Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Hraf nsmálin og einkavæðingin Hvers vegna lögöu höfðingjar Sjálfstæðisflokksins á sig það erg-. elsi og þá niðurlægingu sem fylgir því að troða Hrafni Gunnlaugssyni í embætti framkvæmdastjóra Sjón- varps? Sem hlaut þó að koma þeim í marga skapraun innan flokks og utan. Þjóðarsálin svarar þessu fyrir sitt leyti með því að Davíð Oddsson vilji allt fyrir vin sinn gjöra. Davíð kveðst svo hvergi nærri málinu koma og því trúir enginn. Hefndarfýsn Við skulum ekki orðlengja um þá hlið málsins í bili og spyija um fleiri ástæður eða tilraunir til að réttlæta gjöminginn. Eitthvað hef- ur t.d. verið fjasað um að það sé svo hollt fyrir Sjónvarpið að Hrafn Kja]]aiinn Árni Bergmann rithöfundur „Þjóðarsálin svarar þessu fyrir sitt leyti með því að Davíð Oddsson vilji allt fyrir vin sinn gjöra. Davíð kveðst svo hvergi nærri málinu koma og því truir enginn.“ vinni þar. Þessu trúir enginn held- ur - að minnsta kosti ekki Ólafur G. Einarsson. En daginn sem hann setti Hrafn í embætti var hann spurður að því í útvarpi hvort hann byggist við því að slík ráðstöfun hefði jákvæð áhrif á starfsmóral- inn á stofnuninni. Nei, menntamálaráðherra bjóst ekki við þvi. Ég á ekki von á því að þar verði nein fagnaðarhátíð, sagði hann. Sem þýðir með öðrum orðum að ráðherranum var það efst í huga að það þyrfti aö refsa Ríkisútvarpinu fyrir að hafa vikið Hrafni úr starfi. Uppsögn hans úr starfi dagskrárstjóra bauð ekki upp á frið, sagði ráðherrann. - Þess átti sem sagt að hefna... Því verr þeim mun betra En nú má halda áfram og spyija að því hvort Hrafnsmálið rími ekki í einhveiju við sjálf stefnumál Sjálfstæðisfiokksins, hvað sem per- sónum líður? Eitthvað hafa menn verið að fitja upp á því. í fjölmiðlapistlum Morg- unblaðsins og kjöllurum DV hafa heyrst þær raddir að rökrétt niður- staöa af Hrafnsmálum sé sú að einkavæða Sjónvarpiö. „Hrafn Gunnlaugsson er þeirra eina sanna óskabarn," segir Árni m.a. i grein sinni. Þetta er útskýrt með því að einka- væðingin sé „eina leiðin til að koma í veg fyrir afskiptasemi stjómmála- manna af útvarpi og sjónvarpi." Þetta er dálítið skondið: Þeim sem skrifa finnst bersýnilega að Hrafnsmálin séu hin verstu (fara þó undan í flæmingi með því að „ég vil ekkert um einstaka menn segja“). En sem sagt: tækifærið er notað til að minna á það stóra hug- sjónamál Heimdellinga og ákveð- ins geira í Sjálfstæðisflokknum sem vilja Ríkisútvarpið feigt. Hrafnsmálið er notaö sem dæmi um að öll afskipti stjómmála- manna af fjölmiðlum hljóti að vera 01 (og þá er um leið látið að því liggja aö það sé ekki hægt að for- dæma Davíð og Ólaf G. öðrum fremur fyrir þeirra ráðsmennsku!). Vitanlega var það ekki gjört til að undirbúa einkavæðingu Sjón- varps að Hrafni var þar inn troðið. En í raun fellur sú ráðstöfun að þeim áformum eins og flís við rass. Því verra sem ástandið er á Sjón- varpinu og þvi hrikalegri sem sam- starfsörðugleikarnir eru og því dýrari sem hápólitískar manna- ráðningar Flokksins reynast í pen- ingum þeim mun auðveldari verð- ur eftirleikurinn fyrir einkavæö- ingarfíklana. Hrafn Gunnlaugsson er þeirra eina sanna óskabarn. Árni Bergmann Stóðust fréttamenn próf ið? Þegar sprengjur springa að næt- urlagi lýsir blossinn upp umhverf- ið, sem kunnugt er, og menn sjá það sem ella er jafnan hulið sjón- um. Og fréttasprengjur lýsa stund- um upp sjálfa fjölmiðlana: Af við- brögðum fréttamanna og annars fjölmiðlafólks má ráöa hversu vel það rækir hlutverk sitt. Hver ein- asta fjölmiðlasprengja jafngildir prófi sem lagt er fyrir fréttamenn og annað fjölmiðlafólk. Sprengjan, sem sprakk í Rikisút- varpinu mánudaginn 29. mars síð- astliðinn, þegar séra Heimir Steins- son útvarpsstjóri rak Hrafn Gunn- laugsson fyrirvaralaust úr starfi dagskrárstjóra, ásamt þeim at- burðum, sem síðar hafa orðið, er ein slík prófraun. Því miður hafa nokkrir fréttamenn fengið þar lága einkunn. Hér skal ég nefna nokkur lítil dæmi, þótt frekari rannsóknar og meiri gagna sé þörf til þess að greina og gagnrýna fréttaflutning- in af atburðarásinni í heOd sinni og líta á hann í rökréttu samhengi við annað. Fjögur dæmi Fyrsta dæmið er af Helga Má Arthúrssyni, fréttamanni Sjón- varpsins, mánudaginn 5. apríl. Þá sýndi hann í átta-fréttum um kvöldið frá hörðum umræðum á Alþingi þá um daginn um ráðningu Hrafns í framkvæmdastjórastarf í Sjónvarpinu; en hann klippti út Kjállarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði háreysti, óp, köll og lófatak starfs- fólks Sjónvarpsins sem var á þingpöllum og virti einskis marg- ítrekaöar áminningar forseta Al- þingis. Með framferði sínu var þetta starfsfólk Sjónvarpsins (í miðjum vinnutíma) beinlínis að brjóta það ákvæði stjómarskrárinnar að Al- þingi skuli vera friöheilagt og ekki megi trufla starfsemi þess. Það var vissulega fréttnæmt, þótt það væri ekki sýnt í fréttum Sjónvarpsins. Annað dæmi er af Kristjáni Ara Arasyni, fréttamanni DV, þriðju- daginn 6. apríl. Hann sagði þá í blaði sínu að ráðning Hrafns hefði verið gagnrýnd á fundi í þingflokki sjálfstæðismanna. Þessi frétt er staðlausir stafir. Formaður og varaformaður þingflokksins kann- ast hvorugur við nein slík mót- mæh á fundum þingflokks sjálf- stæðismanna. Þriðja dæmið er af Pressunni sem er bersýnilega í herferð gegn Hrafni. Að sinni verður þó aðeins tvennt nefnt þaðan. Þegar leitað var álits fimm manna um ráðningu Hrafns vora valdir fjórir andvígir henni og einn á báðum áttum. Pressunni var þó í lófa lagið að finna ýmsa málsmetandi stuðn- ingsmenn ráðningarinnar. Þegar Hrafn fékk í öðru lagi að svara fyrir sig í viðtali var fyrir- sögnin ekki í samræmi við um- mæli hans. Hann hafði sagt: „Ég veit að skussum stendur stuggur af mér.“ En fyrirsögnin var: „Skussunum stendur stuggur af mér.“ Ákveðni greinirinn, sem smyglað var inn, breytti merking- unni svo að unnt var að leggja ummælin út sem ádeilu á starfsfólk Sjónvarpsins, þótt það hefði vafa- laust ekki verið ætlun Hrafns. Fjórða dæmið er af Sigrúnu Stef- ánsdóttur, fréttamanni Sjónvarps- ins. Hún var ein þeirra sem klöpp- uðu, stöppuðu, æptu og orguðu uppi á þingpöllum mánudaginn 5. apríl í því skyni að láta í ljós van- þóknun á ráðningu Hrafns. Síðar ætlaði sama kona að taka viðtal við Hrafn um máhð. Auðvitað var því hafnað. Hvernig í ósköpunum datt henni í hug að hún gæti sinnt fréttaflutningi í máli sem hún var sjálf aðili að? Síðasta dæmið er raunar lang- afvarlegast. Það er mikið umhugs- unarefni aö þessi kona, sem þverbrýtur öll lögmál fréttaflutn- ings og eðlilegrar framkomu, skuli veita forstöðu námsbraut í hag- nýtri fjölmiðlun í félagsvísinda- deild; það er síður en svo til þess fallið að afla námsbrautínni trausts. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „ Af viöbrögðum fréttamanna og ann- ars Qölmiölafólks má ráða hversu vel þaö rækir hlutverk sitt. Hver einasta fjölmiðlasprengja jafngildir prófi... “ 15 raeo oq Rýmríafgrelðslutími Framför „Ég held að veitingamenn séu ekki farn- ir að átta sig á þessari breyt- ingu ennþá. Ég tel rétt að afnema öll höft á sölu áíengis á veit- ingahúsum. Þettaersporí framfaraátt og ég hygg að vinnu- tími þjóna og veitingafólks lengist þegar menn hafa áttað sig á þess- ari breytingu. Veitingamenn geta haft opið allan daginn og þar með boðið upp á meiri þjónustu. Þeir þurfa ekki að pukrast með koníak í mjólkurkönnum eins og gert var á Borginni í gamla daga. Fólk viH geta fengiö sér vin meö mat eöa koníak með kaffinu og getur nú gert það þegar því sýnist. Þá held ég að nýi afgreiðslutíminn hafi ekki slæm áhrif á drykkju manna. Dr>'kkjusiöir þjóðarinn- ar hafa smám saman verið að breytast frá því bjórinn var feyfö- ur hér fyrír nokkram árum. Eft- irspum eftir bjór hefur aukist og menn drekka síöur sterka drykki nú. íslendingar hafa alltaf drukk- iö meira um helgar en i miðri viku og það breytist ekki neitt. Nýi afgreiðslutíminn hefur eink- um áhrif á þjónustu við erienda feröamenn. Margir þeirra era vanir því að drekka vín með mat og því vilja þeir halda áfram hér. Eitt skref i átt til fi-amfara væri að leyfa götuveitingastaði i mið- bænum því það rayndi óneitan- lega krydda götulifið á góðviðris- dögum í henni Reykjavík." Jóhannés Vlðar BJamason, veltinga- maður I Hafnarflrðl Opnað fyrir dagdrykkju „Ég furða mig mjög á þessari ákvörðun dómsmála- ráðherra og veit ekki hvaða til- gangi hún á ... að þjóna. Við eramnýbúnir að fá skýrslu bandala98 l8land8 um þau ofbeldisverk sem hafa verið framin þar sem fram kemur að 80 prósent allra ofbeldisverka eru framin í tengslum við áfeng- isneyslu. Ég átti ekki von á þvi aö æöstí maður dómsmála í land- inu færi að rýmka og lengja af- greiöslutíma vinveitingastaða í kjölfarið á þessari skýrslu. Meö þessu er hann að opna fyrir dag- drykkjuna sem við höfum bless- unarlega verið laus við og auka þar með drykkjuna. Það er marg- föld reynsla alls staðar austan hafs og vestan að því greiðara aðgengi sem menn hafa að áfengi og því lengri sem afgreiöslutími er því meiri verður áfengisneysl- an og í kjölfar hennar ýmsar af- leíðingar sem alUr þekkja. Ég hef ekki heyrt eða séð nokkurn öl- kæran mann kvarta yfir þeirri lokun sem hefur verið yfir hádag- inn. Sennilega er verið aö koma til móts við hagsmuni annarra en almennings í landinu. Það er leitt með svo mætan dreng og dóms- tnálaráðherra að hann beiti sér fyrir þessu beint i kjölfarið á ógn- vænlegri skýrslu sem sýnir of- beldi í kiölfar áfengisneyslu." •GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.