Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Kvikmyndir Aðalleikendurnir í Shadowland. Ástir og örlög DV For- vitnileg verð- launa- mynd Ein af þeim myndum sem var útnefnd til óskarsverðlaunanna í ár sera besta erlenda myndin er The Sœnt of a Green Papaya. Leikstjórinn er Tran Anh Hung sem kemur frá Víetnam og er þetta fyrsta mynd hans í fullri lengd. Myndin hefur gengiö mjög vel í Evrópu, ekki síst vegna þess að hún hlaut sérstök verðlaun á kvikmyndahátíöinni í Cannes í fyrra sem besta frumraun leik- stjóra. The Scent of a Green Papa- ya er einfóld og látlaus mynd og tjallar um unga stúlku sem kem- ur utan aflandi til að gerast stofu- stúlka hjá ríkri íjölskyldu i Sai- gon. Myndin geríst 1951 þegar Víetnamar áttu í deilum viö Frakka um nýlendustefnu þeirra. Mui er aðeins 10 ára gömul ogfer strax aö vinna ýmis störf h)á nýju vinnuveitendunum. Hún fær góðar ráðleggingar frá eldri kon- unum og smátt og smátt veröur hún þátttakandi i daglegu lífi íjöl- skyldunnar. Það eru þrir synir á heimilinu ásamt afanum sem hef- ur sig h'tið í frammi. En Mui kemst að því að hjónin höföu einnig átt litla stúlku sem dó að- eins 10 ára gömul. Sorgin og söknuðurinn hafði markað djúp spor á líf fjölskyldunnar og er Mui ætlað að bæta upp dóttur- missinn. Þegar Mui yfirgefur fjöl- skylduna tíu árum síðar fær hún að gjöf fallegan rauðan kjól og skartgripi sem tilheyrðu dóttur- inni. Uppgjöri íjölskyldunnar við þátíðina er lokið. Þessa dagana er verið að sýna mynd- ina Dreggjar dagsins í Stjömubíói. Þessi mynd hefur hlotiö hvorki meira né minna en 8 tilnefningar til óskarsverölauna, m.a. fyrir besta leikstjórann (James Ivory), bestu leikkonu í aðalhlutverki (Emma Thompson) og besta karlleikara í aðalhlutverki sem er enginn annar en Anthony Hopkins. Þessi breski leikari hefur farið á kostum á und- anfömum ámm sem leikari og skiiað frá sér hverri stórmyndinni á fætur annarri. Hann virðist geta leikið hvað sem er, allt frá mannætunni Hannibal yfir í hinn fullkomna þjón í myndinni Dreggjum dagsins. Þaö em fáir leikarar sem geta státað af eins glæstum leikferli. Sannsögulegir atburðir Þótt verið sé aö sýna Dreggjar dags- ins eigum við eftir að sjá aðra mynd með Anthony Hopkins sem gerð var í fyrra undir sterkri leikstjóm Ric- hards Attenborough. Þaö er Shadow- land sem einnig hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna, m.a. fyrir bestu leikkonuna og besta handritið. Myndin er byggð á samnefndu verð- launaieikriti Williams Nicholsons sem einnig skrifaði kvikmyndahand- ritið. Myndin byggist á sannsöguleg- um persónum og segir frá hvemig írska skáldið og fræðimaðurinn C.S.Lewis féll á efri árum fyrir bandaríska skáldinu Joy Gresham. C.S Lewis fæddist í Belfast 1898. Hann lærði í Oxford og geröist kenn- ari þar og endaði 1954 sem prófessor í enskum bókmenntum. Hann skrif- aði einnig sjálfur bækur og liggja eftir hann yfir 40 titlar, m.a. bókin The Screwtape Letters. Hann haföi sérstaklega gaman af að skrifa bamabækur en líklega er sú þekkt- asta The Lion, The Witch and the Wardrobe. Rómantík Wamie (Edward Hardwicke) lifir rólegu lífi og eyðir frítímanum með karlkyns vinum sínum. Þá kemur til sögunnar bandaríska skáldið Joy Grasham (Debra Winger) sem haföi verið um langan tíma mikill aðdá- andi Lewis og skrifast á við hann. Joy stendur á ákveðnum tímamót- um, nýskilin eftir misheppnað hjóna- band með alkóhólista. Hún ákveður að heimsækja Lewis ásamt syni sín- um, Douglas (Joseph Mazzello). í fyrstu er samhand hennar við Lewis formlegt og stirt en þróast síð- Leikstjórinn Richard Attenborough. an smátt og smátt yfir í náinn vin- skap, ást og síðan hjónaband. En lífið er ekki dans á rósum. Joy greinist með beinkrabba og verður að leggj- ast á sjúkrahús. Hún nær sér tíma- bundið en eins og svo oft áður tekur krabbameiniö sig upp aftur og leiöir hana til dauða. Áður haföi Lewis lof- að að taka Douglas að sér og ala hann upp. Umsjón Baldur Hjaltason Andstæðir persónuleikar Myndin fjallar að mestu um hvem- ig samband þeirra Lewis og Joy þró- ast. Þetta eru tveir mjög ólíkir per- sónuieikar, Joy er mikill kvenskör- ungur af gyðingaættum, obinská og hefur ákveðnar skoðanir á málun- um. Lewis er hins vegar hinn dæmi- gerði settlegi Breti sem lætur ekkert raska sinni ró. Leikstjóranum, Ric- hard Attenborough, hefur tekist að festa þetta samband á filmu án þess að myndin verði væmin eins og oft viil verða um myndir sem fjalla um ástina. Attenborough er heldur eng- inn nýgræðingur í kvikmyndagerð því hann á að baki margar stórmynd- ir, eins og til dæmis Ghandi, fyrir utan að hafa leikið í fjölda mynda. Shadowland er hins vegar ákveðinn sigur fyrir hinn rúmlega sjötuga Att- enborough því síðasta mynd hans um líf Chaplins gekk illa og naut lí- tilla vinsælda. Frábærleikur Það er einnig gaman sjá Debra Winger glíma við eitthvert bitastætt hlutverk því hún hefur átt á brattann að sækja á undanförnum árum sem leikkona. Hún hefur leikið í fjölda mynda sem hafa ekki hlotið náð fyr- ir augum kvikmyndahúsagesta. Þótt hún hafi ekki eins gott hlutverk og Hopkins fer hún á kostum víöa í myndinni. Shadowland er líkt og Dreggjar dagsins gulikom fyrir kvik- myndaáhugafólk. Þetta era ekki stórmyndir en tekst samt að fanga hug og hjörtu áhorfenda svo að þeir gleyma bæði stund og stað. Þama fer saman athyglisverður efnisþráöur, gott handbragð og frábær leikur. Þetta eru því myndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Frelsi Myndinni er skipt í tvo hluta. í fyrri hlutanum er sagt frá hinni ungu óþroskuðu stúlku sem lifir ailt sitt lif innan veggja hússins. Hinn hiutinn segir frá þroskaðri konu sem hefur störf sem þjón- ustustúlka hjá nýjum húsbænd- um. Hún leitar eftir betra lifi, ást og kærleika. Líkt og papaya breytir um lit frá grænu yfir í gult þegar ávöxturinn þroskast þá þroskast litla stúlkan og verö- ur að fuilvöxnum einstaklingi, tilbúin að takast á við vandamál lífsins. Scent of a Green Papaya er að mörgu leyti mynd sem íjallar um frelsi einstaklings og þá með sér- stöku tilliti til konunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.