Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Fréttir DV Keflavík, Njarðvlk, Hafnir: Mikil átök hjá sjálfstæðis- mönnum á Suðurnesjum Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum; Forseti bæjarstjómar Njarðvíkur, Ingólfur Báðarson, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá pólitík og mun ekki gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn- arkosningunum í nýja sveitarfélag- inu Keílavík, Njarövík, Hafnir í vor. forseti bæjarstjómar Njarðvíkur þvingaður til að draga sig í hlé í prófkjöri flokksins í Njarðvík fyrir skömmu fékk hann flest atkvaeði í fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum DV var hann þvingaður til að taka þessa ákvörðun - að öðrum kosti yrði hann settur neðarlega á lista flokksins. Jónína Guðmundsdóttir, bæjar- fulltrúi í Keflavík, verður heldur ekki á lista flokksins. Hún gaf kost á sér í efstu sætin en uppstillingar- nefnd hafnar henni hvað þau varðar og sama er að segja um Kristbjöm Albertsson, bæjarfulltrúa í Njarðvík. Hann fann ekki heldur náð fyrir aug- um nefndarmanna. Eftir öraggum heimildum DV verð- ur sú tillaga, sem uppstillingamefnd flokksins leggur fram á fulltrúaráðs- fundi í kvöld 22. mars, samþykkt en þar er Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík, í fyrsta sæti. Jónína Sand- ers verður í öðra sæti en hún hlaut bindandi kosningu í prófkjöri flokks- ins í Njarðvík. I þriðja sæti veröur Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, og Garöar Oddgeirsson, bæjarfuUtrúi í Keflavík, fær fjórða sætið. Njarðvíkingurinn Böðvar Jónsson verður í flmmta sæti en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Njarðvík. Viktor Kjartansson, vara- bæjarfulltrúi í Keflavík, verður 1 sjötta sætinu. Loðnuveiðin: Hólmaborgin nálgast 50 þúsund tonnin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Afli Hólmaborgarinnar frá Eski- firði á loðnuvertíðinni nálgast nú óðum 50 þúsund tonnin og hefur eitt skip aldrei veitt’svona mikla loðnu á einni vertíð. Alls fengu 45 skip út- hlutað loðnukvóta á vertíðinni og hafa þau öll nema fjögur komið með afla að landi. Heildarveiðin á vertíðinni nemur nú rétt um 900 þúsund tonnum en heildarkvótinn er tæplega 1100 þús- und tonn. Ljóst er að vertíðin, sem senn lýkur, er ein sú albesta frá upp- hafi og munar þar mestu um að sum- ar- og haustvertíðin var óvenju góð. Það vekur athygli að 10 aflahæstu skipin á vertíðinni em með samtals um 360 þúsund tonn eða um 40% af heildaraflanum. Þar er Hólmaborgin sem fyrr sagði aflahæst með 48.400 tonn, Sigurður frá Vestmannaeyjum er með 41.900 tonn, Víkingur, Akra- nesi, 40.300 tonn, Börkur, Neskaup- stað, 39.800 tor.a, Júpiter, Þórshöfn, 38.200 tonn, Jón Kjartansson Nes- kaupstað 34.700 tonn, Guðmundur, Reykjavík, 32.400 tonn, Örn, Kefla- vík, 31.500 tonn, Bjami Ólafsson, Akranesi, 30.800 tonn og Höfrungur, Akranesi, 28.900 tonn. Afli Hólmaborgarinnar frá Eskifirði á loðnuvertíðinni nálgast nú óðum 50 þúsund tonnin og hefur eitt skip aldrei veitt svona mikla loðnu á einni vertíð. í dag mælir Dagfari ___________ ~ Fjölskyldumálin Þá eru fylkingamar tvær í borgar- málunum búnar að stilla upp list- um sínum. Og það sem meira er: listarnir eru búnir að finna út hvaða málefni verða efst á baugi í kosningabaráttunni. R-listinn var á undan með sína málefnaskrá og þar segir að höfuðáhersla verði lögð á tvennt: atvinnumálin og fjöl- skyldmáhn. D-listinn, listi Sjálf- stæðisflokksins, fór alla leið austur í Landsveit til að leggja á ráðin um málefni sín og útkoman varð sú að listinn mun leggja höfuðáherslu á tvennt: atvinnumálin og fjöl- skyldumáhn. Af þessu er ljóst að atvinnu Reyk- víkinga verður að mestu borgið eft- ir kosningar. Það veröur sama hvor hstinn ber sigur úr býtum. Báðir munu leysa atvinnumáhn með því að skapa fleiri atvinnu- tækifæri og raunar hefur Árni Sigf- ússon lýst því yfir að hann vilji enn fremur skapa fleiri vel launuð störf í borginni. Það eru gósentímar framundan og atvinnuleysi mun hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar ný borgarstjórn hefur verið kosin. Hitt er þó meira um vert að R- hstinn mun leggja áherslu á íjöl- skyldumáhn. Það sama mun D- hstinn gera. Fjölskyldumál hafa greinilega verið afskipt í borgar- stjórn fram að þessu og kominn tími til að taka til hendinni í þeim málaflokki. Ekki er alveg ljóst hvernig stjórnmálamennirnir og borgarfulltrúar munu skipta sér af fjölskyldumálunum og aldrei aö vita nema heimilin í borginni geti átt von á borgarstarfsmönnum inn á gafl til að leysa flölskyldukrís- urnar. Að minnsta kosti verður borgarfulltrúum annt um fjöl- skyldurnar í borginni ef þeir ætla að efna kosningaloforðin. Borgarfulltrúar munu veita ráðg- jöf í hjónabandsástum, ganga á mhli í heimiliserjum, leysa fjár- hagsvandræði og taka að sér bar- nagæslu ef hjón eru aðframkomin af ómegð. Fjölskyldumar verða í fyrirrúmi og gott ef borgarstjórn mun ekki setja upp hjónabands- miðlun til að bjarga fjölskyldum sem em á vergangi vegna skilnaöa eða einstæöingsskapar. Þannig má einnig stýra saman fólki með flokkspólitískar hneigðir og koma kjörskrámar og merkingar flokk- anna á stuðningsmönnum sínum sér vel í þeim efnum. R-hstinn er ágætlega flölskyldu- tengdur að því leyti að efstu menn hstans eru flestir giftir stjórnmála- mönnum með reynslu. Má þar nefna að Sigrún Magnúsdóttir er gift Páli á Höllustöðum, formanni þingflokks framsóknarmanna, og Guðrún Ágústsdóttir er gift Sva- vari Gestssyni, þingmanni og fyrr- um formanni Alþýðubandalagsins. Þar era fjölskylduböndin sterk inn- an flokkanna og kannski ætlar þetta fólk aö leysa fjölskyldumál annarrra með því að hvetja til gift- inga hjá flokkslega tengdu fólki til að herða og styrkja þau tengsl sem þurfa að vera í flokkunum til að völdunum verði náð. Borgarstjóraefni R-hstans, Ingf björg Sólrún Gísladóttir, er 'sögð vel gift og hefur raunar lagt út í kosningabaráttuna með ummæh eiginmanns síns að leiðarljósi: auk- ast nú enn vandræðin, kerling. Ami Sigfússon, borgarstjóraefni D- hstans, er sömuleiðis vel giftur eins og fram hefur komið á mynd- um sem birtar era af nýja borgar- stjóranum í faðmi fjölskyldunnar og þá má einnig minna á að Inga Jóna Þórðardóttir er gift formanni þingflokks sjálfstæðismanna, Geir Haarde, og þannig era tengslin inn í þingflokkana vel tryggð - hvor hstinn sem valinn verður. Báðir munu hstarnir sjá til þess að biðhstar hverfi á dagvistarstofn- unum og sjálfstæðismenn hafa lagt sérstaka áherslu á aö þeir hafi loks- ins áttað sig á, eftir fimmtiu ára meirihluta, að dagvistun bama skipti máh og þeir hafa enn fremur uppgötvað að nú þurfi að einsetja skólana. Þetta uppgötvuðu þeir eft- ir að Markús hætti og Ámi tók við, sem sýnir hversu mikill léttir það hlýtur að vera fyrir barnafjölskyld- umar í Reykjavík að skipt er um borgarstjóra. Af öhu þessu sést að það eru skörp skfl á milli flokkanna sem í boði era. Annars vegar era at- vinnumáhn og fjölskyldumálin sett á oddinn og hins vegar era atvinnu- máhn og tjölskyldumáhn sett á oddinn. Á þessu tvennu eru and- stæðumar augljósar og fer ekki á milli mála að þörf er á tveim fram- boðum sem skerpa hnumar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.