Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Page 7
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 7 Fréttir Mikil óánægja með kjaramál meðal presta - prestar eru orðnir vanskilamenn og eiga ekki fyrir mat, segir Geir Waage „Aðalfundur Prestafélags Islands fól stjóm félagsins mjög rúmt umboð til að finna ráð til að koma á breyttu fyrirkomulagi varðandi greiðslur íyrir aukaverk presta,“ segir Geir Waage, formaður Prestafélags ís- lands. Aðalfundur Prestafélagsins var haldinn í vikunni og kom þar í ljós mikil óánægja með kjaramálin en prestar fengu á sig lagasetningu í fyrra eftir úrskurð kjaradóms. Á fundinum kom fram að prestar vilja fá leiðréttingu launa sinna, endur- skoðun embættiskostnaðar, auk þess sem þeir vilja losna við innheimtu gjalda fyrir aukaverk án þess að tekj- ur þeirra skerðist. „Menn eru mjög, mjög óánægðir með kjaramálin. Viö getum ekki endalaust beðið. Við getum ekki sinnt störfum okkar ef þaö á að hor- fella okkur. Hvað eiga prestar að hugsa þegar allt er í þrotum og skuld- ir hlaðast upp? Prestar em orðnir vanskilamenn og eiga ekki fyrir mat. Það eru takmörk fyrir því hvað prestar geta haldið þetta lengi út. Við höfum engin tök á því að knýja fram nokkur úrræði. Þess vegna höfum Grindavik: Einnásjúkrahús eftirbílveltu Bílvelta varð á ísólfsskálavegi í gærmorgun. Þrír voru í bílnum og slasaðist farþegi í framsæti bílsins í andliti og var hann fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala. Þar feng- ust þær upplýsingar að hann væri alvarlega slasaður en ekki í lífs- hættu. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið ölvaður við akstur og er bíllinn tahnnónýtur. -pp Nýr bíll brann Eldur kom upp í nýrri Renault Clio bifreið við Jaðarsel í Reykjavík í fyrrakvöld. Bifreiðin, sem er ný, var í akstri þegar eldurinn kom upp og var kallað á lögreglu og slökkvilið til að ráða niðurlögum eldsins. Lögregl- an kom fyrst á vettvang og sprautaði með handslökkvitæki á eldinn en án árangurs og svo kom slökkvilið og slökkti eldinn. Töluverðar skemmdir urðu á bOnum en engin meiðsl á fólki. -PP Stjóm SVR: Fellstá stofnun hlutafélags Stjóm Strætisvagna Reykjavíkur hefur samþykkt með þremur at- kvæðum gegn tveimur að leggja fram þá umsögn á næsta borgarráðsfundi að stjórn SVR fallist á hugmyndir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borg- arráði um stofnun hlutafélags um rekstur' Strætisvagna Reykjavíkur. Málið verður tekið fyrir í borgarráði á þriðjudaginn. Snarpar umræður urðu um fyrir- hugaða hlutafélagsstofnun á stjóm- arfundi SVR nýlega þar sem bókanir og tillögur skiptust á. Fulltrúar minnihlutans í stjórn SVR lögðu fram tillögu um að stjóm SVR færi þess á leit við borgarráð og borgar- stjórn að fresta afgreiöslu tillögunn- arenþaðvarfellt. -GHS við dregist aftur úr öllum viðmiðun- arhópum í opinberri þjónustu," segir Geir. Prestar sóttu um leiðréttingu á gjaldskrá sinni í byrjun ársins og fengu leiðréttingu til samræmis við þjónustugjaldaskrá ríkisins. Nú hafa þeir ítrekað beiðnina. Þá hafa þeir einnig sótt um endurskoðun á emb- ættiskostnaði en prestar fá sjö þús- und krónur á mánuði til að sjá sér fyrir húsnæði undir skrifstofur, hita og rafmagni, viðhaldi og nauðsynleg- um skrifstofubúnaði að sögn Geirs. „Það er viðurkennt að prestar þurfa borð og stóla á skrifstofur sín- ar, auk ritfanga í hófi, en það er spuming hvort ráðuneytið telur tölv- ur nauðsynlegar í starfi presta eða ekki. Við viljum að embættiskostn- aðurinn sé endurmetinn því að prest- ar verða sjálfir að greiöa allan rekstr- arkostnað sem fer yfir sjö þúsund krónur á mánuði. Það er alveg ljóst að margir prestar hafa meiri kostnað af embættisrekstri sínum en þeir fá nokkurn tímann endurgreid'dan frá ríkinu," segir hann. -GHS Hópferð um Suðurland dagana 10.-12. júlí á vegum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Farið verður frá Reykjavík kl. 8:30 laugardaginn 10. júlí n.k. um Fjallabak í Landmannalaugar, Eldgjá og að Kirkjubæjarklaustri. Skoðaðir verða ýmsir markverðir staðir, m.a. farið í Skaftafell og þaðan að Jökulsárlóni. Gist verður á Kirkjubæjarklaustri báðar næturnar. Verð kr. 13.700.- Ferð, gisting, matur og leiðsögn innifalin. í ferðina komast 50 manns og fá þeir sem fyrstir panta. Skráning og nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu V.R. og í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. NISSAN DIESEL ÖFLUGIR VÖRU OG FLUTNINGABÍLAR ■ Nissan Diesel 816 GME 87 ■ Nissan Diesel 1020 GMF 87F og GM 87 KH ■ Nissan Diesel 1223 CLG 87F Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum Komið og skoðið Sýningar: laugardag og sunnudag Frá kl. 14-17 Ingvar HeSgason hf. Sævarhöfði 2, 112 Reykjavtk P.O. Box 8036, Sími 674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.