Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Síða 48
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 72 Afrnæli Einar Sigurðsson Einar Sigurösson háskólabókavörð- ur, Kringlunni 45 Reykjavík, verður sextugur laugardaginn fyrir páska, þann 10. apríl næstkomandi. Starfsferill Einar fæddist í Gvendareyjum, Skógarstrandarhr., og ólst þar upp fram undir fermingaraldur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1955, cand. mag. í ísl. fræðum frá HÍ1963. Stundaði aukþess nám í bókasafnsfræði við HI1959-60. Einar var styrkþegi viö Handrita- stofnun íslands 1963-64, skipaður bókavörður í Háskólabókasafni í Reykjavík 1964 ogháskólabóka- vörður 1974. Hann var stundakenn- ari í bókasafnsfræði 1965-77, form. Mímis, fél. stúdenta í ísl. fræðum, 1959-60, form. deildarbókavarðaí ísl. rannsóknarbókasöfnum 1975-77, form. undirbúningsn. 5. þings Sam- bands norrænna rannsóknarbóka- varða í Rvík 1978, í stjórn Sambands norrænna rannsóknarbókavarða 1977-82A stjórn NORDINFO1980-88 og form. samstarfsnefndar um upp- lýsingamál 1982-90. Einar tók saman Skrá um efni í tímaritum Bókmenntafélagsins, Rvík 1966, Bókmenntaskrá Skírnis, skrif um ísl. bókmenntir síðari tíma, Rvík 1968 og árlega síðan, Skrá um íslensk blöð og tímarit frá upphafi til 1966 ásamt Böðvari Kvaran, Rvík 1970, Nafna- og atriðaskrár við ís- lenskar þjóðsögur Ólafs Davíðsson- ar 1-4, prentaðar í 4. bindi í Rvík 1980 og íslensk tímarit í 200 ár, Rvík 1991, ásamt Böðvari Kvaran. Einar var ritstjóri Stúdentablaðs- ins 1955 og auk þess liggja eftir hann kaflar í bókum og greinar i blöðum og tímaritum. Fjölskylda Einarkvæntist2.11.1957Margréti Önnu Sigurðardóttur, f. 5.6.1933, deildarstjóra á skrifstofu Ríkisspít- alanna. Hún er dóttir Sigurðar Árnasonar verslunarmanns á Rauf- arhöfn og Amþrúðar Stefánsdóttur. Einar og Margrét Anna eiga þrjú börn, þau eru: Arnþrúður, f. 16.4. 1958, bókasafnsfræöingur í Reykja- vík, var gift Arngrími Thorlacius, f. 17.9.1956, efnafræðingi, þau skildu, og eiga þau Magnús, f. 26.11. 1979, Baldur, f. 22.10.1981, og Guðnýju Ellu, f. 10.8.1984; Guðrún Björk, f. 19.7.1959, kennari í Kópa- vogi, gift Kristjáni Skarphéðinssyni, f. 10.10.1957, deildarstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu, og eiga þau Skarphéðin, f. 8.7.1984, og Einar, f. 3.8.1989; og Sigurður, f. 2.3.1962, matvælafræðingur í Reykjavík, kvæntur Soffiu Guðmundsdóttur, f. 13.8.1962, hjúkrunarfræðingi og eiga þau Guðmund Arnar, f. 25.4. 1990. Systkin Einars eru: Guðrún, f. 7.2. 1915, húsmóðir í Reykjavík, gift Sveinbirni Óskari Kristjánssyni, f. 29.4.1913, og eiga þau níu börn; Margrét, f. 3.3.1916, húsmóðir á Álftanesi, gift Jóhanni Jónassyni, f. 2.3.1912, og eiga þau sex börn; Krist- ín Stefanía, f. 16.10.1917, húsmóðir í Reykjavík og á hún eina dóttur; Guðný, f. 18.4.1919 d. 26.4.1919; Sigr- ún, f. 23.11.1920, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Bergsveini Breiöfjörð Gíslasyni, f. 22.6.1921, þau skildu, og eignuðust þau fimm börn; Jón, f. 11.12.1923, húsasmiðurí Reykja- vík, kvæntur Kristínu Sigbjörns- dóttur, f. 6.8.1928, og eiga þau þrjú börn; og Sólveig, f. 5.5.1925, húsmóð- ir í Stykkishólmi, gift Kristni Breið- fjörð Gíslasyni, f. 9.10.1919, og eiga Einar Sigurðsson. þau þrjúbörn. Foreldrar Einars voru Sigurður Einarsson,f.29.1.1890 d. 31.1.1983, fyrrum b. í Gvendareyjum og k.h. Magnúsína Guðrún Björnsdóttir, f. 2.7.1891 d. 16.4.1973, húsmóðir þar. Þau hjónin, Einar og Margrét Anna, taka á móti gestum í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14 Reykjavík, á milh kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Rúnar H. Sigmundsson Rúnar H. Sigmundsson viðskipta- fræðingur, Espilundi 14, Akureyri, verður sextugur á morgun, skírdag. Starfsferill Rúnar fæddist að Árnesi í Árnes- hreppi í Strandasýslu og ólst upp á bænum Melum í sömu sveit. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1955 og cand. oecon. frá HÍ1959. Rúnar var aðalbókari hjá Akur- eyrarbæ frá 1959-61, fulltrúi hjá Flugfélagi íslands hf. á Akureyri 1961-63 og skrifstofustjóri í Skatt- stofu Norðurlandsumdæmis eystra áAkureyri 1963-76. Hann tók við stjórn flugvallarins á Akureyri 1976 og fimm árum síðar gerðist hann umdæmisstjóri Flug- málastjórnar á Norðurlandi, en því starfl gegndi hann til ársloka 1991. Frá árinu 1977 hefur hann rekið eig- in bókhaldsskrifstofu. Rúnar hefur verið mikilvirkur í íþróttastarfi á Akureyri um árabil. Hann hefur starfað lengi fyrir skíöa- deild KA og hin síðari ár unnið til fjölda verðlauna í skíðagöngu. Þá hefur hann starfaö í Sjóstanga- veiðifélagi Akureyrar og var hann gjaldkeri þess á árunum 1982-87 og hefur einnig unnið til fjölda verð- launa í þeirri íþróttagrein. Fjölskylda Rúnar kvæntist 22.9.1956 Helgu Sigfúsdóttur, f. 30.12.1935, húsmóð- ur. Hún er dóttir Sigfúsar Kristjáns- sonar, verkamanns á Akureyri, og Guðrúnar Vilborgar Gísladóttur húsmóður þar. Börn Rúnars og Helgu eru: Gunn- ar Örn, f. 4.7.1956, trésmiður á Ak- ureyri, kvæntur Bryndísi Valgarðs- dóttur uppeldisfræðingi og eiga þau Katrínu Ernu; Sigrún, f. 3.7.1957, hj úkrunarfræðingur á Akureyri, gift Magnúsi Mágnússyni verkfræð- ingi og eiga þau Andra Þór, Helgu Guðrúnu, Heiðu Berglind og Jón Heiöar; Sigmundur Ernir, f. 6.3. 1961, varafréttastjóri á Stöð 2 og ljóö- skáld, kvæntur Elínu Sveinsdóttur, förðunarfræðingi og útsendingar- stjóra á Stöð 2, og eiga þau Birtu og Rúnar. Fyrir átti Sigmundur Ernir Eydísi Eddu og Odd; Guðrún Sig- fríð, f. 4.4.1967, bankagjaldkeri á Akureyri, gift Sigfúsi Arnari Karls- syni skrifstofumanni og eiga þau Rúnar H. Sigmundsson. Helgu og Karl Gunnar. Faðir Rúnars er Sigmundur, f. 26.1.1908, Guðmundsson, b. á Mel- um í Árneshreppi, Guðmundssonar og k.h., Elísabetar Guðmundsdóttur húsmóður. Móðir Rúnars var Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 21.6.1895, d. 20.3. 1973, húsmóðir. Hún var dóttir Guð- mundar Ásgrímssonar, sjómanns í Ólafsvík, og Vigdísar Bjarnadóttur húsmóður þar. Sveinn Oddgeirsson Sveinn Oddgeirsson, ökukennari og leigubifreiðastjóri, Kópavogsbraut 43, Kópavogi, verður fimmtugur á morgun, skírdag. Starfsferill Sveinn fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp á Suðurgötunni. Hann varð gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Vesturbæjar og síðar bifvéla- virkjameistari frá Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Sveinn starfrækti um tíma bíla- verkstæðið Vélvagn í Kópavogi og var framkvæmdastjóri Félags ís- lenskrabifreiðaeigendafrá 1975-81. Á árunum 1981-86 var Sveinn bif- reiðaeftirlitsmaður og prófdómari FYRIf KERRUSMIÐI 'aTi Kmtu- standar Dráttar- kúlur og tanfli ofl 13"—14" plastbretti Fjaðraöilar 250 kg 500 kg 750 kfl &MMB Tangibratti mað ralmagnskapli LUGTIR ásamt sjöleiðara köplum Endurskinsþrihyrningar CSvarahlutir Hamarshöfða 1 - simi 67-67-44 og frá 1978-86 kenndi hann við meirapróf bílstjóra. Frá árinu 1986 hefur Sveinn starfað sem ökukenn- ariogleigubílstjóri. Fjölskylda Sveinn kvæntist 15.7.1966 Guð- laugu Albertsdóttur, f. 29.4.1945, húsmóöur og leigubifreiðastjóra. Hún er dóttir Alberts Gunnlaugs- sonar, fyrrum verkamanns í Reykjavík, sem nú er látinn, og Katrínar Ketilsdóttur sem nú býr í íbúðum aldraðra við Sunnuhlíð í Kópavogi. Börn Sveins og Guðlaugar eru: Katrín Lillý, f. 6.4.1966, bankastarfs- maður, í sambúð með Kristni Ragn- arssyni, tæknistjóra Vífilfells hf., og eiga þau Atla Svein og óskírðan son; Oddgeir Már, f. 27.1.1968, slökkvi- liösmaður og rafvirki, í samhúð með Sigrúnu Jónsdóttur, tækniteiknara hjá Fit hf., og búa þau í Kópavogi; og Albert Jón, f. 5.12.1970, slökkvi- Uðsmaður og rafvirki, í sambúð með Jónínu Hreinsdóttur, sjúkraliða á Borgarspítalanum, og búa þau í Kópavogi. Faðir Sveins er Oddgeir Karlsson, f. 22.7.1915, fyrrum loftskeytamað- ur. Móðir Sveins var Lillý Magnús- dóttir, f. 6.7.1917 d. 7.3.1981, hús- móðir og kaupmaður í Reykjavík. Sveinn Oddgeirsson. Oddgeir er sonur Karls Karlsson- ar, fyrrum starfsmanns Reykjavík- urhafnar, og Sveinu Oddsdóttur. Lillý var dóttir Magnúsar Kjartans- sonar málarameistara og Sigur- rósar Sveinsdóttur, formanns Verkakvennafélagsins Framtíðar- innaríHafnarfirði. Sveinn verður að heiman á afmæl- isdaginn. Til hamingju með afmælið 10. apríl Öngulsstöðum 1, Eyjafiarðarsveit. Arndís Bjarnadóttir, Bogahlið 12, Reykjavík. Ormur Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Safanivri 54, Reykjavík. Stigahliö 20, Reykjavik. Helgi Vilhjóimsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, StórllOlti 28, Haftiarstræti 25, Akureyri. Reykjavik. Eyfríður Guðjónsdóttir, Eiginkona Helga Austurhrún 6, Reykjavík. er Valgerður Jó- ------------------------------------- harmesdóttir. Þau lúónin ; dveija erlendis á : aftnælisdaginn. Öddur Oddsson, Tangagötu 15a, ísaflrði, Eiginkona hans erSigriðurÁrna- dóttir. Þau hjón- in taka á móti gestum að Dal- brautðíHnifsdal á afmælisdaginn milli klukkan 15 og 19. Hólmfríður Þóroddsdóttir, Hjallavegi 52, Reykjavik. Þuríður Jónsdóttir, Seljalandsvegi 18, ísafirði, Hulda Guðnadóttir, Hólabraut 18, Akureyrí. Hallgrimur l’ólsson. Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Gunnlaugur Lárusson, Skeiöarvogi 11, Reykjavík. Rúnar Sopkus Hansen, Krummahólum 51, Reykjavík. Sigurður Geirsson, Akraseli 21, Reykjavík. Jóhanna Karisdóttir, Viðihlíð 15, Sauðárkróki. Stovar Nielsson, Skólavegi 25, Fáskrúðsfirði. Tryggvi Sigjónsson, Ránarslóð 8, Höfn í Hornafirði. .......... „ , Friðgeir Ágústsson, Íí UÓ"y ^udmurrdsdctttr, Álfhólsvegi 30, Kópavogi. BairrHolti 27, Mosfellsbæ. Gunnar Þórðarson, Ólafur Ehas Ólafsson, Álfalandi 12, Reykjavík. Tjarnarmyn 7> Selljamamesi. Helga Kristinsdóttir, 1;jola Johannsdottir, Asbrún G, Felkihrcppi. Til hamingju með afmælió 11. apríl Ingibjörg Jóhannsdóttir. Jökulgrunni 6, Reykjavík. IúgibjörgfróHóli í Fjörðum tekur á móti gestnm milli kl. 15 og 18 á aftnælisdaginn í Sal aldraðra að Kirkiulundí 6 i Garðabæ. Pétur Hjaltcstcd, Hrávallagötu 6, Reykjavik. Sigurður Lárusson, Bogaslóð 4, Höfn í Hornafirði. Sigurður verður aö heiman á afmælis- daginn. Elín Margrét Höskuldsdóttir, Rjúpufelli 27, Reykjavík. Ragnnr Jónsson, Hæðargarði 13, Reykjavík. Hjörtína Vagnsdóttir, Birkihlíð 12, Sauðárkróki. Sólrún Steindórsdóttir, Raftahlíö 48, Sauðárkrókur. Margrét Kristin Finnbogadóttir, Engjaseli 5, Reykjavík. Bima Salómonsdöttir, Lóngubrekku 10, Kópavogi Arnar : Björgvinsson, lilPTftfséJíil:: Reykjavík. Amar veröur að heimau á íilinæl- isdaginn. Björg Þórðardóttir, Goðheimura 21, Reykjavík. Imrbjörg Guðjónsdóttir, Markarvegi 15, Reykjavík. Álfhildur Steinbj örnsdóttir, Reykjarbraut 19, Þorlákshölh. Ölöf I.P. Benediktsdóttir, Rjúpufelli 44. Reykjavík. Birgir Jónasson, : Valiargötu 21, Keflarik. j Álfheiður Bjarnadóttir, Bjarkargötu 8, Patreksfiröi. Þórður Kristjánsson, Dalseli 10, Reykjavik. Guðmundur Þorkell Bjnrnason, Austurgötu 5, Hafnarfirði. Halla Guðbjörg Torfadóttir, Álfaheiði 26, Kópavogi. Sigurgcir Hjarni Árnasnn, Eyrargötu 18, Sigiufirði. Björg Jónsdóttir, Brúnageröi 2, Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.