Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Spumingin Spilar þú eitthvað á spil, tölvuieiki eða eitthvað annað? Halldór Ragnarsson: Já, ég spila tölvuleiki. Viðar Þór Ásmundsson: Já, ég spila alltaf tölvuleiki. Inga Björg Simonardóttir: Ég spila á spil. Lesendur Stoótækjasmiðir að störfum, Stof num félag um heilbrigðistækni Vilhjálmur Guðjónsson skrifar: Hvað er heÚbrigðistækni? spyr sjálfsagt einhver. - Heilbrigðistækni er sú tækni sem tengist líf- og læknis- fræði. Hún er bæöi fræðileg og verk- leg og tengist því sem á ensku er kallað „biomedical engineering". Hún nær yfir allt ferbð, hvemig mæh- og meöferðartæki eða hugbún- aður verður til, aUt frá rannsóknum til notanda. Hún íjallar um aðferða- fræði, öryggismál, gæðakröfur og skipulag. Víða erlendis er heilbrigð- istækni orðin sérstök atvinnugrein og umfangsmikill iðnaöur. Undirbúningsnefnd hefur starfað frá því fyrir áramót við að móta starfsreglur og skilgreina starfsvett- vang félagsins. í þessari nefnd starfa tæknimenn af spítölum, sölumaður lækningatækja og stoðtækjasmiður. Hugmyndin er sú að þarna verði mjög breiður hópur með mismun- andi menntun og mismunandi áhugasvið sem eru þó öll tengd heil- brigðismálum á einhvern hátt. Þarna geta þessir hópar í fyrsta sinn á íslandi miölaö þekkingu sín á milli. Stoðtækjasmiöurinn gæti til dæmis leitað til tæknimanna á spít- ölum með vandamál, t.d. varðandi mæhngar og/eða greiningar, fengiö ráðleggingar og öfugt. Læknar gætu leitað til iðnaðarfyrirtækja með hug- myndir sem þeir hafa um tæki og þannig gæti samstarf nýst öllum að- hum. r- Með því að miðla upplýsing- um og koma á samböndum manna á milli gæti þróun, rannsóknir og þekking aukist á þessu sviði. Stofnfundur verður haldinn í Gerðubergi fóstudaginn 25. mars kl. 15.00. Á dagskrá verða, auk stofnun- ar félagsins, nokkrir stuttir fyrir- lestrar. Viktor Magnússon, rafeinda- tæknir á Landspítalanum, mun tala um nýja tækni í heilbrigðisþjónustu, Kristinn Sigvaldason, svæfinga- læknir á Borgarspítalanum, mun tala um þarfir notanda fyrir tækni- þjónustu, Þórður Helgason, verk- fræðingur á Landspítalanum, mun tala um nýsköpun í heilbrigðistækni og Erla Rafnsdóttir, markaðsstjóri hjá Össuri hf., mun tala um nýsköp- un í heilbrigðistækni. Ahir sem áhuga hafa á tæknimálum, sem tengjast á einhvern hátt hehbrigöis- sviði, eru velkomnir og aögangur er ókeypis. Freyja Einarsdóttir: Já, ég spila bæði á sph og tölvu. Eva Ósk Engelhartsdóttir: Já, ég spha bæði tölvuleiki og á sph. Eydís Einarsdóttir: Nei, ekki mjög mikið. Taprekstur Flugleiða: Þeir gírugu vildu samt sinn arð Sigurður Pétursson skrifar: Segir það sig ekki sjálft aö fyrir- tæki greiðir ekki hluthöfum arð þeg- ar um taprekstur er að ræða? Sum íslensk fyrirtæki hafa jú tíðkaö þetta, en þar er líka um hreinan gervirekst- ur að ræða. Það er ekki ahs staðar hægt að leika sama leikinn og hjá SR-jöh þar sem nýskráðir kaupendur heimtuðu 65 mhljónir króna í sinn hlut eftir nokkurra mánaða stans í fyrirtækinu. Stjómarformaður Flugleiða sagði rétthega að það væri varhugavert gagnvart erlendum lánardrottnum fyrirtækisins að taka fé út úr fyrir- tækinu á meðan þessi staða væri. Engin leið væri að breyta stöðunni varðandi arðgreiðslur önnur en sú að fyrirtækið verði rekið með hagn- aði. - Formaðurinn lagði áherslu á að lækka kostnað, eha markaðsstarf- semi og fjölga feröamönnum. Ekki síst frá Bandaríkjunum. Fyrr yrði fyrirtækið ekki samkeppnishæft. Engu að síður töldu gírugustu hlut- hafar á nýafstöðnum aðalfundi aö félagið hefði „hæfi“, eins og það var orðað í frétt af fundinum, th þess að greiða arð. Og vísaði einn hluthafinn á umtalsvert fé sem félagið hefði handbært! Ekki mætti heldur gleyma litla hluthafanum sem þyrfti að greiða eignarskatt af sínum hluta- bréfum! Eg hygg að hér hafi nú samt fremur verið mælt fyrir áhti stóru hluthafanna. - Ber hluthafi sem læt- ur svona bamaskap frá sér fara umhyggju fyrir fyrirtækinu? Marktæk gagnrýni eða skoðanageymsla? Jóhann Ólafsson skrifar: Þar sem ég reyni eftir bestu getu að fylgjast með hstum og menningu á hðandi stundu hefur mér þótt hreint ágætt að lesa hstgagnrýni sem birt er í DV. Mér þykir sú umfjöllun þörf og góðra gjalda verð. Brá nú svo við að ég las dóm Aðalsteins Ingólfs- sonar um sýningu íslenska dans- flokksins laugardaginn 5. mars. Gerði ég það vitandi að ég ætti eftir að sjá þessa sýningu nokkrum dög- um seinna. Athyghsverðast fannst mér að hann fann ekkert jákvætt til að lýsa verki Auðar Bjamardóttur, Mánans Ar, og sleppti því alveg að ræða það. Eg hef nú séð þessa sýn- ingu og finnst mér þetta verk Auðar Hrlngið í síma 632700 miUikl. 14ogl6-eóaskrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Fann ekkert jákvætt og sleppti því alveg aö ræða verkiö, segir bréfrit- ari m.a. og vitnar i gagnrýni I DV 5. þ.m. um ballett. með því betra sem ég hef séð 1 ný- sköpun í íslenskum dansi. Þvi velti ég fyrir mér hvaö gagn- rýnandanum Aðalsteini fannst svo neikvætt að það væri ekki prent- hæft. Er það ekki hlutverk gagnrýn- andans að segja það sem honum býr í bijósti í stað þess að fela það fyrir lesendum DV? - Nema hann vilji geyma sínar skoðanir fyrir sjálfan sig og vhji þá ekki skrifa um hstvið- burði sem marktækur gagnrýnandi. Kannski er þetta bara hluti rit- snihdar og hugkvæmni hstfræðings- ins Aðalsteins til aö vekja forvitni lesandans, svo að hann drífi sig á þessa góðu sýningu fil að sjá allt þetta neikvasða í verki Auðar! Ef ekki, er það moðhausaháttur og gunguskapur hjá hstfræðingnum að geta ekki skýrt frá því á prenti hvað honum fannst, hvort sem það var neikvætt eða jákvætt. Það er móðgun gagnvart lesendum DV og gagnvart þeim fjölda hstamanna sem í hlut eiga að þurfa að geta sér til um hvað hstfræðingnum Aðalsteini Ingólfs- syni fannst um sýninguna. Dýrirnýlrbilar- Hverkaupir? Ámi Sigurðsson hringdi: Nú keppast bílaumboöin við að auglýsa nýju bhana af árgerðinni 1994. Það er fróðlegt að sjá og lesa um þessa bha marga hverja. En drottinn minn dýri! Bhamir eru dýrari; þetta frá svona rétt um mihjónina þeir allra ódýrustu - ef þeir eru af viöurkenndri og æskilegri teguhd - og upp í rúmar 4 mhljónir, fólksbílamir. Þeir amerisku em fahegir og góðir bhar, ekki spurning. En hver kaupir fólksbíl á rúmar 4 mihjón- ir? Býr hér þá ekki þjóö 1 krögg- um? - AJlt tóm vitleysa sem verið er áð hjakka á? Nóg vinna og nóg laun? Prestamirsækja íútlandid Guðjón Jónsson skrifar: Þetta hefur aht verið einhver vitleysa um að útvarpsstjóri væri að yfirgefa sviðiö og fara th Gautaborgar sem hffæraprestur. Æfli þessu hafi ekki verið ruglað eitthvaö saman við son hans, sem ásamt öðrum prestum sótti starf- ið sem nú er að vísu búið að veita. Það er annars merkilegt hve margir prestar sækja í útlandið, ekki síst þeir utan af landi. En eigum viö að greiða sendiprestum erlendis laun? Er ekki nóg að hafa sendiráöin? Eða ætlum við aö halda áfram þar th einn prest- ur fylgir hverju islensku sendi- ráði í útlöndum? Nýbyrjarbaráttan umBriissel Ólafur Haraldsson skrifar: Nú er hætt við því aö barátta stjómmálamanna okkar fari að byrja um sætin við skákborðið í Brússel, þar sem teflt verður um. aðhd okkar og kjör í Evrópusam- bandinu. Ég tel þó að barátta okk- ar stjómmálamanna muni miklu frekar standa um það hveijir það verði sem stýri baráttunni í Brússel heldur en um það hvort við eigum að ganga th samninga við sambandið. Ahir vita að við munum gera einhvers konar samning við ESB, bara spurning um hvers konar samning. Og skilin mihi íslensku stjórnmála- hokkanna em ekki svo ýkja diúp. Því er ég þess líka fuhviss að eins og oftast áður verður þetta fyrst og fremst barátta um ferðalög, dagpeninga og aðstöðu umfram aht annað. Göngumekki ÍESB Kristján S. Kjartansson skrifar: Við íslendingar erum ein eista lýðræðisþjóð í heimL Það er mál manna að við eigum ekki að framselja fuhveldisrétt okkar th alþjóðlegrar stofhunar og gerast um leið áskrifendur að ailt að því „nasísku" fyrirkomulagi. Við Is- lendingar eigum að beina við- skiptum okkar meira th Amer- íku, Asíu og Austur-Evrópu en ganga ahs ekki í ESB. Við höfum nú þegar tapað 3000 tonnum af karfa í skiptum fyrir 30 þús. tonn af Ioönu með EES-samningnum. Við megum alls ekki við því að glata yfirráðum yfir landhelgi okkar Ukt og Norðmenn, verði þeir fuhghdir i ESB. Leiðrétting viö kjallaragrem: Ályktunallra flokka í kjallaragrein Einars Karls Haraldssonar í DV fóstudaginn 18. þ.m. var fyrri millifyrirsögn greinarinnar röng, þar sem stóð „Ályktun tveggja flokka“. Mihi- fyrirsögnin átti að vera „Ályktun ahra flokka“. Þetta leiðréttist hér með og er beðiö velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.