Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 28
28 oo Hægt kólnandi Guðrún Ágústsdóttir. Hlýjan uppí ræðustól „Þetta var ótrúleg upplifun. Þaö ríkti svo mikil stemning og eftir- vænting í salnum að manni fannst hlýjan streyma frá fólkinu upp í ræðustól," sagði Guðrún Ágústsdóttir um viðmót fundar- manna er R-listinn kynnti mál- efnasamning sinn. Fúlasta alvara „Þetta er ekki í gríni gert heldur Umrriæli dagsius er mér fúlasta alvara. Ég er búinn að senda prófkjörsnefndinni bréf þar sem fram kemur að ég gef ekki kost á mér í neitt sæti fyrir komandi kosningar. Ég var búinn að segja mínum nánustu kunn- ingjum að ég myndi hætta í póli- tík ef ég næði ekki fyrsta sætinu' Sumir frambjóðendurnir vissu af þessu,“ sagði Vilhjálmur Ketils- son sem varð í öðru sæti í próf- kjöri Alþýðuflokksins í nýja sveitarfélaginu á Suðurnesjum. Óheiðarleg vinnubrögð „Ég held að einhver óheiðarleg vinnubrögð séu alltaf í tafli í öll- um prófkjörum og ég tel að svo hafi líka verið að þessu sinni,“ sagði Vilhjálmur jafnframt. Skylduáskrift RÚV Samtökin Frjálst val halda í kvöld opinn fund kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift fundarins er „Samrýmist skylduáskrift RÖV nútíma hugmyndum um valfrelsi, lýðræði og mannrétt- indi?" Pallborðsumræöur. Fram- Fundir sögumenn eru Heimir Steinsson útvarpsstjóri, Páll Magnússon útvarpsstjóri, Tómas Ingi Olrich, form. útvarpslaganefndar, Krist- ín A. Jónsdóttir, form. saratak- anna Fijálst val, og Sigurbjöm Magnússon lögfræöingur. Oröafar í islendingasögum Eiríkur Rögnvaldsson prófess- or og Ömólfur Thorsson, stunda- kennari við Kennaraháskóla ís- lands, halda fyrirlestur í dag kl. 1615 í stofu M-301 í Kennarahá- skólanum um orðafar í íslend- ingasögum. Umræðukvöld um Jón Gunnar í kvöld kl. 20.30 verður um- ræðukvöld I Nýiistasafninu um Jón Gunnar Árnason listamann. Guðbergur Bergsson og Ólafur Gíslason taka þátt. Samanburður á f ramleiðni Bergur Elias Ágústsson heldur fyrirlestur í Tæknigarði Háskóla ísiands í dag kl 16 til 17 um sam- anburö á framleiðni framleiöslu- eininga innan sömu atvinnu- greinar. Um landið sunnanvert verður suð- vestlæg átt, allhvöss suðaustan til en hægari suðvestanlands og rigning Veðrið í dag frameftir morgni en síðan skúrir. Norðvestanlands verður austlæg átt, kaldi og smáskúrir. Norðaustan til á landinu verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi og víðast léttskýjað. í kvöld gengur í norðvestan stinnings- kalda með slydduéljum suðvestan til. Um landið norðvestanvert verður þó allhvöss norðanátt og él. Veður fer hægt kólnandi. Sólarlag í Reykjavík: 19.49 Sólarupprás á morgun: 07.18 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.25 Árdegisflóð á morgun: 02.59 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 4 Egilsstaðir skýjað 6 Galtarviti alskýjað 4 Kefla víkurílugvöilur rigning 3 Kirkjubæjarklaustur rigning 3 Raufarhöfn skýjað 3 Reykjavík rigning 3 Vestmannaeyjar \ rigning 4 Bergen slydda 0 Helsinki heiðskirt -8 Kaupmannahöfn skýjað -1 Ósló alskýjað -7 Stokkhólmur léttskýjað -5 Þórshöfn skýjað 7 Amsterdam skýjað -1 Berlín þokumóða -1 Chicago heiðskírt 4 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt léttskýjað 0 Glasgow rigning 9 Hamborg skýjað -1 London mistur 7 LosAngeles heiðskirt 14 Lúxemborg léttskýjað 2 Montreal rigning 2 New York rigning 6 Nuuk léttskýjaö -11 Orlando alskýjað 21 París lágþokubl. 2 Vín rigning 5 Washington þokumóða 8 Winnipeg heiðskirt -5 Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri 1 umhverfísráðuneytinu: um trillu „Ég kem ekki alveg ókunnur að umhverfisráðuneytinu þvi í heil- brigðisráðuneytinu hafði ég um- sjón með verkefnum sem fóru yfir til umhverfisráðuneytis við stofh- un þess,“ segir Ingimar Sigurðsson lögfræðingur sem nýverið tók til starfa sem skrifstofustjóri um- hverfisskrifstofu umhverfisráðu- neytisins. Ingimar var formaður stjórnar Hollustuvemdar um Maður dagsins nokkurra ára skeið og formaður nefndar sem samdi lög um þá stofh- un. „Ég hef lagt mig eftir umhverfis- málum sem lögfræðingur og reynt aö ganga fram með góðu fordæmi. Mér sýnist á mörgu að viö þurfum aö breyta hugsunarhættinum en Inglmar Sigurðsson. það með þetta eins og annað að dropixm holar steininn.“ Ingimar segist vera mikill áhuga- maður um tónlist og fékkst við hana á sínum yngri árum. Hann lærði söng og söng opinberlega sem sólisti og með kórum en steinhætti árið 1977. Núna syngur hann sér til ánægju með kirkjukór Grensás- sóknar. „Ég geri mikiö af því að ganga, hjóla töluvert þegar færi gefst og syndi reglulega. Mínir uppáhalds- útivistarstaðir innan borgarinnar eru með ströndinni og við höfnina. Það gerir „gamli“ sjómaðurinn í mér en ég stundaði sjó með nám- inu. Sem ungur maður ætlaði ég aö verða skipstjómarmaður og draumur minn er að eignast trillu í framtiðinni." Ingimar er kvæntur Sigrúnu Guðnadóttur líffræðingi og eiga þau þijár dætur. Elst er Guðný Rósa, 24 ára, Álfheiður er 22 ára og Halldóra 14 ára. ^JJ Myndgátan Mjólkhleypur EYÞOR,—^ Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Knatt- t spyrnan kemur 0 með vorið Knattspymuvertíðin er aö hefi- ast og boðar hækkandi sól og lengri dag. í kvöld verður leikur Íþróttiríkvöld í Reykjavíkurmótinu á milli Vals og Víkings á gervigrasinu í Laug- ardal og hefst leikurinn kl. 20.00. Þetta er annar leikurinn og er of snemmt að spá í gang mála. Skák Ástralski stórmeistarinn Ian Rogers haíði hvítt og átti leik gegn Tékkanum Haba í meöfylgjandi stööusem er frá skákmóti í Tékklandi fyrir skemmstu. Svarta staðan er svo sem ekki falleg enda var Rogers flj ótur að leiða tafliö til lykta: í í 24. Rxc7+ Eilítið nákvæmari útfærsla er 24. Hxd5! fyrst. 24. - Dxc7 25. Hxd5! æ 0-0 Ef 25. - Hxd5 þá 26. Dxe4+ og næst ™ fellur hrókurinn á d5 og hvítur á unnið tafl. 26. Dxe4 Hxd5 27. Dxd5+ Dn 28. Dxf7 + Kxf7 29. g3 og með tveimur peðum meira í hróksendatafli vann hvítur létt. ™ Rogers varð efstur á þessu móti, sem fram fór í bænum Lazne Bohdanec, þrátt fyrir að hann tapaði tveimur fyrstu skák- (j unum. Skákin viö Haba var tefld í síð- ustu umferð og nægði Haba jafntefli til þess að hreppa efsta sætíð. Bridge Italski sjónvarpsframleiðandinn, Le- andro Burgay, bauð sveitum í janúar- mánuði síðastliðmun upp á kappleiki og voru lagðar undir rúmar 3,5 milljónir króna á hvem leik. Frakkamir Hervé Mouiel og Alain Levy vom meðlimir í sveit Burgays og sátu í NS í þessu spili í einum leiknum. Þeir villtust alla leið upp í geim í þessu spili sem virtist í byrjun dæmt til þess að tapast. En þeir fengu smáhjálp frá vöminni sem var fullnýtt til þess að koma samningnum heim. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: ♦ Á764 V 4 ♦ Á652 + 10765 ♦ 1032 V ÁD1073 ♦ 9743 + 9 ♦ G98 V 865 ♦ G108 + ÁKG3 * KD5 V KG92 ♦ KD + D842 Suður Vestur Norður Austur 1 G Pass 2» Pass 2* Pass 2 G Pass 3* Pass 3* Pass 3 G p/h Sagnkerfi Frakkanna byggðist á gervi- sögnum, opnunin í suður lofaði 16-18 punktum og norður lýstí, með sögnum sínum, nákvæmlega 4-1-4-4 skiptingu. Alain Levy varð að sættast á að spila 3 grönd og þrátt fyrir að útspilið hafi verið hjartasjöan leit samnmgurinn ekki vel út. Levy fékk fyrsta slaginn á níuna og spilaði lágu laufi á tíuna. Austur drap á gosa og hver getur láð honum að spila x. strax hjarta til baka? Vestur drap gosa % vesturs á drottningu og spilaði næst spaðatíu. Levy tók slaginn á kóng, tók tígulhjónin og alla spaðaslagina. Síðan' lagði hann niður tígulás, spilaði síðasta ™ tíglinum og vestur varð að gefa sagnhafa niunda slaginn á hjarta. Það var ekki auðvelt fyrir austur að sjá að hann gat hnekkt spilinu með þvi að taka alla lauf- slagina og spila síðan hjarta. Það var ekki ófrægari maður en Paul Soloway frá Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.