Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Meiming Máfurinn f lýgur - suður Því miður er það svo að einn leiklistargagnrýnandi kemst ekki yfir að sjá nema fátt eitt af því, sem áhuga- félög víðs vegar um landið eru að sýna ár hvert, enda fjöldi sýninga ótrúlegur. Margar þeirra eru mjög áhugaverðar og gamalgróin leikfélög úti á landi hafa gjama á að skipa hæfileika- ríku fólki þó svo að það hafi ekki notið langrar skólun- ar í leiklist. Þetta kraftmikla starf verður seint metið til fulls enda veitir það jafnt áhorfendum sem þátttakendum í sýningunum ómælda lífsfyllingu og ánægju auk þess að vera nauðsynlegt grasrótarstarf í garði listanna. Um síðustu helgi færðu tvö leikfélög langt að komin upp sýningar sínar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Ég komst ekki til að sjá uppfærslu Leikfélags Skagastrandar á Stálblómum, sem ég heyrði þó mjög vel látið af, þegar ég var á Akureyri á dögimum. Hins vegar sá ég Máfinn, eftir Anton Tsjekhov á laug- ardaginn, en það var Leikfélag Hornaíjarðar sem setti hann upp í leikstjóm Hlínar Agnarsdóttur. Yfirbragð sýningarinnar er fágað og þátttakendum hvergi ofætlað enda var túlkim þeirra á persónunum hæglát og innileg fremur en dramtísk og átakamikil. Verk Tsjekhovs em ekkert lamb að leika sér við fyrir lítt reynda leikara. Textinn í Máfinum er tregabland- inn, gamansamur, ljúfsár og djúpvitur allt í senn og komst prýðilega til skila í skýrum flutningi leikaranna. Leikmyndin byggist m.a. á málverki eftir Gústaf Klimt og var hönnim hennar smekkvíslega gerð. Bún- ingar vom líka prýðilega úr garði gerðir og styrkti þetta umhverfi leikarana. Af þeim má nefna Margréti Jóhannsdótttur, sem lék Arkadínu, Guðmund Heiöar Gunnarsson í hlutverki Konstantíns, sonar hennar, Snæfríði Hlín Svavarsdóttur, Nínu, Þorvald Viktors- son, Trígorín, Ingvar Þórðarson, Dorn og Björk Páls- dóttur, Mössju. Baldur Kristjánsson skrifar grein í leikskrá og ég leyfi mér að vitna í orð hans um Máfinn: Þetta er... „gamansaga úr sveitinni, sveitafólki teflt fram gegn frægu fólki úr borginni, fólki sem komið er til að vera um stund, hvílast. Þeim sem fóm teflt fram gegn þeim sem sátu eftir.“ Og rétt á undan segir hann: „Er það eitthvert líf að vera í Hornafirði aUa tíð eða er lifið fólgið í því að þeytast um? Verða frægur fyrir sunnan?" Þetta em góðar spumingar, einkum í ljósi þess að Leiklist Auður Eydal nú em leikfélagar komnir suður með Máfinn. En ein- hvem tíma var sagt að ef fjallið kæmi ekki til Múha- meðs þá færi Múhameð til fjallsins. Það hggur í augum uppi að það er mikið fyrirtæki og kostar ótaldar vinnu- stundir að taka sig upp með heila leiksýningu og leggja land undir fót með aRt það hafurtask sem henni fylgir. Það hefur leikhópurinn nú gert, ekki af því að frægð- in búi fyrir sunnan, heldur tíl að leyfa okkur hér á SV-horninu að njóta góðrar sýningar og sjá um leið hvað verið er að gera fyrir austan. Þvi er sannarlega ástæða tíl að hrósa Homfirðingum fyrir framtakið um leið og þakkað er fyrir ágæta leiksýningu. Leikfélag Hornafjarðar-gestasýning í Bæjarbfói, Hafnarfirði: Máfurinn Höfundur: Anton Tsjekhov Þýðing: Pétur Thorsteinsson Leikstjórn: Hlin Agnarsdóttir Leikmynd og búningar: Pétur Gautur Svavarsson Ljós: Steinar Már Ævarsson 23 YFIR 4000 LÁG VERÐ Pantið nýja listann strax og sparið Verð kr. 190 án bgj. Pöntunarsími 52866 B. M AGNÚSSON HF. Hólshrauni 2 - simi 52866 - Hafnarfirdi * * * X 4 SNÆLAND ★ * * * * 4 -X- -X- ÓTRÚLEGA ÓDÝR ÍS-SHARE ís í formi.................99,- ís með dýfu................109,- ís með dýfii og ris........119,- Bamais.....................69,- is, 1 lítri................295,- Shake, litiii...............195,- Shake, stór.................235,- isi boxi, litiil............139,- isiboxi, stór...............169,- Bananasplitt................360, Margar gerðir af kúluís Vinsæli dúó ísinn með súkkulaði og vanillubragði. SMÆLAHDS-SPES, m. ávöxtum að eigin vali og rjómaiii Munið bragðarefinn, alltaf jafn góður! Vejjið sjálf ísréttinn. ★ ★ ★ SNÆLAND VIDEO ★ ★ ★ Varmahlfð - Siglufjörður - Akureyri - Vaglaskó.eiur ,Qi áíger^r ’SSSS*-"'*- COMBI-CAMP Mývatn HJÁ TÍTAN HF. 17. APRÍL 4% afeláttur á staðfestum pöntunum og 3 heppnir kaupendur fá glæsileg verðlaun. COMBKCAMP Verð frá kr. 191.270 stgr. JTJÁLS 1. Verðlaun: Ferð fyrir vagn og bíl til Esbjerg með Norrænu. 2. Verðlaun: Deluxe ferðaeldhús. 3. verðlaun: Ferðaborð og stólar. iÁLATI Combi Camp tjaldvagnar fyrir þá sem njóta vilja útiveru og ferðalaga. Þá sem vilja komast í náinn kynni við náttúru iandsins og geta á skömmum tíma slegið upp náttstað að eigin vali með alvöru þægindum. Opið: Mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 TITANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Reykholt - Skorradalur - Laugardalur - ÞinRvellir - Laugarvatn - Þjórsárdalur - Landmannalau.qar - Galtalækur - Þórsmörk - Vfk - Kirkjubæjarklaustur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.