Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 5 dv Fréttir Söngva- keppni í sveitinni Olgeir Helgi Eagnaisson, DV, Borgamesi: Það hefur verið árlegur viöburður undanfarna áratugi að nemendur í Bifröst haldi söngvakeppni sem köll- uð hefur verið Bifróvision. Það er keppni nemenda Samvinnuháskól- ans og um leið árshátíð þeirra og verður haldin á Hótel Borgarnesi í kvöld, 27. mars. Skólafélagið stendur fyrir undirbúningi og kynningu sem er orðið landsþekkt fyrirbrigði. Veitt verða nokkur verðlaun. Allir á Vatnajökul Kristján Ari Arason, DV, Vatnajöldi Mikið fannfergi og jafnfailinn snjór er á norðaustanverðum Vatnajökli. Ef gott veður helst er útlit fyrir upp- lagt ferðaveöur fyrir eigendur fjalla- jeppa og snjósleðaeigendur um páskahelgina á þessum slóðum. Allajafna hefur fjöldi manns lagt leið sína á þessar slóðir á þessum tíma en fannfergið hefur haft það í fór með sér að hreindýr hafa flúið til byggða. Rakst fréttaritari DV til dæmis á stórar hjarðir hreindýra undir Fljótsdalsheiði þar sem mjög fallegt veður var í gær þegar hann var þar á ferð. Siglufjörður: Bæjarstjórinn í baráttusætið hjá F-listanum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Björn Valdimarsson bæjarstjóri skipar 5. sætið á lista F-Mstans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Siglu- flrði í vor. F-listi, sem er listi óháðra, bauð fram við kosningarnar árið 1990 og fékk þá þrjá fulltrúa kjörna og myndar meirihluta í bæjarstjórn ásamt Alþýðuflokki. Efstu sæti listans skipa: 1. Ragnar Ólafsson, útgerðarmaður og skip- stjóri, 2. Ólafur Helgi Marteinsson framkvæmdastjóri, 3. Guðný Páls- dóttir kennari, 4. Jónína Magnús- dóttir kennari, 5. Björn Valdimars- son bæjarstjóri, 6. Vilhelm Guð- mundsson nemi, 7. Hörður Júlíusson bankamaður, 8. Ríkey Sigurbjörns- dóttir verkakona, 9. Hinrik Aðal- steinsson yfirkennari, 10. Steinunn Jónsdóttir skrifstofumaður. Mosfellsbær: Framboðslisti Alþýðu- bandalags Alþýðubandalagsmenn í Mos- fellsbæ hafa samþykkt framboðshsta fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Jónas Sigurðsson bæjarfuMtrúi. 2. Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður. 3. Gísli Snorrason iðn- verkamaður. 4. Ingibjörg Pétursdótt- ir iðjuþjálfi. 5. Pétur Hauksson lækn- ir. 6. Þuríður Pétursdóttir líffræðing- ur. 7. Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. 8. Þóra Hjartardóttir hjúkrunarfræöingur. 9. Þorlákur Kristinsson myndMstarmaöur. 10. Soffía Guðmundsdóttir, kennari og hjúkrunarfræðingur. 11. Ingólfur Kristjánsson kennari. 12. HaMa Jör- undardóttir leikskólastjóri. 13. Magnús Lárusson húsgagnasmiður. 14.GrímurNorðdahlbóndi. -GHS SAMSKONAR LYF ERU Á MISMUNANDI YERÐI TIL ALMENNINGS. Þegar almenningur kaupir lyf, er ekki tryggt að samskonar, jafngild lyf séu ætíð seld á sama verði. Verðmunurinn getur verið ótrúiegur. í þessari auglýsingu er leitast við að skýra einn þátt er miklu máli skiptir í verðlagningu lyfja. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum, frá mismunandi framleiðendum, eru þau lyf kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar iyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. Lyfin eru engu að síður talin jafngild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta verið á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaldur. VELJUM ÓDÝRASTA KOSTINN! Hér eru nokkur dæmi um verðmun á algengum sýkialyfjum, en sjúklingar greiða slík lyf að fullu. Dæmin miðast við algengan 7 daga skammt af jafngildum lyfjum. SAMHEITALYF Dýrt: Ódýrt: Misinunur: a) 429 kr. 297 kr. 132 kr. 44 % b) 1.253 kr. 611 kr. 642 kr. 105 % c) 1.302 kr. 511 kr. 791 kr. 155 % d) 1.369 kr. 605 kr. 764 kr. 126 % e) 6.684 kr. 3.479 kr. 3.205 kr. 92 % Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. Merki læknir bókstafinn (g) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS' OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN K& RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.