Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Fréttir Hættuleg smábamaleikfong 1 umferð: Barnið var komið með raf hlöðuna í munninn - segir faðirinn - Hollustuvemd kannar hvort stöðva eigi sölu leikfanganna „Henni var gefið þetta leikfang. Það er ýtt á mismunandi takka með dýrum og síðan heyrast dýrahljóð og lítið lag - mjög skemmtilegt. Dóttir mín tók tækið upp og missti það, tækið opnaðist og rafhlöðurnar duttu út. Ég áttaði mig ekki strax á þessu en þegar ég kom að henni var hún með eina rafhlöðu uppi í sér og var að naga á henni lakkið," sagði Heim- ir Bergmann, faðir 11 mánaða stúlku sem hann telur hafa verið hætt komna þegar rafhlöður í nýju leik- fangatæki duttu út úr því. Slysavamafélag íslands hefur mælst til þess að viðkomandi leik- föng verði tekin úr umferð en Holl- ustuvemd ríkisins er að vinna i mál- inu, Herdís Storgaard, barnaslysa- fulltrúi hjá SVFÍ, sagði í samtaii við DV í gær að hollensk könnun hefði leitt í ljós að 50 prósent af viðkom- andi leikfbngum væru gölluð: „Gallinn við þetta leikfang er aö það er of lélegt. Af því að það er ætl- að litlum bömum verður rafhlöðu- lokið að vera þannig aö bömin geti alls ekki náð því af,“ sagði Herdís. Heimir sagði að 11 mánaða barn ætti ekki í nokkmm vandræðum með að ná rafhlöðulokinu af, því væri meira að segja rennt frá en ekki smellt: „Ég tók rafhlöður úr öðru tæki og ætlaði að skipta um en þá kom í ljós að þær láku. Hefðu þær rafhlöður verið í nýja tækinu væri dóttir mín núna með slæmt tilfelli af bruna í munninum - og það hættulegum sýrubruna," sagði Heimir. Sigríður Jansen hjá HollustUvernd ríkisins hefur farið í leikfangaversl- un og skoðað viðkomandi vöru. „Við skoðum vömna með tilliti til merkinga og þess galla sem þarna er tiltekinn. Ef varan er ekki merkt á réttan hátt og við teljum öryggið ekki nægilegt gerum við athuga- semdir. Við metum þetta með hlið- sjón af ESB-stöölum sem trúlega verða samþykktir á þessu ári. Okkur er strangt til tekið heimilt að láta stöðva vömna meðan hún er til skoð- unar,“ sagði Sigríöur. Hún sagði að varan yrði skoðuð betur eftir helgi og þá ákveðið hvort aðhafst yrði í málinu. -Ótt AnniráAlþingi: Skaði verði öll málin af greidd - segir Matthías Bjamason Vegna sveitarstjómarkosninga í vor lýkur Aiþingi störfum mun fyrr en vepjulega. Aðeins em eftir 17 starfsdagar á þessu þingi en alis bíða 120 mál afgreiðslu, jafnt fmmvörp sem þingsályktunartillögur. „Ég held að það yrði mikill skaði fyrir þjóðfélagið ef mörg af þessum málum yrðu afgreidd frá þinginu. Ég vona að guð gefi að sú ógæfa hendi Alþingi ekki, það er víst nóg samt af slysunum þar,“ sagði Matthias Bjarnason aðspurður hvort hann teldi að takst muni að afgreiöa máhn fyrir þinglok. -bjb Hrund Heimisdóttir með móöur sinni, Bryndísi Kristjánsdóttur. Hrund held- ur á rafhlöðunum sem detta svo auðveldlega úr þessu leikfangi. DV-mynd ÞÖK Iðnþing: Evrópusam- bandið -já,takk Hin nýju Samtök iðnaðarins héldu sitt fyrsta iðnþing í gær. Þar var sam- þykkt ályktun þess efnis m.a. að verkefni næstu mánaða yrði að finna lausn á samskiptum íslands við Evr- ópusambandið, ESB. „Fyrsta skrefið er að ná samningi sem byggist á þeim grunni sem lagð- ur var með EES-samningnum. Nið- urstaða þarf að liggja fyrir um næstu áramót. Samhliða verður að skoða kosti og gaila beinnar aðildar að Evr- ópusambandinu með hagsmuni heildarinnar í huga,“ segir m.a. í ályktuninni. Samtök iðnaðarins beina þeim til- mælum til stjórnvalda að þau efni nú þegar samkomulag um íslenska fj árfestingarbankann en unnið er að frumvarpi um slíkan banka á Al- þingi. -bjb Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, heldur ræðu sína á iðnþingi 1994 á Hótel Sögu í gær. Á innfelldu myndinni hlýða Svavar Gestsson og Þórarinn V. Þórarinsson á ræðuna með ábyrgðarsvip. DV-myndir BG Gangar Hæstaréttarhússins stríða gegn þörfum fatlaðra: Astæða að gera þetta að kosningamáli - segir formaður Öryrkjabandalagsins „Við munum mótmæla því að þetta verði byggt svona. Það er full ástæða til þess að þetta verði kosningamál. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að opinberar byggingar séu byggðar með þessum hætti," sagði Ólöf Ríkharðsdóttir, formaður Ór- yrkjabandalags íslands. Niðurstaða ferlinefndar félags- málaráðuneytisins er m.a. á þá leið að tveir 35 metra langir aflíðandi gangar í teikningum að nýju Hæsta- réttarhúsi fullnægi alls ekki þörfum hreyfihamlaðra. Öllum sem munu eiga erindi upp á aðra hæð hússins, að undanskildum starfsmönnum, er ætlað að fara upp umrædda ganga Nefndin harmar að ekki skuli vera gert ráð fyrir lyftu fyrir almenning í húsinu. Skábrautum er ætlaö að koma í stað lyftu. í skýrslunni segir m.a.: „Skábraut eða hallandi gangur á borð við það sem hér er gert ráð fyr- ir stríðir algjörlega gegn þörfum hreyfihamlaðra. Ástæðan fyrir því er sú að það þarf mikið líkamlegt afl til þess að ferðast um svo langa ská- braut. Ef hjólastólanotandi hefur ekki þeim mun sterkari handleggi kemst hann hvorki upp né niður 35 metra langa skábraut." Dagný Leifsdóttir, formaður bygg- ingarnefndar dómshúss Hæstarétt- ar, sagði í samtali við DV í gær að á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða neitt um skýrslu ferlinefndar, m.a. með hliðsjón af því að ekki hefur verið ákveðið enn hvar húsið verður byggt. -Ótt Elín Hirst tekur við starfi m . r ■ ■ mrn r__^ „Mér var boðið starf frétta- stjóra eftir aö Ingvi Hrafn ákvað að hætta störfum og tók því. Það er með svolítið blendnum tilfinn- ingum fjölskyldunnar vegna, þar sem ég á tvo unga syni, að ég tek að mér svo ábyrgðarfullt starf. En því er ekki aö neita að mig hefur alltaf dreymt um að stýra fréttastofu eins og þessari," sagði Elín Hírst, aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2, við DV en hún tekur við starfi fréttastjóra stöðvarinn- ar í júní. Elin sagði að vart yrði ýmissa áherslubreytinga í fréttatímun- um, auk þess sem mannabreyt- ingar væru fyrirhugaðar. „Þetta er afar erilsamt starf og ég er orðinn þreyttur. Upphaflega lofaði ég mér í eitt ár en nú hef ég verið fréttastjóri í á þriðja ár. Mig langar að draga mig úr arga- þrasinu en verð þó áfram hjá fyr- irtækinu,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fráfarandi fréttastjóri, sem fer í dagskrárgerð eftir sum- arfri og mun hafa umsjón meó nýjum þætti í september. -hlh Stuttar fréttir Að mati framkvæmdastjómar Neytendasamtakanna hafa kjöt- framleiðendur með sér óeölilegt samráð þegar þeir boða verð- hækkun. í því skyni hafa samtök- in leitað til Samkeppnisstofnun- ar. Á aöalfundi Sameinaða lífeyris- sjóðsins í dag veröur endanlega gengið frá stærstu sameiningu lifeyrissjóða til þessa, þ.e. sam- einingu Lífeyrissjóðs byggingar- manna og Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Heildareign sjóðsins í árslok 1993 var 10,7 milljarðar. Sigga Beinteins mun syngja lag Friðriks Karlssonar í Eurovisi- on-söngvakeppninni í Ðublin í vor. Þetta verður í þriöja sitm sem Sigga veröur fulltrúi íslands í keppninni. Skattrannsóknastjóri hefur kært til RLR gróf svik nokkúrra „pappírsskúffufyrirtækja" á virðisaukaskattkerfmu. Sam- kvæmt frétt Bylgjunnar er um tugi milljóna króna svik að ræða. Rússneskt birgðaskip hefur leg- ið á ytri höfninni i Reykjavík undanfama daga og ekki fengið að leggjast að bryggju vegna gruns um rottugang um borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.