Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1994 Þorskur: Endurnýjanleg auðlind, eða hvað? Eftirfarandi grein er ætluð hug- rökku fólki sem vftl kynnast nokkrum undirstöðuatriðum fiski- fræði. Takmörk fyrir nýliðun Nýliðun þorsks er yfirleitt miðuð við þriggja ára aldur. Hrygning er upphaf nýhðuncu: og er hrogna- ftöldi háður stærð hrygningar- stofns og aldurssamsetningu hans. Síðan koma fjölmargir umhverfis- þættir sem hafa áhrif á nýhðunina en að talsverðu leyti er árgangs- styrkur ákveðinn þegar seiðaleið- angur fer fram í ágústmánuði sama árið og seiðin klöktust út. Ekki telst stærð hvers árgangs þó endanlega þekkt fyrr en hann hefur verið nokkur ár í veiði. Oft er heildarferUnu lýst eins og kemur fram á mynd 1. Hér eru í fyrsta lagi punktar, sem tákna KjáUarínn Gunnar Stefánsson tölfræðingur á Hafrannsóknastofnun „Hitt hlýtur aö vera spuming hvort Islendingar vilji nýta auölind á þann hátt að hún standi ekki undir veiðinni til lengdar eða hvort æskilegra sé að sækja ekki eins stíft, hafa stofninn stærri, stunda arðbærar veiðar og ná meiri afla til lengri tíma litið.“ Þessir ferlar eru miðaðir við það að ef ekki er neinn stofn verður tæplega nokkur nýUðun og að vax- andi stærð hrygningarstofns leiði jafnt og þétt til þess að auka Ukur á því að hrygning takist og fram- leiðslan vaxi. Þetta gildir þó aðeins upp að tilteknu marki enda eru stærð hrygningarstofns og fjölda nýUða, eins og þessu hefur verið háttað á undanfomum áratugum. Síðan eru teiknaðir tveir hugsan- legir bognir ferlar sem lýsa því hve mikillar nýhðunar má að jafnaði vænta við tiltekna stærð hrygning- arstofnsins. takmörk fyrir þvi hve margir nýl- iðamir geta orðið. Að öðm leyti eru ferlamir metnir með hefbundnum aöferðum töl- fræðinnar. Ekki er unnt að gera greinarmun á því hvor ferlanna tveggja sé líklegri til þess að endur- spegla hegðun náttúrunnar. Þróun stofnsins NýUðunin, sem kemur út úr til- tekirmi hrygningu, sktiar sér inn í hrygningarstofninn nokkrum ámm síðar. Skilin era þó misgóð eftir því hve stíft er sótt í árgang- inn. Unnt er að reikna hve miklu hver nýUði sktiar að jafnaði inn í hrygningarstofninn miðað við tti- tekna sókn. Beina Unan á mynd 2 sýnir hvemig ttitekin nýUðun á lóðrétta ásnum sktiar sér inn í hrygningarstofninn á lárétta ásn- um. Á mynd 1 má þannig sjá línur sem ttisvEU'a annars vegar miktili sókn og hins vegar UtilU sókn. Brattari Unan miðast við þá sókn sem var í kringum 1992. Þá kemur spurningin um hver verður þróun stofnsins tti lengri tíma Utið miðað við ttitekna sókn. Ef vatin er vægari sóknin á mynd- inni sést að stofninn mun leita jafn- vægis þar sem hrygningarstofn er á bitinu 500-700 þúsund tonn (skurðpunktamir A og B) því þar ttisvarar framleiðslan því sem ný- Uðunin sktiar til baka inn í hrygn- ingarstofninn. Þessi niðurstaða er nokkuð óháð því, hvor ferlanna lýsir sambandi hrygningarstofns og nýUðunar. Hrun á endanum Hitt er öllu verra að við stífa sókn (bratta línan) sýnir annar nýtiðun- arfertilinn að jafnstaöa mun nást við tæplega 200 þúsund tonna hrygningarstofn (punktur C) en hinn ferilUnn bendir tti þess að stofninn standi ekki undir þeirri sókn og muni því minnka tti lengri tíma Utið og hrynja á endanum. Að sjálfsögðu gerist slíkt ekki á einu ári og breyttieiki eða sveiflur vegna umhverfisaðstæðna geta taf- ið þessa þróun. Hitt hlýtur að vera spuming hvort íslendingar vtiji nýta auðlind á þann hátt að hún standi ekki undir veiðinni tti lengd- ar eða hvort æsktiegra sé að sækja ekki eins stíft, hafa stofninn stærri, stunda arðbærar veiðar og ná meiri afla tti lengri tíma Utið. Gunnar Stefánsson Greinin er endurbirt vegna mistaka í fyrri birtingu, 16. mars. sl. Mynd 1 Mynd 2 Nokkrir nýliðunar- og Nýliðunar- og endurnýjunarferlar endurnýjunarferlar Menning__________________________________ Yfírlitssýning á verkum Jóns Gunnars Ámasonar í Listasafni íslands: Sólstafr og hnífar Jón Gunnar Árnason var meðal fremstu myndhöggvara hérlendis er hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 1989, fimmtiu og átta ára gamall. Jón Gunnar Ámason var meðal fremstu myndhöggvara hérlendis er hann féU frá langt fyrir aldur fram áriö 1989, fimmtiu og átta ára gamaU. Á þeirri yfirUtssýningu sem Listasafn íslands hefur nú sett upp á verkum frá þrjátíu ára UstferU Jóns Gunnars gefst kærkomið tækifæri tti að meta stöðu hans í íslenskri listasögu. Þó Jón Gunnar hafi ekki unnið alfarið að listsköpun og farið að sýna af krafti fyrr á sjöunda áratugnum stundaði hann myndUstamám frá þrettán ára aldri Myndlist Ólafur J. Engilbertsson og fram undir tvítugt hjá Kurt Zier, Þorvaldi Skúlasyni og Kjartani Guðjónssyni í Hand- íða- og myndlistarskólanum og síðan í Mynd- Ustarskólanum í Reykjavík undir hand- leiðslu Ásmundar Sveinssonar. Á sjötta ára- tugnum fór mestm- tími Jóns Gunnars í smíðar. Hann lagði stund á vélvirkjun, rak álsmiðju, málmsmiða- og hönnunarfyrirtæki og framleiddi aUs kyns nytjahluti og smíðaði innréttingar. Málmsmíðin og vélvirkjunin höfðu síðan stefnumarkandi áhrif á list Jóns Gunnars. Þjóðfélagslegur slagkraftur Á sjöunda áratugnum komst Jón Gunnar í kynni við Dieter Roth og var einn stofnenda SUM sem kom róti á viðhorf almennings tti myndUstar. Myndlistin var tekin af stalU og viðleitnin var sú að sýna hugmyndimar í allri sinni óþægtiegu og hversdagslegu nekt, strípaðar af fagurfræði og ttigerð. I viðtati frá 1987 kveðst Jón Gunnar hafa með verkum sínum bmgöist við stríðsfréttum og ógn víg- búnaöarkapphlaupsins og tita þannig á sig sem póUtískan Ustamann. Á sínum tíma var SÚM1 raun pólitísk hreyfing í listum á sama hátt og dadaisminn í Mið-Evrópu á öðrum áratug aldarinnar. Ýmis verk Jóns Gunnars frá sjöunda áratugnum, s.s. Hjartað (1968) og Egó (1969), era tvímælalaust meðal þeirra myndverka SÚM-kynslóðarinnar sem búa í senn yfir hvað mestum þjóðfélagslegum slag- krafti og hafa jafnframt tti að bera tengsl við þá módemísku tóna sem Ásmundur Sveins- son og Sigurjón Ólafsson höfðu þegar slegið og lagt þannig grunninn að nútíma högg- myndatist hér á landi. Segja má að Jón Gunn- ar hafi brúað btiið mitii módemisma alda- mótakynslóðarinnar og þeirrar tækni- og vísindahyggju sem smátt og smátt hefur tek- ið sér bólfestu í okkar daglega lífi. Verk hans eru oft ógnvekjandi, t.a.m. tekur Vélbyssa á móti gestum Listasafnsins þessa dagana og hnífar leika stórt hlutverk í mörgum verk- anna auk þess sem málmur er langfyrirferð- armesta efnið en sömu verkin hafa jafnframt tti að bera mannlega eiginleika sem vekja hluttekningu; þau gefa frá sér hljóð og hreyf- ast jafnvel úr stað. Að lesa náttúruna Síðari árin urðu verk Jóns Gunnars kyrr- látari og jafnframt trúarlegri að mati Ólafs Gíslasonar sem skrifar athygUverða grein í sýningarskrá um tengsl Ustar Jóns Gunnars við trúarhugmyndir índíána, inúíta, hindúa og ásatrúarmanna. Amma Ustamannsins mun raunar hafa búið í ínúítabyggöum í Alaska og kennt honum að lesa náttúmna eins og hann segir sjálfur. Þar kemur e.t.v. grunnskýringin á því hve verk Jóns Gunn- ars hafa þrátt fyrir tækntiegt yfirbragð mikl- ar rætur í trúarlegu táknmáU og goðsögnum. Sólin er kjarninn í myndsköpun Jóns Gunn- ars frá og með 1978 og skipið og vagninn em farartæki okkar á vegferð lífsins sem sólin gefur af sér. Hér er t.a.m. líkan af Sólfari sem nú stendur við Skúlagötu. í efsta sal Lista- safnsins era jafnframt tvær innsetningar sem sjaldan hafa komið fyrir augu fólks en lýsa vel kosmískum hugmyndum Jóns Gunnars seinni árin. Sýningarskráin, sem fyrr er nefnd, er afar vönduð og yfirgripsmik- ið rit og auk fyrrtaUnnar greinar eru þar fróðlegar samantektir eftir m.a. Aðalstein Ingólfsson, Auði Ólafsdóttur, Einar Guð- mundsson og Guðmund P. Ólafsson, vin og samstarfsmann Jóns Gunnars í Flatey þar sem hann reisti Freyslíkneskju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.