Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Utlönd Fylgismenn Afríska þjóðarráðsins minnast þess að 25 ár eru nú liöin síðan fjöldamorðin í Sharpeville í S-Afriku voru framin. Símamynd Reuter Tveir bandarískir auðkýfingar stórhuga: Nýtt fjarskiptanet nær til endimarka heimsins Nýtt fyrirtæki í eigu bandarísku auðkýfinganna Bills Gates og Craigs McCaws ætlar að byggja upp fjar- skiptanet með 840 gervitunglum sem á að ná heimshoma á milli. Áætlað er aö fjarskiptanetiö taki til starfa árið 2001 og kostnaðurinn viö það nemur rúmum sex hundruð miUj- örðum íslenskra króna, eða um sex- foldum fjárlögum íslenska ríkisins. j\ dag er kostnaðurinn við að koma á nútímafjarskiptum við fátæk og afskekkt svæöi svo hár að margar þjóðir hafa ekki efhi á að taka þátt i samfélagi þjóðanna," sagði Craig McCaw, stjómarformaður stærsta farsímafyrirtækis Bandaríkjanna. Hann er jafnframt stjómarformaöur hins nýja fyrirtækis, Teledesic. McCaw og Gates, sem er stjórnar- formaöur og stofnandi Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins, eiga hvor um sig þijátíu prósent í Teledesic. McCaw farsímafyrirtækið, sem bandaríski símarisinn AT&T hefúr keypt fyrir á níunda hundrað millj- arða króna, á 28 prósent í hinu nýja fyrirtæki. McCaw hefur verið meö hugmynd- ir þessar á pijónunum í mörg ár en Gates kom ekki inn í myndina fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Teledesic áformar aö skjóta íjar- skiptahnöttum sínum á lágan spor- baug umhverfis jörðu og verður not- uð tækni sem var þróuð fyrir ,Stjömustríðsvamarkerfið“. Hnett- imir yrðu í tæplega átta hundruð kílómetra hæð yfir jörðu sem gerir þeim kleift að flytja gögn með meiri hraða en fjarskiptahnettir þeir sem nú eru í notkun og era á sporbaug um jörðu í rúmlega þijátíu þúsund kílómetra hæð. Til þess að áformin geti orðið að veruleika verður fyrirtækið að fá rekstrarleyfi frá stjómvöldum í Bandaríkjunum og víðar. Reuter Poul Schliiter ísksbanka Poul Schlúter, fyrr- um forsætis- ráðherra Dan- merkur, er orð- inn ráðgjali fyrir ameríska bankann Republic National Bank of New York sem ætlar að opna skrifstofu í Kaup- mannahöfn í sumar. Banki þessi velti um 3.300 millj- örðum íslenskra króna í fyrra og hagnaður hans eftir skatta var um tvö hundruð milljarðar. Skrifstofan 1 Kaupmannahöfh verður höfuðstöðvar fyrir við- skipti hans á Norðurlöndura. Norræni menn- læturokkurfáfé Tvö íslensk verkefni fá umtals- verða styrki úr norræna menn- ingarsjóðnum en úthlutun er ný- lokiö. Rúmum þremur milljónum króna er veitt í gerð íslensk- skandínavískrar orðabókar og tæpum tveimur milljónum er veitt til að styrkja menningar- og listadaga á Akureyri í apríl. Auk þess fær norræna þjóð- lagatónlistamefndin í Árósum um hálfa aöra mihjón til að halda þjóðlagatónlistarhátíö í Reykja- vík í ágúst. Menningarmálanefndin úííriut- aði að þessu sinni um sextíu milljónum króna til 68 verkefna. Stærsta styrkinn, ura níu milljón- ir króna, fékk norræn hönnunar- sýning sem hóf hringferð sína um Noröurlöndin í Stokkhólmi fyrir stuttu. Grunsamleg holaviðkastala drottningar Breskar hryðjuverkasveitir voru kvaddar til að rannsaka gransamlega holu sem fannst nærri Windsor kastala Ellsabetar Englandsdrottningar en fundu ekkert sem benti til aö nota ætti holuna til að varpa úr henni sprengjum. Það var íbúi einn í grennd við kastalann sem kom auga á hol- una, 76 sentímetra djúpa, á eyju úti í Thamesá, rúman kílómetra frá drottningarranni. „Ekkert fannst sem tengdi þessa holu IRA eða öörum hryðjuverkahópum en viö getum ekki tekiö neina áhættu á þessum tímum árása á Heathrow-flug- vöU,“ sagði Jim Jones lögreglu- fulltrúi. komlöggunumí klandur Díana prins- essa braut um- ferðaiTeglurn- ar um helgina með því að skftja bílinn sinn eftir þar sem ekki mátti leggja en það voru löggumar tvær sem létu hana komast upp meö það sem fengu á baukinn. Löggurnar hjálpuðu prinsess- unnl með þvi að iáta líta svo út sem splunkunýr bíll hennar væri bilaður til þess að ekki yrðu sett- ar á hann hjólaklemmur. Prinsessan hafði verið aö leita sér að bilastæði við veitingahús en ekki fundið og sneri sér því til laganna varöa og létu þeir sér- stakan miða í glugga bflsins. Ritzau, TT, Bcuter Tæki fyrir óléttar konur: Hindrar að þær ali fyrir tímann Nýir skynjarar, sem geta mælt alla starfsemi í móðurlífi óléttra kvenna, geta dregið verulega úr hætunni á því að konur fæði böm sín fyrir tím- ann og það gerir konum einnig kleift að tilkynna komu sína til læknis þeg- ar tíminn er kominn. Frá þessu var skýrt á læknaráðstefnu sem haldin var í Orlando á Flórída um helgina. Rannsóknin, sem var gerð af The- odore Colton frá Boston háskólan- um, sýndi að viðkomandi tæki dreg- ur úr fæðingum fyrir tímann um 20%. „Konur verða oft stressaðar og áhyggjufullar þegar þær finna fyrir samdrætti eða öðrum verkjum. Verkimir era þó í flestum tilfellum ekkert til að hafa áhyggjur af en kon- umar þurfa samt að borga fyrir hveija skoðun hjá lækni og það getur verið afar kostnaðarsamt," sagði Colton. Hann sagði tækið virka þannig að konumar heföu það heima hjá sér og á því væri skynjari sem mældi samdrætti í leginu í gegnum kviðar- holið. „Tækiðnemurupplýsingamar og breytir þeim síðan í merki sem send eru símleiðis til viðkomandi læknis sem metur hvort tími sé fyrir konuna til að koma á spítalann og fæða.“ Tækiö gerir konum, sem eru í hættu að fæða fyrir tímann, kleift að hringja í lækni þegar þær fá verki og láta hann athuga merkin sem hann hefur fengið í gegnum tækið. Þar með er komið í veg fyrir að kon- umar þurfi að borga háar upphæðir fyrir óþarfa spítalalegu. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft notkun á tækinu fyrir óléttar konur sem hafa áður fætt böm fyrir tímann og einnig fyrir þær konur sem ganga með fjölbura. „Hér áður fyrr þurftu sjúklingar stundum aö eyða heilli viku á spít- ala. Nú fáum við þá til okkar, könn- um líkamsástandið og sendum þá heim. Ef sjúklingarnir era síöan með einhveija verki þá geta þeir látið lækninn kanna það í gegnum tækið með einu símtali,“ sagði Colton. Reuter Tæki fyrir óléttar konur mælir allar hreyfingar í móðurkviði. Forseti Fídji eyja, Kamisese Mara, segist ætla að koma á fullum stjórn- málatnngslum við Indland á ný en sam- bandið varö mjög stirt eftir að Fídjieyingar ákváðu að loka sendiráði Ind- lands á eyjunum áríð 1990. Ind- land hafði þá þegar kallað alla sína sendiráösstarfsmenn heim. Mara tilkynnti þessa ákvörðun við setningu þingsins í gær og sagði að Indlandi yrði boðið að opna sendiráð sitt á ný. Eyðni breiðist hrattútíAsíu Virusinn sem veldur eyöni mun ieggjasi á fleiri Asíubúa á næsiu árum en Afríkubúa samkvæmt þvi sem alþjóðaheilbrigðissatn- tökin skýrðu frá nýlega. „Endir á þessu vandamáii er hvergi í sjónmáli. Eyðnifaraldur- ínn mun að öllum likindum fylgja okkur vel inn i 21. öldina," sagði Michael Merson, framkvætnda- stjóri eyðniáætlunar alþjóðaheil- brigðíssamtakanna. „Ör útbreiðsla eyðni 1 Asíu varð aö hluta til vegna mistaka en það var einhvem veginn aldrei gert ráð fyrir því að sú mikla út- breiðsla sem orðiö hefur á eyðni í Afríku myndi einnig eiga sér stað í Asíu,“ sagöi Merson. Búist er við að dánartala Afr- íkubúa sem látist hafa úr eyðni nái fimm milljónum um árið 2000. Með sama áframhaldi raunu töl- umar í Asíu þó verða enn hærri. Goðsagnirum drekaogrisa- skjaldbökur Goðsagnir um dreka og risa- skjaldbökur hafa farið á kreik í þorpinu Kota Belud í Malasíu síö- an hafin var leit að fimm bresk- um hermönnum og Hong Kong- búa á einu hæsta íjalli Suðaust- ur-Asíu. Leitin að mönnunum hófst fyrir um mánuði og síðan þá hafa alls kyns sögusagnir frá fyrri tímum komist á kreik. Talað er um skringileg göng og hella í fjallinu og er sagt að þar séu heimkynni eldspúandi dreka og risaskjald- baka. „Langafi minn sagði mér sögur afþví aö kínverskur maður hefði stolið dýrmætum gimsteini frá drekanum. Drekinn heíði alla tíö síðan gert Kínverjum, sem hefðu lagt leið sína á fjallið, mein,“ sagði einn þorpsbú- inn. Leitarmenn segjast hins vegar ekki búast við að finna annað á fjallinu en mennina sem þeir leita að. Fórímeðferð vððkrabbameini Konungur Kambódíu, Norodom Si- hanouk, er kominn heim af spítala þar sem hann gekkst undir meðferð vegna krabbameins. Sihanouk, sem dvelur nú í Peking, mun snúa til heimalands síns fyrir 13. aprfl en þá hefst nýtt ár í Kambódíu. „Sihanouk ætlar þó ekki að fara heim fyrr en hann er búínn að heimsækja Kim Il-sung, leiðtoga Noröur-Kóreu sem er besti vinur konungsins, “ sagði talsmaður Sihanoúks. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.