Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 45 .. .að Eddie Murphy og eigin- kona hans, Nicole, sem er 28 ára og fyrrum fyrirsæta, ættu von á þriðja barni sinu í haust. Þau eiga fyrir Bria, sem er fjögurra ára, og Myfes sem er aðeins eins árs. Eddie sjálfur er orðinn 32ja ára. .. .að grammy-verðiaunahafinn, söngvarinn og iagahöfundurinn, Lionel Richle, 44 ára, og unnusta hans, fatahönnuðurlnn Diane Aiexander, 27 ára, hlökkuðu tll að eignast fyrsta bam sitt sem er væntanlegt í heiminn fyrsta júní. Richie á tóif ára dóttur frá fyrsta hjónabandi sínu. ...að þýska súperfyrirsætan Claudia Schiffer, 23 ára, hefði tilkynnt að hún mundi ganga í hjónaband með David Copper- field, 37 ára, síðar á þessu ári. Það verður fyrsta hjónaband þeirra beggja. Claudia, sem þén- ar 350 þúsund krónur á dag, hefur tilkynnt að hún ætli sér að hætta sem fyrirsæta fljótlega. Senniiega er stelpan þegarorðin nógu rík til þess. ...að Karólína prinsessa af Mónakó væri líklega farin að spara því hún sást á útsölunum í París fyrir stuttu. Tiskuhúsin í París hafa ekki fengið fyrr að njóta nærveru prinsessunar á útsötu þannig að menn telja að hún þurfi að spara eins og aðrir. .. .að ævisaga leikarans ons Brando kæmi út í haust í Bandarikjunum. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamali, hóf sjálf- ur að skrifa bókina árið 1991 en fékk síðan hjálp hjá vönum rit- höfundi, Robert Lindsey. Sviðsljós Tímaritið Hello hóf göngu sína á Spáni: - og selst eins og heitar lummur víða um heim » *<*)<:*>** A%t \}*i c<4 rw L* I rm ct u t>k»ttr.p.k I TDP WOOfX »«>. wyttftfj 9 24 HORASj CDN1 CL&UDIA Blaðakóngurinn á Spáni, Don Eduardo, og móðir hans, Mercedes, á heim- SCHIFFER íií sínu i auðmannahverfi í Madrid. Á bak við þau eru málverk af Eduardo 0g jgaur hans, Antonio, sem hóf útgáfu á vikuritinu Hola eða Hello fyrir hálfri öld, blaði sem hefur sannarlega slegið i gegn. Tímaritið Hello eða Hola, eins og það heitir á Spáni, er eitthvert stærsta og vinsælasta vikutímaritið á Eng- landi og Spáni þar sem útgáfa þess hófst fyrir fimmtíu árum. Það var Antonio Sánchez í Barcelona sem startaði Hola og gerði sjálfan sig af milijónera. Antonio lést árið 1984 en síðan hefur sonur hans, Don Edu- ardo, stækkað veldið talsvert með því að byrja að gefa Hola út á ensku undir nafninu Hello fyrir rúmum fimm árum. íslendingar ættu að vera vel kunnugir blaðinu því það selst talsvert hér á landi. Don Eduardo er ekki hættur því hann hefur hug á aö leggja Ameríku að fótum sér og hefja útgáfu þar. Hola á sér langa og viðburðaríka sögu. Tímaritið hefur verið fjöl- skyldufyrirtæki í gegnum árin og ekkja Antonios Sánchez, Mercedes, segir að blaðið hafi alla tíð verið eins og barnið þeirra. Hún er nú forstjóri fyrirtækisins og lætur sig miklu varða hvað kemur á síðum blaðsins ekki síður en sonurinn. „Antonio vann við blaðið nánast allan sólarhringinn og allir okkar peningar fóru í þetta litla fyrirtæki. Hann vissi alltaf hvernig hann vildi hafa hlaðiö og lagöi alla áherslu á myndirnar," segir hún. „Lykillinn að velgengni okkar er hvemig við segjum fréttirnar. Viö heimsækjum fræga fólkið og segjum fréttir af þvi frá fyrstu hendi, það er meira en aðrir fá. Fólk er líka hrifið af myndunum okkar sem eru stórar og margar litmyndir," segir sonurinn Don Eduardo. „Pabbi vissi nákvæm- lega hvað lesendur vildu. Þegar hann byrjaði árið 1944 vissi hann strax að góðar myndir væru eins og besta skemmtun fyrir lesendur." „Auk þess höfum við alla tíð lagt áherslu á jákvæðar fréttir. Við segj- um jákvæðar fréttir af fræga og ríka fólkinu og kóngafólkinu á mörgum, mörgum litsíöum. Við leggjum áherslu á kvikmyndastjörnur jafnt sem nýjustu tískustrauma. Við fór- um í brúðkaup þessa fólks og marg- víslegar veislur. Leyndardómurinn liggur í myndunum. Stundum er Hello og Hola líkust fjölskyldualb- úmum því myndirnar eru svo per- sónulegur," segir hann. Hello leggur mikla áherslu á kóngafólk og varla kemur nokkurt blað út án mynda af Díönu prins- essu. Ekki er langt síðan að tuttugu myndir birtust af ferðalagi prins og prinsessu af Kent til Austurlanda. Það er aðalatriði hjá Hello að styggja ekki fína fólkið og heldur þegir ritstjórinn um efni sem hann veit að gæti komið sér illa en að birta það. „Ég vissi allt um hjónabandserf- iðleika Karls og Díönu löngu áður en fréttir fóru að birtast um þá en Eduardo vildi ekki hlusta á mig,“ segir einn blaðamanna Hello. „Ef Díana hefði viljað koma í viðtal og ræða opinskátt um einkalíf sitt þá hefði það sannarlega verið birt. Hello birtir aðeins efni frá fyrstu hendi, engar ágiskanir eða slúður. Þá notar blaðið ekki hneykslanlegar setning- ar úr viðtölum í fyrirsagnir heldur er á ljúfu nótunum. Með þessu hefur blaðinu tekist að komast fyrst blaða heim til Elfsabetar Taylor, jafnvel í brúðkaupið hennar, og heimsækja kóngafólk um víða veröld. Og það er áhugi fyrir þessu já- kvæða efni þvi blaðið selst í 650 þús- und eintökum á Spáni í hverri viku. í byrjun voru lesendur Hello í Eng- landi rúmlega hundrað og áttatíu þúsund en eru nú um hálf milljón í hverri viku. Og það skrýtna viö þetta er að hinir íhaldssömu Bretar hafa tekið svo vel á móti Hello að það á sér fastari lesendur en öll gömlu bresku blöðin og eru þó engir skand- alar í því. Skeggið er tveir og hálfur metri: Komið í heimsmetabók Guinness . Hinn ameríski Paul Miller, sem er 59 ára gamall, hefur náð því langþráðu markmiði að komast í heimsmetabók Það getur verið vandkvæðum bund- ið fyrir Paul að borða spaghetti ef hann hefur ekki rúllað upp skeggið. Skeggið er hægt að teygja i tvo og hálfan metra. Guinness. Paul hefur safnað skeggi í sautján ár og má nú teygja það upp í tvo og hálfan metra. Það hefur ekki veriö vandræðalaust fyrir Paul að safna þessu skeggi. Sjálfur er hann 180 sm á hæð og þegar skeggið var orðið lengra en hann fór það aö fest- ast í rennilásnum á buxunum hans. „Ég gat hvorki rennt upp né niður og varð að endingu að klippa af skegginu og buxunum til að losa það. Þá missti ég þrjá sentímetra af skegg- inu,“ segir Paul sem síðan hefur ein- ungis keypt gallabuxum með hneppt- um buxnaklaufum. En þetta er ekki eina vandamálið því skeggið var stöðugt að klemmast í kommóðuskúffum og rúðunni á vörubílnum þegar hún er skrúfuð upp eftir að Paul hefur fengið sér frískt loft og þannig mætti lengi telja. Nú hefur Paul fundið góða lausn á þessum vandamálum. Hann rúllar upp skegginu báðum megin og festir rúllumar með hámál og hárlakki. í upphafi fékk Paul áhuga á að safna skeggi eftir að hann hafði séð mynd af afa sínum sem var prestur í Mis- souri. „Hann hafði fallegt og sérstakt skegg," segir hann. 'c Paul, sem starfar sem vömbílsfjóri, er ákaflega stoltur af skegginu og tek- ur langan tíma á hveijum degi í að snyrta þaö. „Ég þvæ skeggið á hveij- um morgni og þurrka það með hár- blásara áður en ég rúlla því upp og festi með hámálum. Þetta tekur yfir- leitt tvo tíma á hveijum morgni ef vel á að vera,“ útskýrir Paul stoltur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.