Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Afmæli Kristinn B. Júlíusson Kristinn Björgvin Júlíusson, fyrr- verandi bankaútibússtjóri, Vallholti 34, Selfossi, er áttræöur í dag. Starfsferill Kristinn er fæddur á Eskifirði og ólst upp þar og í nágrenninu. Hann stundaði bama- og unglingaskóla- nám á Eskifirði og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1934. Hann varð cand. juris frá Háskóla íslands 1941 og fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður sex árum síð- ar. Kristinn var starfsmaður Lands- banka íslands á Eskifirði 1934, fyrst til sumarafleysinga, bókari (skrif- stofustjóri) bankans 1937-57, að undanskildu leyfi frá störfum frá október 1939 til mars 1941 til að ljúka lögfræðiprófi og 1943-47 til að gegna sýslumanns- og bæjarfógetaemb- ættum. Hann stundaði almenn lög- fræðistörf samhliða aðalstarfi 1947-58. Kristinn var útibússtjóri Landsbanka íslands á Eskifirði 1958-71 og síðan útibússtjóri sama banka á Selfossi 1971-83 er hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Hann var settur sýslumaður í Suður-Múla- sýslu 1943-46 og settur bæjarfógeti í Neskaupstað í 6 mánuði 1947, hvort tveggja í fjarveru viðkomandi emb- ættismanna. Kristinn gegndi báðum þessum embættum oftar um skemmritíma. Kristinn var framkvæmdastjóri Bátaábyrgðarfélags Eskifiarðar og nágrennis 1947-18. Hann var í yfir- skattanefnd Suður-Múlasýslu 1947-62, sýslunefnd Suður-Múla- sýslu 1950-62 ogfulltrúi Suður- Múlasýslu í fulltrúaráði Bunabóta- félags íslands 1955-62. Kristinn var formaður stjórnar héraðsbókasafns Suður-Múlasýslu á Eskifirði 1956-62. Hann var sáttasemjari í vinnudeildum á Austurlandi 1960-72. Kristinn var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1969. Fjölskylda Kristinn kvæntist 1.1.1944 Bryn- hildi Stefánsdóttur, f. 12.8.1911, hús- móður. Foreldrar hennar: Stefán Guðmundsson, f. 30.5.1883, d. 3.9. 1961, trésmiður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Jóhannsdóttir, f. 17.4. 1884, d. 15.7.1958, húsfreyja. Börn Kristins og Brynhildar: Hall- dór Kristinsson, f. 28.8.1945, sýslu- maður á Húsavík, hans kona er Guðrún Hjördís Björnsdóttir, 24.5. 1944, kennari og ljósmóðir, þau eiga fiögur böm, Ingibjörgu, f. 5.6.1971, Kristin, f. 22.5.1972, Bjöm, f. 4.10. 1977, og Brynhildi, f. 14.11.1983, dótt- ir Halldórs og Steinunnar Guð- mundsdóttur, f. 25.10.1944, húsmóð- ur og læknaritara, er Áslaug, f. 26.10.1963; Arndís Kristinsdóttir, f. 14.3.1947, kennari og nú bankafull- trúi í Reykjavík, hennar maður er Konráð Jónas Hjálmarsson, f. 27.9. 1943, vélstjóri, þau eiga þijú böm, Brynhildi, f. 16.1.1973, Kristínu, f. 9.5.1974, og Snæbjöm, f. 26.3.1976. Bræður Kristins: Ásgeir Júlíus- son, f. 6.4.1906, d. 1983, bókari og gjaldkeri við sýslumannsembættið á Eskifirði, hans kona var Hjördís Helgadóttir, þau eignuðust tvö böm; Ingvar Júlíusson, f. 2.7.1907, d. 1963, sjómaður og síðast oddviti Eski- fiarðarhrepps, hans kona var Guð- rún Ágústsdóttir, þau eignuðust tvö böm. Foreldrar Kristins: Júlíus Guð- mundsson, f. 30.6.1876, d. 31.3.1941, trésmiður á Eskifirði, og Kristín BjörgÞórðardóttir, f. 9.11.1879, d. 21.4.1914, húsfreyja á Eskifirði. Fósturforeldrar Kristins: Jóhann Þorvaldsson, f. 9.6.1882, d. 27.7.1961, útvegsbóndi og vélbátaformaður á Eskifirði, og kona hans, Halldóra Helgadóttir, f. 30.12.1884, d. 7.6.1980, húsfreyja. Ætt Júlíus var sonur Guðmundar Jónssonar, f. 19.10.1839, d. 14.2.1900, bónda, síðast í Miðengi í Grímsnesi, Kristinn Björgvin Júlíusson. og Guðrúnar Þorgilsdóttur, f. 16.7. 1836, d. 20.10.1919, vinnukonu á ýmsum bæjum í Grímsneshreppi en hún bjó síðast í Rima, litlu koti úr landi Reykjaness í Grímsnesi. Kristín Björg var dóttir Þórðar Runólfssonar, f. 24.10.1842, d. 25.9. 1894, bónda og síðast húsmanns á Þemunesi við Reyðarfiörð í Suður- Múlasýslu, og konu hans, Vilborgar Bjömsdóttur, f. 26.11.1853, d. 19.2. 1936, húsfreyju, en hún var síðar búsett á Eskifirði. Kristinn er að heiman á afmæhs- daginn. 22. mars 80ára SOára Rakel Loftsdóttlr, Hátúni 10a,Reykjavík. Ásta Gyðríður ísleifsdóttir, Reynimel 25, Reykjavík. Benedikt Bjarnason, Miðtúni 18, Höfn í Hornafiröi. 75 ára Fríða Snorradóttir, Hlíðarstræti 12, Bolungarvík. Katrín Guðmundsdóttir, Gullteigi 18, Reykjavík. PállA. Jónsson, Grænagarði 9, Keílavík. Guðmundur Óskar Skarphéðins- son, Sólvallagötu 40d, Keflavík. Margrét Björnsdóttir, Hjallavegi 4, Hvammstanga. 40 ára 70ára Björn Fr. Björnsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. 60 ára Hörður Þorsteinsson, Skipagötu 16, ísafiröi. Sæmundur Hafsteinsson, Bæjargili 34, Garöabæ. Bjarnfríður Bjarnadóttir, Dísarási3, Reykjavík. Ágúst Björgvinsson, Veghúsum 5, Reykjavík. Friðrik Guðmundsson, Klébergi 17, Þorlákshöfn. Sveinbjörn Friðjónsson, Gerðhömrum 21, Reykjavík. Sveinbjöm Kjartansson Sveinbjöm Kjartansson verka- maður, Lambeyrarbraut 12, Eski- firði, er sjötugur í dag. Starfsferill Sveinbjöm fæddist í Eskifiarðar- seh en ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Vesturhúsum á Eskifirði. Hann naut almennrar bama- og unglingafræðslu þess tíma, stund- aði ýmis sveitastörf á unghngsámn- um á Héraði þar sem hann annaðist m.a. póstferðir. Þá sótti Sveinbjöm vertíðir í Vestmannaeyjum jafn- framt því sem hann var bfistjóri hjá Vegagerð ríkisins á sumrin um tólf ára skeið eða þar til hann varö starfsmaður Eskifiarðarbæjar fyrir u.þ.b. þremur áratugum. Foreldrar Sveinbjöms vom Kjart- an Jónsson, f. 6.8.1906, d. 7.1.1977, verkamaður, og Emerentsíana Kristín Pálsdóttir, f. 23.4.1900, d. 24.5.1993. Ætt Kjartan var sonur Jóns, b. í Eski- fiarðarseh, Kjartanssonar, b. í Eski- fiarðarseh, bróður Jóhönnu, móður Þórarins ísfeld, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, og langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Kjartan var sonur Péturs Brandt, b. í Eski- fiarðarseh, Kíartanssonar ísfiörð, kaupmanns á Eskifirði, Þorláksson- ar ísfiörð, sýslumanns á Eskifirði, Magnússonar, b. í Meirihhð í Bol- ungarvík, Sigmundssonar, stúdénts í Meirihlíð, Sæmundssonar, lög- réttumanns á Hóh í Bolungarvík, Magnússonar, lögsagnara á Hóli, Sæmundssonar, sýslumanns á Hóh, Ámasonar. Móðir Kjartans ísfiörð var Soffia Erlendsdóttir, sýslu- manns á Hóh, Ólafssonar, bróður Jóns Grunnvíkings. Móðir Kjartans í Eskifiarðarseh var Þorbjörg, talin dóttir Páls Melsted, amtmanns í Stykkishólmi, og Freygerðar Eyj- ólfsdóttur ísfeldt, fiarskyggna, snikkara á Syðrafialh í Áðaldal. Móðir Jóns í Eskifiarðarseh var Kristín Jónsdóttir frá Vöölum. Móð- ir Kjartans Jónssonar var Anna Jónsdóttir. Emerentsína er dóttir Páls, b. í Veturhúsum, Þorlákssonar, b. á Keldunúpi á Síðu, Pálssonar, b. í Hraunkoti í Landbroti, Þorsteins- sonar, b. á Hunkubökkum, Saló- monssonar, b. í Arnardrangi, Þor- steinssonar, b. á Steinsmýri, Þor- steinssonar. Móðir Þorláks var Ingi- björg Þorláksdóttir, b. í Flögu, Jóns- Sveinbjörn Kjartansson sonar og konu hans, Elínar Lofts- dóttir, b. í Ytri-Ásum, Ólafssonar. MóðirElínarvarGuðríðurÁma- • dóttur, b. á Hrútafehi, Loftssonar og konu hans, Ingibjargar Sveins- dóttur. Móðir Páls í Veturhúsum var Emerentiana Oddsdóttir, b. á Kvíabóh, Árnasonar og konu hans, Hallfríðar Þórðardóttur. Móðir Emerentsínu var Þorbjörg Kjartansdóttir frá Eskifiaröarseli, systir Jóns í Eskifiarðarseli, svo Kjartan Jónsson og Emerentsína vom systkinabörn. Menníng Tilkynning um skil á upplýsingum vegna afmælisgreina Páskablaö DV kemur út miðvikudaginn 30.3. nk. Upplýsingar vegna afmæla 30.3.-5.4. veröa að berast ættfræðideild DV eigi síðar en mánudaginn 28.3. nk. þúsund hver. Sex matarkörfur á mámiði að verð- 63 27 00 Syngjandi nimna Ég hef áður minnst á mikinn áhuga á fornum söng sem vaknað hefur víða um hinn vestræna heim. Tvennt er það sennilega sem framar ööru hefur vakið þennan áhuga - og hlýtur raunar að haldast í hendur - síaukin útgáfa á þessu tónhstarefni á geislaplötum og vaxandi þörf tónelskra nútímamanna fyrir afdrep í þeirri síbylju hljóða sem við mætum hvunndagslega. Þá er gamall „cantus firmus" eða hrein og tær pólífón- ía sem smyrsl á tóneyrað. Söngþjóð á borð við okkur íslendinga lætur ekki sitt eftir hggja. Reykvískir inn- flytjendur á tónhstarefni tjá mér að forn söngtónhst seljist nú betur en flest annaö klassískt efni en af nýrri tónlist selji menn sporgöngumenn pólífónistanna, tón- skáld á borð viö Tavemer yngri og Párt. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Ég hef sjaldan heyrt forna tónhst jafn innilega sungna og af geislaplötu sem kahast einfaldlega Chant Byzantin - býsanskur söngur. Þar flytur nunna af h- bönskum uppruna, systir Marie Keyrouz, kirkjusöng aftan úr fornkristni, aðallega andaktuga tónhst sem tengist píslarsögu og upprisu Krists með hjálp kórs úr Sankti-Júlíusar kirkjunni í París. Fornyrðislög upp á grísk-arabísku Það sem er sérstaklega merkilegt við þennan söng, jafnt fagurfræðilega sem tónhstarsögulega, er sú blöndun arabískra, grískra og rómanskra áhrifa sem á sér stað í honum sem er auðvitað endurspeglun þess sem gerist í Austurlöndum nær á fyrstu öldum kristn- innar. Til að gefa áheyranda betri hugmynd um þessa Tórúist Aðalsteinn Ingólfsson blöndun eru sömu stefin stundum sungin undir grísk- um hætti og arabískum en textar eru einatt blanda af hvorutveggja. Systir Marie Keyrouz á htið sammerkt með stahsyst- ur sinni sem kiijaði lagiö um „Dominique", er hálærð í kirkjusöng og getur flutt um hann fyrirlestra á há- skólastigi mihi þess sem hún syngur eins og engill. En lærdómur hennar virðist ekki koma niöur á túlk- uninni sem er tær, hlýleg og einlæg; áhrifamikh inn- sýn í merkilegan menningarheim. Chant Bysantin Sœur Marie Keyrouz Harmonia Mundi HMC 901315 Umboð á íslandi: Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.