Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Side 27
26 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 39 Afleiðingar salmonellusýkingar íslenska sundliðsins á Möltu: Ég er búin að tapa öllu þreki - segir Bima Björnsdóttir, íslandsmeistari í bringusundi, sem hefur ákveðið að hætta að keppa „Ég er hætt aö keppa í sundi. Ég tók þessa ákvöröun fyrir þrem vik- um að vandlega íhuguðu máli. Þaö er mjög erfitt aö þurfa aö viðurkenna þaö en ég er gjörsamlega búin að tapa öUu þreki og öllum styrk sem ég hef verið að byggja upp síðustu árin. Ég hef keppt í tveim mótum í vetur frá því að ég byrjaði aftur að æfa í september. Ég hef synt mjög illa og get ekki sætt mig við það. Eins og málin standa núna fmnst mér ég gera réttast í því að hætta.“ Þetta segir Birna Björnsdóttir sundkona sem sýktist af salmonellu á smáþjóðaleikunum á Möltu um mánaðamótin maí/júní sl. Þar urðu flestir sundmannanna í íslenska landsliðinu veikir. Þeir jöfnuðu sig þó fljótt, allir nema Birna og Arna Þórey Sveinbjörns sem veiktust sýnu mest. Bima fór mjög illa út úr veik- indunum. Hún er enn að glíma við eftirköst sýkingarinnar og veikist alltaf öðru hvoru þótt búið sé að komast fyrir sýkilinn sjálfan. Hún segist hafa brotnað gjörsamlega nið- ur þegar hún gerði sér grein fyrir því að þrekið hefði hrunið og ströng þjálfun undanfarinna ára væri að engu orðin. 12 ára íslandsmeistari Bima er fædd á Höfn í Hornafirði. Þegar hún var 9 ára fluttist hún með foreldrum sínum til Akureyrar og hóf að æfa þar sund með Sundfélág- inu Óðni. Þegar hún var fjórtán ára flutti hún suður og hefur æft með Sundfélagi Hafnarfjarðar síðan. Að vísu æfði hún með Njarðvíkingum einn vetur en fluttist síðan aftur yfir í sitt gamla félag. „Ég var mjög fljót að tileinka mér sundið og ná árangri. Þegar ég var 12 ára varð ég íslandsmeistari í flokki 12 ára og yngri og setti íslandsmet í þrem greinum. Ég hafði raunar snemma mjög gaman af íþróttum og var eiginlega í öllu, fótbolta og bad- minton, svo að eitthvað sé nefnt. Lík- lega hefur sundið orðið ofan á af því að ég var svo fljót að ná árangri í því.“ Þegar hún náði 13 ára aldri kom smá lægð í ferilinn sem varði þar til hún var 16 ára. Þá tók hún aftur við sér og varð íslandsmeistari í ungl- ingaflokki og setti íslandsmet í 100 og 200 m bringusundi í stúikna- flokki. „Á þessum tíma gekk mér mjög vel og ég bætti mig mjög mikið. Á síð- asta ári gekk mér einnig vel og ég varð íslandsmeistari í 100 og 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Ég var á hraðri uppleið og stefndi á heimsmeistaramótiö í sundi nú í ág- úst. En svo var ég valin í landsliðið á smáþjóðaleikunum - og þar meö var draumurinn búinn.“ Birna segist hafa verið með mjög góðan þjálfara og segist þess fullviss að hefði þetta ekki komið fyrir hefði hún verið að synda á sínum bestu tímum eða jafnvel enn betri á meist- aramótinu í Eyjum um síðustu helgi. Hún segist hafa farið að horfa á og það hefði veriö mjög erfitt. „Ég gerði það til að reyna aö sætta mig við þessa ákvörðun sem ég er búin að taka, að hætta að keppa í sundi, en mig langaði afskaplega mikið til að vera með.“ Birna segist þess fullviss að hefði þettá ekki komið fyrir hefði hún verið að synda á sínum bestu tímum eða jafnvel enn betri á meistaramótinu í Eyjum um siðustu helgi. DV-mynd BG Sóðalegt hlaðborð Birna segir að hún eigi örugglega eftir að minnast hinnar örlagaríku dvalar á Möltu alla tíð. „Ballið byrjaði eiginlega strax með því að sundmennirnir veiktust hver af öðrum. Þetta voru smáveikindi, magakveisa og uppköst. Við hljótum að hafa borðað einhvem óþverra en það hefur ekkert sannast í þeim efn- um. Það voru teknar einhverjar pruf- ur úr matsalnum á hótelinu sem við dvöldum á en engar niðurstöður fengust úr þeim. Maturinn á hótelinu var satt að segja ekki mjög gimilegur. Þetta var hlaðborð, fremur sóðalega borið fram. Það stóðu einhveijir skítugir kokkar við það og voru að skammta. Á því var ýmislegt sem íþróttafólk leggur sér ekki til munns þegar það er að keppa. Þar má nefna feitt kjöt og fleira í þeim dúr. En við slepptum því náttúrlega og fengum okkur frek- ar grænmeti og pasta. Síðustu dag- ana lifðum við eingöngu á því, auk þess sem við borðuðum kartöflur. Við vorum að ræða það okkar á milli aö líklega gæti allt gerst eins og hreinlætinu virtist vera háttað og enginn væri óhultur fyrir matareitr- un. Kokkarnir hefðu allt eins getað skorið grænmetið niður á sama borði og skemmt kjöt og þaö hefði nægt til að breiða út sýkla. Við kvörtuðum en það bar engan árangur. Okkur var sagt að þetta væri það sem boðið væri upp á og allar kvörtunarraddir voru þaggaðar niður. Við í sundhðinu vorum með okkar eigin fararstjóra og hann stóð sig ágætlega. Hann reyndi að gera sitt besta og talaði þarna við einhverja menn en það kom bara ekkert út úr því. Þeir sem voru þarna á vegum ólympíunefndar virtust ekki gera sér grein fyrir þvi sem var í rauninni að gerast. Ella hlytu þeir að hafa gert eitthvað í því.“ Veiktust á fyrsta degi Það var strax á fyrsta keppnisdegi sem tveir íslenskir sundmenn veikt- ust. Þeir voru með magakveisu, nið- urgang og uppköst. Veikindin gengu yfir á einum degi og þeir tóku þátt í keppni þótt þeir væru slappir. Þann- ig veiktustu þeir einn af öðrum. Af fimmtán manna Uði var aðeins einn sem slapp. Síðasta daginn sem Birna átti að keppa var hún oröin veik. Hún hefur verið með astma og til viðbótar við magakveisuna fékk hún astmak- ast. Hún var mjög slöpp og hélt að það stafaði af astmakastinu. Á laug- ardeginum var síðasti dagur mótsins og þá hafði henni versnað til muna. Þegar mótinu var lokið, seinni hluta laugardagsins, var haldið lokahóf og þá var hún orðin mjög veik. „Um kvöldið var svo ball og það voru allir léttklæddir því að hitinn var svo mikill. Ég lét mig hafa það að dragnast með en var að drepast úr kulda og hríðskalf allt kvöldið. Ég var komin með slæman niður- gang og mér var flökurt en ég gat samt ekki kastað upp.“ Heim í hjólastól Á sunnudeginum lá Birna í rúminu og var orðin máttfarin. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað var að gerast. Mér fannst eins og þetta myndi allt verða í lagi, þann- ig að ég var ekkert að kvarta eðá segja frá líðan minni. Það voru allir búnir að vera veikir og þeim var batnað. Ég hugsaði að þetta myndi lagast hjá mér eins og hinum.“ Áðfaranótt mánudagsin$ vaknaði svo stallsystir Bimu, Arna’Þórey, og var einnig mjög veik. Hún fékk krampakast og stífnaði öll upp. Þá var kallað á lækni handa henni. Hann kvað upp þann úrskurð að hún væri með botnlangakast. Hann vildi leggja hana inn á spítala á Möltu en hún vildi það ekki né heldur farar- stjóri sundliðsins. Það varð því úr að allt íslenska sundfólkið hélt heim á tilsettum tíma. Þær Birna og Arna Þórey gátu ekki gengið þegar hér var komið sögu en var ekið í hjólastól það sem þær þurftu að fara. „Við vorum orðnar svo slappar að við gátum ekki einu sinni staðið í fæturna nema smástund í einu. Ég hafði til dæmis farið heim á undan öllum hinum á sunnudagskvöldinq, Ég gat ekki staðið meðan ég var að bíða eftir lyftunni á hótelinu, ég varð að setjast á meðan. En heim kom- umst við og vomm mjög fegnar þegar Möltudvölinni lauk.“ Þess má geta að þrátt fyrir að slapp- leiki hijáði Birnu á mótinu gekk henni þokkalega þar til síðasta dag- inn. Hún kom ekki tómhent heim því hún komst fjórum sinnum á verð- launapall. Gull vann hún í 100 m bringusundi og 4x100 m boðsundi og silfur í bringusundi og 200 m fjór- sundi. Hugsað eftir á Birna segist hafa hugleitt það eftir á, þegar allt hafi verið yfirstaðið, af hveiju hún gerði ekki meira úr veik- indum sínum en raun bar vitni. „Ég var fárveik en það var eins og ég geröi mér ekki grein fyrir því. Ég get svo sem sett mig í spor þjálfara okkar og fararstjóra. Þeir hugsuðu auðvitað með sér að þetta væri bara magakveisa eins og hinir í hópnum hefðu fengið og hún myndi ganga yfir hjá öllum. Ég hugsaði svona sjálf. Þess vegna var ekkert gert í rnálinu." Þegar Birna kom til landsins fór hún beinustu leið heim til sín. Hún var síðan flutt á slysadeildina og að því búnu lögð inn á Borgarspítalann. „Ég ætla að reyna að gera gott úr þessu og leggja alla áherslu á að byggja mig upp á nýjan leik.“ Ama Þórey haíði þá þegar verið lögð inn. Þar sem sú síðarnefnda haföi verið greind með botnlangak- ast úti á Möltu var hún skorin upp um leið og hún kom á Borgarspítal- ann. Þar var tekinn úr henni botn- langinn en svo kom í ljós að hún var með salmonellusýkingu eins og Birna. Birna lá á spítalanum í fimm daga. Þá var hún send heim. „Mér leið óskaplega illa til þess að byrja með. Ég hélt engu ofan í mér stundinni lengur. Þegar ég var orðin hitalaus var ég send heim. Ég var þó ekki laus við magakveisuna og það sem henni fylgdi. Ég held að það hefði verið betra fyrir mig að dvelja lengur á spítalanum. Við vorum látn- ar fá sýklalyf í æð en það verkar fljót- ar heldur en einhveijar inntökur. Þegar ég fór heim var ég látin hafa sams konar lyf í töfluformi. Síðan var ég látin koma aftur á tveggja vikna fresti og þá var athugað hvort ég væri laus við sýkilinn. Þegar svo reyndist ekki vera var skipt um lyf til að reyna að finna það lyf sem ynni á honum. Ég þurfti að taka fimm mismunandi lyfjategundir, 2-3 vikur í senn. Þetta endurtók sig hvað eftir annað og ég losnaði ekki við sýkilinn fyrr en nú rétt fyrir ára- mót. Þá var ég búin að beijast við þennan óþverra í um hálft ár. Þessi lyf eru búin að skemma mik- ið fyrir mér. Þau bijóta mikið niður í líkamanum, ekki síst þarmaflór- una. Ég er nú að glíma við eftirköst sýkingarinnar og sé ekki fyrir end- ann á þeirri baráttu enn.“ Birna stóð sig vel á smáþjóðaleikunum á Möitu þrátt fyrir veikindin og kom heim með tvö gull og tvö siífur. Hér er hún á Borgarspítalanum skömmu eftir að hún kom heim. A verðlaunapalli á Möltu. Þrekið búið Þrátt fyrir veikindin vildi Bima halda áfram æfingum eins fljótt og auðið yrði. Hún hóf því að æfa aftur í september sl. Hún æfði af fullum krafti en fann fljótlega að hún hafði engan veginn þann styrk sem hún hafði áður. Hún þoldi ekki álagið og varð að minnka við sig eftir skamm- an tíma. Nokkm seinna keppti hún á sund- móti hjá Sundfélaginu Ármanni og það mót rak endahnútinn á keppnis- ferilinn. „Það var rosalega erfitt að þurfa að ganga í gegnum það að vera orðin svona léleg. Eg varð að horfast í augu við það aö vera búin að tapa öllu þessu þreki niður. Ég brotnaði alveg saman. Líkaminn hafði rýmað mjög mikið i veikindunum. Þegar ég kom heim af spítalanum hafði ég misst 6-7 kíló. Ég hef verið að synda hundrað metra sund á 5 sekúndum lakari tíma en áður sem er náttúrlega alveg rosa- legt. Ég sætti mig engan veginn við það. Þetta er líka niðurdrepandi fyrir andlegu hliðina. Maður er að reyna að vera í lagi og halda höfði en þetta er svo rosalegt álag að ég gat ekki staðist það. Nú ætla ég að leggja áherslu á að byggja mig upp, andlega og líkamlega, hvað sem svo verður. Ég sé til hvort'ég get hugsað mér að takást á við þessa hluti aftur í haust. Veikindin sjálf hafa verið kapítuli út af fyrir sig. En þegar maður finnur það að maður er að synda á æfingum og getur engan vegin haldið í við þá sem maður var langt á undan áður þá fer eitthvað að láta undan. Það er annars alveg ótrúlegt hvað ein svona ferð getur gert manni. Eftir að hafa æft og keppt í sundi í 12 ár er erfitt að ákveða allt í einu að nú sé ég hætt án þess aö vilja það. Þetta hefur verið stór hiuti af lífi mínu í svo mörg ár en svo allt í einu ekki lengur." - Hvað ætlaröu að gera við allan þann tíma sem áður fór í æfingar? „ Ég ætla bara að búa mér til mitt eigið prógramm, hlaupa úti og stunda líkamsrækt. Ég ætla að reyna að gera gott úr þessu og leggja alla áherslu á aö byggja mig upp á nýjan leik.“ Þáttur ólympíunefndar - Hvað með bætur vegna læknis- kostnaðar og vinnutaps? „í fyrstu vildi ólympíunefnd ekkert vita af þessu máli en reyndi að þagga það niður. Sundsambandið stóð hins vegar mjög vel viö bakið á okkur og ýtti við nefndinni. Það er ekki hægt að benda á ein- hvem einn og segja að hann sé sekur í þessu máli og beri ábyrgð á því DV-mynd BG hvernig fór. Við vorum að vísu þarna á vegum ólympíunefndar og því finnst mér allt í lagi að hún sýni svo- lítinn lit. En það er ekki hægt að segja að þetta sé henni að kenna. Fyrir utan allt annað er þetta tals- vert fjárhagslegt tjón. Þetta hefur kostað mig fleiri tugi þúsunda þegar með eru talin öll þau lyf sem ég hef orðið aö kaupa svo og það vinnutap sem ég hef orðið fyrir. Það hefur verið unnið í því að við fengjum greiddan læknis- og lyfjakostnað. Það er ekki hægt að bæta þetta upp að öðru leyti því ekki geta þeir gefið mér þrekið aftur. Það var skipuð nefnd fyrir áramót sem í sátu læknir, lögfræðingur og fulltrúi frá Sundsambandinu. Þessi nefnd hefur unnið mjög gott starf sem ber að þakka. Hún sendi ólymp- íunefnd margra síðna skýrslu um málið sem hefur orðiö til þess að nefndin hefur samþykkt að borga okkur þessa peninga. Við erum að vísu ekki búin að fá þá en ég hejd að nefndin muni standa við það. Hún getur ýmislegt af þessu lært, til dæm- is að það þarf að passa vel upp á mataræði keppnisfólks og hafa aðgát þegar verið er aö skipuleggja keppn- isferðir á stórmót erlendis. Mér finnst að nefndin hafi ekki gert sér grein fyrir hve alvarlegt þetta mál er og hve miklu tjóni þetta er búið að valda okkur. Félagar mínir, sem fóru þessa ferð, eru nú allir búnir að jafna sig að því er ég best veit. Ama Þórey átti lengst í því en ein- hver hluti ristilsins mun. hafa skemmst hjá henni.“ - Hvað er fram undan hjá þér? „Nú stend ég á krossgötum. Ég er búin með stúdentspróf og var aö spá í að fara í skóla í haust. En kannski blundar í mér draumur um að byija aftur. Númer eitt er þó aö ná sér aft- ur, líkamlega og andlega, áður en lengra er haldið." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.