Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 25 Meiming George Newton (Charles Grodin) ásamt hinum stæðilega Beethoven. Háskólabíó/Bíóhöllin - Beethoven 2: ★ lA Óvænt fjölgun Beethoven 2 er dæmigerð framhaldsmynd sem ein- göngu er gerð framhaldsins vegna. Söguþráðurinn er í þynnra lagi og ómerkilegur og textinn uppfullur af khsjum sem að vísu fá börnin til að hlæja. í fyrri myndinni tók Newtonfjölskyldan að sér flæk- ingshund af St. Bernhardskyni og þótti fjölskyldufóð- umum nóg um. Nú er nýjabrumiö farið af Beethoven og er hann nokkuð afskiptur innan veggja heimilis- ins. Hann fer því á flakk og í einum könnunarleiðangr- inum rekst hann á tíkina Missy. Verður þar ást við fyrstu sýn hjá báðum aðilum. Afleiðingin af þessum kynnum eru fjórir hvolpar sem systkinin Ryce, Ted og Emily ákveða að taka í fóstur þegar móðirin er tek- in frá hvolpunum. Eins og nærri má geta þurfa litlir hvolpar mikla umönnun og lendir það á krökkunum að vakna um miðjar nætur til að sinna þeim. Til að bæta gráu ofan á svart verður að halda hvolpunum leyndum fyrir heimihsfóðumum, George, sem þykir meira en nóg af hafa einn hund. Það tekst ekki lengi og brátt verða þessir fjórir fjörkálfar hluti af heimihshfi Newtonfjöl- skyldunnar. En vandamáhð með móðurina er óleyst og þegar fjölskyldan fer í frí tekur sagan óvænta stefnu þegar í ljós kemur að Missy er í næsta nágrenni. Það má segja Beethoven 2 til hróss að hundamir em einstaklega geðþekkir og skemmtilegir. Mörg atriði þar sem hvolparnir em í fremstu víghnu eru vel gerð og fyndin og viss er ég um að margir krakkar fara út af sýningu með þá ósk heitasta að eignast hvolp af St. Bemhardskyni. En um leið og veraldleg vandamál Kvikmyndir Hilmar Karlsson Newtonfjölskyldunnar ber á góma, hvort sem það em unghngavandamál Ryce eða fj áröflunarvandamál heimilsfóðurins, hverfur sjarminn og myndin verður stirð í ahri framsetningu. Ekki bætir sykursæt tónhst sem ofnotuð er í myndinni. Beethoven 2 nær að sumu leyti tilganginum að skemmta börnum í þeim atriðum sem beinhnis em gerð fyrir þau en hræddur er ég um að táningum þyki lítið koma til rómantískra atriða þar sem fyrstu kynn- um Ryce af ástinni er lýst. Beethoven 2 (Beethoven 2nd) Leikstjóri: Rod Daniel Handrit: Len Blum Kvikmyndun: Bill Butler Tónlist: Randy Edelman Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Nicholle Tom og Christopher Castile Tilkyimingar Lionsklúbburinn Eir með kvikmyndasýningu Fimmtudaginn 24. mars nk. verður Lionsklúbburinn Eir með forsýningu á stórmyndinni My Life í Háskólabíói kl. 20.30. Bossanova-bandiö leikur tónhst í anddyrinu frá kl. 20.00. Fjölmennið á góða mynd og styrkið gott málefni í leið- inni. Smíðar og skart — gjafir í lit 18. mars verður opnuð verslunin Smiðar og skart - gjafir í lit. Smiðar og skart er sérverslun með gjafavöru úr smíðajámi, keramik og gleri ásamt skartgripum úr ýmiss konar efni. Verslunin er aö Suöur- landsbraut 52 og er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga. Opið hús Ferðafélagsins í Mörkinni 6 (risi) verður opið hús í kvöld, 22. mars, kl. 20.30. Páskaferðir Ferðafélagsins verða kynntar. Farar- stjórar verða th viðtals. Páskaferðir FÍ - Kjölur, skíðagönguferð, Landmanna- laugar, skíðagönguferð, Miklafeh-Síðu- jökuh-Lakagigar, skíðagönguferð, Snæ- fehsnes-Snæfellsjökuh (gengið á jökul- inn), Þórsmörk (gönguferðir). Félag eldri borgara í Reykjavik og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Margrét Thoroddsen verður th viðtals þriðjudaginn 29. mars. Panta þarf tíma í s. 28812. Levi’s fær andlitslyftingu Endurbætur hafa verið gerðar á Levi’s verslun Faco á Laugaveginum. Settar hafa verið upp nýjar innréttingar 1 versl- uninni. Við hönnun þessara nýju innrétt- inga er reynt að skapa eins konar skemmustemningu, óhefðbundna að vísu. Ekkert plast er notað heldur nátt- úruleg efni eins og gler, viður og jám í náttúrulegum htúm. Félag eldri borgara Kópavogi Sphaður verður tvímenningur í kvöld, kl. 19, að Fannborg 8, Gjábakka. Ungmennastúkan Edda 12. mars sl. var stofnuð af Stórstúku ís- lands I.O.G.T. ungmennastúkan Edda nr. 1. Ungmennastúkur era félagsskapur ungs fólks á aldrinum 14 til 25 ára sem vhl iifa lífmu á hehbrigðan hátt án nokk- urra vímuefna. Myndin er tekin í Vinabæ aö loknum stofnfundi. Gæslumaður er Jóna Karlsdóttir. Efnalaugin Glitra Efnalaugin Ghtra, Rauðarárstíg 33, Reykjavík, hóf starfsemi þann 4. mars sl. Þar er boðið upp á þurrhreinsun á öhum fatnaði, einnig heimhisþvott, hreinsun á sængum," yfirdýnum, rúmteppum, gluggatjöldum, svefnpokum o.fl. Allar vélar em af nýjustu gerð. Eigendur em Fjóla Björk Guðmundsdóttir og Katrín Guðmundsdóttir. Opið er kl. 8-18 mánud.-fimmtud. og fóstud. kl. 8-18.30. Félag aldraðra Gerðubergi Hárgreiðsla á morgun. Kl. 11 gamlir leik- ir og dansar, börn frá leikskólanmn Ösp koma í heimsókn. Kl. 12 hádegishressing, kl. 15 kaffitími. Tónleikar Ójöf og Edda í Óperunni Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar í kvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni verða Liederkreis nr. 39 eftir Robert Schumann og sönglög eftir Pjotr Tsjajkovski og Sergei Rakhmaninov. Tónleikamir verða haldnir í íslensku óperunni. Söngdeildartónleikar í Borgarnesi Tónleikar söngdehdar Tónhstarskóla Borgarfjarðar verða haldnir í Borgames- kirkju í kvöld, 22. mars, kl. 20.30. Stigs- próf hafa staðið yfir í söngdehd skólans ■ og er þetta annað árið sem söngnemend- ur taka stigspróf í söng frá því söngdehd- in tók th starfa við skólann. ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, uppseH, fim. 24/3, uppsett, lau. 26/3, uppsett, fid. 7/4, uppsett, föd. 8/4, upp- sett, sud. 10/4, uppselL sud. 17/4, uppsett, mvd. 20/4, uppselt, fid. 21/4, nokkur sæti laus, sud. 24/4, mvd. 27/4, uppselt, fid. 28/4, uppsett, laud. 30/4, uppselL ALLIR SYNIR MÍNIR eftir ArthurMiller Föd., 25/3, laud. 9/4 næstsíðasta sýning, föd. 15/4, síðasta sýnlng. SKILABOÐASKJÓÐAN effir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Sud. 27. mars kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 10. april kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 17/4 kl. 14.00. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Lau. 26/3 kl. 14.00. Ath. Allra síðusta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Föd. 25. mars, fáein sæti laus, sud. 27/3, laud. 9. april, föd. 15. april. Sýningin er ekkl við hæfi bama. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eft- Ir að sýning er hafin. Litlasviðiðkl. 20.00. SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Aukasýning, iaud. 26/3, Siðasta sýning. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eft- ir að sýnlng er hafin. Listaklúbbur Leikhúskjallarans íkvökf kl. 20.30. FRANSKT VÍSNAKVÖLD Fram koma: Edda Þórarinsdóttir, Hörður Torfason o.fl. Þrld. 22/3 kl. 20.30. LORCA-dagskráin frá 28. febr. endur- tekin, aðeins þetta eina kvöld. Mlðasala Þjöðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 6160. ÍSLENSKA LEIKHÚSIÐ Hinu húsinu, Brautarholti 20 Simi624320 VÖRULYFTAN eftir Harold Pinter í leikstjórn Péturs Einarssonar Fös. 25. mars kl. 20. Laud. 26. mars kl. 20. Sund. 27. mars kl. 20. Fáar sýningar eftir. Miðapantanir I Hinu husinu, simi 624320. Leikhús tlsiJpÆmlJfiafil Leikfélag Akureyrar ÓPERUDRAUGURINN eftir Ken Hill i Samkomuhúsinu kl. 20.30. Frumsýning föstudag 25. mars, uppselt. Laugardag 26. mars, örfá sæti laus. Miðvikudag 30. mars Skirdag 31. mars. Laugardag 2. apríl, örfá sæti laus. 2. i páskum, mánud., 4 april. BmPm eftir Jim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hef jast kl. 20.30. Sunnudag 27. mars, uppselt. Þriðjudag 29. mars. Fimmtudag 7. apríl. Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Aðalmiöasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutíma. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miöasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Sími 21400. Greiöslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. 8. sýn. mið. 23. mars, brún kort gilda, upp- selt, lau. 26. mars, uppselt, mið. 6. april, láein sæti laus, fös. 8. april, uppselt, fim. 14. april, fáein sæti laus, sun. 17. apríl fá- ein sæti laus, miöd. 20. apríl. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- belAhende Fimd. 24. mars, uppselt, fösd. 25. mars, uppselt, sun. 27. mars., fáein sæti laus, fim. 7. april, lau., 9. apríl, uppselt, sun. 10. april miöd. 13 april, fösd., 15 april. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu. Ath.: 2 mlðar og geisla- dlskur aðeins kr. 5.000. Litla sviðið Leikiestur á griskum harmleikjum: Ífígenia í Áiís eftir Evripides laugar- daginn 26. mars kl. 15, Agamemnon eftir Æskilos kl. 17.15 Elektra eftir Sófókles kl. 20.00 Miðaverð kr. 800. Miðasala er opin ki. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i sir.ia 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur — Borgarleikhús. i- r r I M I I f \ invpm I K H Ú Sl Seljavegi 2, sími 12233 SKJALLBANDALAGIÐ sýnir DÓNALEGUDÚKKUNA eftir Dario Fo og Fröncu Rame i leik- stjórn Mariu Reyndal. Öll hlutverk: Jóhanna Jónas. 8. sýn. föstud. 25. mars kl. 20.30. Laugard. 26. mars kl. 20.30,9. sýnlng. Sunnud. 27. mars kl. 20.30, síðasta sýn. Miðapantanir i síma 12233 og 11742 allan sólarhringinn. leikUTstarskóli ÍSLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR Eftir Maxim Gorki í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. 3. sýn. i kvöld kl. 20, uppselt. 4. sýn. miðd. 23. mars kl. 20. 5. sýn. mánud. 28. mars Mlðapantanlr i sfma 21971. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! A j|uj«no*B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.