Chicago - Phoenix ....109-87 .... 91-71 ....105-91 .... 89-116 ....109-113 San Antonio - Seattle .... 99-97 LA Clippers - LA Lakers.... ....101-93 Golden State - Minnesota... ....100-103 -JKS Skíðamót Islands heffst í dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Keppendur á Skíðamóti Islands sem hefst í Hlíöarfialli við Akureyri í dag verða á bilinu 80-100 talsins sem er svipaður fiöldi og tekið hefur þátt í mótinu undanfarin ár. Aðstæður í Hlíðarfialli era ágætar, nægur snjór en talið að brekkumar geti orðið nokkuð harðar. Nær allir bestu skíðamenn lands- ins mæta til leiks. Þó vantar besta alpagreinamanninn í karlaflokki, Kristin Bjömsson, en hann er í keppni erlendis. Margir ungir og efnilegir skíðamenn ætla sér titil í alpagreinunum og eru í þeim hópi keppendur frá ísafirði, Reykjavík og Akureyri sem ætla sér titil í fyrsta skipti. í kvennaflokki má reikna með að Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði fái harða keppni en stórefnilegar stúlk- ur eins og Harpa Hauksdóttir frá Akureyri ætla að gera harða hríð að titlunum sem í boði eru. í norrænu greinunum verða vænt- anlega allir bestu skíðagöngumenn landsins með og þar verður án efa hart barist. Þá verður keppt í skíða- stökki sem hefur orðið hornreka mörg undanfarin ár. 6 keppendur em skráöir í stökkið, allir frá Ólafsfirði. í dag hefst keppni kl. 13 og eru þá lengri göngukeppnirnar á dagskrá. Á morgun kl. 10 hefst kepprn í alpa- greinum, kl. 12 í stökki og kl. 15 í göngunni. Keppninni verður síðan haldið áfram á laugardag kl. 10 og henni lýkur á sunnudag er keppt verður í tveggjabrautakeppni og boð- göngu kl. 11. Fjölgar í litla bikarnum Litla bikarkeppnin í knattspymu, sem í ár verður haldin í 25. skipti, hefur verið stækkuð. Síðustu árin hafa þátttökuliðin verið átta en nú eru þau orð- in 12. Við hafa bæst ÍBV, Grindavík, HK og Grótta. Leikið er í þremur riðlum sem em þannig skipaðir: A-riðiII: Akranes, Grindavík, Stjarnan og Haukar. B-riðOl: ÍBV, Keflavík, Selfoss og HK. C-riðOl: FH, Breiðablik, Víðir og Grótta. Tvö efstu lið riðlanna komast í átta liða úrslit, og einnig tvö af þeim þrem- ur liðum sem hafna í þriðja sæti. Þar er um útsláttarkeppni aö ræða og úr- slitaleikurinn á að fara fram 9. maí. Fyrsta umferð keppninnar er á dagskrá laugardaginn 17. aprO og þá mæt- ast Akranes og Haukar á Akranesi, Grindavík og Stjaman í Grindavik, IBV og HK í Kópavogi, Keflavík og Selfoss í Keflavík, FH og Grótta í Hafnarfirði og BreiðabOk og Víðir í Kópavogi. Þess má geta að ÍBV leikur alla sína leiki á útivöUum. -VS Islandsmótið í handknattleik, Stöðvar 2 deiidin Laugardalshöll FRAM-HAUKAR í kvöld kl. 20.00 undirbúa Gylfi Xristjánssan, DV, Aknreyn: Hið árlega ESSO-mót KA fyrir knattspymumenn í 5. flokki hefst i lok júní og er unnið að undir- búningi mótsins þessa dagana af fullum krafti. Að sögn Gunnars Níelssonar, formanns mótsnefndarinnar, er reiknaö með aö mótið veröi meö sama sniði og undanfarin ár og þátttökugjald veröur það sama eða 15 þúsund krónur fyrir hvert lið. Uppihald leikmanna, sem væntanlega munu skipta hundr- uðum. verður einnig á „hefð- bundinn" hátt og leikmönnum verður boðið upp á ýmislegt tO afþreyingar fyrir utan knatt- spymuvcllina. Þátttökutílkynningar þurfa að hafa borist Gunnari Níelssyni fyrir 20. apríl og þátttökugjaldið að hafa veriðgreitt innáávisana- reikning 1987 í Búnaðarbanka ís- lands á Akureyi'i. l.deildkarlaí topp-o íslandsmótið í 1. deOd karla í hand- knattleik fer aftur af stað í kvöld eftir hlé sem gert var vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Fjórar umferðir em eftir af deOdarkeppninni en umferðin í kvöld er sú 19. Leikimir sem í hönd fara á næstunni geta skipt liðin mjög miklu máli en barátta um átta efstu sætin er gífurleg. DeOdarkeppninni lýkur 10. aprO en 8-liða úrslitin hefiast síðan fóstudaginn 16. aprfl. HeO umferð verður leikin í kvöld og tekur þá liðið sem vermir toppsætið, Stjaman, á móti Eyjamönnum í Asgarði í Garðabæ. Eyjamenn standa í harðri baráttu við að komast í átta liða úrslit og því er þeim þessi leikur afar mikil- vægur. Stjaman leggur öragglega líka mikinn þunga á þennan leik enda keppi-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.