Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The Year of the Virgins. 2. Thomas Keneally: Schintfler’s List. 3. Vikram Seth: A Suitable Boy. 4. George Eliot: IVliddlemarch. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. John Grisham: The Petican Brief. 7. Terry Pratchett: Johnny and the Dead. 8. „The New Virginia Andrews": Twilight’s Child. 9. Elizaboth George: Missing Joseph. 10. Jean Marsh: The House of Eliott. Rit aimenns eölis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Alan Clark: Diaries. 3. Brian Keenan: An Evil Cradlíng. 4. Níck Hornby: Fever Pitch. 5. Gerry Conlon: Proved Innocent. 6. Duncan Campbell: The Underworld. 7. Stephen Fry: Paperweight. 8. James Herriot: Every Living Thing. 9. Karen Armstrong: A History of God. 10. Stephen Briggs: The Streets of Ankh-Morpork, (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Mary Weslcy: En tvivlsom affaare. 3. James Ellroy: Sorte Ðahlia. 4. Robert Goddard: Fra billede til billede. 6. Laura Esquivel: Hjerter i chili. 6. Peter Heeg: Forestilling om det 20. árhundrede. 7. Peter Hoeg: Fortsellinger om natten. {Byggt á Politiken Sondag) Vinsældir Steinbecks Margir bandarískir bókmennta- gagnrýnendur litu John Steinbeck hornauga í lifanda lífi. Hann féll ein- hvem veginn ekki að formúlum fræðinganna sem töldu verk hans afar misjöfn að gæðum. Hins vegar náði Steinbeck fljótt miklum vin- sældum meðal almennings, jafnt les- enda sem leikhúsgesta. Og þótt nú séu liðin hátt í þrjátíu ár síðan hann lést hafa vinsældir verka hans síður en svo dalað. Ævistarf Steinbecks er mikið að vöxtum. Hann sendi frá sér 18 skáld- verk og 13 rit almenns eðlis. Heildar- útgáfa á verkum hans er í 26 bindum. Skáldsögurnar hafa verið þýddar á meira en ijörutíu tungumái og flest verkanna eru enn fáanleg í bóka- verslunum víða um heim. Sumar seljast grimmt. Ljósasta’dæmið um það er The Grapes of Wrath (Þrúgur reiðinnar) sem selst í um 50 þúsund eintökum á hverju ári í Bandaríkjun- um einum. Leikritin eru enn sett á svið og fá góða aðsókn. Steinbeckverðlaunin Þessa dagana koma út í Bretlandi tvær bækur sem varpa ljósi á ævi Steinbecks Annars vegar safn bréfa hans í bókinni Steinbeck: A life in Letters, en henni er m.a. ritstýrt af Elaine Steinbeck, ekkju skáldsins. Steinbeck skrifaði ósköpin öll af bréfum; til vina og kunningja, eigin- kvenna (hann var þrígiftur) og barna, annarra rithöfunda, umboðs- John Steinbeck og Elaine, þriðja kona hans, sjást hér ásamt formanni Nóbelsstofnunarinnar i Stokkhólmi árið 1962 - þegar Steinbeck fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. manna, útgefenda og ýmissa áhrifa- manna í bandarísku þjóðlífi - þar á meðal til nokkurra forseta Banda- ríkjanna. Einn breskra gagnrýnenda komst svo að orði að bréfasafn þetta væri eins og ævintýrasaga aflestrar. Elstu bréfin er frá þvi upp úr fyrri heims- styrjöidinni þegar Steinbeck var Umsjón Elías Snæland Jónsson ungur og fátækur byrjandi á rithöf- undabrautinni. Þau síðustu skrifaði hann skömmu fyrir andlátið árið 1968. Hins vegar er það ævisagan John Steinbeck eftir bandarískt skáld, Jay Parini. í þessari bók, sem hefur reyndar fengið nokkuð misjafna dóma í Bretlandi, rekur Parini ævi og störf Steinbecks og leggur mat á gildi verka hans. Af þessu tilefni hafa breskir útgef- endur Steinbecks og ekkja hans, Elaine, sameinast um að veita ný bókmenntaverðlaun. Upphæð sú sem sigurvegarinn fær er vegleg; jafngildir ríflega einni milljón ís- lenskra króna. Þessi verðlaun eiga að fara til rit- höfundar sem er innan við fertugt og skrifar „í anda Steinbecks" skáld- verk sem tekur á málum sem honum voru hugleikin - fátækt, kynþáttafor- dómum og póhtísku óréttlæti. Heldur merkinu á lofti Elaine var þriðja kona Johns Steinbecks. Þegar þau hittust í Kali- forníu var hann nýskihnn öðru sinni. Hún var hins vegar gift banda- rískum leikara. „Hann var mjög óhamingjusamur og sagði við mig: „Ég veit ekki hvort ég get nokkru sinni elskað aðra konu eða skrifað aðra bók.“ Við urðum ástfangin og fluttum til New York. Áður en ég var búin að taka leirtauið upp úr kössunum var hann sestur við borðið og farinn að skrifa East of Eden,“ sagði hún í viðtali við The Times í Lundúnum. Þar kemur fram að allt frá dauða Steinbecks hefur Elaine helgað líf sitt verkum hans og minningu og er óþreytandi að halda merki hans hátt á lofti. MetsÖlukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Clíent. 2. Thomas Keneally; Schindler’s List. 3. John Sandford: Winter Prey. 4. LaVyrie Spencer; November of the Heart. 5. Dean Koontz: Winter Moon. 6. Peter Straub: The Throat...... 7. Lilian Jackson Braun. The Cat Who Went ínto the Closet. 8. Julie Garwood: Saving Grace. 9. Kevin J. Anderson: Jedi Search. 10. Steve Martini: Prime Witness. 11. V.C. Andrews: Ruby. 12. Catherine Coulter; Lord of Raven’s Peak. 13. Richard North Patterson: Degree of Guilt. 14. Harold Coyle: The Ten Thousand. 15. Fern Michaels: Texas Sunrise. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Maya Angelou: I Knowwhy theCaged Bird Sings. 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Gail Sheehy: The Silent Passage, 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 8. Aphrodite Jones: Cruel Sacrifice. 9. H.G. MooreSi J.L. Galloway: We Were Soldiers Once.. .and Young. 10. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 11. Randi Reisfeid: The Kerrigan Courage. 12. Benjamin Hoff; The Te of Piglet. 13. Martin L. Gross: A Call for Revolution. 14. Deborah Tannen: You Just Don’t Understand. 15. Ann Rule; Everything She ever Wanted. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Allir eru sammála um hvað fallegt er Liklegt má telja að öllum finnist Ijósmyndafyrirsætan Claudia Schiffer falleg kona. Maöurinn og forveri lifðu saman Huganlegt er talið að fyrstu kynslóðir þeirrar tegundar mannsins sem nú er uppi, Homo Sapiens, hafi lifað á sama tíma í Kína og einn af forfeörum mannsins, tegundin Homo Erect- us, Vísindamenn hafa komist að því aö hauskúpa, sem fannst í norðausturhluta Kina, er um 200 þúsund ára gömul og er hún því ámóta gömul og síðustu Homo Erectusarnir í Kina. Homo Erectus var næst á und- an Homo Sapiens og hafa vísinda- menn velt því fyrir sér hvort teg- undirnar hafi verið uppi samtím- is. Fleiri stúlku- börn í fjölkvæni Bandarískur mannfræðing- urnn John Whiting hefur með rannsóknum sínum á sjö ætt- flokkum í Kenya komist að þeirri niöurstöðu að maður sem á marg- ar eiginkonur eignast fleiri dætur en syni. Einnar konu karlar eígn- ast aftur á móti fleiri syni. Orsakanna er að leita til þess hvenær og hversu oft fjölkvænis- karlinn á mök við eiginkonurnar. Whiting segir að egg sem frjóvg- ast í kringum tíraann fyrir egglos verði oftar stúlkubörn en egg sem fljóvgast á öðrum tiraa. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Fólk um allan heim er almennt sammála um hvað það er sem gerir mannsandlit fallegt. Kynlausar, óvilhallar tölvur voru notaðar til að komast aö niðurstöðu í málinu og hún er þessi: Fallegar konur eru með há kinnbein og stór aUgu. Aðlaðandi karlmenn eru með sterklega höku. Þannig er þetta alls staðar, eða svo segir að minnsta kosti í skýrslu þreskra og japanskra sálfræðinga sem birtist í vísindatímaritinu Nat- ure. Vísindamenn við háskólann í St. Andrews í Skotlandi og við Oteman Gakuin háskólann í Osaka í Japan sögðu að rannsókn þeirra væri við- bót við niðurstöður fyrri rannsókna þar sem „falleg" andlit voru alla jafna þau þar sem hlutfóllin voru „venjulegust". í nýju rannsókninni voru tölvur notaðar til að búa til myndir sem byggðust á ljósmyndum af raunveru- legu fólki. Hún leiddi í ljós að fólki fannst andlit meira aðlaðandi ef ákveðnir drættir í „meöalandliti" voru skerptir. „Andlitin sem þóttu hvað mest að- laðandi voru meö hærri kinnbein, mjórri kjálka og stærri augu en meðalandlitin. Á aðlaðandi andlitun- um var einnig styttra milli munns og höku og milli nefs og munns,“ segir í greininni. „Það sem við gerðum var að skoða andlit sem þegar hafa verið úrskurð- uð aðlaöandi," sagði David Perrett við háskólann í St. Andrews. „Við ýktum síðan aðlaðandi andlitsdrætt- ina.“ Þeir tóku aðlaðandi andlitshlutana, svo sem stór augu eöa sterklega höku, og stækkuðu þá aðeins. Og það var eins og við manninn mælt; þátt- takendur í rannsókninni voru hrifn- ari af „ýktu“ andlitunum. Perrett sagði hins vegar að þetta gengi aðeins upp að vissu marki; eft- ir það væri hætta á aö afraksturinn yrði skrímsli með risastór augu. Perrett sagði að ekki væri ljóst hvers vegna fólki fyndist sumir and- litsdrættir aðlaðandi. „Aðlaðandi andlitsdrættir kunna að benda til kynferðislegs þroska og frjósemi eða tilfinningalegs tjáningarkrafts," seg- ir í greininni í Nature. Ekki er munur milli menningar- svæða á því hvaö mönnum finnst fallegt. Japanskir þátttakendur og hvítir voru sammála um hvaða and- lit þeim fannst falleg og þykir það benda til þess að fagurfræðilegt mat á andlitsgerðum sé svipað á ólíkum menningarsvæðum. En það er ekki nóg að vera bara sætur. „Eitt er að hafa andlit eins og grísk gyðja en það þarf miklu meira til að vera aðlaðandi." Haframjöl gegn háþrýstingi Þaö er alveg dagsatt sem ömm- ur og mömmur hafa verið að reyna að telja börnunum trú um: hafragrauturinn er meinhollur. Vísindamenn hafa komist að því að borði menn eina skál af haframjöli eða bókhveiti á morgnana geta þeir haldið blóð- þrýstingnum niðri. Þegar hafa verið leiddar líkur að því að haframjölið minnki kólesteról- magn í blóði. Menn hafði lengi grunað að haframjölið lækkaði blóðþrýst- inginn en ekki haíði fengist staö- festing á þvi fyrr en nú, í rann- sókn sem gerð var á vegum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkj- unum. Kolmónoxíð erá undanhaldi Kolmónoxíömagn í andrúms- loftinu er nú á undanhaldi eftir stöðuga aukningu undanfarin íjörutíu ár. Samkvæmt skýrslu vísindamanna við Coloradohá- skóla minnkaði kolmónoxiðið um átján prósent á tímabilinu júni 1991 til jafnlengdar 1993. Skýrslan birtist í nýútkomnu hefti tímaritsins Science og þar segir að ástandið í gufuhvolfl jarðarinnar fari hægt batnandi. Þá hefur orðið vart vlð minna magn þriggja svonefndra gróður- húsalofttegunda sem stuðla að auknum hita í andrúmsloftinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.