Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL1993 Skák Verður Karpov heimsmeistari á Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari, er einn sigursælasti mótaskákmaður allra tíma. Alþjóðaskáksam- bandiö, FIDE, hefur boðið honum aö tefla við Jan Timman um heimsmeistaratitilinn. Fátt vekur meiri athygli í skák- heiminum en upphlaup Kasparovs og Shorts, sem sagt hafa skUið við Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sem á móti hefur svipt þá tith heims- meistara og áskorandarétti. Mjög kom á óvart að Short og Kasparov skyldu snúa bökum saman því að um vinskap þeirra í millum hefur ekki beinlínis verið að ræða. Þetta mál á sér langan aðdrag- anda hvað Kasparov varðar en hann hefur séð ofsjónum yfir háum fjárfúlgum sem FIDE fær í sinn hlut fyrir einvígi um heimsmeist- aratitilinn, sem er ein helsta tekju- lind samtakanna. Kasparov var í forsvari fyrir samtök stórmeistara, GMA, en sagði af sér þegar þorri félags- manna studdi samkomulag við FIDE, á aðalfundi á Spáni 1990. Þá tók Timman við og síðan Short, sem dró sig í hlé eftir áskorenda- einvígið við fyrrnefndan. Þeir Short og Kasparov segjast nú hafa stofnaö ný samtök atvinnuskák- manna og í nafni þeirra ætla þeir að tefla um „heimsmeistaratitil- inn“ í Lundúnum í haust. Kasparov er einnig formaður „Chess Union International" sem eru samtök skákmanna í fyrrverandi Sovét- ríkjum. Orö Spasskíjs fyrir mörg- um árum koma upp í hugann en hann sagði að helsta áhugamál Kasparovs væri að stofna samtök af ýmsu tagi. Forseti FIDE ræður einvígis- staðnum en honum ber þó að ráð- færa sig við keppendur. Short bar því við að hann hefði ekki veriö spurður álits er Campomanes ákvað aö teflt skyldi í Manchester. Þetta hafa forsvarsmenn FIDE bor- ið til baka í dreifibréfi samtakanna. Þar er látið í veðri vaka að upp- hlaup Shorts og Kasparovs snúist fyrst og fremst um peninga. Trúlega njóta gjörðir Kasparovs og Shorts lítils stuðnings í röðum skákmanna og meðal hinna ýmsu skáksambanda. Þannig hefur t.a.m. breska skáksambandið sent FIDE stuðningsyfirlýsingu. Hitt er annað mál að erfitt verður að líta á ein- vígi þeirra öðruvísi en að þar sé teflt um heimsmeistaratitihnn. En FIDE getur ekki lagt árar í bát. Einhvem veginn verður að ljúka hinni opinberu heimsmeist- arakeppni. Því hefur Campomanes boðið Karpov og Timman að tefla um titilinn og er ekki annaö vitað en að þeir hafi fullan hug á að þekkjast það. Karpov hlaut heims- meistaranafnbót 1975 án þess að tefla við Fischer en Kasparov hremmdi titihnn úr höndum hans tíu árum síðar. Flestir búast við þvi að Kasparov vinnj Short auðveld- lega og Karpov er sömuleiöis hk- legur til afreka gegn Timman. Áður en árið er liðið gæti skákheimurinn því átt þijá verðuga heimsmeist- ara: Kasparov, Karpov og ... Fisc- her. Karpov er einn sigursælasti mótaskákmaður allra tíma. Síðasta afrek hans var í Baden Baden í lok síðasta árs. Mótið var af 14. styrk- leikaflokki og sigraði Karpov með Skák Jón L. Árnason yfirburðum - hlaut 9,5 v. af 11 mögulegum. Þessa góðu skák tefldi hann á mótinu. Ég styðst við skýr- ingar hans í skákritinu New in Chess. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Stefan Kindermann Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rffi 2.c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 (H) 6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 8. Dd2 Hb8 9. h4 h5 10. Rcl e5 11. d5 Rd4 12. Rle2 c5 13. dxc6 bxc6!? 14. Rxd4 exd4 15. Bxd4 He8 16. Be2 d5 17. cxd5! í skiptum fyrir peðið, sem svartur fórnaði í 13. leik, hefur hann fengið frjálst spil fyrir menn sína. Hvítur má gæta að sér í mörgum afbrigð- um, eins og t.d. eftir 17. exd5 cxd5 18. c5 Hb4! með margvíslegum hót- unum. Eða áður 16. 0-0-0 Da5 með öflugu frumkvæði. 17. - cxd5 18. e5 Rd7 19. f4 Bh6! Lakara er 19. - f6 20. e6 Rf8 21. f5! og tætir sundur svörtu peðastöð- una. Leikur svarts lofar góðu eftir 20. Be3 Rxe5! 21. fxe5 Bxe3 22. Dxe3 d4, eða 20. Rxd5 Rxe5 21. Bc3 Bg4 en Karpov skynjar hættuna. 20. De3! Hxb2 21. Hdl! Dæmigerður Karpov-leikur, sem sýnir hve djúpt hann hefur skyggnst í stöðuna. Svo virðist sem „eðlilegra" sé að koma kóngnum í skjól en Karpov reiknaði nákvæmt: 21. 0-0 Rxe5! 22. Bxe5 Hxe5! 23. Dxe5 Bg7 24. Dxd5 Db6+ 25. Khl Bxc3 og svartur hefur frábær færi fyrir skiptamun. 21. - Rffi Besti leikurinn. Ef nú 21. - Rxe5 22. Dxe5 Bg7 24. De3 d4 25. Dcl o.s.frv. 22. 0-0 Enn sneiðir Karpov mjúklega hjá hættunum. Hann gefur upp af- ný? brigðin 22. Bf3 Rg4 23. Dcl Rxe5! og nú er 24. Dxb2 illmögulegt vegna 24. - Rd3 + , eða 22. Dcl Hxe2! 23. Rxe2 Bg4 24. Hd3 Bxe2 25. Kxe2 Dd7 og hvítur á erfitt með að mæta hótunum svarts á hvitu reitunum. 22. - Rg4 23. Dg3 Be6 24. Bxa6! Karpov segir að peðið sjálft hafi ekki freistað heldur hitt aö það valdar b5-reitinn mikilvæga. 24. - Da5 25. Bd3 Bffi? Ekki 25. - Hb4 26. Re2 Dxa2? 27. Hal Dd2 28. Hfdl og svarta drottn- ingin er fönguö! En betra er 25. - Hc8 er svartur hefur ákveðin færi fyrir peðið. Textaleikurinn strand- ar á laglegu taktísku stefi. 26. ffi Bc5 I # 1 £ 1 # ii A A A % A m A s A s &I ABCDEFGH 27. Bb5! Eftir þennan meistaralega leik kemst svartur ekki hjá liðstapi. Nú er biskupinn á d4 svarts á e8 í upp- námi, svo og biskupinn á e6. 27. - Hxb5 Eða a) 27. - Db6 28. Df4! Bxd4 29. Hxd4 Hb4 30. fxe6 og vinnur; b) 27. - Bxd4 28. Hxd4 Hc8 29. fxe6 Hxc3 30. exf7+ Kf8 31. e6! og vinnur. 28. Rxb5 Dxb5 29. fxe6 Hxe6 30. Dfí Bxd4+ 31. Hxd4 Rxe5 Betra er 31. - De8 til að þvinga íram 32. Hxd5, því að ef 32. Dxd5? þá 32. - Re3. Þetta hefði gert hvítum erfiðara fyrir að innbyrða vinning- inn. Nú lýkur taflinu í fáum leilq- um. 32. Dxd5 Db2 33. Da8 + Kg7 34. Hd8 - Óveijandi mát blasir við. Svart- ur gafst upp. Bridge____________________________________________ íslandsbankamótið 1993: Mótið hefst á Hótel Loftleiðum í dag Úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni hófst kl. 11 árdegis á Hótel Loftleiðum og eru spilaðar tvær umferðir í dag. í fyrstu umferð eigast við sveitir Glitnis og Landsbréfa, sveitir VÍB og Roche, sveitir Hjólbarðahallarinnar og Tryggingamiðstöðvarinnar og sveitir Sparisjóðs Siglufjaröar og DV. Sveitimar eru þannig skipaöar: 1. Glitnir Bjöm Eysteinsson Aöaisteinn Jörgensen Helgi Jóhannsson Guðmundur Sv. Hermannsson Ragnar Magnússon 2. V.I.B. Öm Amþórsson Guðlaugur R. Jóhannsson Páll Valdemarsson Karl Sigurhjartarson Sigfús Om Ámason Hörður Amþórsson 3. Hjólbarðahöllin Eiríkur Hjaltason Ragnar Hermannsson Hjaltí. Ehasson Jónas P. Erlingsson Oddur Hjaltason Páll Hjaltason 4. Sparisjóður Siglufjarðar Jón Sigurbjömsson Ásgrímur Sigurbjömsson Steinar Jónsson Ólafur Jónsson Anton Sigurbjömsson Bogi Sigurbjömsson 5. DV N.P.C. Hallur Símonarson Símon Símonarson Einar Jónsson Rúnar Magnússon Sverrir Kristinsson Valgarð Blöndal Krisfján Blöndal 6. Tryggingamiðstöðin N.P.C. Gísli Ólafsson Sigtryggur Sigurðsson Bragi L. Hauksson Valur Sigurðsson Sigurður Sverrisson Hrólfur Hjaltason j Sigurður Vilhjálmsson Bridge Stefán Guðjohnsen 7. Roche Haukur Ingason Gylfi Baldursson ísak Öm Sigurðsson Sigurður B. Þorsteinsson Steingr. Gautur Pétursson Jón Hjaltason 8. Landsbréf N.P.C. Ragnar S. Halldórsson Jón Baldursson Sævar Þorbjömsson Guðmundur Páll Amarson Þorlákur Jónsson Matthías Þorvaldsson Sverrir Ármannsson Það er erfltt að spá um úrslitin, en á pappímum virðist sveit Landsbréfa mjög sterk. Sveit Glitnis sigraði sem kunnugt er í stórmóti Flugleiða á dögunum, þannig að hún ætti að geta látíð að sér kveða. Þessar sveitir mætast í fyrstu umferðinni og hver veit nema það sé úrslitaleikur móts- ins. Ég yrði heldur ekkert hissa þótt sveit Tryggingamiðstöðvarinnar hafnaði á verðlaunapallinum. Við skulum að lokum skoða eitt spil frá mótinu í fyrra. V/N ♦ K ♦ Á 8 7 5 4 ♦ D 9 3 + Á 9 6 2 og Páll Hjaltason 3 tígla í vestur og urðu þijá niður, 150 til sveitar Lands- bréfa. y í opna salnum var meira fjör, leik- urinn spilaður á töflu og áhorfendur skemmtu sér vel. Þar sátu fyrirhði Landsbréfa, Magnús Ólafsson í vest- ur og Bjöm Eysteinsson í austur, en n-s vom Eiríkur Hjaltason og Oddur Hjaltason. Magnús dró fram eftirlæt- isvopn sitt - ísbijótinn svokahaða: Vestur Norður Austur Suður 3grönd* dobl 41auf dobl 4tíglar 4hjörtu pass pass pass ♦ ♦ + 10 DG963 Á G 10 6 2 K ♦ D 8 6 5 4 2 V 10 ♦ K8 + D854 * Á G 9'7 3 V K ♦ 754 + G 10 7 3 í lokaða salnum spiluðu hðsmenn Hjalta Elíassonar, Jón Hilmarsson * 6-5 í háht og láght, 7-11 HP N-s virtust hafa náö yfirhöndinni. þegar Eiríkur fann dobhð á þijú grönd því a-v geta ekkert spilað sem kostar minna en 800. Sagnir þróuð- ust hins vegar öðmvísi og enduðu með ósköpum fyir n-s. Fjögur hjörtu urðu nefhilega fimm niður og sveit Landsbréfa græddi dýrmæta 12 impa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.