Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 15 Vetrarleyfi „Þótt auðvitað megi gera ráð fyrir að fólk hefði áhuga á að fara til útlanda í vetrarleyfi er hugmyndin þó fyrst og fremst bundin við innlenda ferðaþjón- ustu og nýtingu hennar.“ „Vitað er að þúsundir sumarhúsa standa illa nýtt langmestan hluta árs- ins um aiit land,“ segir m.a. í grein Helga. Fyrir liggur að fjárfesting í ferða- þjónustu hérlendis er þegar orðin mikil. Hæst ber þó fjárfesting í gist- ingu af öllu tagi, hótelum, gisti- heimilum og bændagistingu, en minna fer fyrir fjárfestingu í af- þreyingu enn sem komið er. Það gefur augaleið að nýting þessarar miklu fjárfestingar er ekki mikil þegar einungis er um að ræða stutt- an háannatíma í um þrjá til fjóra mánuði. Til glöggvimar má benda á að verðmæti gistinátta, sem í boði eru, er talið vera um 14 milljarðar á ári. Af því leiðir að verð á þeirri þjónustu sem veitt er er aRtof hátt því reynt er að standa undir fjár- festingunni með því að selja að henni aðgang á stuttum tíma á of háu verði. Reyndin er hins vegar sú að margir ljúka langt í frá sumarleyf- um sínum á sumartíma - mikið er um vinnu á sumrin og brýnum verkefnum þarf að ljúka - verkefn- um sem oft eru háð veðri og vind- um. Vaxandi fjöldi fólk hefur sem betur fer atvinnu af því að sinna erlendum ferðamönnum yfir sum- artímann. Unglingar og ungt fólk þurfa á því að halda að sinna sum- arvinnu sinni af.kostgæfni og binda þvi fjölskyldur sínar heima við. Samræmt vetrarleyfi Það er því löngu tímabært að tek- ið verði upp samræmt og svæðis- tengt vetrarleyfi hér á landi. Með samræmdu vetrarleyfi er átt við frí í skólum og fyrirtækjum og stofn- unum landsins á ákveðnum tíma og með svæðistengdu að vetrarleyfi í skólum verði ekki veitt í öllum landsfjóröungum í einu, heldur sitt á hvað. Fyrirkomulag með þessu sniði er KjaUarinn Helgi Pétursson markaðsstjóri víða þekkt erlendis en það var Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar og þáverandi formaður Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa, sem fyrst- ur hvatti til þessarar tilhögunar hér á landi. Vetrarleyfi af þessu tagi yrði kærkomin upplyfting í skammdeginu. Sérstakt vetrarverð Með tilliti til upphafsorða um gíf- urlega íjárfestingu í gistingu og erfiðleikum á nýtingu hennar er nauðsynlegt að svæðisbinda vetr- arleyfin. Þótt auövitað megi gera ráð fyrir að fólk hefði áhuga á að fara til útianda í vetrarleyfi er hug- myndin þó fyrst og fremst bundin við innlenda ferðaþjónustu og nýt- ingu hennar. Þess vegna er nauð- synlegt að aðeins einn fjórðungur sé í leyfi í einu og njóti þá þess sem aðrir hafa upp á að bjóða. Við gætum hugsað okkur að Sunnlendingafjórðungur tæki vetrarleyfi í eina viku. Þá væri komið að hinum og auðvitað þeim innan fjórðungs, sem vildu bjóða þjónustu sína, að bjóða gistingu, skíðaferðir, veiðiferðir, gönguferð- ir, fjallaferðir og dvöl til sjávar og sveita fyrir alla ijölskylduna á sér- stöku vetrarverði og auka þar með nýtingu fjárfestingarinnar. Einnig mætti hugsa sér að laun- þegasamtökin og önnur samtök, sem eiga orlofsbyggðir um allt land, byðu gistingu og jafnvel ein- hvers konar dagskrá fyrir aUa fjöl- skylduna á þessum tíma. Vitað er að þúsundir sumarhúsa standa illa nýtt langmestan hluta ársins um aÚt land. Síðan gengi þetta koll af kolli þar til allir fjórðungarnir hefðu lokið sínum vetrarleyfum. Auðvelt er að gera sér í hugar- lund að veltuaukning og nýting í innlendri ferðaþjónustu gæti auk- ist til muna við það að taka upp samræmd og svæðistengd vetrar- leyfi hér á landi. Það leiðir aftur til meiri atvinnu innan ferðaþjón- ustunnar og hægt er að gera því skóna að verð lækkaði á þeirri þjónustu með lengri og betri nýt- ingu fjárfestingarinnar. Sem á ný leiðir til frekari nýtingar erlendra ferðamanna á þjónustu okkar hér á landi á lægra og viðráðanlegra verði. Helgi Pétursson Aukin réttindi óf aglærðra í hjúkrun Það er deginum ljósara að með samþykkt nýrra laga um sjúkraliða þarf að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr neikvæðum áhrifum laganna. Eitt þeirra atriða sem þarf að takast á við er að tryggja starfs- réttindi ófaglærðra starfsmanna sem áhuga hafa á að halda starfi með auknum réttindum. Fram- kvæmdastjóm Sjúkrahðafélags ís- lands hefur í þeim tilgangi leitaö til starfsmenntaráðs félagsmála- ráðuneytisins eftir stuðningi til að undirbúa og skipuleggja nám fyrir starfsfólk sem unnið hefur um til- tekið árabil við aðhlynningu og hjúkmn. Fyrirséð er að á næstu árum muni þrengja að ófaglærðu starfs- fólki við heilbrigðisstofnanir vegna verulegrar fjölgunar í hjúkrunar- stéthmum. Má nefna að á fjórða hundrað nemar munu ljúka námi í hjúkmn við háskólana á næst- unni. Boðið upp á starfstengt réttindanám Með tilhti til staðreynda og vhja félagsins til að virða reynslu þessa hóps, sem unnið hefur gott starf við aðhlynningu og sums staðar leyst úr brýnum vanda, er lagt til að námsleiðin verði farin. Það er þekkt úr öðrum starfsgreinum þar sem eins hefur staðið á, eins og KjaHariim Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður heilbrigðisráðs BSRB og formaður Sjúkraliðafélags íslands réttindalausum kennumm, vél- stjórum og skipstjómm með und- anþágu, svo dæmi séu nefnd. Miðað er við það í frumhugmynd- um félagsins að nám, sem starfs- fólk í aðhlynningu hefur tileinkað sér á 50 th 100 stunda námskeiðum, verði metið. Lögð verði áhersla á kennslu hjúkrunargreina og að námirtu ljúki með prófum sem veiti viðkomandi rétt til lögghtra starfs- réttinda og að bera starfsheitið sjúkraliði. Skipulag námsins verði fyrir tiltekinn markhóp, með tihiti til starfsreynslu og fyrra náms, án þess að ráðning þeirra rofni. Þarfir landsbyggðarinnar í hugmyndum framkvæmda- stjórnar SLFÍ er gert ráð fyrir að framkvæmd námsins verði í hönd- um fjölbrauta- og verkmenntaskóla um land aht með það fyrir augum að koma th móts við þarfir lands- byggðarinnar en víða utan Reykja- víkur og næsta nágrennis hafa ehi- og hjúkrunarheimilin verið mönn- uð ófaglærðum starfsmönnum að verulegu leyti. Augljóslega er það mikiö verkefni sem hér er verið að hrinda úr vör af hálfu Sjúkrahðafé- lags íslands. Því fylgir mikh vinna við frumkannanir, skipulag og gerð námsgagna, kynning og fundir með forráðamönnum skóla. Stofnum ekki til óvinafagnaðar Sjúkrahðar hafa um áratuga- skeið átt gott samstarf við annað starfsfólk í aðhlynningu á sjúkra- húsum landsins og deht með þeim kjörum. Sjúkraliðar leggja því áherslu á að breytt lög um réttindi sjúkrahða, sem tryggja eiga aukið starfsöryggi, verði ekki á kostnað þeirra sem næst þeim standa á vinnustað. Sjúkrahðar hvetja til samstarfs og samvinnu með samegiihega hagsmuni í huga. Látum ekki aðra skemmta skrattanum með því að ala á óvhd, öfund og úlfúð miili þeirra sem geta átt aht undir því að umrædd lög verði samþykkt. Við skulum gæta þess að í skjóli úlfúðar geta aðrir deht og drottnað okkur öhum th óþurftar með allt aðra hagsmmú í huga en okkur kemur best. Kristín Á. Guðmundsdóttir „Látum ekki aðra skemmta skrattan- um með því að ala á óvild, öfund og úlfúð milli þeirra sem geta átt allt und- ir því að umrædd lög verði samþykkt.“ Islenskirtogararundir erlendumfána „Eg trhlukarl og haföi ekki nógan kvóta og ákvað því að kaupa mér frystitogara með trill- unruF' ,^ann Unnsteinn Guð- geri ég út með mundsson, trillukarl nokkrum öðr og frystitogaraeig- um undir aritji. fána Panama. Við teljum okkur því vera aö búa til störf fyrir okk- ur og kannski 30-40 aðra. Þetta er því atvinnuskapandi. Vegna þess að þjóðin hfir 80 prósent á því sem við drögum úr hafinu tökum við íslendingar þátt í að veiða úr smugum úthafanna ems og við erum aðgera með togarann Óttar Birting. Eg tel því nauðsyn- legt að stjórnvöld og ahir aðrir íslendingar standi dyggan vörð um íslenska hagsmuni í þessum efnum. Mér finnst t.d. sumir íjölmiðlar ekki gæta sín og séu í raun í landhelgisgæslu fyrir aðr- ar þjóðir. Þá er t.d. tíundað þegar einn íslendingur fer á Hatton- Rockallsvæðiö á meðan tíu aörir togarar eni þar og siðan er hringt í Bretana og þeir spurðir hvort það eigi ekki að fara að taka þá. En við erum nauðbeygðir til að flagga skipinu okkar út vegna laga sem trúlega eru einhver tímaskekkja og mér finnst að ís- lensk sfjórnvöld eigi að laga. Einn þáttur laganna er trúlega að vernda einis verja með því að við megum ekki skrá skip undir ís- lensku nafni vegna þess að það var eldra en 15 ára þegar það var flutt til landsins. Ég held að þetta sé orðiö úrelt iíka.“ Þvingun með stjérnvaldsað- „Þaðerekk- ert sem mæhr með því að hafa þessi skip undir er- lendum fán- um. Það sem sérstaklega mæhr á móti Jónas Garðarsson, þvi er aö ef framkvæmdastjóri kvótum verð- Sjómannafélags ur einhvem Reykjavikur. tímann skipt i úthöfunum verða þaö ekki íslendingar sem fá þá heldur Panama, Kýpur eðaönnur lönd. Fyrir þjóöina finnst mér það skipta mestu máli. Það vita alhr að það eru íslensk skip með þess- um fánum. Það er ekkert gott fyr- ir alvöraútgerðir eins og Granda og fleiri að lita út eins og ein- hverjir sjóræningar. Þaö sem snýr að mannskapnum um borð að það er tækifæri th að manna þau útlendingum ef þau eru höfð undir erlendtim fánum. Shkt myndi ekki verða ef skipin væru undir íslensku flaggi. Þetta er því slæmt hvað íslenska sjómenn varöai' og atvinnuhorfur. Reynsl- an hefur ekki verið neitt sérstök af útlendingum nema þá helst af Færeyingum eöa Skandinövum - við teljum þá ekki útlendinga. Við þekkjum t.d. reynslu af Pólverj- Um og fleiri sem hafa verið ráön- ir hér á fiskiskip og eru ónothæf- ir með öhu. Útgerðunum finnst þetta vondi kosturinn. Þeir vilja þvi gjarnan hafa skipin sin undir íslensku flaggi en þeim er það bara ekki heimilt Þeir eru þving- aðir með stjórnvaldsaðgerð til að skrá skipin eriendis. -ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.