Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 6
Stuttar fréttir Hermennintirfara Síöustu bandarísku hermenn- irnir í Sómaliu eru farnir frá Mogadishu. Óttastóeirðír Inkathahreyfingin óttast óeirð- ir eftir að ÁNC tilkynnti komu sina til Durban. Hittastínæstuviku Haft er eftir háttsettum embættis- manni í ísraei að friðarvið- ræður milli PLO og ísraels hcijist. í Kaíró næsta þriðju- dag en viöræöum var slitið eftir íjöldamorðin í Hebron. Margir arabar telja Arafat svíkja fólk sitt með því að ræða við ísrael. Mæðgurdrepnar ísraelar drápu konu og dóttur hennar í Suöur-Líbanon í óeirð- um sem brutust út eftir aö þrír ísraelskir hermenn voru drepnir. Hungursneyð Hungursneyð vofir yfir um 400 þúsund manns i Kabúl. AðildalöndGATT Aðildarlönd GATT eru orðin 119 talsins. WarrenChristopher Warren Christopher ætlar til Miðausturlanda áður en viðræð- ur PLO og ísraels hefjast. Hafaekkiáhuga Bosníu-Serbar hafa ekki áhuga á að ganga í sambandsríki mús- líma og Króata. Kohlívanda Sósíaldemókratar í Þýskalandi eru með 18 stiga forskot. Minnast Hebron Tvær milljónir Palestínumanna minntust Hebronmorðanna. Gegnreykingum Bill Clinton, forscti Banda- ríkjanna, vill setja harðar reglur sem tak- marka reyk- ingar á vinnu- stöðum til muna. Hann segir þá sem ekki reykja hafa rétt á fersku lofti. Kosningaráítaiíu Kosningar heíjast á Ítalíu á morgun. Reutei Erlendar kauphaUir: LækkuníLondon Hlutabréfavísitölur í erlendum kauphöllum hafa ekki tekið nein stór stökk í vikunni. Helst er að undanf- ama daga hafa vísitölur í London, New York og París verið að lækka. FT-SE 100 vísitalan í London hefur t.d. ekki verið lægri síðan í lok nóv- ember á síðasta ári. Vonbrigði með hagtölur úr bresku efnáhagslífi hægðu á fjárfestum í kauphöllinni í London á fimmtudag. Moröið á forsetaframbjóðandanum í Mexíkó og væntingar um vaxta- hækkanir urðu til þess að Dow Jones vísitalan lækkaði á Wall Street sl. fimmtudag. í gærmorgun var talan að lækka enn. DAX-30 vísitalan í Frankfurt og Hang Seng í Hong Kong eru á upp- leið eftir lítils háttar lækkun fyrir viku síðan. -bjb Útiönd Kveikt í bænahúsi gyðinga í Þýskalandi: Kristalnóttin að endurtaka sig? - spyrja óttaslegnir gyðingar Eldsprengju var varpað á bænahús gyðinga í Lúbeck í Þýskalandi í gær og óttast nú margir að kristalnóttin svo kallaða sé að endurtaka sig. Átta gyðingar, sem búa á hæðinni fyrir ofan bænahúsið, komust lífs af en talið er víst að ætlunin hafi veriö að brenna fólkið inni. Þetta er í fyrsta sinn sem kveikt er í bænahúsi gyðinga síðan aðfaranótt 9. nóvember 1938 þegar nasistar rændu og lögðu í rúst meira en sjö þúsund verslanir gyðinga og kveiktu í hundruðum bænahúsa. Þessi nótt, sem nefnd hefur verið kristalnóttin vegna þess hve mikið var brotið af gleri og kristal, var undanfari gyð- ingaaofsókna í Þýskalandi. „Þetta er hræðilegt og ég á ekki orð til að lýsa því sem hefur gerst,“ sagði formaður gyðingasamfélagsins í Lúbeck, Heinz Jaeckel, eftir atburð- inn í gær. Ekki er vitað hverjir stóðu að íkveikjunni en lögreglan telur víst að pólitísk ástæða liggi þar að baki. Margir telja fullvíst að nýnasistar hafi framið verknaðinn. Útlendingar og gyðingar hafa orðið fyrir stöðug- um ofsóknum frá þeirra hendi eftir sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990 og hafa þær kostað 30 mannslíf. Fimm Tyrkir létu lífiö í eldsprengju árið 1992 en hingað til hafa árásir nýnasista einkum verið fólgnar í því að mála hakakrossa á legsteina gyð- inga og bænahús þeirra. Einnig hef- ur svínshöfðum verið fleygt inn í bænahús. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sem er í fríi í Austurríki, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann for- dæmdi atburöinn. Um 140 gyðingar höfðu ætlað að koma saman í bænahúsinu í dag til aö fagna sérstakri gyðingahátíð. Reuter Nemandi býður frönsku uppreisnarlögreglunni blóm eftir að til uppþota kom á milli nemenda og lögreglunnar. Nemendur hafa mótmælt því að þeir fái einungis lágmarkskaup þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Simamynd Reuter 34 slasast í lestarslysi á Englandi Þrjátíu og íjórir slösuðust í lestar- slysi, þar af tveir alvarlega, sem varð á Suðvestur-Englandi í gær þegar farþegalest rakst á aðra lest sem stóð kyrr á lestarstöð. Áreksturinn var mjög harður og hjálparmenn og slökkviliðsmenn þurftu að skera búta úr lestinni til að ná fólkinu út. Tveir menn voru íluttir með þyrlu í skyndi á spítala en annar þeirra var stjórnandi lestarinnar sem var á ferð. Mennirnir eru sagðir þungt haldnir. Slysið átti sér stað í Newton Abbot í Devon. Lestin sem var á ferð var með 50 manns um borð en hin lestin, sem var á leið til Skotlands, var með um 100 farþega innanborðs. Verið er að kanna hvernig slysið gat hafa átt sér stað og er niöurstöðu að vænta innan nokkurra daga. Reuter Hlutabréfavísitölur í kauphöllum LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Kaþólskakirkj- an harðlega gagnrýnd Réttarhöldin yfir striðs- giaípamannin- um, Paul Tou- vier, sem sak- aður er um að hafa unnið með nasistum í striðinu. hafa . orðið til þess að rómversk- kaþólska kirkjan hefur verið harðlega gagnrýnd en kirkjan skaut skjólshúsi yfir Touvier í 45 ár. Kirkjan svarar þessari gagn- rýni á þann veg að fólk eigi að hjálpa náunganum og það hafi hún gert með því að hjálpa Touvi- er sém verður 79 ára bráðlega. Touvier er meðal annars sakað- ur um að hafa fyrirskipað aftöku sjö gyðinga árið 1944. Kynferðisafbrot gegn börnum Ástralskir ferðamenn, sem tremja kynferðisglæpi gegn börn- um á ferðalögum sínum til ann- arra lahda, eiga >dir höfði sér allt að 17 ára fangelsisvist í Ástralíu samkvæmt nýjum lögum sem dómsmálaráðherra Ástraiiu, Duncan Kerr, skýrði frá nýlega. „Það er leitt að vita til þess að nokkrir Ástralir séu alþjóðlega þekktir fyrir alvariega kynferðis- glæpi sem framdir hafa veriö gegn börnum í riokkrum löndum Asíu,“ sagði Kerr. Talið er að þúsundir Ástrala ferðist til Asíulanda á ári hverju, og þá sérstaklega til Filippseyja og Tailands, til aö notfæra sér unga krakka sem hafa verið neyddir út í vændi sökum fátækt- ar. Fleiri látast úr kóleruíAfríku Kólera í Afríku hefur breiðst út til norðausturhluta Tansaniu þar sem 40 manns hafa nú látist en kólerunnar varð fyrst .vart í nágrenni fjallsins Kilimanjaró. Læknamiðstöð í Kilimanjaró- héraði hefur skráð 213 kólerutil- felli og búist er við enn fieiri til- fellum á næstu döpm og vikum vegna mikilla rigninga sem búist er við í lok þessa mánaðar. Stjórnvöld hafa bannað sölu á bjór og soðnum mat til að reyna að fyrirbyggja að kóleran breiðist út. í höfuðborginni Dar Es Sala- am hafa 40 fangar, sem grunaðír eru um aö vera með kóleru eftir að þeir drukku óhreint vatn, ver- ið settir í einangrun en mennirn- ir eru sagðir mjög illa haldnir. Eiginkona Westsvill skaðabætur Eiginkona íjöidamorö- ingjans Frede ricks Wests vil fá skaðabætu: fyrir tjónið sen lögregla og leit armenn haf; valdiö á hús hjónanna viö leit að líkum fólks sem West er sagður liafa myrt. Eiginkonan, Rosemary, ætlaf að fara fram á skaðabætur þrátt fyrir að hún æth sér ekki að búa í húsinu áfram. Rosemary er búin að vera í fel- um síðan eiginmaöur hennar var handtekinn en hún er ekki talin hafa vitað um verknað manns síns. Lögreglan hefur gert lítið úr kröfum Rosemary og segist vera i fullum rétti aö gera það sem hún vill við húsið en leit stendur þar ennyfir. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.