Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 41 Það verður erfitt fyrir dómarana að velja ur þessum glæsilega hópi. Einn keppendanna, Arnfríður Arnardóttir, var fjarverandi þegar DV leit inn á æfingu en hinar heita, talið frá vinstri, Marianna Hallgrimsdóttir, Svava Kristjánsdóttir, Hafrún Ruth Backmann, Sigurbjörg Kristin Þor- varðardóttir, Ingibjörg Nanna Smáradóttir, Bryndís Fanney Guðmunds- dóttir, Valgerður Björg Jónsdóttir. Neðri röð, frá vinstri, Harpa Másdótt- ir, Margrét Skúladóttir, Birna Bragadóttir, sem sigraði í fyrirsætukeppni Ford og DV 1991, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sara Guðmundsdóttir og Unnur Guðný Gunnarsdóttir. Fyrir framan þær er danshópurinn Battú sem tekur þátt í uppsetningu á söngleiknum Grease krýningarkvöldið. DV-myndir VSJ Fegurdardrottning Reykjavíkur: Undirbún- mgura lokastígi Það var mikið um að vera á svið- inu á Hótel íslandi þegar DV leit þar inn í vikunni. Þrettán glæsileg- ar stúlkur dönsuðu um sviðið í sundbolum og hefðu líklega margir karlmenn viljað taka að sér starf blaðamannsins þetta kvöld. Þær voru að undirbúa sig fyrir keppn- ina um titilinn ungfrú Reykjavík sem fram fer annan í páskum. Nú er búið að krýna fegurðar- drottningar Vesturlands, Noröur- lands, Suðurlands, Suðurnesja og í kvöld er komið að fegurðardrottn- ingu Austurlands. Það eru fjórtán stúlkur sem taka þátt í keppninni Ungfrú Reykjavík að þessu sinni. Að sögn Estherar Finnbogadóttur, framkvæmda- stjóra Fegurðarsamkeppni íslands, byijaði hún strax í október að svip- ast um eftir stúlkum fyrir keppnina en vahnu lauk ekki fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar. Um leið og búið var að velja hóp- inn hófu stúlkumar strax að æfa hkamsrækt í World Class auk þess sem Unnur Amgrímsdóttir kenndi þeim framkomu og göngu á sviði. Á krýningarkvöldinu, sem fram fer á Hótel íslandi, kemur th meö að ríkja Grease-stemning því Hel- ena Jónsdóttir er því sem næst búin að setja upp söngleikinn með aðstoð söngvaranna Eyjólfs Krist- jánssonar og Sigríðar Beinteins- dóttur og dansflokksins Battú. Stúlkumar sem taka þátt í keppn- inni verða þó ekki aðgerðalausar á meðan á sýningunni stendur því þær ætla að taka sporið með dans- flokknum og er það nýjung í keppni af þessu tagi. Þegar búið er að velja ungfrú Reykjavík má segja að púhð byrji fyrir alvöru, því þá koma stúlkum- ar utan af landi og undirbúningur- inn fyrir sjálfa aðalkeppnina fer á fulla ferð. Fegurðardrottning ís- lands 1994 verður svo vahn þann 20. maí á Hótel íslandi. Fegurðar- drottning íslands 1993, Svala Björk Arnardóttir, veröur reyndar ekki viðstödd krýningu arftaka síns þar sem hún verður fuhtrúi íslands í keppninni um Miss Universe sem fram fer í Manilla á Filippseyjum daginn eftir. -HMR Stúlkurnar æföu allt mánudagskvöldið á sundbolum og háhæluðum skóm en á þessari mynd eru þær að æfa síðustu innkomu sína þar sem þær verða klæddar síðkjólum. íslenskt sælgæti, bækur og kirkjukaffi rDV lítur inn í Jónshús í Kaupmannahöfn Rakel Matthiasdóttir, til vinstri, ásamt syni sínum Daníel Haukssyni og Stef- aniu Ómarsdóttur hálfsystur sinni sem vinnur í veitingastofunni. í Jónshúsi fer fram fjölbreytt menningqrstarfsemi og þjónusta viö íslendinga búsetta í Kaupmannahöfn og Dani sem vilja svala fróðleiksþorsta sínum um land og þjóð. Það eru ahtaf einhverjar sýningar í gangi aht árið og kostar ekki nema 100 krónur danskar á mánuði að leigja sahnn, eða um ehefu hundruð krónur íslenskar og við skiptum um sýningu mánaðarlega,“ segir Rakel Matthíasdóttir, starfsmaður í veit- ingasölunni í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn, en þangað sækja íslend- ingar sem búsettir eru í borginni til að sýna sig og sjá aðra landa sína. Veitingasalan í Jónshúsi er að nafn- inu th rekin af Rut Ragnarsdóttur en hún er móðir Rakelar sem sér um reksturinn fyrir móður sína. Margireigaerfítt með að finna Jónshús „Flestir sem koma hingað í veit- ingastofuna eru íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn. Þeir koma th að spjalla og líta í íslensku blööin sem hest eru send hingað. Einnig er nokkuð um að hér hti inn feröamenn sem stoppa tímabundið í borginni. Það hefur hins vegar verið vandamál að margir eiga í erfiðleikum með að finna staðinn," segir Rakel. Jónshús stendur við Östervoldgade 12 og th að komast aö því er tekinn strætisvagn númer 1 eða 6 frá Ráð- hústorginu og farið úr honum við lestarstööina í Österport og er þá ekki eftir nema þriggja mínútna gangur að „Islands kultur hus“, eins og Jónshús kallast upp á dönsku. Þennan mánuðinn er í gangi sýn- ing á verkum konu frá Kalkútta á Indlandi, Aahyah Gupta, en hún er gift íslenskum manni og hefur oft komið th íslands og málaö myndir héðan. Veitingastofan í Jónshúsi er opin íjóra daga vikunnar; á sunnudögum frá klukkan 2-6 síðdegis, á miðviku- dögum frá kl. 3-8 og fhnmtudaga og fóstudaga kl. 5-8. Auk þess er hægt að leigja veitingasalinn undir einka- samkvæmi. Á sunnudögum er hoðið upp á kaffihlaðborð og auk þess er kirkjukaffl síðasta sunnudag í hverj- um mánuði eftir íslendingamessu í St. Poulskirkju sem stendur spöl- kom frá Jónshúsi. Auk almennrar veitingasölu er selt góðgæti frá íslensku sælgætisverk- smiðjunum og er þaö vinsælt hjá landanum sem ekki hefur séð ís- lenskt sælgæti svo mánuðum skiptir. Fjölbreytt menningar- starfsemi í Jónshúsi En kaffihúsið er ekki nema brot af fjölbreyttri starfsemi sem fram fer í húsinu sem er á fjórum hæðum og í eigu íslenska ríkisins. Þar er rekin menningar- og upplýsingamiðstöð sem Helga Guðmundsdóttir veitir forstöðu. Miðstööin heldur uppi fjöl- hreyttri þjónustu við íslendinga bú- setta í borginni svo og alla þá sem þurfa á einhveijum upplýsingum að halda um ísland. Þar er íslendingafé- lagið með aðstöðu og þar hefur ís- lendingapresturinn í Kaupmanna- höfn, séra Lárus Þorvaldur Guð- mundsson, íbúð og starfsaðstöðu, en hann er auk þess umsjónarmaður hússins og minningarsafns Jóns Sig- urðssonar sem er á þriðju hæð húss- ins. Auk þessa er í húsinu bókasafn með íslenskum bókum sem opið er tvo daga vikunnar, sunnudaga og miðvikudaga. Starfsemin í Jónshúsi er blómleg á vetuma en á sumrin færist værð yfir húsið. Þannig er lítiö um að vera í júlímánuði og veitingasalan lokuð enda fólk í sumarleyfuin og íslenskir námsmenn heima á klakanum að vinna sér inn vasapeninga fyrir næsta vetur. Texti og myndir: Jón Þórðarson Góðir skór í páskaferðalagið GOTT VERÐ ecco Laugavegi 41 - sími 13577 PÓKÐAK geeðí; Oíjp pjÓYUAútCK' KIRKJUSTRÆTI8 S ÍM I 1 4 1 B 1 Eruð þið orðnir þreyttir á margendurteknum sprunguviðgerðum. Talið við okkur því við höfum lausnina. Síðan árið 1981 höfum við klættyfir 500 hús víðs vegar um landið meðlSPO-MÚR. ISPO-MÚR er góður og ódýr kostur. /SPO-klæðning er mun ódýrari en þú heldur. Gerum föst verðtUboð þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 658826, fax 658824 Húseigendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.