Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 5 I>V Fréttir Bryndís Kristinsdóttir sigraði efdr 19 ára baráttu fyrir rétti sínum: Nú verður auðvitað farið í skaðabótamál - langar að stríða Tannlæknafélaginu aðeins, segir Bryndís Kristinsdóttir „Þetta hefur auðvitað skenuut geysilega fyrir mér því fólk hélt ég fengi ekki að vinna. Það tók mig ' einnig tíma að átta mig á þvi að ég gæti unnið sem áður og ég varð fyrir fjárhagslegu tjóni. Nú verður auðvit- að farið í skaðabótamál. Að minnsta kosti hefur lögfræðingurinn minn hvatt mig til þess. Ég leyfi honum að haga þessu eins og hann vill. Hann er frábær. Mig langar að minnsta kosti að stríða Tannlæknafélaginu aðeins," segir Bryndís Kristinsdóttir tannsmíðameistari. Bryndís vann sigur í deilu sinni við Tannlæknafélag Islands sem staðið hefur í 19 ár eða frá því að félagiö kærði hana árið 1975 fyrir aö stunda tannlækningar án tilskilinna rétt- inda. Eftir það var Bryndís kærð nokkriun sinnum, ýmist til ráðu- neytis, rannsóknarlögreglu eöa Landlæknisembættisins, yfirleitt fyrir að fara inn á starfssvið tann- lækna. Aðeins einu sinni var hún áminnt en í öll hin skiptin var kær- unum vísað frá. Bryndís á heimili sínu með sigur- bros á vör. Hana langar að stríða Tannlæknafélaginu aðeins. DV-mynd Brynjar Gauti Þann 17. ágúst 1992 gerði Bryndís og Tryggingastofnun ríkisins samn- ing með sér um að Tryggingastofnun greiddi fólki ákveðið hundraðshlut- fall af þeim kostnaði sem á það félli vegna tannsmíða. Tæpum tveimur mánuðum seinna krafðist Tann- læknafélagið lögbanns við þessum samningi. Héraðsdómur Reykjavík- ur tók málið til meðferðar og gekk dómur í því 1. júní 1993. Þar var lög- bannið staðfest en samningurinn fékkst dæmdur gildur. Þessum dómi áfrýjaði Bryndís og töldu margir hana gera stóra skyssu með því þar sem hún hefði unnið hálfan sigur þar. Bryndís vildi hins vegar ekki gefast upp og felldi Hæstiréttur lög- bannið úr gildi með dómi eins og fyrr sagði en tók ekki afstöðu til annarra þátta málsins. „Ég hlæ nú og segi að sennilega vann ég út á eina kæruna þar sem hreinlega var farið yfir mörkin. Ég hef sjálf aldrei fengið í hendur neina áminningu frá landlækni. Ég var ein- hvem tímann áminnt munnlega en aldrei skriflega,“ segir Bryndís. Hún segir að sigurinn sé sérstak- lega sætur þar sem enginn af hennar starfsbræðrum hafi staðið með henni. „Það lá við að hlakkaði í tann- smiðum ef ég myndi tapa málinu," segir Bryndís. -pp Kísiliðjan tapaði yfir 30 milljónum króna Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii Tap á rekstri Kísihðjunnar við Mývatn á síðasta ári að teknu tilliti til fjármagnshða og tekjuskatts nam 32 mihjónum króna og er það veruleg breyting frá árinu 1992 þegar hagn- aður var tæpar 6 mihjónir. Framleiðsla fyrirtækisins á síðasta ári nam um 17,7 þúsund tonnum sem er um 25% minna en meðaltal áranna á undan en mest var framleiðslan 29,4 þúsund tonn árið 1985. Birgðir fyrirtækisins minnkuðu verulega á síðasta ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir 19 þúsund tonna framleiðslu en reyndar hefur orðið um 20% sölu- aukning fyrstu 3 mánuði ársins og jákvæð teikn eru á lofti. Til að snúa vörn í sókn hafa for- svarsmenn fyrirtækisins ákveðið að grípa tíl róttækra aðhaldsaðgerða og er stefnt að 15% lækkun rekstrar- gjalda og að starfsmönnum verði fækkað um fjórðung. Hafnar eru við- ræður við flutningsaðila um lækkun flutningskostnaðar og fyrir dyrum standa viðræður við orkusala um lækkun á orkukostnaði. Þá hefur verið leitað til flestra viðskiptaaðila um betri kjör. Gert er ráð fyrir hagn- aði af starfsemi félagsins á þessu ári sem rekja má til ofangreindra að- haldsaðgerða. Sameiningin naumlega felld í Skriðuhreppi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; „Ég er mest hissa á að þetta skuh hafa verið feht í Skriðuhreppi því ég taldi menn þar hafa mestra hags- muna að gæta, s.s. vegna vegalagn- ingar," segir Eiríkur Sigfússon, odd- viti í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, um úrsht atkvæðagreiðslunnar um sameiningu þriggja sveitarfélaga í Eyjafirði um helgina. Kosið var um sameiningu Glæsi- bæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxna- dalshrepps. Sameining var sam- þykkt í Glæsibæjarhreppi í Öxna- dalshreppi en í Skriðuhreppi urðu úrshtin þau að 28 voru á móti sam- einingu en 25 með. Rætt er um að það sem hafi valdið því að sameiningartihagan var fehd í Skriðuhreppi sé að Arnarneshrepp- ur var ekki með í þessum áformum um sameiningu. Eiríkur Sigfússon, oddviti Glæsibæjarhrepps, segir það eðlilegt að nú taki við sameining Glæsibæjarhrepps og Öxnadals- hrepps og hann segist áhta að þess verði ekki langt að bíða að Skriðu- hreppur og Amameshreppur komi inn í þá sameiningu. Nítján ára barátta Bryndísar 1975: Kærö til Sakadóms Reykjavíkur af Tannlæknafélagi íslands fyrir aö stunda tanniækningar án lögskilinna réttinda. Málið fellt niöur sama ár samkvæmt ákvöröun ákæruvaldsins. 1985: Kærö til landlæknis fyrir skottulækningar. 1986: Landlæknir veitir henni alvarlega áminningu fyrir brot á lögum. 1990: Kærö af deiidarforseta tannlæknadeildar HÍ til he' brigöis- og tryggingamálaráðuneytis fyrir aö hafa smíöað gervitennur á eigin spýtur í fólk án þess aö nokkur tannlæknir kæmi þar nærri. Landlæknir fær ekki séö aö ástæöa sé til aö amast viö starfsemi Bryndísar. Starfsemi Bryndísar kærð af Tannlæknafélaginu til RLR. Kæran var send áfram til saksóknara. Hann tilkynnti aö kæruefniö veitti eigi þann grundvöll aö efni væru til þess aö mæla fýrir um lögreglurannsókn. 1992: Brydís gerir samning viö Tryggingastofnun rlkisins um tannsmíði. Tryggingastofnun skuldbatt sig til aö endurgreiöa fólki ákveðiö hundraöshlutfall af þeim kostnaöi við smíöi gervitanna. . Tannlæknafélagiö krefst lögbanns viö aö samningnum sé beitt. 1993: Lögbann staðfest fyrir héraösdómi aö þvl er tekur til tannsmíöavinnu Bryndísar í munnholi sjúklinga. Hins vegar er hún sýknuö af þeirri kröfu að fyrrgreindur samningur sé ógiltur meö dómi. 1994: Hæstiréttur nemur lögbanniö úr gildi meö dómi. Hann tekur hins vegar ekki afstööu til annarra þátta málsins. Bryndls íhugar aö höföa skaöabótamál á hendur Tannlæknafélagi ísiands. PV MATUR & KÖKUR /////////////////////////////// 16 síðna aukablað um mat og kökur fyrir páskana fylgir DV á morgun. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. • Kynnt verða úrslit í uppskriftasamkeppni DV um nýstárlega fiskrétti. • Fylgst verður með landsliðsmönnum í matreiðslu. • Uppskriftir frá fjarlægum löndum og fl. og fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.