Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1993, Blaðsíða 9
MIÐ VIKUDAGUR 31. MARS1993 9 Sænsk skóSa- börn mótmæla hvalveiðum Norðmanna Bekkur sænskra skólabama mótmæltl áformum Norömanna um aö hefja hvalveiðar í ágóða- skyni aö nýju og afhenti undir- skriftalista með nöfnum þúsunda hvalveiðiandstæðinga á skrifstofu norska forsætisráðherrans í gær. „Umhverfisráðherrann okkar undirritaði listann,'1 sagði Vanja Andersson og rétti fram undir- skrift Olofs Johanssons, um- hverfisráðherra Svíþjóðar. Und- irskriftunum var safnað um alla Svíþjóð. Barnahópurinn fékk. ekki að hitta Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, en af- henti embættismanni hstann í staðinn. Tæplega átján þúsund skrifuðu undir mótmælin. Litlar líkuráað IRA fallist á vopnahlé Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms írska lýð- veldishersins, IRA, telur litlar likur á að skæruliðahópurinn lýsi einhliða jftr vopnahléi í átök- unum á Noröur-írlandi. í viðtali við irska dagblaöið Ir- ish Times í gær sagðist ekki sjá neinn tilgang í aö fara frarn á slíkt við IRA þar sem samtökin mundu ekki fallast á það. Mikil bylgja andúðar á IRA hef- ur risið upp í kjölfar sprengjutil- ræðis í Warrington á Englandi á dögunum þar sem tveir ungir drengir létu lífið. Um tuttugu þúsund manns efndu til mótmæla í Ðublin á sunnudag og kröfðust fnðar. Jafitaðarmenit gegn einkavæð- ingu raforkunnar Sænskir jafnaðarmenn hafa kúvent í afstöðu sinni til þess aö dregið veröi úr eftirliti með raf- orkuframleiðslu í landinu og eru nú andvígir því, jafnframt sem þeir eru andvígir einkavæðingu ríktsraforkufyrirtækisins Vatt- enfall. Ætlunin með þessu var að við- skiptavinimir, í reynd stórir orkunotendur og dreifingarfyrir- tæki, gætu valið afhendingarað- ila og þar með komið á verðsam- keppni. Góðar líkur eru taldar á að jafn- aðarmönnum takist að stöðva frumvarpið. Undirbúningurinn hefúr tafist og er ffumvarps stjómarinnar fyrst aö vænta í haust. Ný raforkulög gætu þvi gengið í gfidi í fyrsta lagi 1994. Orkuframleiöendur hafá að undanfömu verið iðnir við að kaupa upp dreífingarfyrlrtæki sveitarfélaganna. Framganga Vattenfalls hefur vakið sérstaka athygll Pia Gjellerup hefur sagt af sér emfaætti dómsmálaráðherra í dönsku stjórninni vegna ásakana um misnotkun á almannafé og slæma stiórnun á unglxðamiðstöð jafnaðármanna. Gjellemp veitti heimilinu forsjá áður en hún sett- ist í ráðherrastólinn í janúar. Erling Olsen, fyrrum hús- næðisráöherra, tekur við dóms- málaráöuneytínu í hennar stað. Gjellerup sagði í yfirlýsingu aö hún teldi sig ekki hafá aðhafst neitt rangt en hún segöi af sér til að koma ekki óorði á stjómina. Beuter, TT og Ritzau Mikill niöurskuröur herafla í Evrópu: Herinn heim Bill Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur ákveðið að hraða heimflutningi herafla Bandaríkjamanna í Evrópu frá því sem gert var ráð fyrir í tíllög- um George Bush, fyrrverandi for- seta, um afvopnun í Evrópu. Nú vill Clinton ganga svo langt að hafa aðeins 100 þúsund hermenn undir vopnum í Evrópu árið 1996. Árið 1988 vom þar 325 þúsund her- menn þannig að fækkunin nemur 225 þúsund mönnum á þessu árabili. Niðurskurðurinn stafar af fyrir- ætlunum forsetans um að koma á hallalausum fiárlögum á fyrsta kjör- tímabfii sínu. Niðurskurðurinn hef- ur verið kynntur ráðamönnm í öðr- um ríkjum Atlantshafsbandalagsins og mælist hann misjafnlega fyrir. Að vísu er kalda stríðinu lokið en NATO tekur vart við umfangsmiklu friðargæslustarfi ef heraflinn verður skorinn niður í lágmark. Þá þykir mönnum ótímabært að fækka her- mönnum svo mjög meðan óvissa rík- ir um lýðræðisþróunina í lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna. Útlönd Samdráttur í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætlar að hafa 100 þúsund hermenn í Evrópu árið 1996. Þetta er fækkun um 225 þúsund frá árinu 1988. Heimild: International Institute (or Strategic Studies___________________USATODAY Nýi bjórinn er alveg littaus en af bragðinu fer engum sögum. Símamynd Reuter Litlaus og léttur bjór íbúar í þremur ríkjum Bandaríkj- anna fá á föstudaginn að kynnast nýju afbrigði af bjór. Nú skal ölið vera litlaust og hitaeiningasnautt. Þetta er svar bruggara hjá Miller, öðrum stærsta bjórframleiðanda í Bandaríkjunum, við kröfum manna um heilsusamlegan mjöð. í fyrstu veröur litlausi bjórinn að- eins seldur í Austin í Texas, Rioch- mond í Vigriniu og Minneapolis í Minnesota. Viðbrögð neytenda á þessum stöðum ráða úrslitum um hvort litlausa öhð fer á almennan markað. Reuter Franska ríkisstjórnin brettirupp Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, hittir nýja ríltís- stjóm sína í dag til að undirbúa setu íhaldsmanna á valdastólunum næstu fiögur árin. Balladur skipaði 29 menn í ríkis- stjómina í gær og er meira en helm- ingur þeirra að taka við ráðherra- embætti í fyrsta sinn. Ráðherrar úr hans eigin flokki gaullista em heldur færri en úr röðum miðflokksins UDF. Stuðningsmenn samrunaferlisins í Evrópubandalaginu em áberandi í stjóm Balladurs og þykir það merki um aö hann vilji hnökralausa sam- búð með Mitterrand forseta. Meðal ráðherra í hinni nýju stjóm má nefna Siroone Veil, fyrrum for- seta Evrópuþingsins. Hún fær eins konar yfirráðuneyti heilbrigðis-, fé- lags- og borgarmála. Alain Juppé, aðalritari gaullistaflokksins, verður utanríkisráðherra og vamarmála- ráðuneytið kom í hlut Francois Léot- ard. Reuter iB Eigendur Britax- Freeway bamabílstóla Britax athugið! Við reglulegt gæðaeftirlit hjá Britax-Excelsior í Bretlandi, framleiðanda Britax barnabílstóla, hefur komið í Ijós mögulegt vandamál við þrengingu sætisóla í örfáum Britax-Freeway barnabílstólum. Hugsanlegt er að stóll með þessum annmarka hafi verið seldur hér á landi og þegar öryggi barna er annars vegar ber aó sýna fyllstu gætni. Því hafa Britax-Excelsior og Skeljungur hf. ákveðið að skipta út Britax- Freeway barnabílstólum með tilteknum framleiðslunúmerum. i Takmarkið er að ná til allra foreldra sem eiga Britax- Freeway barnabílstól og fá hjá þeim framleiðslunúmer stólsins. Séu einhver líkindi á að stóllinn hafi fyrrgreindan annmarka komum við með nýjan stól heim til viðkomandi innan sólarhrings sé heimilisfangið á höfuðborgarsvæðinu, 99.5038 annars innan þriggja sólarhringa. (Svarað alla virka daga frá kl. 9-18) Grænt númer: 99 6038 Grænt númer Skeljungs hf. En þessu takmarki verður ekki náð nema með ykkar hjálp. Því hvetjum við alla eigendur Britax-Freeway barnabílstóla til að hafa samband við upplýsingasíma Skeljungs hf. s: 99-6038. Þið verðið beðin um eftirfarandi upplýsingar: Framleiðslu- og tegundarnúmer stólsins (númerin eru undir áklæði við vinstra eyra barnsins), nafn, heimilisfang og síma. Öryggi barna - aldrei of varlega farið. Skeljungurhf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.