Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Sérstæð sakamál Þolinniæðin brast maður hennar gat unnið fyrir þrátt fyrir vinnusemi hans og þegar hún þurfti á enn meira fé að halda aíl- aði hún þess með vændi.“ „Huglæg sprenging" Verjandinn sagði meðal annars í ræðu sinni: „Ákærði lifði fyrir konu sína og börn. Hann vann oft alla sjö daga vikunnar til þess að geta séð betur fyrir þeim en kona hans launaði honum með ótryggð og hneykslan- legri hegðun." Réttarsálfræðingur, sem hafði margsinnis rætt við Alan, var alveg sammála lögfræðingunum tveimur og sagði meðal annars: „Þessi maður elskaði konu sína og börn og það var ekki síst vegna bamanna sem hann lagði á sig það sem enginn þolir í raun og veru. Þess vegna varð hjá honum huglæg sprenging þann dag sem hann réð konu sinni bana.“ Hvað óvenjulegast þótti þegar tengdamóðir Alans, Mary Johnson, reis á fætur undir lok réttarhald- anna og bað um að fá að ávarpa réttinn. Dómarinn, Borham, veitti henni leyfi til þess og ríkti mikil þögn meðan hún talaði. „Sýndu mildi" „Ykkur kann ef til vill að undra að ég skuli gerast málsvari manns- ins sem myrti dóttur mína,“ sagði Mary Johnson. „En allt það sem sagt hefur verið um hann hér í rétt- inum er satt. Hann var henni góður eiginmaður og hann var börnunum góður faðir. En dóttir mín, Guð veri sálu hennar náðugur, var gála, hrein lauslætisdrós, sem ég afneita. Ég bið þig, herra dómari, að sýna honum mildi svo hann geti komið heim til barnanna sinna." Borham dómari hallaði sér aftur á bak í stól sinum þegar hún hafði lokið máli sínu. Þá sagði hann: „Alan Overend," sagði hann. „Ég hef heyrt margt gott sagt um þig af ýmsum aðilum sem tekið hafa til máls meðan þessi réttarhöld hafa staðið. Mér er ljóst að kvið- dómendur hafa fundið þig sekan um að hafa myrí konu þína. Mér er aftur ljóst að þú þjáðist mikið í hjónabandinu sem stóð á annan áratug. Engu að síður verður ekki fram hjá því horft að þú tókst líf annarrar manneskju. Þú hefðir getað farið frá henni og fengið skilnað. Ég ætla þó að sýna þér mildi. Ég dæmi þig eins vægt og lögin leyfa. Þú færö því þriggja ára fangeldisdóm." Heim til barna og tengdaforeldra Þeir sem þekktu til þeirra Alans og Barböru gáfu sumir þá skýringu á því að hjónaband þeirra stóð jafn- lerigi og raun bar vitni að Alan hefði í raun ekki aðeins elskað konu sína heldur dáð hana lengst af. Enginn gæti hins vegar þolað til lengdar svikin loforö og þá fram- komu sem hún hefði sýnt. Þess vegna hefði Alan misst stjórn á sér. Alan hegðaði sér vel í fangelsinu. Eftir tvö ár, þegar hann hafði tekið út tvo þriðju dómsins, var honum veitt reynslulausn. Þann tíma sem hann sat inni heimsóttu tengdaforeldrar hans hann reglulega og daginn sem hann fékk frelsið fluttist hann heim til þeirra og barnanna tveggja sem búið höfðu hjá ömmu sinni og afa. Við það tækifæri sagði tengda- móðir hans við fréttamenn: „Alan er okkur eins og sonur. Okkar heimili er hans heimiii og verður það eins lengi og hann ósk- ar.“ Alan Overend frá smábænum Dewsbury í Yorkshire á Englandi vissi um galla Barböru Johnson þegar hann kynntist henni. Allir bæjarbúar vissu að þaö var létt að komast upp í rúm með henni. Það höfðu líka margir gert en engum hafði komið til hugar að kvænast henni fyrr en Alan. Hann var þá nítján ára en hún árinu yngri. Barbara reyndi ekki beinlínis að fela veikleika sinn, því þegar Alan bað hennar sagði hún hreinskilnis- lega: „Ef þú vilt eiga mig verðurðu að umbera alla mina ókosti." Og Alan vildi eiga hana, eins og fyrr segir, en líklega hefur hann vonað að Barbara myndi breyta um lífsstíl þegar þau hefðu sest að í þorpinu Heckmondwyke sem er nokkuð fyrir utan Dewbury. Þar eignuðust þau hjón hús og síðan tvö börn, Belindu og soninn Art- hur. Vinnusamur Alan þurfti að leggja hart að sér til að geta staðið undir þeim út- gjöldum sem fylgdu því að eiga konu og börn. En hann var dugleg- ur og stundum vann hann alla sjö daga vikunnar. Barbara var því oft ein heima og það kom fyrir að henni leiddist. Ekki höfðu þau verið gift lengi þegar Alan kom heim eitt kvöldiö og sá að kona hans var örg og vildi vart við hann mæla. En þegar hann gekk á hana svaraði hún: „Það er út af Bill Carter. Hann kom síðdegis til þess að tala við þig. Hann kom mér með sér upp í rúm. Ég gat ekkert gert. Mig lang- aði til að vísa honum burt en ég hafði ekki kraft í mér til þess. Ég veit ekki hvað er að mér.“ Bill Carter var besti vinur Alans og hafði verið svaramaður hans við brúðkaupið. Þegar Alan fór til hans til að ræða málið fékk hann aðra skýringu en þá sem Barbara hafði gefið. „Einn af mörgum" „Ég kom ekki konunni þinni til,“ sagði Bill. „Ég kom til að spyrja hvort þú vildir koma með á veiðar um helgina. Hún bauð mér upp á- kaffi en svo fór hún að sýna mér áhuga. Skyndilega faðmaði hún mig að sér en tók síðan í höndina á mér og leiddi mig inn í svefnher- bergið. Gefðu mér á ’ann ef þig langar til. Ég skal ekki slá á móti. En þú mátt vita að ég er bara einn af mörgum. Ég veit um að minnsta kosti fjóra eða fimm aðra sem hafa verið með henni eftir að þið giftuð ykkur.“ Alan fyrirgaf konu sinni og hún lofaði honum því aö hún skyldi ekki vera honum ótrú oftar. En hún hélt ekki það loforð. Þeim fjölgaði stöðugt mönnunum sem hún fór upp í rúm með. Og þegar hún fékk sér í glas varö Alan að þola að hún segði sögur af öllum þeim mönnum sem hún hefði fengið upp í rúm til sín, ásamt fullyrðingum um að hún gæti komið til hvaða manni sem væri. Nýir „frændur" Barbara var eyðslusöm. Þegar það fé sem Alan kom með heim dugði henni ekki nýtti Barbara sér það að sumir karlmenn voru reiðu- búnir tii að skjóta að henni pening- um fyrir að fá að komast í rúm með henni. Þannig gerðist það nokkrum sinnum þegar Alan kom heim að dóttir hans, Belinda, sagöi: „í dag kom nýr frændi og hann fór inn í svefnherbergi með mömmu. Hún sagði að ég ætti að fara út og leika með Arthur á með- an.“ Mary Johnson. Arthur Johnson. Næstu árin umbar Alan hina hneykslanlegu hegðun konu sinn- ar. Og tengdaforeldrar hans, Mary og Arthur Johnson, höfðu á orði aö þau skildu ekki hvers vegna hann tæki ekki börnin og yfirgæfi Barböru. Þannig sagði tengdamóö- irin, Mary, fiörutíu og níu ára, eitt sinn við hann: „Alan, taktu bömin og losaðu þig úr þessu hjónabandi á meðan þú getur. Enginn dómstóll í þessu landi lætur hana nokkru sinni fá yfirráðarétt yfir börnunum. Hald- irðu áfram að búa með henni endar þetta með skelfingu." Dagur skelfingarinnar En það var eins og Barbara hefði eitthvert dularfullt vald yfir Alan. Hún setti það ekki fyrir sig að láta vel að honum þótt hún væri nýbúin að vera með öðrum manni. Þannig gekk þetta til fram á tólfta ár hjóna- bandsins. En þá kom að því sem tengdamóðir Alans hafði ef til vill óttast mest. Hann gat ekki lengur haft stjórn á sér vegna hegðunar konu sinnar. í um mínútu missti hann alla sjálfstjóm en hún varð örlagarík. Og þegar hann kom aftur til sjálfs síns stóð hann yfir líkinu af konu sinni og eldhúshnífi sem lá viö hlið hennar. Með honum hafði hann stungið hana þrjátíu sinnum í hálsinn, bijóstið og mag- ann. Þegar hann hafði áttað sig á því sem hann hafði gert gekk hann að símanum og hringdi í tengdamóður sína: „Þú verður að koma strax,“ sagði hann. „Ég er búinn að myrða Barböru." Alan breiddi yfir líkið og þegar Mary Johnson kom bað hann hana Barbara. Alan. að sjá um börnin en hélt síðan á fund lögreglunnar og skýrði frá því sem hann haföi gert. Ákæra og réttarhöld Rannsóknarlögreglumenn hlýddu með athygli á frásögn Al- ans. Ef til vill kom þeim ekki alveg á óvart hvernig fór eftir að hafa heyrt um hjónabandsvandann. Skýrslan gekk sína leið til saksókn- ara sem gaf út ákæru fyrir morð og var ákveðið að málið yrði tekiö fyrir í sakadómi í Leeds. Það hafði þá þegar vakið mikla athygli og þykir með þeim sérstæðari í enskri réttarfarssögu af ástæðum sem hér segir nú frá. Frá upphafi réttarhaldanna var ljóst aö ákærði hafði samúð flestra með sér. Jafnvel saksóknarinn gat ekki annað en sýnt skilning á vanda Alans. Hann sagði meðal annars: „Eiginkona ákærða var honum ótrú við hvert tækifæri sem henni gafst. Þá kom einnig í ljós aö hún stal frá atvinnurekanda sínum, verslunareigandanum sem hún vann hlutastarf hjá. Hún notaöi meira af peningum og hraðar en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.