Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993
17
Fréttir
Grásleppuvertíðin mjög léleg
Helgi Jónssan, DV, ÓlaMrði;
„Þetta er búiö aö vera afskaplega
léleg grásleppuvertíð, annaö árið í
röð skal ég segja þér,“ sagði Aðal-
björn Sigurlaugsson, trillukarl hér
á Ólafsfirði.
Veríðin hófst 20. mars sl. og þeir
sem veitt hafa mest eru komnir
með 13 tunnur en það þykir eðlilegt
aö vera kominn með 60% heildaraf-
lans í aprílmánuði. Það er yfírleitt
aðaltíminn en þetta er aðeins brot
af því sem gott þykir. Síðasta góða
grásleppuvertíðin var 1987. Veið-
inni nú lýkur í júní. Rauðmaga-
veiðin hefur lítið lagast og byijaöi
meira að segja þremur vikum
seinna en venjulega.
Starrinn hefur löngum þótt hvimleiður fugl i nábýli við menn vegna flóarinn-
ar sem honum fylgir. í húsi einu í Mosfellsbæ hafa starrahjón verið að
byggja sér hreiður og ibúar hússins ekki farið varhluta af því. Flær hafa
gert sig heimakomnar og valdið íbúum ýmsum skráveifum. Næstum hver
íbúi hússins er bitinn. DV-mynd Sigrún Lovisa
EskiQörður:
Erfittaðfáfólkþrátt
fyrtr skráð atvinnuJeysi
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði;
Atvinnumál á Eskifirði hafa verið
með þokkalegu móti síðustu mánuð-
ina. Fiskveiðar og vinnsla sjávaraf-
urða er aðalatvinnugreinin.
Eskfirðingar gera sér vel grein fyr-
ir á hveiju þjóðin lifir. Segja má að
atvinnuleysi hafi ekki þekkst á Eski-
firði í áratugi - afiir fengið vinnu sem
á annað borð hafa nennt að vinna
og haft til þess heilsu. En hér er lítið
um létt störf, allt fremur erfið vinna
við undirstöðuatvinnugreinina.
Að sögn Júlíönu Vilhjálmsdóttur,
sem sér um skráningu atvinnulausra
á bæjarskrifstofunni, hafa að jafnaði
verið á atvinnuleysisskrá 20 til 30
manns frá áramótum. Þrátt fyrir
þetta skráða atvinnuleysi hefur það
reynst atvinnumiðluninni erfitt að
fá menn til afleysinga á togara. Út-
gerðin hefur þurft að leita til ná-
grannastaða þegar vantað hefur há-
seta til að fara túr og túr. Minnast
útgerðarmenn skuttogara nú gjam-
an tímanna tvenna - ekki eru ýkja
mörg ár síðan mjög svo eftirsóknar-
vert var að komast á skuttogara -
hásetar skutu ráðherrum landsins
ref fyrir rass hvað laun snerti.
Tilvísanakevf i verður
tekið upp í sumar
Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráöherra ætlar að taka upp tílvís-
anakerfi í samræmi við niðurstöður
nefndar sem skipuð var til að koma
með tillögur um nýtt tilvísanakerfi.
Sighvatur lýsti þessu yfir á ríkis-
sfjómarfundi á dögunum. Búist er
við að tilvísanakerfið komist á í byrj-
un júní eða júlí í sumar.
Nefnd um tilvisanir leggur til að
tilvísanakerfi verði tekið upp sem
stýring í heilbrigðisþjónustunni án
þess að sjúkhngar verði skyldaðir til
að fara fyrst til heimihslæknis. Til
að nýta sem best heilbrigðisþjón-
ustuna telur nefndin að sjúklingar,
sem heimilislæknar vísa tÚ sérfræð-
inga, muni greiða lægra gjald þegar
kerfið kemst í gang en þeir sem leita
beint til sérfræðings án milhgöngu
heimihslæknis. Er mælt með því að
gildistími tilvísana verði aht að tvö
ár.
í niðurstöðum nefndarinnar kem-
ur fram að tilgangurinn með tilvís-
anakerfinu sé að hvetja almenning
til að leita fyrst til heilsugæslulækna
fremur en sérfræðinga. Tillögur
nefndarinnar verða kynntar lækn-
um og Tryggingastofnun ríkisins á
næstu dögum. Ekki er ljóst hvort
gjald til sérfræðinga og heimilis-
lækna hækkar með tilkomu kerfisins
né heldur hversu mikið sparast við
að taka upp tilvísanakerfi. Talið er
að komum til sérfræðinga fækki
verulega með tilvísanakerfinu og að
þá komi í ljós hver sé raunveruleg
þörf fyrir sérfræðinga. Tilvísana-
kerfiðnærekkitilaugnlækna. -GHS
Bókaðu ferðina í apríl.
IS aiLQOSIi1.
spmnr
fyrir 4ra manna fjölskyldu!
Með 5.000 kr. innborgun geturðu tryggt þér sumarferðina '93 á lága
verðinu. Ferðina þarf þá ekki að greiða að fullu fyrr en 21 degi fyrir
brottför. Með þessu getur 4rá manna fjölskylda sparað á bilinu 8-12.000 kr.
Verð ef staðfest
fyrir 1. maí.
KAUPMANNAHÖFN 27.820
ÓSLÓ 27.150
STOKKHÓLMUR 28.150
CAUTABOKC 27.150
FÆREYJAK 17.105
LONPON 27.150
CLASCOW 21.150
AMSTERDAM 27.580
LÚXEMBORC 28.150
PARÍS 28.550
FRANKFURT 50.590
HAMBORC 28.590
VÍN 50.580
MÚNCHEN 50.590
ZÚRICH 50.150
MÍLANÓ 50.580
BARCELONA 50.150
Flugvallarskattar eru innifaldir.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn
um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í sima 690300
(svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18).
Verð gildir eingöngu í beinu flugi Flugleiða. Ferðir skulu farnar fyrir 30. september 1993.
Lágmarksdvöl 6 dagar. Hámarksdvöl 1 mán. Áætlunarflug hefst: Hamborg 9. maí, Ziirich 22. maí,
Vín 4. júní, Barcelona 12. júní, Múnchen 26. júní, Mílanó 16. júlí.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
SB (D Qatlas^