Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Fermingar fyrr og nú Fyrstu fermingar ársins eru á um við veisla með gjöfum, heilla- irleitt. Er gjarnan talað um óhóf í undanhaldi, sem betur fer myndi stórar, leyst þau af hólmi. Þetta morgun, pálmasunnudag. Þá verð- óskaskeytumogöðrusemtilheyrir þeim efnum. Sem dæmi um dýrar kannski einhver segja. leiðir hugann að frekari saman- ur væntanlega mikið um dýrðir á á degi sem þessum. gjafir eru nefnd sumamámskeið í Hér „áður fyrr“ þótti enginn burði á feriningum fyrr og nú. DV heimilum fermingarbarna, allir Mikið hefur verið rætt um gjafir skólum erlendis, íjórhjól, hross, maður með mönnum nema hann sló á þráðinn tii nokkurra merkis- fara í sítt finasta púss og síöan í fermingarbama í gegnum tíðina, videotökuvélar og jafnvel vélsleð- eða hún fengi úr. Nú hafa hfióm- manna og -kvenna og bað þau að kirkju.Síðantekuriflestumtilvik- svo og umgjörö fermingarinnar yf- ar. Slíkar stórgjafir munu nú á tækjasamstæðumar, smáar eða ritja upp fermingardaginn sinn. Guðrún með bókina góöu sem Bjarni Þórðarson bifreiðastjóri og kona hans, Svanhvít Árnadóttir, gáfu henni. DV-mynd BG Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Beið í biðröð til að fá fermingarskó „Þegar ég fermdist gerði ég mér ná- kvæmlega engar væntingar. Þetta var eins og ævintýri, aö fá gjafir og falleg fót. En vissulega fylgdi þessu kostnaður því dæmigeröur fatnaöur sem þurfti var tveir kjólar, kápa og tvennir skór. Þetta var á eftistríðsárunum þannig að það var mjög lítið framboð af vörum. Ég man til dæmis að ég fór í biðröð snemma morguns til þess að fá fermingarskó. Skóna fékk ég og var afskaplega ánægð.“ Þetta sagöi Guðrún Helgadóttir al- þingismaður sem sagðist muna glöggt eftir fermingardeginum. Hún segist ekki kannast við „gjafaflóð" á þeim tíma. Hún kvaðst muna eftir úri sem hún fékk frá ömmu sinni og afa og myndavél sem „þótti óskaplega merki- leg.“ „Ég nota reyndar bók sem ég fékk í fermingargjöf oftar en flesta aðra hluti. Þetta er ritsafn Jónasar Hallgrímssonar sem hefur fylgt mér í gegnum þykkt og þunnt. Það var nágrannaólk í götunni heima í Hafnarirði sem gaf mér þessa bók. Ég þarf oft að fletta upp í Jónasi vini mínum, bæði til gagns og ánægju." sagði Guðrún. Hún sagöi að fermingarveislumar hefðu verið með öðm sniði en nú. Ætt- ingjum og vinum hefði verið boðið heim en veislur hefðu ekki verið eins stórar og nú tíðkast. Húsakynni hefðu einfald- lega ekki leyft slík umsvif. „Ég man vel eftir fermingarkjólnum mínum. í þann tíð voru ekki komnir fermingarkyrtlar eins og nú eru notað- ir. Það var saumaður á mig hvítur, síö- ur kjóll. Svo voru settar í mig pappírs- krullur sem ég þurfti að sofa með nótt- ina fyrir ferminguna. Ég minnist þess ekki að þær hafi haldið fyrir mér vöku. Ég held að við höfum haft miklu sterk- ari tihnningu fyrir því aö við værum að verða svolítið fullorðin heldur en fermingarbörn nú. Þá held ég að um- gjörðin hafi svolítið farið úr böndunum nú. Börn fá nú miklu dýrari gjafir og óþarflega miklum fjármunum er kostað til fermingarinnar." -JSS Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður: Fermdist í dálítið hallærislegum jakkafötum „Ég fermdist í dáhtið hallærisleg- um jakkafótum. Þau voru dökkblá með einhveijum hvítum doppum í. Þau voru vafalaust ágæt en maður var í miklum töffaraheimi á þessum árum.“ sagði Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður. Hermann sagðist hafa verið með „svaka mikla bylgju í hárinu" á þess- um tíma. „Ég var að stæla fyrir- myndir mínar leynt og ljóst, þá James Dean og Presley, og þetta hrærðist saman í eina stóra bylgju á hausnum. Maður sá þá aldrei í svona jakkafotum, það passaöi ekki. Ég hefði frekar átt að fermast á bol til að halda uppi heiðri fyrirmyndanna. En það hefði náttúrlega ekki passað. Hvað sem það líður þá var ég mjög virðulegur á fermingarmynd sem tekin var af mér. Hermann sagðist hafa fengið svefn- poka, bakpoka og úr, eins og flestir á þessum árum. „Ég átti fermingarúrið mitt í ein 15 ár og það var eitt af meiri háttar áfóllum sem ég varð fyrir þegar ég týndi því,“ bætti hann við. Hann sagðist einnig hafa fengið „pening,“ en kvaðst ekki muna hve há upphæð- in hefði verið. Það hefði ekki verið neitt óskaplega mikið á þess tima mælikvarða. „Ég held að við skólafélagarnir höfum allir verið nokkuð svipaöir þegar við bárum okkur saman. Pen- ingagjafimar voru miklu minni þá en nú, þá var enginn að fá hundrað þúsund krónur á þess tíma verðlagi. En menn voru nokkuö vissir með bakpoka og svefnpoka þótt þeir hefðu megnustu óbeit á hvers konar útileg- um og sveitaferðum." Breysttil hins verra „Það var haldin veisla heima hjá foreldrum mínum. Þangað komu aö- eins fjölskyldan og nánustu vinir. Þetta var ósköp notalegt því aö á þessum árum vildi maður allt annað en fjölmennar veislur. Þetta hefur nú breyst til hins verra, ekki bara í sambandi við fermingarn- ar, heldur gjafir almennt. það segir sig sjálft að þegar samskiptamál eru á undanhaldi, eins og þekkist í dag, og verða fljótlega okkar aðalmein, þá reynir fullorðna fólkið að leysa þetta meö meiri og stærri gjöfum. Mér finnst að það ætti að banna þetta því í yngri bekkjum er þetta svo við- kvæmt. Þetta hefur stundum leitt til vinslita, svo dapurt er þetta.“ -JSS Hvorki fundust fermingargjafir né myndir af Hermanni þegar til átti að taka. DV-mynd GVA Sigurður Hall matreiðslumeistari: Keypti hansahúsgögn fyrir peningana Fermingarbarnið Sigurður Hall í hvítum kyrtli utan yfir sérsaumuðu Colin Porter-fötunum. „í fermingargjöf fékk ég peninga sem ég notaði til aö kaupa mér hansahillur og hansaskrifborð. Hansahúsgögnin voru mikið í tísku þá, hillur skrúfaðar upp á vegg og skrifborð í stíl. Svo fékk ég segul- bandstæki sem var þrætt með stór- um spólum. Það þótti mér fín gjöf því þá gat ég tekið upp Kanann og lög • unga fólksins. Svo fékk ég skyrtu- hnappa úr silfri," segir Sigurður Háll matreiðslumeistari. Hann sagðist hafa fengið segul- bandstækið frá foreldrum sínum en slík gjöf þá samsvaraði hljómtækja- samstæðu í dag. Slíkur gripur hefði verið efst á óskalistanum í þá daga. Afskaplega snyrtilegur „Á fermingardaginn var ég í sér- saumuðum jakkafótum frá Colin Porter. Ég var voöalega ánægður með það. Á fótunum haföi ég bítla- skó, með háum hæl og mjórri tá, sem voru svolítið uppháir. Ég held að þeir hafi verið þrem númerum of stórir en það skipti ekki máli. Þessir skór fengust í Rímu í Austurstræti. Ég var að byrja að verða bítill. Það voru allir bítlar, sem einhverju máh skiptu, á þessum aldri. Ég var afskaplega snyrtilegur og vel greiddur í fermingunni en yfir- leitt var hárið greitt fram á ennið. Það sem þykir htið hár í dag þótti ofsalega sítt þá. Maður var kominn í 2. bekk og farinn að segja nei þegar það átti að reka mann til rakara." Sigurður fermdist í Dómkirkjunni, en veislan var haldin í Oddfehow- húsinu. Hún var í raun þrefóld því foreldrar þriggja frændsystkina slógu saman. Þessi frændsystkini höfðu fylgst að lengi því að þau höfðu einnig verið skírð saman. „Ég veit nú ekki hvort ég hef breyst úr unghngi í mann viö ferminguna, því mér finnst stundum að ég sé enn aö breytast úr unglingi í mann. Þaö hefur stundum verið sagt um mig aö ég þjáist ennþá af unglingaveikinni. Ég hef örugglega haldið þá að ég væri fyrir löngu orðinn fullorðinn. En hvað sem þvi líður þá var það mikih áfangi í lífi mínu að fermast. Ég beið eftir þessu í mörg ár. Og mér leiö afskaplega vel þegar þetta var afstaðið." -JSS Ámi Johnsen alþingismaður: Gekk ekki með úr í tuttugu ár - eftir að hafa týnt fermingarúrinu „Ég fékk úr í fermingargjöf, svo og bankabók með 200 krónum. Bankabókin átti að rækta með manni sparsemi en hún var frá sparisjóðs- stjóranum, vini mínum,“ sagði Ámi Johnsen alþingismaður. Ámi var af svefnpoka- og bakpokakynslóðinni og fékk hvort tveggja, auk þess sem hann fékk mikið af bókum. Þá fékk hann Bibhu og forláta skyrtuhnappa sem hann á enn. Verr fór með úrið sem Ámi hafði fengið í gjöf frá foreldrum sínum. Því tapaði hann ári eftir aö hann fékk það þar sem hann var á ferð úti í Ehiðaey. „Þetta var svo mikið áfall að ég gekk ekki með úr í ein tuttugu ár. Það var ekki fyrr en konan mín gaf mér úr að ég gat sætt mig við að ganga með það. Ég hafði tímaskyn eftir sólinni og tilfinningu. Það mun- aði reyndar aldrei nema fimm mínút- um hjá mér. Hresst fólk Árni fermdist í jakkafótum og var harla ánægður meö það. „Þessi ár- gangur minn var mjög hefðbundinn. Þetta voru ósköp venjulegir krakkar, mjög hresst fólk. Það vom auðvitað töffarastælar í þeim í framkomu en ekki í klæöaburði. Við fermdumst því í hefðbundnum fotum. Þegar þama var komið sögu voru að byija þessar miklu greiðslur á stelpunum en strákarnir vom brilljantíngreidd- ir og slógu í sveip fram á ennið." Ámi kvaðst ekki minnast þess að mikið thstand hefði verið í kringum fermingar þá. „Það var kaffl og kök- ur eða þá matur. Svo fór fólk mikið á milh veisla því þaö vom náin tengsl mhli íbúanna i Eyjum og mikhl sam- gangur. Þá má líka nefna sið sem hefur haldist en hann var sá aö krakkarnir fengu mjög mikið af skeytum. Þau komu frá bæjarbúum sem við krakkarnir vissum ekki dehi á en fylgdust með okkur. Ég held að þessi siður sé enn við lýði úti í Eyj- um.“ -JSS Arni Johnsen með skyrtuhnappana sem hann fékk i fermingargjöf. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.