Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Fréttir Magnea hefur haft fé af fjölda manns, segir lögreglan: Heimsækir gamalt fólk og stelur peningum þess virðist stöðnuð í sendibilasögunni, segir húsvörður á sambýli aldraðra „Hún virðist alveg stöðnuð í sömu sögunni. Hún er alltaf að flytja húsgögn. Hún kom aftur hingað fyrir um tveimur vikum. Konan sem hún ætlaöi að hafa pen- inga af þá kannaðist við hana og benti henni á húsvörðinn. Þá hljóp hún út en hún náði um 40 þúsund- um af einni konu sem hér býr skömmu fyrir jól,“ sagði húsvörður í einu af sambýlum aldraðra á höf- uðborgarsvæðinu í samtali við DV. í fréttum DV í gær var sagt frá konu á sjötugsaldri sem varð fyrir því óláni að veski var stolið úr íbúö hennar. Konan hafði boðið annarri konu, sem kynnti sig sem Magneu og er 32 ára, inn til sín til að híða eftir flutningabíl. Magnea stal frá henni veski og henti því svo við ruslatunnu í nágrenninu. Konan fann svo veskiö seinna en þá vant- aöi í það ávísanahefti og peninga. Hún var ekki sú eina sem varð fyrir þessu óláni því Magnea fór til vinkonu hennar í næstu götu. Þar bað hún roskna konu um að lána sér 500 krónur. Konan varð við bón Magneu og lánaði henni pening- ana. Spurði þá Magnea konuna hvort hún gæti gefið sér mjólkur- glas því hún væri svo ósköp þyrst. Konan varð við þeirri bón og fór inn í eldhús til að ná í mjólkurglas- ið. Þegar hún kom til baka var Magnea á bak og burt með seðla- veskið hennar. Bæði máhn voru kærð til lög- reglu en Magnea var ófundin þegar síðast fréttist. „Hún kom héma inn og bað konu sem býr hér um 10 þúsund krónur, sagðist vera að koma með húsgögn til einhvers sem hún þekkti á efri hæðinni. Hemmi Gunn var í sjón- varpinu og þegar Hemmi var búinn kom hún aftur og sagði að bíllinn væri alveg aö koma með húsgögn- in. Hún baö hana um mjólk í glas og hvort hún mætti ekki nota sal- emið. Gamla konan fór að ná í mjólkurglasið en Magnea var búin að sjá hvar veskið var geymt, náði sér í meira og hljóp út. Hún virðist alveg vera stöðnuð í þessari bíla- sögu,“ segir húsvörðurinn á sam- býlinu. Húsvörðurinn segir gamalt fólk grandalaust gagnvart svona lög- uðu. „Þegar hún segist vera í hús- inu þá gleypir gamla fólkið svona lagað. Þaö er svo saklaust aö það spáir ekki í þetta,“ segir húsvörð- urinn. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér hlaut Magnea fang- elsisdóm í október 1992 fyrir að stela tékkheftum og gefa út ávísan- ir úr þeim. Síðan þá hefur hún haldið uppi uppteknum hætti, sam- kvæmt því sem lögreglan segir, og lítið verið aðhafst í málum hennar. Þá hefur hún oft komið viö sögu fíkniefnalögreglu. Samkvæmt upplýsingum DV em mál á hendur henni til meðferðar hjá ríkissaksóknaraembættinu en ekki fékkst uppgefið hvort ákæra væri væntanleg á hendur henni. -PP Kæruefni ekki komið fram ennþá Réttað verður á morgun í máli tog- arans Rex í eigu Skagstrendings á Skagaströnd en hann var færður til hafnar 1 Stomoway á Skotlandi í gær. Ekki hefur verið gefið upp enn- þá fyrir hvað skipstjórinn verður kærður. Togarinn var sá eini úr hópi nokk- urra togara sem færður var til hafn- ar en áhöfn flugvélar á vegum strandgæslunnar bresku sá nokkra togara á Hatton Rockall svæðinu á sama tíma og Rex var staddur þar, um 20 sjómílur fyrir innan þá fisk- veiðilögsögu sem Bretar telja sig eiga á svæðinu. Bresk yfirvöld telja veið- ar skipa sem ekki hafa veiðiheimildir ólöglegar séu þau stödd fyrir innan 200 mílna viðmiðunarlínu Rockall. Talsmaður breskra yfirvalda sagði í gær að í kjölfar þess að Rex var færður til hafnar mundi skip verða sent til þess að hafa eftirlit með veiði- svæðum norðvestur af Skotlandi. ÓTT Markús Öm Antonsson: ílausa- mennskuí fjölmiðlunum „Ég er nú héma í lausa- mennsku eða „freelance" eins og það er kallaö. Ég kann ágætlega viö mig að þessu tagi. Ég hef áöur fengist viö kynningarstörf og fjölmiölastörf af ýmsu tagi, þetta er af þeim meiði og ég kann ágæt- lega við það,“ segir Markús Órn Antonsson, fyrrverandi borgar- | sljóri, í samtali við DV. Markús hefur hafiö störf hjá Myndbæ hf. sem starfar að gerö kynningarmyndbanda, auglýs- ingagerð og fleiru. Hann segir aö ástæöa þess aö hann hafi hafiö störf þama sé sú aö hann hafi lengi unniö með Jóhanni Briem, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. „Viö höfum alltaf haft ágætis samband og hann hefur verið að sinna hér auknum verkefiium og vantaði mann tii aö vinna að þeim með sér,“ segir Markús. Hann segist ekki lita á þetta sem framtíöarstarf. Framtíöin sé al- veg óráöin. Hins vegar hafi hann ekki vihaö sitja auðum höndum og því ákveöiö að slá til og hefia störf hjá Myndbæ. *pp Togarinn Rex efftir að hann var færður til hafnar í Stornoway á Skotlandi í gær. Sérkermileg deila Flugleiða og lögregluyfirvalda á Keflavikurflugvelli: Enginn vill borga uppihald f lakkaranna Upp er komin sérkennileg deila milli Flugleiða og lögregluyfirvalda á Keflavikurflugvelii sem snýst um þaö hvor þessara aðila skuh sjá far- borða svokölluðum flökkurum, sem koma á stolnum eða fölsuðum vega- bréfum inn í landið, á meðan þeir dvelja hér. Nýjasta dæmið er af Indverja sem kom með Flugleiðum frá Amsterd- am. Hann var með hoflenskt vega- bréf og hugðist komast til New York og biðjast þar hælis sem pólitískur flóttamaður. Hann var stöðvaður og látinn dvelja hér í nokkra sólar- hringa áður en hann var sendur til baka til Amsterdam. Venjan hefur veriö sú aö lögreglan hefur tekið þessa menn í vörslu og sent Flugleiðum síðan reikning fyrir þeim kostnaöi sem af dvölinni hefur hlotist. Að sögn Þorgeirs Þorsteins- sonar, lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli, er „einhver tregða hjá þeim núna" að greiða slíka reikninga. Þess vegna varð þessi fyrmefndi ind- verski flakkari að dvelja í transit- salnum í flugstööinni frá fimmtudegi og fram á sunnudagsmorgun. Að sögn Kolbeins Jóhannessonar, stöðv- arstjóra hjá Flugleiöum, varö hann sjálfur aö sjá sér fyrir viðurværi „með þeim Utlu peningum sem hann hafði“. „Við teljum okkur ekki skylduga til þess að sjá þessum mönnum far- boröa,“ sagði Kolbeinn. „Lögreglan hefur farið fram á aö viö gerum það en viö neitum því. Við sjáum um að koma þessum farþegum til baka og teljum að það sé sú ábyrgö sem viö eigum að bera. Við teijum að hið opinbera eigi aö bera af þeim annan kostnað meðan þeir dvelja hér. “ „Þessir menn eru ekkert á leiðinni til íslands, heldur til Ameríku," sagði Þorgeir. „Þeir hafa ekki gerst brot- legir við íslensk lög á neinn hátt og eru þvi alfarið á vegum Flugleiða meöan þeir dvelja hér.“ -JSS Fyrstu gestir til Djúpuvíkur um páskana Regina 'Hiorarensen, DV, Selfosa: Hótelstýran á Djúpuvík, Eva Sigur- bjömsdóttir, á von á sínum fyrstu hótelgestum í ár í páskavikunni. Það er skiðafólk sem ætlar aö dvelja þar í kyrrðinni um páskana. Eva segir aö veturinn hafi verið einmuna góður, besti veturinn frá því hún hóf hótelrekstur á Djúpuvík. Þau hjónin eru nú aö fella grá- sleppunet og byrja að leggja þau 1. apríl. Heilsufar hefur veriö gott á Strönd- um í vetur í hinu hreina og tæra lofti. Stuttar fréttir FyrsturíSmuguna Togarinn Fisherman er kominn til veiöa í Smugunni, fyrstur ís- lenskra togara. Samkvæmt RÚV hefur lítið veiðst vegna veöurs. 3,2 milljarðar töpuðust Ríkisbankamir töpuðu samtals 3,2 milljörðum á síöasta ári. Tæp- ar 700 milljónir vom afskrifaðar vegna fiskeldis, um 640 milljónir vegna sjávarútvegs, tæplega 590 milljónir vegna iðnaðar, um 860 vegna verslunar og þjónustu og 270 milljónir vegna einstaklinga. Dýrari uppskipun Uppskipunargjöld íslenskra skipafélaga hafa hækkað vem- lega undanfarin 5 ár. Samkvæmt RUV hafa gjöldin ekki hækkað í nágrannalöndunum á tímabilinu. Alfred Joison látinn Alfred J. Jolson, biskup ka- þólsku kirkjunnar á íslandi, lést í Bandaríkjunum i gær. Höfuðborgarbúar í vanda Staða sveitarfélaga á lands- byggðinni hefúr batnað en versn- aö á höfðuborgarsvæöinu. Skv. Tímanum tvöfölduðust skuldir höfuðborgarbúa á 3 árum. Neikvæö raunávöxtun Markaðsviröi hlutabréfa í Flug- leiðum var 58% af bókfærðu eigin fé. Samkvæmt Mbl. heftir raun- ávöxtun hlutafiár verið neikvæð um 11 til 28% á ári síöustu 3 ár. Timasetning gagnrýnd Foreldrasamtökin Heimili og skóli mótmæla þeim áformum kennara aö halda fulltrúaþing sitt á starfstíma skóla í vor. Afsláttur á bifreiðagjaldi Þeir sem einungis nota bíla sina hluta úr ári þurfa ekki að borga kílóagjald að fUllu samkvæmt hugmyndum sem fjármáfaráð- herra kynnti á Alþingi í gær. Stöð tvö skýrði frá þessu. Nautakjöthækkar Verð á nautakjöti til bænda hækkar um 25% um mánaðar- mótin. Sjónvarpið skýrði frá Þessu- -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.