Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 9 Utlönd Danskir sjómenn og stjómmálamenn reiðir: Svíar fá loforð um meiri þorsk Sjómenn og stjórnmálamenn í Danmörku eni nú æfareiðir eftir að ljóst varð að Svíum var lofað meiri þorskkvóta í Eystrasalti í aðildarvið- ræðunum við Evrópusambandið. Björn Westh, sjávarútvegsráð- herra Danmerkur, hefur staðfest að á lokaspretti aðildarviðræðnanna hafi Eystrasaltsþorskurinn komið til umræðu og að Svíum hafi verið lofað 40 prósentum af sameiginlegum þorskkvóta. Þeir hafa til þessa fengið að veiða 35 prósent kvótans. Að sögn danska blaðsins Jyllands- Posten hafa hvorki Danir né Þjóð- verjar falhst á þessa nýju kvótaskipt- ingu í Eystrasaltinu og Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dan- merkur, ætlar að taka máhð upp á fundi uanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þá ætla ráöherrar sam- bandsins að ræða deilur sínar um atkvæðavægi í ráðherranefndinni eftir að EFTA-löndin fjögur, sem Björn Westh, sjávarútvegsráðherra Danmerkur. samið hafa um inngöngu, verða full- gildir aðhar að ESB. Einn af fuhtrúum Danmerkur á Evrópuþinginu, Niels Anker Kofoed, hefur hótað að greiða atkvæði gegn inngöngu Svíþjóðar í ESB verði ákvörðun þessari ekki breytt. Kofoed var kjörinn th Evrópu- þingsins af íbúum Borgundarhólms og sagði hann í viðtali við Jyllands- Posten í gær að samkomulag þetta væri óviðunandi og að það skemmdi fyrir sjómönnum á Borgundarhólmi. Birger Rasmussen, formaður sam- taka sjómanna á Borgundarhólmi, krafðist þess í gær að danska sjávar- útvegsráðuneytið sæi til þess að samningnum við.Svía yrði breytt. Bjöm Westh kallar þetta „tæknheg mistök" en hann veit ekki hvort hægt verður að koma á breytingum. Þorskkvóti ESB í Eystrasalti er 20 þúsund tonn, þar af er kvóti Dana 15þúsundtonn. Ritzau Skagfirskt söng- og skemmtikvöld á Hótel íslandi föstudagskvöldið 25. mars. Skemmtiatriði: Karlakórinn Heimir Stjórnandi: Stefán R. Gíslason. Undirleikarar: Tomas Higgerson, Jón Gíslason. Einsöngvarar: Björn Sveinsson, Einar Halldórsson, Pétur Pétursson, Slgfús Pétursson. Skagfirska söngsveitin Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Undirleikari:Sigurður Marteinsson. Fjórir ungir skagfirskir ^einsöngvarar: Ásgeir Eiríksson, Helga Rós Indriðadóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sigurjón Jóhannesson. Undirleikari: Katrin Sigurðardóttir. Skagfirskur hagyrðingaþáttur Stjórnandi: Eiríkur Jónsson. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Matseðill Porlvínsbœtt austurlensk sjávarréttasúpa rneá rjómatoppi og kavíar. Koníakslegið grísafíllet meú franskrí dijonsósu, parísar- kartöflum, oregam), flamberuðum ávöxt- um og gljáðu grœnmeti. Konfektis méó : piparmyntuperu, kirsuberjakremi og rjómasúkkulaáisósu. Verð aðeins kr. 3.900. Miða- og borðapantanir í síma (91) 687111 allavirka dagafrákl. 13-17. '7 Það þurfa víst allir að binda skóþveng sinn og á ólíklegustu tímum eins og þessi liðsmaður í fyrsta herfylki irsku varðliða Bretadrottningar sem stóðu vörð um forseta Kazakstan í London í gær. Símamynd Reuter Sjö f órust í lestar- slysi í Sviss í gær Sjö manns létu lífið og fimmtán slösuðust, margir hverjir alvarlega, í lestarslysi í Sviss í gær, ööm lestar- slysinu á tveimur vikum. Talsmenn svissnesku ríkisjárn- brautanna sögðu að farþegalest, sem hefði verið að yfirgefa lestarstöðina í Daeniken í norðurhluta landsins skömmu eftir hádegi, heföi rekist á kranabómu sem sveiflaðist í veg fyr- ir hana. Fimm farþegar létust við árekstur- inn en tveir eftir að komið var með þá á sjúkrahús. „Það er ekki enn hægt að skera úr um orsakir slyssins en ekki er hægt að úthoka mannleg mistök,“ sagði talsmaður jámbrautanna. Vöruílutningavagn, sem var fremstur í Iestinni, fór út af sporinu en þrír farþegavagnar, sem á eftir komu.rifnuðuígluggahæð. Reuter Við búum börnin okkar best undir það að takast á við hið daglega líf með því að leggja áherslu á menntun þeirra. Aldrei hefur það verið ungu fólki jafn nauðsynlegt og nú að tileinka sér tölvunotkun, öðlast þekkingu á því sviði og geta nýtt sér kosti tölvunnar til framdráttar í námi og starfi. Fjárfesting í tölvu er fjárfesting í menntun - fjárfesting til framtíðar. sr fermingartilbod frá Nýherja WLmumíujijf ----" Ambra Sprinta II ♦ 486 sx ♦ 25 MHz 245 MB diskur ♦ Þessl tölva fœst elnnig með 170 MB diski og kostar þá kr. 5.680 á mánuðif*) (Staðgreiðsluverð: kr. 110.900). Fermingargjöfin í ár! Aðeins kr. 5.851 á mánuði (* Ambra tölvurnar hafa laust sætl fyrlr Pentium örgjötva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýringu. Staðgreiðsluverð er kr. 114.900. Ambra Sprinta II ♦ 486 sx ♦ 25 MHz 245 MB diskur ♦ Ullra Saund hl|óðkort Tvelr hátalarar ♦ Uppsetning á hljóðkorti og þeim hugbúnaði sem fylglr ♦ Fyrir aðeins kr. 284 á mánuði i viðbót O (stgr.verð: kr. 5900) er hœgt að fá Karaoke hugbúnað og hljóðnema með í pakkanum. hljóðkerfi Aðeins kr. 6.787 á mánuði | Ambra tölvurnar hafa laust sæti fyrir Pentium örgjörva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýringu. Staðgreiðsluverð er kr. 133.900. 4 s«TK7; ; S i'. .« ÆSiiuiii Ambra Sprinta II ♦ 486 sx ♦ 25 MHz 245 MB dlskur ♦ STAR LC 100 prentari ♦ Velja má aðrar gerðir af prenturum. prentnri Aðeins kr. 6.720 á mánuði | A M B R A cLLulll íGLlclll LV Lu LL- ltLllL'lllLvlLlÚI: Ambra tölvumar hafa laust sæti fyrir Pentium örgjörva og eru búnar Vesa Local Bus skjástýringu. Staðgreiðsluverð er kr. 132.500 14" litaskjár SVGA, mús, músarmotta, lyklaborð, Windows 3.1 með ritvlnnslu, leikjum o.fl., DOS stýrikerfi, handbækur, Lotus Smartsuite kynningarforrit, mánaðar frí áskrift að Nýherjaklúbbnum, Nýherjaklúbbs- plakat og límmiði ásamt kynningarbæklingi um klúbbinn. (*) Ofangreind afborgunarverð á mánuði miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðarlegar greiðslur í 24 mánuði. Innifalið i afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. WéMiMt vn 0®8iiladrff Við bjóðum eftirfarandi vörur á sérstöku tilboðsverði yfir fermingarnar. Mikið úrval af hörðum diskum á goðu verði Ultra Sound hljóðkort + 2 hátalarar Aðcins kr. 19.000 stgr. MHsumi getsladrrf + geisladiskur Fra kr. 26.900 stgr. VWSJÓBUM I Oö* o*frt>W.U>UÖ» ■ NÝHERJI JKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 80 77 00 Alltaf skrefi á undan I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.