Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Stuttar fréttir Gíslar við stiflu Uppreisnarmenn i Surinam tóku 30 manns 1 gislingu við raf- orkuversstíflu og hótuðu aö sprengja hana. Ályktunundátúin Bandaríkjastjórn hefur undir- búið ályktun í Öryggisráðinu um skoðun á kjarnorkubúnaði Norð- ur-Kóreu. Viðari vamH’ Boutros- Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, lagði til að loftvarnasvæði NATO næöi einnig yftr Króatíu og Ör- yggisráðið framlengdi dvöi sveita SÞ í Bos- níu um eitt ár. Friðuráhraðferð Friðarumleitanir í fyrrum Júgóslavíu eru nú komnar á góð- an skrið. Rættum Krajina Friöarviðræður Króata og Serba í Krajina-héraði í Króatíu munu miöa aö því að koma á varanlegu vopnahiéi. Kosovokallar Forsætisráðherra sjálfskipaðs lýðveldis Kosovo í Serbíu vill al- þjóðlegar sveitir á staðinn. Samdiviðsaksóknara Eitm af höfuðpaurunum i Whitewater-hneykslinu ætlar að lýsa yfir sekt sinni. William Perry, varnar- inálaráöherra Bandaríkj- anna,criúkra- ínu þar scm hann fékk að fylgjast með því þegar sprengjuoddar voru fjarlægöir af SS-24 kjarnorkuflaugum. Áframbarist Átök blossuðu upp enn á ný í Suður-Afríku í gær. Kosið aftur Kjósa verður aftur í forseta- kosningunum í E1 Salvador milli frambjóöenda stjórnarflokksins og vinstrimanna. Bróðir í haldi Humberto Ortega, yfirmaður hers Nikaragua og bróðir fvrrum forseta, er í stofufangelsi. Blindurdð Blindur Palestínumaöur, sem ísraelskir hermenn særöu, lóst af sárum sínum. HittiArafat Bandaríski sendimaðurinn Dennis Ross hitti Yasser Arafat að máli í Túnís og sagði að miðaði í rétta átt en mikið væri ógert áöur en friðarviðræður gætu hafist á ný. Ráððstgegn Kúrdum Tyrkneskar flugvélar drápu 32 uppreisnarmeim Kúrda í loftá- rásumí suðausturhluta landsins. Gengisbekkun Stjórnvöld í Angóla hafa lækk- aö gengi gjaldmiðilsins í flórða sinnáfimmvikum. Reuter Útlönd Afhending óskarsverölaunanna: Spielberg var sigur- vegari hátíðarinnar Mynd Stevens Spielberg, Listi Schindlers, hlaut hvorki meira né minna en sjö óskarsverðlaun á ósk- arsverðalaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær en myndin var m.a. valin besta myndin, Spielberg var valinn besti leikstjórinn og myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið gert eftir áðurbirtu efni. Tom Hanks var vahnn besti leikar- inn fyrir hlutverk sitt í Philadelphia og Holly Hunter besta leikkonan fyr- ir hlutverk sitt í myndinni Píanó. „Ég á vini sem hafa fengið svona óskar og ég lofa ykkur því að ég hef aldrei haldið á svona áður,“ sagði Spielberg grátklökkur eftir að hann hafði tekið við verðlaununum fyrir bestu leikstjórnina úr hendi Clints Eastwood. Örfáum mínútum seinna kom Spielberg aftur upp á sviöið til að taka á móti verðlaunum fyrir bestu myndina, Lista Schindlers. Hann sagði við það tækifæri að fólk mætti aldrei leyfa helfórinni að gleymast. Hin 11 ára gamla Anna Paquin hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki í myndinni Píanó og Tommy Lee Jones hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aukahlutverki í Flóttamanninum. Ekki hefur áður verið svo mikið kynslóðabil á milli verðlaunahafa í sögu óskarsins en Jones er 47 ára gamall. Paquin er næstyngsta leikkonan sem fær ósk- arinn en sú yngsta var Tatum ONÞe- al, sem var aðeins 10 ára er hún hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Pappírstungl. Paquin var orðlaus yfir því að hafa sigrað og grét er hún tók við verðlaununum. Baráttan um bestu leikstjórnina stóð á milli Spielbergs og Jane Steven Spielberg var án efa sigurvegari kvöldsins en mynd hans Listi Schindlers hiaut alls sjö verðlaun. Simamynd Reuter Campion en Campion fór þó ekki tómhent heim því hún hlaut verð- laun fyrir besta frumsamda handrit- ið. Spænska myndin Belle Epoque var vahn besta erlenda myndin. Whoopi Goldberg, sem er fyrsta Anna Paquin var valin besta leikkon- an í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Píanó. konan og jafnframt fyrsta blökku- manneskjan sem kynnir á hátíðinni, þótti standa sig með prýði en hún tók við hlutverkinu af Billy Crystal sem hefur verið kynnir á hátíðinni sl. fimm ár. Ræður óskarsverðlaunahafanna á hátíðinni í fyrra þóttu einkennast af pólitískum yfirlýsingum en hins veg- ar einkenndust ræðurnar í gær af miklum tilfinningum og gráti. Reuter Bandaríkin flytja Patriot-flaugar til Suður-Kóreu: Vaxandi spenna á landa- mærum kóresku ríkjanna Bill Ciinton Bandarikjaforseti sendir Patriot-flugskeyti til Suður-Kóreu. Simamynd Reuter Kim Young-sam, forseti Suður- Kóreu, skipaði herafla landsins í morgun að setja sig í viðbragðsstöðu vegna vaxandi spennu milli kóresku ríkjanna þar sem Norður-Kóreu- menn heimila ekki eftirlit með kjam- orkubúnaði sínum. Leiðtogar Vest- urlanda gruna þá um að vera að smíða kjarnorkusprengju. Han Sung-joo utanríkisráðherra og háttsettir bandarískir embættis- menn hittust einnig í Seoul í morgun tfl að ræða hvar koma ætti fyrir Patriot-flugskeytum sem Banda- ríkjastjórn ákvaö í gær að senda til Suður-Kóreu. Þá dustuðu Banda- ríkjamenn einnig rykið af áætlunum um heræfingar á Kóreuskaga. Clinton Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum að hann hefði ákveðið að verða við ósk stjómar Suður- Kóreu um að flaugarnar yrðu sendar þangað. * „Patriot-flugskeytin munu bráðum koma til Suður-Kóreu,“ sagði Kim forseti á fundi með stjómmálaleið- togum landsins. , Embættismenn sögðu að þeim yrði komið fyrir á lykilstöðum umhverfis Seoul sem er tæpa fimmtíu kílómetra frá landamærunum að Norður- Kóreu. James Woolsey, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í Washington að innan bandarísku njósnastofnananna væru menn sannfærðir um að Norður-Kóreu- menn hefðu nægilegt efni til að smíða að minnsta kosti eina kjarnorku- sprengju. Stjórnvöld í Suður-Kóreu sögðu að þau mundu halda dyrunum opnum fyrir viðræður viö Norður-Kóeru- menn og leita friðsamlegrar lausnar. Forseti Suður-Kóreu leggur upp í ferð til Japans og Kína á fimmtudag til þess að leita stuönings við við- leitni manna til aö fá norðanmenn til að fara að reglum. Stjómvöld Norður-Kóreu endurnýjuðu þá hót- un sína í vikunni að segja upp samn- ingi um takmörkun á útbreiðslu kjamavopna. Reuter Helstu óskars- verðlaunahafar Besta kvikmynd Listi Schindlers Besti leikstjóri Steven Spielberg, Listi Schindlers Besti leikari í aðalhlutverki Tom Hanks, Philadelphia Besta leikkona í aðalhlutverki Holly Hunter, Ptanóið Besti leikari í aukahlutverki Tommy Lee Jones, Flóttamaðurinn Besta leikkona í aukahlutverki Anna Paquin, Píanóið Besta frumsamda handrit Píanóið (Jane Campion) Besta erlenda kvikmynd Belle Epoque (Spánn)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.