Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Óskiljanleg uppsögn Undarleg uppákoma hefur átt sér staö hjá Ríkisútvarp- inu. Útvarpsstjóri, séra Heimir Steinsson, hefur að því er viröist upp á sitt eindæmi sent Hrafni Gunnlaugs- syni, dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar, upp- sagnarbréf án nokkurs fyrirvara. Ástæðan er sögð sú að Hrafn hafi talað óviðurkvæmilega um samstarfsfólk sitt á Ríkissjónvarpinu í nýlegum sjónvarpsþætti. Ríkisútvarpið er stærsti fjölmiðillinn í landinu. Stofn- unin er í eigu þjóðarinnar og hefur nokkra sérstöðu vegna aldurs, umfangs og menningarlegs hlutverks. Ríkisút- varpið er að því leyti tengt þjóðinni að útvarp Reykjavík berst inn á hvert heimili í landinu og hefur gert lengi. Ríkisútvarpið er meðlimur í þj óðarfj ölskyldunni með fréttum sínum, hljómhst, umræðum, sögulestri, kvöld- vökum og skoðanaskiptum. Því má halda fram með nokk- uð gildum rökum að einmitt á. öldum ljósvakans og fyrir tilstmi Ríkisútvarpsins hafi menningarleg umræða og málefnaleg gagnrýni fengið útrás hjá þjóðinni. Það skýtur því nokkuð skökku við, þegar æðsti maður þessarar stofnunar tekur sig til og rekur einn af yfir- mönnum RÚV fyrir að hafa skoðanir! Þeir sem hlýddu og horfðu á umræddan sjónvarpsþátt þar sem Hrafn Gunnlaugsson lét orð falla um innri málefni Sjónvarps- ins, geta ekki skihð hvemig þau ummæh verða túlkuð sem brottrekstrarsök. Að minnsta kosti voru þau ekki meiðandi í eyrum þeirra sem utan við stofnunina standa. Sjónvarpsþáttiirinn var að mestu meinlaust rabb og jafnvel spuming hvort vangaveltur eins og þar fóm fram eigi nokkurt erindi th alþjóðar. Þátturinn var sendur út í kvölddagskrá og það ber raunar merki nokkurrar sjálfs- upphafningar af hálfu Ríkisútvarpsins að halda að sjón- varpsáhorfendur hafi áhuga á hálfs annars klukkutíma umræðu um dagskrárgerðarmál og starfsskilyrði í þröng- um hópi. Þessi upphafning skýtur óneitanlega aftur upp kollin- um með uppsögn Hrafiis Gunnlaugssonar. Ríkisútvarpið og ráðamenn þar em að verða mest uppteknir af sjálfum sér. Skipta þeir meira máh sem starfa hjá Ríkisútvarpinu og hvað þeir segja, eða fólkið í landinu sem Ríkisútvarp- ið á að þjóna? Er þannig komið að innvígðir em svo vandir að virðingu sinni að ekki megi orðinu haha á þá? Ræður það úrshtum í ráðningum á starfsfólki Ríkisút- varpsins hvort einhverjir yfirmenn eða starfsmenn þar á bæ móðgast? Útvarpsstjóri hefur heldur betur misskihð tilvist sína hjá Ríkisútvarpinu ef hann ætlar að stjóma því af geð- þótta og umvöndun samkvæmt miðaldasiðfræði. Út- varpsstjóri á ekki þessa stofnun. Fólkið sem þar starfar á ekki þessa stofnun. Það er þjóðin sem á Ríkisútvarpið og þjóðinni kemur það bara ahs ekkert við hvort einn starfsmaður móðgar annan. Slík mál verða ekki borin á torg, hvað þá að slík innanríkismál leiði th uppsagna. Hrafn Gunnlaugsson er ekki bamanna bestur. Hann er óstýrilátur og lætur ýmislegt flakka. Það þarf engum að koma á óvart og allra síst samstarfsmönnum. Og það em ótrúlegar öfgar og afturhald sem ráða því að Hrafn er rekinn, enda þótt hann gagnrýni og segi sitt áht. Það er skoðanafrelsi í landinu og það kemur svo sann- arlega úr síðustu átt að Ríkisútvaipið virði ekki það frelsi. Satt að segja er þessi uppsögn algert einsdæmi og ef hún er ekki einber fljótfæmi, þá er hún afleiðing af varasömum og vafasömum hugsunarhætti; þeim hugs- unarhætti að sá einn geti verið hæfur th starfa hjá sjálfu Ríkisútvarpinu sem er jábróðir. Ehert B. Schram Sá sem venur sig á sivirka þekkingaröfiun með lestri fagrita er vel settur þekkingarlega, segir m.a. i greininni. Lestur og ef I- ing atvinnulvfs Þegar til langs tíma er litið skipt- ir fátt meira máli fyrir eflingu at- vinnulífs en víðtæk efling þekking- ar og reynslu allra landsmanna. Að auki sívirkt viðhald og aukning þessarar þekkingar. Þekkingar- skortur elur. af sér sljóleika fyrir nýjum möguleikum, getuleysi við nýsköpun og fjáraustur í óraunsæ og óarðbær áform. í ýtrustu mynd sinni veldur hann hleypidómum og andstöðu gegn nýjum hugmynd- um. Sívirk þekkingaröflun Lestur er ein veigamesta aðferðin til að afla þekkingar. Sá sem les tileinkar sér „niðursoðna" reynslu annarra manna sem þeir hafa iðu- lega eytt langri ævi og miklu fé til að afla. Megnið af þessum verð- mætum fæst fyrir sáralítið fé. Sá sem les fær þvi mikið fyrir lítið. Hann stórgræðir með því að nýta dýrfengna reynslu og þekkingu annarra manna. Sá sem venur sig á sívirka þekk- ingaröflun með lestri fagrita, sem flytja án afláts upplýsingar um hvers kyns nýjungar, framfarir, markaöi, samkeppni og annað þaö sem að störfum hans lýtur, er vel settur þekkingarlega. Hafi hann greiðan aðgang að faglegum upp- iýsingum á eigin starfssviði kemur honum fátt á óvart. Hann tileinkar sér nýja þekkingu án afláts. Er því vel undir það búinn að takast á við hvers kyns breytingar í umhverfi sínu á framsækinn og árangursrík- an hátt sakir þess að hann hefur tiltæk fjölmörg úrræði á hverjum tíma. Sá sem ekki fer að á þennan hátt er á hinn bóginn hugmyndalítill eða hugmyndalaus. Slíkur maður getur ekki starfað með árangri í atvinnulífinu nema á tímum hlut- fallslegrar stöðnunar eða undir for- sjá og yfirstjóm þeirra sem betur em upplýstir. Stjómi slíkur maður fyrirtæki er viðbúiö að þaö fyrir- tæki verði verkefnalítið eða verk- KjaHarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans efnalaust á undan öllum öðrum þegar til samdráttar kemur. Sé um að ræða almennan starfskraft verður verðmæti hans fyrir vinnu- veitanda sinn stundum svo lítið að starf hans er í hættu um leið og að kreppir. Aðgerð í atvinnumálum Öflugt atvinnulíf byggist því á öflugu aðstreymi nýrrar þekkingar og reynslu. Veigamikill hluti af þessari þekkingu fæst með lestri. Vilji menn efla atvinnulíf á því að huga að því að þjóðin sé læs og vilj- ug til að lesa. Þar að auki að sem flestir hafi sem greiðastan og ódýr- astan aðgang að hagnýtum fróð- leik. Hið merka lestrarátak sem verið er að gera um þessar mundir er því aðgerð í atvinnumálum ekki síöur en menningarmálum. Sá mikli ár- angur sem það virðist vera að skapa þrátt fyrir hnökra í fram- kvæmd sannar að vilji er allt sem þarf til árangurs. Við þurfum ekki að búa við þann óvirka stíl einan saman að útlista hnignunina í endalausum flaumi athugana sem gera ekkert annað en að sýna fram á hrörnun aðgerðaleysisins. Við getum aðhafst og unnið gegn hnignun og hrömun. Oft með mikl- um árangri. Fólk sem ekki les veikist af hug- myndalegum hörgulsjúkdómum. Það er þetta fólk sem í dag er ráða- lítið eða ráöalaust í atvinnumálum. Það er slíkt fólk sem stekkur til í tugatah með eftirhermu þegar það sér einhvern l'ara að græða. Yfir- fýllir á örskammri stund agn- arsmáa markaði þar sem allir tapa að lokum. Sá sem hefur nægar hugmyndir sjálfur hegðar sér ekki svona. Hann er að mestu bólusettur gegn hermisýki þess hugmynda- lausa. Sliku fólki verður ekki smal- að í hópum til þátttöku í ótímabær- ar og yfirkeyrðar nýsköpunarher- ferðir. Víðtæk, sífersk, fiölbreytt og hagnýt þekking í eign.alls al- mennings er því öflugt bóluefni gegn hugmyndalegri múgmennsku og efnahagslegum ófórum af henn- ar vöidum. Jón Erlendsson „Fólk sem ekki les veikist af hug- myndalegum hörgulsjúkdómum. Það er þetta fólk sem 1 dag er ráðalítið eða ráðalaust í atvinnumálum.“ Skoðanir armarra Uppskurður í sjávarútvegi „Enn einu sinni er komin upp sú hefðbundna staða, sem aftur og aftur er deilt um, þegar fjallað er um afkomu sjávarútvegsins. Talsmenn hans beija höfðinu við steininn og gera kröfu til þess, að miðað sé við meðaltalstölu. Aðrir, og þ.á m. Morgunblaðið, gera ítrekað kröfu til þess, að framkvæmdur verði sá uppskurður í sjávarútvegi, sem tryggi rekstur bezt stæðu fyrirtækjanna og fyrirtækja með meðalaf- komu en almenningur í landinu beri ekki byröar af því að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi ár eft- irár.“ Úr Reykjavikurbréfi Mbl. 28. mars Endurmat á menntakerf i „Það er út í hött að mennta stúdentsefni og út- skrifa, ef prófskírteini þeirra er marklaust plagg sem hvergi er tekið mark á. Þá hefur framhaldsskólinn htið að gera við nýnema, sem koma ólæsir og óskrif- andi upp úr grunnskólunum. Og fyrir þá nemendur er ekkert fremur rúm í verknámsskólum en þeim sem kenna sig við bókarmennt... Endurmat á fræðslu og menntakerfi á sér nú víða stað um hinn menntaða heim og sá ómur berst norður á Frón, aö lestur, skrift og reikningur séu að öðlast foma frægð sem höfuðkennslugreinar, sem öh önnur menntun byggist á.“ Úr forystugrein Tímans 227. mars Endurskipulagning lífeyrissjóðanna „Það þarf ekki að kosta ríkissjóð nein ósköp núna í kreppunni aö lagfæra lífeyrissjóðakerfi framtíðar- innar. Og sjóðafurstar launþegasamtakanna geta sem best hðkað til og reynt að leggja sitt af mörkum til að jafna kjörin með endurskipulagningu lífeyris- sjóðakerfisins." _ OÓíTímanum26.mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.