Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 ViðskiptL Þorskur á fiskm. krAg Þr Mí Fi Fö Má Þr Þingvísit. hiutabr. Má Þr Mi Fi Fö Má Alverð erl. $/tunna Má Þr M| ftj fö Dollarinn MS Þr Mi Fö Má Kauph. í New York 3830v- I j Jones Þorskurlækkar Þorskur á fiskmörkuðum hefur verið að lækka í verði. Meöal- verðið í gær var rúmlega 90 krón- ur kílóið en var 102 krónur sl. miðvikudag. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði í gær um 2% niður í 804 stig. Ástæðan er einkum lækkun hlutabréfa í Eimskip um 11% þegar gengi þeirra fór úr 4,16 í 3,70. Frá sl. þriðjudegi til fóstudags hækkaði staðgreiðsluverð áls um 60 dollara tonnið. í gærmorgun var verðið svipaö, eða um 1320 dollarar tonnið, og hefur ekki verið hærra sl. 20 mánuði. Dollarinn hefur verið á uppleið síðan á funmtudag. Sölugengið var 72,53 krónur í gærmorgun. Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York lækkaði nokkuð í gær frá því fyrir helgi en sveiflur voru átölunniísíðustuviku. -bjb Innanlandsflug Flugleiða og Islandsflugs 1993: Ólíkt höfðust f lugfélögin að Ólíkt höfðust þau að í innanlands- fluginu á síðasta ári, Flugleiðir og íslandsflug. Flugleiöir töpuðu 125 milljónum króna á innanlandsflug- inu, sem er 70% af tapi ársins, en íslandsflug hagnaðist um á annan tug milljóna króna samkvæmt heim- ildum DV. Farþega- og fraktflutning- ar minnkuðu hjá Flugleiðum milli ára um allt að 4% en jukust hjá ís- landsflugi um allt að 10%. Sætanýt- ing í innanlandsflugi Flugleiða versnaði á síðasta ári um 2 prósentu- stig frá 1992 en batnaði hjá íslands- flugi um svipað hlutfall. Tap á innanlandsfluginu segja for- ráðamenn Flugleiða einkum vera vegna samdráttar í efnahagslífinu og aukinnar samkeppni frá einkabíln- um og öðrum flugfélögum. Á aðal- fundi minntust forstjóri og stjórnar- formaður ekkert á vélakostinn sem ástæðu fyrir verri aíkomu en sæta- nýting á minni áætlunarstaði meö nýju Fokkervélunum hefur ekki ver- ið góð. Flugleiðir fljúga til 9 staða á landinu með þremur 50 sæta Fokk- ervélum. Upphaflega voru allar fjór- ar vélarnar notaðar í innanlands- flugið en á síðasta ári var þeim fækk- að um eina þegar ein vél var lánuð til Austrian Airlines. Af þessum 9 áætlunarstöðum Flug- leiða innanlands er nær 90% flugsins til fjögurra staða: Akureyrar, ísa- fjarðar, Vestmannaeyja og Egils- staða. Forráðamenn Flugleiða segj- ast ætla að leggja mesta áherslu á þessa staði en aðrir áætlunarstaðir eru Hornafjörður, Húsavík, Sauðár- krókur, Patreksfjörður og Þingeyri. íslandsflug berst núna fyrir því að fá flugleyfi til tveggja þessara staöa: Patreksfjaröar og Sauðárkróks. Fram hefur komið í DV að helsta breyting á áætlun Flugleiða í ár verði til Sauðárkróks. í sumaráætlun er reiknað með flug: nórum sinnum á Farþegar í innanlandsflugi hjá Flugfepbfi og íslandsflugi 1993 — \ . ,r Flugleiðir 249.000 farþeg^ 3% fækkun viku til Sauðárkróks með Fokker en fjórum sinnum með vélum Flugfé- lags Norðurlands, FN. Þar sem ís- landsflug berst fyrir því að sérleyfi Flugleiða til Sauðárkróks verði af- numið fmnst forráöamönnum félags- ins óeðlilegt að Flugleiðir geti ráð- stafað leiðinni til annars flugfélags þótt FN sé í 35% eigu Flugleiða. Þá hafa bæjaryfirvöld á Sauðárkróki gert athugasemdir við áætlunina og óskað eftir því við samgönguráðu- neytið að flugleyfi til bæjarins verið opnað fleiri félögum en Flugleiðum. Forráðamenn Flugleiða gera sér vel grein fyrir erfiðleikum innan- landsflugsins og á aðalfundinum sl. fimmtudag viðraði Hörður Sigur- gestsson stjórnarformaður þá hug- mynd að stofna sjálfstætt fyrirtæki um innanlandsflugið. Leifur Magn- ússon, yfirmaður innanlandsflugs Flugleiða, sagði við DV að þessi leið væri ein af mörgum sem gæti komið til greina. Barist um Sauðárkrók íslandsflug flýgur núna með tvær 19 sæta Dorniervélar og á von á 19 sæta skrúfuþotu í næsta mánuði. Á síðasta ári var félagið að auki með tvær 15 sæta Beechcraftvélar en þær hafa verið seldar til Kanada. Félagið flýgur til Bíldudals, Flateyrar, Hólmavíkur, Gjögurs, Siglufjarðar, Egilsstaða, Norðfjaröar og Vest- mannaeyja. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar sölu- stjóra er mest barist fyrir því að fá flugleiðina til Sauðárkróks. íslands- flug hefur margsinnis þurft að lenda á Sauðárkróki meö farþega til Siglu- fjaröar og er með hugmyndir um að sameina flug til þessara tveggja staða. „Við erum með minni vélar og getum nýtt þær betur. Auk þess getum við sett upp þá tíðni flugferða að f ólk á þessum minni stöðum getur stólað á flugsamgöngur," sagöi Sig- fús við DV. -bjb Gleðitíðindi fyrir íslenska álfélagið: Áfram spáð háu álverði Forráðamenn íslenska álfélagsins í Straumsvík geta verið glaðir um sinn því álverð á erlendum mörkuð- um hefur verið að hækka að undan- fómu. Áfram er spáð háu verði en álverð hefur ekki verið jafn hátt í nær tvö ár. Frá mánudegi til föstudags í síð- ustu viku hækkaði þriggja mánaða verð um 70 dollara tonnið. Stað- greiðsluverð hækkaði svipað. Hækk- unin gerist þrátt fyrir að álbirgðir hafi aukist mikið. Hins vegar hefur eftirspurn eftir áli aukist mikið síð- ustu misseri og sífellt meira notaö af þessu hráefni í iðnaðarfram- leiðslu. Enn hækkar fiskverð Okkar stærsta útflutningsvara, fiskurinn, heldur áfram að hækka í verði erlendis. Á tvemur vikum hef- ur t.d. karfi í gámasölu í Englandi hækkað um 75% og ufsi um 90%. Á fiskmörkuöum innanlands hækkuðu flestar tegundir í verði milli vikna nema hvað ýsan lækkaði lítillega. í síðustu viku voru 377 tonn seld úr gámum í Englandi fyrir 56 millj- ónir króna. Mest var selt af ýsu. Þrír togarar seldu í Bremerhaven í Þýskalandi um 445 tonn fyrir 50 mUljónir króna. Uppistaða aflans var karfi. Togaramir vom Viðey RE, Drangur SH og Sólberg ÓF en sá síð- asttaldi fékk hæsta meðalverðiö, 122 krónur kílóið. -bjb Útflutningsafurðir íslendinga 395< \\ L OO J 375 D J F M rjiiiinifflniw 50 mtf________a____ T F M DV Vatnsfélagið ger- irdreifingar- samning í Banda- ríkjunum Vatnsfélagið á Suðurnesjum undirbýr núna af fullum krafti framleiðslu vatns sem hefja á í sumar. Búið er að gera samning við bandarískt fyrirtæki um dreifingu vatns í Bandaríkjun- um. Að sögnFriðfinns Skaftason- ar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja er stefht aö fram- leiðslu 6 milljón vatnslítra fyrsta árið á 114 litra plastflöskum, þ.e. 4 milljónir af flöskum, Vatnsfélagið er einkum í eigu Eignarhaldsfélags Suðumesja, Atvinnuþróunarfélags Suður- nesja og sex einstaklinga. Kefla- víkurbær hefur veríð félagjnu ínnan handar með útvegun hús- næðis og er ábyrgðaraðili. Hluta- féð er um 50 milljónir króna og stefnt að aukningu þess. Fram- leiöslan mun fara fram við Smiðjuvelli í Keflavík þar sem nú er Trésmiðja Ella Jóns. Um 10-15 manns munu fá atvinnu hjá Vatnsfélaginu við fyrstu vatns- verksmiðjuna á Suðurnesjum. Lítill áhugi á hlutabréfum Níu fyrirtæki á hlutabréfa- markaðnum hafa haldið aöal- fundi sína fyrir síðasta ár og sjö þeirra skilað hagnaði. Aðeins Flugleiðir og Þróunarfélagið hafa sýnt tap á rekstrinum. Þrátt fyrir þessar niðurstöður hafa viðskipti með hlutabréf verið mjög lítil frá því aöalfundirnir hófust. Dræm viðskipti eru helst skýrð með því að litlar breytingar hafa orðið á stjórnum hlutafélaga og svipuð aflcoma fyrirtækja milli ára. Þá er talið að fjárfestar séu ekki stemmdir fyrir hlutabréfum þessa dagana heldur erlendum verðbréfum. í síðustu viku námu hlutabréfa- viðskipti rúmum 2 milljónum króna. Mest var keypt af hluta- bréfum íslenska útvarpsfélags- ins, eða fyrir 870 þúsund krónur. Næst komu hlutabréf í Marel fyr- ir 450 þúsund krónur. Hagnaður hjá Hampiðjunni Aðalfundur Hampiðjunnar fyr- ir árið 1993 var haldinn sl. fóstu- dag. Þar kom fram að afkoman var svipuð og árið 1992, eða hagn- aður upp á 41 miHjón króna, einni milljón meira en ’92. Á fundinum var lagður fram samstæðureikn- ingur Hampiöjunnar og dóttur- fyrirtækis í Portúgal. Rekstrar- tekjur þessara fyrirtækja voru um 850 milljónir á síðasta ári, 11% meira en árið áður. í árslok var eigið fé Hampiöj- unnar um 690 railljónir króna og eiginflárhlutfallið 49%. Tillaga stjórnar um að greiða út 7% arð 'til hluthafa var samþykkt á aöal- fundinum. Stærstu hluthafar í Hampiðjunni eru Sigurður Egils- son og Venus hf. Ennlækkavextir Seðlabankans Vaxtabreytingadagur var í gær. Bankar og sparisjóöir breyttu vöxtum sínum lítið sem ekkert. Þá er veriö að tala um helstu gerðir út- og innlána en vextir þeirra hafa lítið breyst frá 21. jan- úar sl. Hins vegar lækkaðí Seðla- bankinn vexti sína við innláns- stofnanir í gær. Vextir innstæðubréfa lækkuðu um allt að 0,25 prósentustig og ávöxtun i endurhverfum verð- bréfakaupum lækkaði um 0,20 prósentustig. Vextir þessara verðbréfa hafa lækkað um allt að hálft prósentustig i marsmánuði hjá Seðlabankanum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.