Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 1.80 kr. m/vsk. Umsókn um ESB-aðild Það voru mikil mistök hjá landsfeðrum okkar, að ekki var í fullri alvöru farið að skoða möguleikana á aðild að Evrópusambandinu, ESB, strax fyrir um tveimur árum. Nú höfum við misst af strætisvagninum, að minnsta kosti að sinni. Fríverzlunarbandalagið EFTA er að leys- ast upp. Nú stefnir í, að íslendingar verði þar einir eftir, aðrar þjóðir bandalagsins gerist aðilar að ESB. Við urðum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, sem Evrópusambandið og EFTA-ríki standa að, en hætt er við, að þeir samningar stoði okkur lítið, ef við verðum þar einir eftir af EFTA-ríkjunum. EES-samningamir verða að vísu til áfram, að minnsta kosti um skeið. Þeim verður að segja upp með 12 mánaða fyrirvara. En við munum auðvitað mega okkar lítils í EES gagnvart þeim stóru í ESB. Augljóst er, að íslendingar verða að hyggja að annars konar bandalagi. Alþingi ályktaði í maí, að við yrðum að taka upp viðræður við ESB, ef svo færi sem horfir, að hin EFTA-ríkin gengju í ESB. Munu EES- samningamir duga okkur? Svarið er nei. Að vísu em eftir þjóðaratkvæðagreiðslur í þeim EFTA-ríkjum, sem hyggjast ganga í Evrópusambandið. En fari svo, að aðild verði alls staðar samþykkt, mun einangrun blasa við okkur. Þá sést, hversu misráðið var að hefja ekki athugun á aðild okkar að ESB og hætta að hta á hana sem „tabú“. í samningaviðræðunum við Evr- ópubandalagið gekk EFTA-ríkjunum, einkum Norð- mönnum, betur en búizt var við að óreyndu. Líkur eru til þess, að við gætum átt kost á aðild með betri skilmál- um en flestir hér á landi hefðu tahð. Því verður að vinda bráðan bug að skoðun á aðild að Evrópusambandinu og finna út kosti hennar og galla. Fróðustu menn telja, að við getum úr því sem komið er ekki haft möguleika á aðild fyrr en eftir 1996. í því felast ýmsar hættur. Evrópu- sambandið hefur ekki haft áhuga á aðild smáríkja, svo sem Möltu og Kýpur. Aðild okkar kynni að verða útilok- uð, verði okkur spyrt saman við slík ríki. Hins vegar hefðum við átt góða möguleika, hefði athugunin verið gerð fyrr. Líkur eru til þess, að aðild að Evrópusambandinu sé okkar hagur. Hlutlaus athugun muni leiða það í ljós. Almenningur hér á landi er á undan landsfeðrunum í þessu, eins og svo mörgu öðru. Skoðanakönnun DV í síðustu viku leiddi 1 ljós, að lítils háttar meirihluti lands- manna er orðinn því fylgjandi, að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. í því felst mikil breyting. í skoð- anakönnun DV nú reyndust 32,5 prósent vera fylgjandi aðild en 30,7 prósent andvíg. Oákveðin voru 34,8 pró- sent, og er ekki við öðru að búast. Staðan hefur þó gjörbreytzt frá því að DV gerði sams konar skoðanakönnun í apríl 1992. Þá voru aðeins 15,7 prósent fylgjandi aðild, en 48,3 prósent voru andvíg og 36 prósent óákveðin. í könnuninni núna kemur í ljós, að meirihluti stuðningsmanna núverandi stjómarflokka er fylgjandi umsókn um ESB-aðild. Að þessu skoðuðu verður ekki öðm trúað en að ríkis- stjómin muni úr því sem komið er ekki draga lappimar í málinu. Þegar í stað verði rækilega kannað með hvaða kjömm við gætum orðið aðilar að ESB. Miðað við reynslu Norðmanna í síðustu viku megum við ekki óttast að stíga þetta skref. Minnumst þess, að hér á landi þarf að skapa yfir tuttugu þúsund ný störf fram til aldamóta. Til þess að það takist, þurfum við fram- sýni. Meirihluti þjóðarinnar vísar veginn. Haukur Helgason „Tollalækkanir á fiski i kjölfar EES-samningsins hafa að sjálfsögðu skilað sér þótt byggt sé á stuttum reynslu- tíma.“ Einangrunarsótt Páls á Höllustöðum Páll Pétursson alþingismaður fer oífari í kjallaragrein í DV15. mars. Hann heggur til beggja handa vegna væntanlegrar, faglegrar út- tektar á kostum og göllum aðildar að Evrópusambandinu. Hann væn- ir hagfræðinga Háskólans um hlut- drægni, segir þingmenn og ráð- herra, sem styðja slíka úttekt, rugla, fullyrðir að SKÁÍS noti leið- andi spurningar í könnun á við- horfum landsmanna til aðildar, gefur sér að aðildarumsókn tákni inngöngu, segir öll rök mæla á móti aðild og klykkir síðan út með dæmalausri fullyrðingu um aö tollalækkanir á fiski vegna EES- samningsins hafi ekki skilað sér til íslendinga. Greinin hittir hann sjálfan verst fyrir. Ef Páll hefði verið uppi þegar barist var fyrir fríhöndlun 1776, sem seinna leiddi til frjálsrar versl- unar árið 1855, og einhverju ráðið væru Danir ennþá með einokun á íslenskri verslun og múrar allt í kringum landið eins og tíðkaðist um Austur-Þýskaland. Fagleg umræða óhjákvæmileg Ef Noregur, Svíþjóð, Finnland og Austurríki ganga í Evrópusam- bandið liggur beint við að EES- samningurinn breytist í tvíhhða samning. Annaö er ekki raunhæft. Þess konar formbreyting breytir htlu um réttindi og skyldur sem í honum felast, ef niðurlagning stofnana er undanskilin. Við mun- um áfram níóta tollfríðinda og frelsin fjögur munu halda gildi sínu. Jafnframt mun landbúnaöur vera áfram að mestu undanskilinn samningnum. Einnig mun það gilda áfram að öll ný lög og reglu- gerðir, sem samþykkt eru af Evr- ópusambandinu og snerta svið EES-samningsins, þarf að innleiða hér á landi, annaö vinnur gegn samningnum. Viö það að breyta samningnum í tvíhliða samning er ekki við því að búast að eins mikið samráð verði haft við íslendinga miðað við ef KjaUariim Jóhann Þorvarðarson hagfræðingur Verslunarráðs íslands önnur EFTA-lönd ganga ekki í sambandið. Því kemur sú staða lík- lega upp aö við erum enn verr sett hvað áhrif á framgang mála innan svæöisins varðar. Af þessum sökum er óhjákvæmi- legt annað en að meta kostina og gallana fyrir ísland að ganga í sam- bandið. Einn af kostunum er að fullveldi okkar verður meira með aðild á meðan samningur er í gildi. Ef fagleg umræða og úttekt leiðir hins vegar til þess að best sé fyrir íslendinga að standa fyrir utan allt saman er alltaf hægt að segja samn- ingnum upp, en það er harla ólík- legt. Þjóðir, fyrirtæki og einstakl- ingar þurfa sífellt að skoða stöðu sína í samfélagi þjóðanna. Við lifum ekki í tómarúmi. Breyt- ingar á aöstæðum kalla á endurmat á stöðu okkar. Með aðild annarra EFTA-ríkja að sambandinu, breyt- ast aðstæður okkar, sem kallar á endurmat, sem aftur kallar á fag- lega umræðu. Það versta sem gæti komið fyrir okkur er að einangrun- arsóttin breiðist út. Tollalækkanir á fiski hafa skilað sér Tollalækkanir á fiski í kjölfar EES-samningsins hafa aö sjálf- sögðu skilað sér þótt byggt sé á stuttum reynslutíma. Tollalækk- unin hefur skilað sér í aukinni samkeppnishæfni í verði. Við get- um boðið lægra verð á sama tíma og framboð á fiski hefur aukist það sem af er árinu. Nóg er að velta vöngum yfir því hver samkeppnis- staða okkar væri ef íslenskir fisk- útflytjendur yrðu að sæta sömu tollum og áður en helstu sam- keppnisaðilarnir ekki. Jafnframt verður að taka með í reikninginn að fiskur keppir við kjöt sem er mun ódýrara en fiskur þar sem undirritaður þekkir til í Evrópu. í framtíðinni, þegar mark- aðsaðstæður breytast, þ.e. framboð og eftirspurn á fiski og kjöti, mun hærra verð skila sér til íslendinga í auknum tekjum. Allar fullyrðingar Páls um að tollalækkanir hafi ekki skilað sér sýnir annað tveggja, að hann gerir sér ekki grein fyrir samhengi hlut- anna í frjálsum markaðsviðskipt- um eða að hann vísvitandi fer með rangt mál til að breiða út einangr- unarsóttina. Jóhann Þorvarðarson „Við það að breyta samningnum í tví- hliða samning er ekki við því að búast að eins mikið samráð verði haft við íslendinga miðað við ef önnur EFTA- lönd ganga ekki í sambandið.“ Skodamr annarra Leiðarvísir stjórnmálanna „Stjómmálaflokkar og póhtíkusar em hættir að marka stefnu og veita forystu. Niðurstööur skoðana- kannana eru sá leiðarvísir sem þeir fylgja.... Þegar flokkakerfið, sem nú gengur í gegnum erfitt breyt- ingaskeið, fer að hyggja að þeirri stöðu, sem skoðana- kannanir sýna að komin er upp í Evrópumálunum, er það til með að kúvenda og taka kúrsinn í gagn- stæða átt miðað við þá sem síðast var mörkuð.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 19. mars. ESB - Noregur og ísland „Þótt sjávarútvegur vegi ekki þungt í þjóðarbú- skap Norðmanna skiptir hann öllu máh í Norður- Noregi alveg eins og hér á íslandi. Andstaðan viö aðild Norðmanna aö Evrópusambandinu var mest í Noröur-Noregi á sínum tíma og hún á áreiðanlega eftir að verða mest þar nú. ... Þeir sem nú eru að hefja baráttu fyrir aðild islands að ESB á grundvelli þeirra samninga, sem Norðmenn hafa gert ættu því að hugsa sinn gang svolítið betur.“ Ur forystugrein Mbl. 20. mars. Kosið á haustdögum? „Erfiðleikarnir í sambúð stjórnarflokkanna verða ljósari með hverjum deginum sem hður. ... Erfitt árferði á nokkum þátt í vanda ríkisstjórnar- innar en einkum er hann þó sprottinn af því aö svo uppsker hver sem hann sáir. Ríkisstjórnin lagöi af stað með stefnumið sem ekki hafa gengið upp og í ergelsi af þeim sökum hefur trúnaður og traust sam- starfsflokkanna á stjórnarheimilinu rokið út í veður og vind. Engum þarf því að koma á óvart þótt kosiö verði til Alþingis með haustinu.“ Úr forystugrein Dags 15. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.