Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 7 Fréttir Hagfræðingur Alþýðusambands íslands: Þurfum 22 þúsund störf til aldamóta - fiskvinnslustefhu 1 stað fiskveiðistefnu Húsavík: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má segja að það sem af er þessuári hafi veriðágættatvinnu- ástand hjá okkur og full vinna i fiskvinnslunní" segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri , Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Togarinn Kolbeinsey, sem sér fyrirtækinu fyrá mestu hrácfni, er nú að veiða fyrir siglingu og mun selja eriendis um páskana eins og verið hefur undanfarin ár. Þegar sú staða hefur komið upp einhverra hluta vegna að tog- arinn hefurekki fært nóg hráefni að landi fyrir vinnsluna hefur verið gripið til þess ráðs að vinna „Rússafisk'*. „Við höfum keypt þann fisk svona eftir hendinni, við erum búnir að fá um 200 tonn frá ára- mótum og þessi fiskur hefur bjargað miklu fyrir okkur í rinnslunni," segir Tryggvi. „Við þurfum að skapa 22 þúsund störf til aldamóta til að takast á við atvinnuleysið nú og væntanlega fjölgun landsmanna á komandi árum. Atvinnuleysið verður óbreytt til aldamóta ef ekkert verður að gert.“ Þetta fullyrðir Gylfi Arn- bjömsson, hagfræðingur hjá Al- þýðusambandi íslands. Gylfi bendir á að miðað við 2 pró- senta hagvaxtarspá Þjóðhagsstofn- unar fyrir næstu 5 árin sé gert ráð fyrir að störfum fjölgi ekki nema um 1 prósent á ári. Það sé nokkurn veg- inn sem nemi íbúafjölguninni. „Þjóðhagsstofnun spáir því að á þessu ári verði 7 þúsund án atvinnu. Ef við tökum þann fjölda starfa sem voru í boði 1988 og framskrifum þann fjölda miðað við íbúafjölgun þá hefðu þurft að vera 135 þúsund störf á vinnumarkaðnum til að halda í við íbúafjölgunina. Störfin em hins veg- ar ekki nema rúmlega 122 þúsund. Þetta þýðir að það skortir um 13 þús- und störf miðað við sömu atvinnu- þátttöku og starfaskiptingu. Mis- munurinn felst í minni atvinnuþátt- töku, sérstaklega hjá konum og námsmönnum. Miðað við sömu for- sendur þyrftu störfin að vera 144 þúsund um aldamótin og það gefur okkur vísbendingu um hversu mörg störf við þurfum að skapa þangað til, það er 22 þúsund." Gylfi segir almennu efnahagslegu skilyrðin, sem Þjóðhagsstofnun byggir spá sína á, ekki duga. „Við þurfum að koma hagvexti upp í 4 tíl 6 prósent sem er svipað hagvaxtar- stig og var hér á á sjöunda og átt- unda áratugnum. Það er ekki óraun- hæft markmið en það næst ekki mið- að við núverandi forsendur." Á atvinnumálafundi Alþýðusam- bands íslands í síðustu viku kom fram sú skoðun að ástæða væri til að endurskoða fiskveiðistefnuna. Móta ætti í staðinn fiskvinnslu- stefnu. „Árið 1972 byggöum við upp fiskvinnsluna með sérstakri fisk- vinnsluáætlun. Þá byggðum við upp hráefnaframleiðslu í fiskiðnaði. Það var eðlilegt á þeim tíma þegar við stóðum frammi fyrir aukningu á hrá- efni. í dag stöndum við í þeim spor- um að við erum með takmarkað hrá- efni. Nú er þvi ástæða til að byggja upp öflugafullvinnslu. Sjávarútvegs- stefnan, sem var mótuð á þeim tíma þegar mikið var af hráefni, þarf að taka mið af þessu." Gylfi leggur á það áherslu að meira svigrúm sé til að takast á við vandann en menn nýta. „Við verðum að breyta grundvallarforsendum. Hér stefnir í mikið atvinnuleysi til margra ára. Það dugir ekki að vísa til hagstæðra skilyrða, eins og lækkunar á erlend- um skuldum og vaxtalækkunar, því það eru þessi hagstæðu skilyrði sem Þjóðhagsstofnun gengur út frá í sinni spá og fær út þessa döpru niðurstöðu að hagvöxtur verði ekki nema 2 pró- sent.“ -IBS Krakkarnir í Njarðvík hafa hrifist a> framtaki Dagbjartar Halldórsdóttur sem hefur látið hundinn sinn draga sig á sleða eftir götum Njarðvíkur i skíðabrekkurnar. Nokkrir hafa reynt að fá foreldra sina til að fá hund á heimilið og kann þvi svo að (ara að fleiri en Dagbjört ferðist á hundasleða i skíðabrekkurnar við Njarðvík þvi ekki vantar snjóinn. DV-mynd Ægir Már, Suðurnesjum Grafarvogur: Mótmæla bensínstöð „Við mótmælum þessari bensín- stöð vegna þess að við teljum að slysahætta aukist verulega við það að bensínstöð og sjoppa verði sett upp hinum megin við götuna. Stað- urinn verður opinn til klukkan hálf- tólf á kvöldin og kemur til með að draga aö sér börn og unglinga sem þurfa að fara yfir veginn í mikilli umferð. Samkvæmt aðalskipulagi er þetta svæði skipulagt sem athafna- svæði, ekki svæði fyrir verslun og þjónustu," segir Þorvaldur Björns- son, formælandi íbúanna. Tugir íbúa úr Vesturfold, Austur- fold og Berjarima í Grafarvogi mættu á grenndarkynningu hjá Borgar- skipulagi síðdegis á fimmtudag þar sem tillaga um byggingu sjoppu og bensínstöðvar við Hallsveg var kynnt. Mikil andstaða við bygging- una kom fram á fundinum og ítrek- uðu íbúamir mótmæli sín. Þeir höfðu áður skilað inn undirskrifta- hstum með ríflega 50 nöfnum vegna bensínstöðvarinnar. -GHS Tugir íbúa úr Grafarvogi ítrekuðu andstöðu sina við söluskála á Gylfaflöt við Hallsveg í Grafarvogi á grenndarkynn- ingu hjá Borgarskipulagi. DV-mynd BG Akureyri: Framboðslisti Alþýðuflokks Félagsfundur í Jafnaðarmannafé- lagi Eyjafjarðar hefur samþykkt til- lögu uppstillingarnefhdar um fram- boðslista Alþýðuflokksins í bæjar- stjórnarkosningunum á Akureyri næsta vor. Fyrstu tíu sætin á listan- um eru þannig skipuð: 1. Gísli B. Hjartarson bæjarfuUtrúi. 2. Hreinn Pálsson lögmaður. 3. Okta- vía Jóhannesdóttir húsmóðir. 4. Hanna B. Jóhannesdóttir húsmóðir. 5. Jón I. Cæsarsson póstmaður. 6. Nói Bjömsson skrifstofumaður. 7. Alfreð Gíslason framkvæmdastjóri. 8. Margrét Jónsdóttir skrifstofumað- ur. 9. Finnur Birgisson arkitekt. 10. Drífa Pétursdóttir verslunarmaður. -GHS Húsgagnahöllin We make IRBj|BH Við búum the world's IvuhIMH til heimsins best mattress bestu dýnur BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að veita þér þær upplýsingar sem þú vilt vita um Serta dýnuna og til að aðstoða þig við val á réttu dýnunni. Við eigum Serta dýnumar alltaf til á lager í ýmsum gerðum og stærðum og getum afgreitt samdægurs og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. Við búum til heimsins bestu dýnur er hið viðurkennda vörumerki og auglýsingaslagorð Serta verksmiðjanna í Ameríku. Serta verksmiðjumar eru þekktar fyrir gæði og dýnumar sem við kaupum frá þeim hafa gormakerfi og fjaðrabindingu sem er svo einstök og vönduð í framleiðslu að Serta er tvímælalaust hreint úrvalsvara eins og þeir auglýsa. Serta er t.d. eina breiða rúmdýnan á markaðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað þegar annar aðilinn byltir sér. í Serta dýnunni sameinast góður stuðningur við líkamann og frábær þægindi. Allar dýnumar em með þéttofnum damask dúk og öll uppbygging dýnunnar á að tryggja sem lengsta endingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.